Stéttabaráttan


Stéttabaráttan - 04.04.1978, Blaðsíða 2

Stéttabaráttan - 04.04.1978, Blaðsíða 2
h LEIÐARI "N STÉTTABARÁTTAN 4.4.197 8 V Kosningalýðskrum Nú líður óðum að kosningum til Alþingis eins og sjá má hvarvetna á allri umræðu um þjóðmál. Menn og málefni eru tekin til endurmats og snöggir blettir í orði og æði pólitískra andstæðinga tíundaðir. Stórviðburðir eins og kosningar verða jafnan þess valdandi að lýðskrum og sjálfshól þeirra sem sinna hagsmuna eiga að gæta eykst. Það verður því ekki annað sagt en að þeir sem raunverulega eigi í vök að verjast, nú eins og endranær, séu hinir háttvirtu kjósendur. (Jr öllum áttum glymur 1 eyrum almennings lýð- skrumsáróður, athöfnum er lofað og það sem ekki var hægt í fyrra verður hrundið í framkvæmd í ár. Stjórnarandstaðan raular gamalt stef á þá leið að ef þið kjósið okkur þá eru áhyggjur ykkar á enda, framtíðin björt og allt er gott ef bara við erum í stjórn. Fólk verður oft hissa þegar það heyrir f stjórnmálamönnum skömmu fyrir kosningar. Öll áður óleysanleg vandamál verða skyndilega mjög einföld og meðfærileg. Lausn efnahagsvandans, verðbólgunnar, verður aðeins lítilsháttar spurning um tilfærslur. Ástæðan fyrir því að ríkisstjórn- inni hafði ekki tekist að gera neitt í málinu var fyrst og fremst stjórnarandstöðunni að kenna og öflum sem stjórninni voru óviðráðanleg. Iiíkis- P'stjórnin féld<. einfaldlega aldrei tíma til að hrinda málunum í framkvæmd. Stjórnarandstaðan hefur svo aftur á móti ekki getað leyst vandamálin sem að steðja f efnahags- lífi þjóðarinnar, vegna veru sinnar utan stjórnar. Allt þjóðarböl er skilgreint sem sem böl uppvakið af ])ólitískum andstæðingum, almenningi til hrell- ingar og tjóns. Hver stjórnmálaleiðtoginn bendir á annan og segir að hann sé órsök allra vandamála og ef fólk nú bara kjósi hann ekki heldur kjósi sig, þá sé allur vándi auðleystur. Sönnunin fyrir því að þetta raup stjórnmálaleiðtoganna er ekki tekið alvarlega, hvorki af þeim sjálfum né öðrum, er sú að aldrei hefur verið gripið til aðgerða gegn þeim sem þeir segja vera bölvaldinn í þjóðlffinu. Aðgerðaleysi,. sofandaháttur og orðaflóð um það sem þeir hefðu'átt að gera og hvað þeir muni gera, er aðal einkenni á stefnu stjórnmálamannanna fyrir kosriingarnar til Alþingis árið 1978, rétt eins .og árin öll hin fyrri. Um þetta gildir einu um stjórn og stjórnarandstöðu, hverjir sem þar hafa setið og hvoru megin. Hvað munu stjórnarflokkarnir gera til úrbóta ef við nú kjósum þá? Svarið er: Ekkert. Hvers er að vænta til úrbóta af hálfu stjórnarandstöðunnar ? Svarið er: Einskis. Hvers getur íslensk alþýða vænst frá hinni ríkjandi stétt ? Einskis. Hvað vill Geir Hallgrfmsson ? Vera áfram ráðherra. Hvað vill’Lúðvík Jósepsson? Verða aftur ráðherra. Hver er ávinningur íslenskrar alþýðu af þeirri aðal ke.nningu þessara manna "farið frá svo ég komist að" ? Enginn. Ráðherrar og stjórnarand- staða eru eðlislega dæmd til að gera ekkert sem að gagni kann að koma fyrir alþýðuna. Hverjir eru þá þeir einu sem færir eru um að breyta málunum og