Stéttabaráttan


Stéttabaráttan - 04.04.1978, Blaðsíða 1

Stéttabaráttan - 04.04.1978, Blaðsíða 1
Öreigar og kúgaðar þjóðir heims sameinist! Stéttabaráttan Málgagn Kommúnistaflokks íslands/Marxista-Lenínista Ert þú áskrifandi ad viku - blaöi verkafólks? c ) 14.tölublað Þriðjudagurinn 4. apríl 1978 7. árgangur Verð kr. 80. - „Beitt verdi hörðustu adgerðum ” Nú eru liðnir tæpir tveir mánuðir síðan kjararánsólög- unum var dengt yfir launafólk landsins. Á þessum tíma skildu menn ætla að mikið hafi gerst og að verkalýðs- hreyfingin hafi nú brugðist hart og snöggt við í barátt- unni fyrir því að hrinda þess- ari svívirðilegu árás. Strax og ólögin voru sam- þykkt á Alþingi kom í ljós að^ sterkur vilji var fyrir því hjá allri vinnandi alþýðu að berj- ast gegn þeim og það til þraut ar. Einnig brugðust forystu- menn verkalýðssamtakanna fljótt við í því að gefa út stór- yrtar yfirlýsingar. Slíkar yfirlýsingar hafa menn heyrt áður og hafa þær oftast reynst vera orðin tóm. Svo várðist einnig ætla að verða með þessar síðustu. Viðbrögð forystunnar. « Á fundum forystumanna stærstu verkalýðsfélaganna V hafa verið gerðar margar og kjarnyrtar samþykktir um að nú skuli "varnarbaráttu verkalýðsins snúið í sókn", "því aldrei sleppt sem unnist hefur", "beitt skuli hörðustu aðgerðum ef komi til árása á verkalýðinn" o.s.frv.. Allt er þetta gott og gilt. En samþykktir og ályktanir hversu réttar og velortarsem þær eru, eru einskis virði sé ekki farið eftir þeim í starfi. Ástandið í dag er þannig að auðvaldið "hefur hafið sókn", "náð til baka því sem verka- lýðurinn hafði unnið á" og "ætlar sér að beita sínum hörðustu gagnaðgerðum t. d. verkbönnum, efverkalýðs- hreyfingin grípur til aðgerða í því skyni að hrinda ólögun- um" o. s. frv.. Þannig hafa hlutföllin snúist við í höndun- um á forystumönnum verka- lýðshreyfingarinnar, þrátt fyrir allanþeirra fagurgala. Ástand stéttabaráttunnar á framhald á síðu 2. Meintœknar sögðu upp Eins og sagt var frá- í síðasta tölublaði Stéttabarátt- unnar höfðu meinatæknar á prjonunum að fara í aðgerðii til að undirstrika kjarakröfur sxnar. Þær fólust aðallega í tveim atriðum, þ.e. tveggji flokka launahækkim (sem er fullkomlega eðlileg, miðað við starfsmat) og fullt (þ.e. 100%) vaktaálag, en kjara- nefnd hafði aðeins skammtað þeim 80% vaktaálag. Nú hefur það gerst í málinu, að meinatæknar á Borgarspítal- anum, Landsspítalanum og Rannsóknarstofu Háskólans, eru hættir að sinna gæslu- vöktum, til að fá leiðréttingu á vaktaálaginu. Ennfremur hafa nær allir meinatæknar á landinu sagt upp störfum frá og með 1. apríl, til að undirstrika kröfu sfna um að a.m.k. tveggja launflokka hækkun fyrir alla meinatækns þ.e. að grunnlaun meina- tækna verði 14. launaflokkur í stað 12. launaflokks eins og nú er. Uppsagnarfrestur er 3 mánuðir. Enn hafa engin viðbrögð orðið af hálfu ríkisins. Miðvikudagirm 5. apríl verður haldinn fundur í kjaranefnd og er þá e.t.v. að vænta einhverra svara við kröfum meinatækna, ÖskarVigfússonum afmunstrunarmáliö' „Öllum ráðum verði beitt” Eins og * jmi5 hefúr fram í fjölmiðlum er nú í undir- búningi hjá Sjómannasambandi Islands lögsókn á hendur LÍU. Málið rís vegna þeirrax svivirðu sem útgerðarmenn sýndu launþegum sínum er þeir létu afmunstra þá fyrir- vararlaust þegar þorskveiði- bannið gekk í gildi. í tilefni þessa máls hafði Stb. sam- band við 6skar Vigfússon formann Sjómannasambands íslands og innti hann um gang mála.^ Fer það viðtal efnislega hér á eftir: Stb.: Hvernig miðar xmdir- búningi málsins? ö. V.: Um það er ekkert annað að segja en það að lögfræðingur okkar er að leggja síðustu hönd á undir- búning málsins af okkar hálfu. Stb. : Er ekki rétt að þið teljið þetta mál_ vera próf- mál varðandi réttindi sjó- manna? 6. V. : Jú,^ við höfum athug- að þetta mál út frá öllum hliðum og í ljós hefur komið að engin lög eru til sem kveða beint á um þetta atriði Þetta ástand er auðvitað algerlega óviðunandi. Því teljum við þetta mál vera algert grundvallaratriði. Og ég vil taka það fram að ég tel að það sé mjög erfitt fyrir dómstólana að dæma í þessu máli. Það væri nefni- lega ansi erfitt fyrir útgerð- ina að standa á sínum rétt- indum yimu þeir málið því þá hlýtur að vera um gagn- kvæman rétt launþega og útgerðarmanns að ræða. Fulltrúar útgerðarinnar hafa ekki gert sér grein fyrir þessu. Og við geturn rétt fmyndað okkur það ófremdar- ástand sem skapast fyrir útgerðina ef hver sjómaður getur gengið upp á skrifstofu og afmunstrað sig án þess að tala við kóng eða prest og það án þess að vera hýru- dreginn því þetta felst I raun í þessu, ef um gagnkvæman rétt er að ræða. En ef þetta verður raunin þá munum við að sjálfsögðu tilkynna okkar félagsmönnum um þessi rétt- indi þeirra sem þeir geta fullkomlega staðið á. En þetta mál er eins og ég sagði áðan algert grundva xi atriði og við svo búið mui ur> við ekki una. Stb.: Teljið þið nauðsyn að setja löggjöf um þessi mál? ó. V.: Já, það teijum við tvímælalaust. Það hljóta að vera grundvallarréttindi hvers launþega að hafiT upp- sagnarfrest þannig að hann geti leitað sér að annarri vinnu á uppsagnartímanum. Þess vegna munum við beita öllum tiltækum ráðum og vopnum til að fá þetta mál í gegn, þ.e. ef réttindi sjó- manna fást ekki viðurkennd. Við munum láta einskis ófreistað jiar til sigur vinnst f þessu máli. Stéttabaráttan vill að lokum úskar Vigfússon. 'V hvetja alla verkamenn ög vinnandi alþýðu þessa lands tíl að sýna samstöðu með sjómörmum í þessu mikil- væga máli. S ' Er verkalýðsforystan alveg sofnuð?

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.