Stéttabaráttan - 08.11.1974, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 08.11.1974, Blaðsíða 2
Leiöaril STÉTTABARATTAN 10.tbl. 8.111974 Verkalýðsfélögin og vinnustaðastarfið Byltingarsinnað starf Kommúnistaflokks bolsévíkanna á tímum rússnesku byltingarhreyfingarinnar 1917 á að vera öllum raunverulegum marxískum- lenínískum flokkum til leiðsagnar hvernig heyja eigi árangursríka stéttabar- áttu. I sögu Bolsévíkaflokksins segir um afstöðu hans til starfsins í verka- lýðsfélögunum og öðrum fjöldahreyfingum verkalýðsins. "A þessu tímabili var starfsemi bolsjevíkaflokksins til fyrirmyndar um það, hvernig stjórna ber stéttarbaráttu verkalýðsins, hver form eða gervi sem hún kann að taka á sig. Flokkurinn stofnaði leynifélög gaf út forboðin flugrit, rak leynilega byltingarstarfsemi meðal fjöldans. Jafnframt tókst honum að auka áhrif sín innan þeirra verklýðssamtaka, sem lögleyfð voru. Flokkurinn stefndi að því að ná stjórn á verklýðsfélögum, alþýðuhúsum, kvöldháskólum, klúbbum og tryggingarsjóðum. Þessar lögleyfðu félagsstofnanir höfðu um langa hríð ver- ið skálkaskjól upplausnarsinna. Bolsjevíkar tóku nú upp ósleitilega baráttu fyrir því, að þeim yrði breytt í áhrifastöðvar flokks vors. " eiga sér grundvöll. Þar er eini vett- vangurinn, sem baráttufúsir verka- menn geta skipulagt sig sjálfstætt og það mætti jafnvel segja "ómeðvitað." Því að ekki geta þeir skipulagt sig í verkalýðsfélögunum og jafnvel í verkfalls- og baráttunefndunum á vinnustöðunum mæta þeir sama ó- vininum - verkalýðsforystunni, sem reynir að koma í veg fyrir öll afskipti verkamanna af stjórn verkalýðsfélag- anna og kæfa niður sjálfstætt starf þeirra á viimustöðunum. UMRÆÐUHORNIÐ Fræðileg umræða og skilgreining er lífsnauðsyn hverjum kommúnískum flolcki. An skoðanabaráttu og framþróunar fræðikenningarinnar getur flokkurinn ekki barist fyrir verkefnum sínum og leitt verkalýðinn til sig- urs yfir borgarastéttinni. Eins og málum er háttað nú kemur fræðilegt málgagn KSML ekki út nems. ársfjórðungslega, og það hefur sýnt sig að sá vettvaagur er of takmarkaður fyrir umræðurnar sem eru samtökunum og framþróun fræðikenningarinnar nauðsynlegar. Ritstjórn Stéttabarátt- unnar hefur því áliveðið að opna "Umræðuhornið" Það er von okkar að sem flestir félagar,verkamenn og aðrir sem vilja vinna að framþróun stefnu KSML, sendi greinar í "hornið". Sökum plássleysis í blaðinu er æskilegt að greinarnar verði ekki mikið lengri en 1 1/2 vélrituð örk (A4) BANDAMENN TROTSKÝS Byltingarsinnaðir verkamenn starfa fyrst og fremst innan verkalýðsfélag- anna í þeim megintilgangi að auka lýðræðið innan þeirra, virkja sem flesta félagsmenn í pólitísku og fag- legu starfi og einnig til að berjast gegn gagnbyltingaröflum, undanslátt- arhugmyndum og leiguþýjum borgara- stéttarinnar, hinum uppkeyptu skrif- finnum í verkalýðsforystunni. Þetta eru þau meginverkefni, sem bylt- ingarsinnaðir verkamenn setja sér með starfi sínu innan verkalýðsfé- laganna. Með þessu starfi styrkjum við hinn kommúníska grundvöll, vinnum að því að vinna verkamenn á grundvelli baráttu þeirra sjálfra gegn borgarastéttinni