snúa þeim í betra horf ? íslensk alþýða. í komandi kosningum verður alþýðan að velja fólk úr eigin röðum, sem komið er til baráttunnar í því skyni að breyta og bylta ríkjandi auðmanna kerfi. Breytinga er aðeins að vænta fyrir samein- að átak alþýðufólks og samtaka þess, Lausnanna er ekki að leita á gömlu miðunum, þar er fiskað í gruggugu vatni og þaðan er einskis að vænta. ,Beittverdi hörðustu adgerAnf framhald af forsíðu. íslandi í dag er þannig að borgarastéttin ræðst stöðugt a lífskjör og lýðréttindialþýð- unnar en verkalýðshreyfingin stendur máttvana því allar ákvaðanir um baráttu eru í höndum örfárra stéttasam- vinnumanna. Það er gott dæmi um það alræði forystumannanna sem ríkir. innan verkalýðshreyfing- arinnar að fæst stærstu félög- in hafa haldið félagsfundi. ~ Það að félagsmönnum gefst ekki tækifæri til að ræða sfn mál á fundum nú þegar málin standa jafn illa og raun ber vitni, er gróft brot á lýðræð- inu innan félaganna. Þess vegna krefjumst við þess að þegar I stað verði haldnir félagsfundir f verkalýðsfélög- unum. Og þeir eiga að vera haldnir minnst einu sinni í mánuði og oftar þegar þörf krefur, Sú þörf er t.d. núna. Pólitík síonista hefur hrakið hundruð þúsunda fólks á flútta. ✓ 7 • Stultu vncii Bandaríkjastjórn viðurkennir að fsraelar stundi pyntingar Ihóp þess fjölda erlendra fjölmiðla sem ásakað hafa ísrael fyrir að pynta fanga bættist nú nýlega óvæntur stuðningur. Utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. í skýrslu um virðingu á mann- réttindum hjá bandalagsríkj- um Bandaríkjanna, sem lögð var fram í byrjun febrúar, er ísrael ásakað fyrir að nota "hrottafullar yfirheyrsluað- ferðir". Líklegt þykir að gagnrýnin komi fram vegna þess að ekki einu sinni banda- rískir borgarar eru öruggir fyrir hrottafengnum Israelsk- um yfirheyrslusérfræðingum. Það uppgötvaði a. m.k. bandaríski stúdentinn Sami Esmail, sem er af palestínsk- um ættum, er hann í desem- ber í fyrra ferðaðist til vest- urbakka jórdanár. Hann var að heimsækja deyjandi föður sinn. Er hann kom til Ben Gurion var hann þegar hand- tekinn á flugvellinum. Fyrst viku seinna fékk bróðir Sami Esmails að heimsækja hann I fangelsið. Esmail var þá í mjög slæmu líkamlegu ástandi: og sagði að hann hefði verið pyntaður reglulega og ekki verið leyft að sofa meira en tvo tíma í einu. Engar opin- berar ákærur hafa verið lagð- ar fram á hendur Esmail en við yfirheyrslurnar var hann sakaður um að hafa komið til ísrael á vegum "ólöglegrar hreyfingar". Ösk af halfu Rauða Krossins um að fá að skoða Esmail var hafnað. I Bandaríkjunum hefur nú verið stofnuð hreyfing til frelsunar . Sami Esmail. (Þýtt úr Palestinsk Front) Israel - Suður Afríka I byrjun febrúar á þessu ári ferðaðist ísraelski fjármála- ráðherrann til Suður-Afríku. Þetta var fyrsta heimsóknin í skipulagðri röð heimsókna af halfu ríkisstjórna beggja landanna. Niðurstaðan varð eins og vænta mátti, enn frek- ari betrum bætur á samvinnu og samskiptum þessara aðila. Sem dæmi um viðskiptin má nefna: - Suður-Afrísk aðstoð til ísra- el. 