og útsendurum hennar, þar sem þeir eru sjálfir virkir þátttakendur og jafnframt leið- andi. I upphafi þessarar aldar stóð baráttan aðallega um tilveru og mót- un verkalýðsfélaganna í hatrammri baráttu gegn innlendum auðherrum og ríkisvaldi þeirra. Þessa baráttu sigruðu verkamennirnir fyrir atorku og baráttuvilja flestra verkamanna. Upp úr hörðu stéttastríði og hat- römmum verkföllum sköpuðustverka- lýðsfélögin, þar sem verkamennirnir voru sjálfir aflið, sem skapaði þau. A þessum tfma eignuðust verkamenn einnig sinn verkalýðsflokk, Kommún- istaflokk Islands. Samfara faglegri virkni fór því einnig aukin pólitísk meðvitund. Það þarf því engan að undra, að hnignun verkalýðsfélag- anna helst í hendur við að borgara- legum öflum tekst að umbreyta Komm únistaflokknum í borgaralegan verka- lýðsflokk. Þegar svo hafði farið um verkalýðsflokkinn var auðvelt fyrir þessi borgaralegu öfl að brjóta á bak aftur allan faglegan baráttuvilja alls fjölda verkamanna og breyta sjálf- stæðu skipulagi verkamanna í skrif- finnsku og samningamakk uppkeyptu verkalýðsforingjanna. Þess vegna sést í dag hvorki tangur né tetur af hefðum þess skipulags, sem barátta hinna byltingarsinnuðu verkamanna þriðja áratugsins hafði skapað. Það sem er þvf ráðandi í verkalýðsfé- lögunum í dag er skrifræði mútaðr- ar verkalýðsforystu, sem berst hat- rammlega gegn öllu virku starfi ó- breyttra verkamanna innan þeirra. Þessi leiguþý auðvaldsins kjósa í þess stað að stjórna verkamönnum ofan frá í samvinnu við atvinnurek- endur og ríkisvaldið, þeir kjósa heldur að starfa með kapitalistunum heldur en verkamönnunum. Verkalýðsforystan berst gegn allri sjálfstæðri skipulagningu verkalýðsins Verkalýðsforystan hefur dregið stór- lega úr lýðræðinu innan verkalýðsfé- laganna, brotið á bak aftur allt sjálf- stætt starf og skipulag verkamannanna sjálfra. Flestir Dagsbrúnarverka- menn þekkja hvernig umræður og til- lögur baráttufúsra verkamanna eru kæfðar niður á fundum, hvernig skrif- finnarnir f forystunni skerða ræðu- tímann og koma í veg fyrir að tillög- ur um aukið lýðrasði og virkni félags- manna séu bornar upp. Þannig berst forystan gegn lýðræðinu í verkalýðs- félögunum og kæfir allar pólitískar og faglegar kröfur verkamanna niður Þó eru til þau tilfelli þar sem verka- mennirnir hafa tekið frumkvæðið og hafið sjálfstæða baráttu eins og t.d. þegar steypukranamenn tóku í sínar hendur samninga um faglegar sér- kröfur sfnar síðast liðið vor. Eða þegar hafnarverkamenn ónýttu kröfur atvinnurekendanna og Dagsbrúnarfor- ystunnar um aukið vinnuálag, sem síðustu samningar gerðu ráð fyrir. Það væri hægt að nefna fleiri dæmi um sjálfstæða skipulagningu verka- manna (eins og baráttu hafnarverka- manna á Akureyri, eða verkamanna í Runtal-ofnasmiðjunni). Það sem er þó mikilvægara, er að gera sér grein fyrir hvert er einkenni þessar- ar baráttu. Það sem fyrst og fremst einkennir þessa baráttu er vaxandi fagleg með- vitund en ekki pólitísk og það að bar- áttan hefst á einstaka vinnustöðum fyrst, utan verkalýðsfélaganna í meira eða minna mæli. Það að sjálf- stæð skipulagning verkamanna er fyrst og fremst faglegs eðlis er mjög eðlilegt þar sem ekkert póli- tískt afl er til, sem getur leitt þessa baráttu til pólitísks uppgjörs við ó- vini verkalýðsins innan raða hans. Þess vegna tekst að halda baráttunni á faglegum grundvelli, sem ekki mið- ast við að taka upp vígorð, sem stefna út fyrir hina faglegu baráttu. Og að hún sé utan verkalýðsfélag- anna er einnig eðlilegt, því hvar annars staðar en á vinnustöðunum ætti líka hin faglega meðvitund að Nýtt frá LENÍN-STALÍN forlaginu Ut er kominn nýr bæklingur, Heims- valdastefnan og klofningur sósfal- ismans, í útgáfu LENlN-STALlN forlagsins. Suma lesendur Stétta- baráttunnar rámar e.t. v. í það, að nú er liðið á annað ár síðan þessi bæklingur var fyrst auglýst- ur "væntanlegur. " En nú er hann sem sagt kominn, með tveimur greinum eftir Lenín auk þeirrar, sem ritlingurinn dregur nafn sitt af. Þessar tvær viðbótargreinar eru Marxismi og endurskoðunar- stefna og Skoðanaágreiningur f evr- ópskri verkalýðshreyfingu. Um badilinginn segir m. a. í for- mála; "I þeim þremur greinum Leníns, sem hér eru birtar í fyrsta sinn á íslensku, fjallar hann á skýran og nákvæman hátt um uppruna, upphaf og orsakir endurskoðimarstefnunn- ar og hinna ýmsu tilbrigða hennar. Þessar greinar eru sérlega þýð- ingarmiklar fyrir íslensku bylting- arhreyfinguna í dag, einmitt þegar höfuðnauðsyn er á að draga hin raunverulegu tengsl milli borgara- stéttarinnar og hentistefnunnar inn- an raða verkalýðsins fram í dags- ljósið - tengsl, sem ákvarðast af efnahagslegum, hugmyndafræðileg- um og pólitfskum (eða taktískum) þáttum." Stéttabaráttan hvetur lesendur sína til að kynna sér þessar greinar og læra af hinni marxísku-lenínfsku aðferð til að greina og berjast gegn hentistefnunni innan raða verkalýðs- ins - nokkuð, sem íslenskir marx- istar-lenínistar verða að tileinka sér í enn ríkari mæli. Heimsvaldastefnan klofningur sósíalismans Hvernig berjumst við fyrir þvf að endurheimta verkalýðsfélögin úr höndum uppkeyptu verkalýðsforyst- uxmar.? Til að breyta ástandi verkalýðsfélag- anna frá því að vera hemill á sjálf- stæða skipulagningu og virkt starf baráttufúsra verkamanna í það að verða raunveruleg baráttutæki fyrir verkalýðsstéttina fyrir frelsi undan kapitalismanum, er langt tímabil, sem einkennist fyrst og fremst af baráttu gegn uppkeyptu forystunni, bæði skipulags.lega og pólitískt. Þessi barátta verður bæði að fara fram á VINNUSTÖÐUNUM og í VERKALÝÐS- FÉLÖGUNUM með stofnun samfylk- ingarliða. En þau miða starf sitt að því að berjast fyrir auknu lýðræði innan verkalýðsfélaganna og baráttu gegn kapitalismanum. A vinnustöð- unum verður óhjákvæmilega að vinna grunnstarfið að meira eða minna leyti fyrir starfið í verkalýðsfélögun- um. Þar verða nefndir verkamanna. að undirbúa þau sameiginlegu sjónar- mið, sem þeir ætla að berjast fyrir á fundum í verkalýðsfélögum sínum. Aðeins á þennan hátt er hægt að berj- ast fyrir lýðræðinu innan verkalýðs- félaganna með því að tengja saman árangurinn af starfinu á vinnustöðun- um við baráttuna í verkalýðsfélögun- um. Það er því ekki hægt að vænta árangurs af starfinu í