22,2 miljarðar ísl. króna - ísrael fær eitt landa heims að selja ríkisskuldabréf sín I Suður-Afríku. - Niðurfelling á öllum höftum á ísraelskum útflutningi til Suður-Afríku (Hann hefur faric heldur minnkandi nú seinustu árin en var 1,15 miljarðar ísl. króna fyrstu 11 mánuðina 197^ Suður-Afrlkanskur útflutn- ingur til Israel óx aftur á móti og var á sama tímabili 2,7 miljarðar ísl. króna. - Áframhaldandi samvinna til þess að hjálpa suður-afrísku auðmagni við að ná fótfestu I ísrael. Með þessum ráðstöf- unum á að gera suður-afrísk- um útflutningi hægara að kom- ast inn á hinn evrópska og ameríska markað. - Niðurfelling á tvöfaldri sköttim á tekjum sem aflað er HAFIÐ SAMBAND VIÐ KOMMÚNISTAFLOKK ÍSLANDS M-L • Miðstjórn og ritstjórn Stéttabaráttunnar: sími 27810 og pósthólf 1357 121 R einnig I Rauðu Stjörnunni bókabúð, Lindargötu 15, opið mánud. - föstud. kl. 15:30 - 18:30. • Snæfellsnes: Sigfús Almarsson, Hellisbraut 10, Hellissandi og GÍsli Hjaltason pósthólf 63, Stykkishólmi. • Suðurnes: Einar Jónsson Solvallagötu 40c, Keflavík. •Akureyri: Jón Atli Játvarðsson, Skarðshlíð 30. • Neskaupsstaður: Messíana Tömasdottir, Þiljuvöllum 38. • Hornafjörður: Skúlf' Waldorff, Silfurbraut 2. •Hafnarfjörður: Fjóla Rögnvaldsdottir, Reykjavlkur vegi 24. •Svfþjóð: Kristján L. Guðlaugsson, Kamnársvágen 11 N:220, 222 46 LUND . Hrólfur B. Ágústsson Uppstigen 139-31, 421 80 , GOTEBORG. í öðru landinu og síðan fjár- fest í hinu. - Aukin samskipti ijm upplýs- ingar á vísindasviði. - Ekkert var sagt opinberlega um hið viðamikla samstarf á hernaðarsviðinu. ísraelski sendiherrann I Suður-Afríku lét hafa eftir sér að hin auknu efnahags við- skipti þýddu að ísrael tæki ekki þátt í "hræsninni hjá meirihluta meðlima Sameinuðu Þjóðanna" sem reynir að dylja verslun sína við Suður- Afrílíu. (Þýtt úr Palestinsk Front) — O ----- RÉTTARHÖLD YFIR CROSSIANT NÚ standa yfir í Þýskalandi, réttarhöld yfir lögfræðingnum Claus Crossiant. Eins og” . Stéttabaráttan hefur skýrt frá var Crossiant eiim af verjend- um Baader-Meinhof hópsins. Hann var ákærður fyrir að vera hryðjuverkamaður og flúði land til Frakklands, en franska stjórnin framseldi hann. Ef þýskir lögfræðingar ætla að taka starf sitt alvarlega og verja eftir mætti þá vinstri- menn sem ákærðir eru, verða þeir ofsóttir sem öfgamenn eða hryðjuverkamenn. Verj- endur Crossiants hafa orðið að sæta vopnaleit, áður en ‘þeir ganga í réttarsalinn og hefur verið leitað á þeim hátt sem lágt og þeir orðið að klæða sig úr á meðan. Vitan- lega hafa lögfræðingarnir mót- mælt þessu og hafa því m. a. ■. neitað að mæta I réttarsalinn. Eitt af því sem lýðræðinu hefur verið talið til tekna, er að allir eigi rétt á vörn við réttarhöld. I "lýðræðis"rlkinu Þýskalandi eru verjendur vinstrimanna ofsóttir af yfir- völdum fyrir að veita þessa réttarvernd. Þeir eiga erfitt með að fá atvinnu, eru úthróp- aðir glæpamenn og ef þeir láta sér ekki segjast, en verji enn skjólstæðing sinn, eiga þeir von á fangelsisvist. -L

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.