verkalýðsfé- lögunum nema að það hafi verið und- irbúið á vinnustöðunum. Rauð and- stöðulið innan verkalýðsfélaganna skapast nefnilega ekki bara með á- róðri á fundum verkalýðsfélaganna heldur fyrst og fremst sem árangur af starfi kommúnistanna á vinnustöð- unum, þar sem þeir vinna og einnig annars starfs, þar sem þeir reka reglubundið áróðursstarf. Það er því verkefni okkar að skipu- leggja þá andstöðu, sem nú þegar hefur komið fram sérstaklega á vinnustöðunum og einnig í verkalýðs- félögunum. Þess vegna megum við ekki neita neinum möguleika á form- um fyrir kommúnískan áróður og starf, hvorki skæruverkföllunum né frambpði til trúnaðarmannastarfs eða stjórna verkalýðsfélaganna. 4/11 Frá Reykjarvikurdeild KSML A næstunni mun Reykjavíkurdeild KSML halda skemmti- og fræðslu- fundi fyrir félaga og stuðningsmenn samtakanna. fýrsti fundurinn verður í nóvember. Þá verður sýnd kvikmynd, sem gerð er eftir skáldsögu Gorkís, Móðirin Annar fundur er fyrirhugaður á eftir þeim fundi og mun þá verða fjallað um borgarastyrjöldina á Spáni. Staður og stund er ekki enn ákveðin - það verður auglýst síðar. Þeir sem áhuga hafa á að frétta meira af þessum fundum geta hringt í síma 27800 og leitað upplýsinga hjá deildarstjórn. Grein ÖHS í 8. tölublaði skýrir vel út í hverju villur vinstri henti- stefnunnar eru fólgnar, þ.e. ofmati á ástandi þjóðfélagsins og baráttu verkalýðsins. I stað verkalýðsfélag- anna, sem vegna þróunarástands síns eru óhjákvæmilega afturhalds- söm, vilja vinstri-róttæklingarnir skapa ný og byltingarsinnuð neðan- jarðarverkalýðsfélög. Þeir vilja með öðrum orðum hoppa yfir núver- andi afturhaldsástand verkalýðsfélag- anna og lága meðvitund verkalýðsins á íslandi og skapa í þeirra stað önn- ur, sem í eru ekki venjulegir ís- lenskir verkamenn, heldur fólk sem smíðað er f hugum róttæklinganna sjálfra - hinir fullkomnu byltingar- sinnar. Þessar hugmyndir þeirra eru ekkert nýnæmi, þær eru gamalkunnar í heimshreyfingu kommúnista. Ekki einasta vinstri kommúnistarnir þýsku, sem Lenfn barðist hatramm- lega gegn, heldur einnig Trotský, erkifjandmaður sósíalismans, eru boðberar þessa "barnasjúkdóms" kommúnismans. Þeir sem fylgst hafa með deilunum um verkalýðsfél- ögin, þekkja tal vinstri-róttækling- anna um að verkalýðsfélögin séu endanlega unnin úr höndum verka- lýðsins, að verkalýðsfélagaforystan sé hemill á þróun byltingarinnar og því beri verkamönnum að leita út fyrir verkalýðsfélögin og heyja ólög- lega verkfallsbaráttu. Sömu skoðun lætur Trotský í ljós í grein f Pravda, málgagni bolsévíkkanna 26. maí 1926: "Gervöll 'yfirbygging'bresku verkalýðsstéttarinnar, af öllum gerðum og tegundum án undantekn- ingar, er tæki til að hindra þróun byltingarinnar. Þetta mun til langframa valda þrýstingi hinnar sjálfsprottnu og hálf-sjálfsprottnu hreyfingar á ramma gömlu félag- anna og myndun nyrra, byltingar- slnnaðra félaga, sem afleiðing þessa þrýstings. " (Pravda nr. 119, 1926) J. Stalín svarar þessari kenningu Trotskýs á eftirfarandi hátt: Hafió samband vió KSML Akureyri: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Birgir Guðmunds- son, Skipagötu 2. ísafjörður: Stuðningsdeild KSML, Agnar Hauksson, Tangagötu 20 sími: 3651. Húsavík: Umboðsmaður fyrir út- gáfuefni KSML er Þórarinn Ölafsson, Uppsalavegi 21. Neskaupsstaður: Ath. Nýtt heimilis- fang umboðsmannsins: Magnús Sæmundsson, Urðarteig 21. STYÐJIÐ UPPBYGGINGU KOMMUNISTAFLOKKSINS Gefið í baráttusjód KSML Póstgíró 42000 "Annaðhvort er hér átt við, að nú þegar ríki tímaskeið beinnar bylt- ingarþróunar og að við ættum því að setja upp sjálfstýrð samtök ör- eiganna í stað hinna "gömlu", f stað fagfélaganna - sem auðvitað er al- rangt og heimskulegt. Eða þá að hér er átt við, að "til langframa" ættum við að vinna að því að setja "ný, byltingarsinnuð félög" í stað hinna gömlu fagfélaga. Þetta er ávarp um að skipuleggja, f stað fagfélaganna sem til eru, sömu "Byltingarfagfélög verka- manna" sem "últra-vinstri" komm- únistar í týskalandi börðust fyrir fyrir fimm árum, og sem félagi Lenín barðist harðlega gegn í bækl- ingi sínum "Vinstri róttækni - barnasjúkdómar kommúnismans". Þetta er raunverulega ávarp um að setja "ný" og vfsast "byltingarsinn- uð" félög f stað núverandi fagfélaga, og þar með ávarp um að fara út úr verkalýðsfélögunum. Er þessi pólitík rétt? Hún er grundvallarlega röng, vegna þess að hún er algerlega andstæð lenín- ísku aðferðinni við að leiða fjöld- ann." (Stalín: Works 8. b. bls. 186) Eins og hér kemur skýrt fram, hafa vinstri-róttæklingarnir okkar skipað sér í flokk fjandmanna kommúnism- ans og gerst bandamenn Trotskýs og borgaranna, Aðferð þeirra er ekki samkvæmt lenínismanum, heldur samkvæmt trotskýismanum. Þó að vinstri-róttæklingarnir okkar þykist vilja starfa innan fagfélaganna (lik- lega af því að Lenín kvað vinstri kommúnistana í íýskalandi svo eftir- minnilega í kútinn á sfnum tíma), þá bera allar kenningar þeirra að sama brunni - að fara út úr verkalýðsfél- ögunum og stofna ný, neðanjarðar byltingarfagfélög, sem starfi ólög- lega. Þeir hafa hafnað lenínisman- um og sokkið ofan í fen trotskýism- ans. -Ag Olafevík: Fulltrúi KSML er Matth- ías Sæmundsson, Hjarðartúni 10. Siglufjörður: Söluturninn Aðalgötu er með umboðssölu fyrir Stéttabar- áttuna og Rauða Fánann. Suðurnes: Stuðningsdeild KSML, Einar Jónsson, Sólvallagötu 40e, Keflavík. Reykjavfk: KSML Skólastræti 3B eða pósthólf 1357, sími 27 800. Fulltrúi samtakanna er til viðtals á opnunartíma Rauðu Stjörnunnar. Gerist áskrifendur aó RAUÐA FÁNANUM Rauða Stjarnan Bókabúð KSML byggja að öllu leyti á stuðningi verkafólks og þeim framlögum sem það lætur af hendi rakna. KSML hafa nú látið gera baráttusjóðs- seðla sem eru til sölu hjá félögum samtakanna. RAUÐA STJARNAN Skðlastræti 3B, pósthólf 1357. Opið mánudaga, fimmtudaga og föstu- daga kl. 18.00-20.00, laugardaga kl. 10.00-12.00. Askorun til allra velunnara Rauðu stjörnunnar: Ef þið vitið af hentugu húsnæði, sem bókabúðin gæti tekið á leigu - hafið samband við bóka- búðarstjórn á opnunartíma STÉ TTABARATTAN10. tbl. 3. árg. 8.nóvember 1974. Utg.Kommúnistasamtökin m-1 Pósthólf 1357 Reykjavík Sími: 27800 Ritstj, og ábm. -.Hjálmtýr Heiðdal

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.