Stéttabaráttan


Stéttabaráttan - 04.04.1978, Blaðsíða 4

Stéttabaráttan - 04.04.1978, Blaðsíða 4
Viljinn i verki Nýlega var haldin á Kjarvals stöðum sýningin "Viljinn í verki", sem Styrktarfélag vangefinna stóð fyrir. Á sýn- ingunni voru handavinna, teikr ingar og myndir frá .öllum stofnunum fyrir vangefið fólk hérlendis. Var ætlunin með þessari sýningu að vekja fólk til umhugsunar um málefni vangefinna; aðbúnað þeirra, þjálfun og mannréttindi. Mesta athygli vöktu listilega gerðir munir, sem margir áttu bágt með að trúa að van- gefnir hefðu unnið. En vangef- ið fólk er mjög misjafnt. Sum- ir geta náð miklum árajigri með góðri þjálfun, en aðrir geta aldrei stjórnað fingra«t hreyfingum, hvað þá saumað með nál. Þeir eru margir sem enga muni áttu á þessari sýn- ingu, en þeir þarfnast ekki síður athygli. MENNTUN VANGEFINNA. í lögum er kveðið svo á um að allir skuli eiga kost á menntun.við sitt hæfi. Margur brestur er á framkvæmd þess- ara laga og þá ekki síst x menntun vangef inna. Hvað er •skóli fyrir vangefna ? Geta þeir lært að lesa og skrifa ? Já, sumir en ekki allir. Er þá nokkur menntun við hæfi þeirra sem geta það ekki? Já, fyrir vangefið fólk er það skóli að læra að klæða sig, hneppa tölum, ganga um stiga, borða eða bursta tennurnar. Reyndai kennum við sjálf börnum okka) þessa hluti, en vangefin börn eru bara lengur að læra þá. Það getur einnig verið skóli að læra að lyfta höfðinu, eða halda utan um hluti, því margt vangefið fólk er einnig fatlað. Vangefið fólk á alveg nákvæm- lega sama rétt á þessari kennslu, eins og við hin til kennslu í barnaskóla eða há- skóla. En hvert er þá viðhorf ríkisvaldsins til þessarar menntunar ? Þegar ráða þarf kennara, spyr ráðuneytið: Er einhver þörf fyrir kennara, hvað getur þetta fólk lært ? Þegar í ljós kemur að það getur e. t. v. ekki lagt saman 2 og 2, þá þykir ráðamönnum ekki ástæða til að eyða á þá aurum. AÐBtJNAÐUR Á STOFNUNUM Meginhluti starfsfólks á stofnunum fyrir vangefna, hefur enga sérmenntun. Enn fremur er starfsfólk haft eins fátt og mögulegt er. Ádeildum sem þeir vistmenn eru á, sem minnst geta bjargað sér, er því ekki aðstaða til að sinna nema brýnustu þörfum vist- manna, svo sem að klæða þá, skipta á þeim sem hafa ekki stjórn á hægðum sínum, baða þá, aðstoða þá við að borða og gæta þess að þeir fari sér ekki á voða. Lítill tími er því eftir til þjálfunar, útiveru, eða annarar umönnunar. Erm vantar mikið upp á að nægi- lejja vel sé búið að vangefnum. Þo hefur mikil breyting orðið hér á á undanförnum árum, bæði hvað varðar stofnanir og viðhorf almennings. Má þar mikið þakka Styrktarfélagi vangefinna og foreldrafélögum þroskaheftra barna. Meðal breytinga á stofhunum má nefna að æ meiri áhersla er lögð á að hafa þær heimilis- legar og bæta þjálfun vist - manna. Hér er þó við rammar. reip að draga þar sem ríkis- valdið sker niður við trog, öll framlög til stofnananna. ATVINNUTÆKIFÆRI Að framan hefur verið fjallað nokkuð um þá sem mest eru vangefnir, en sumir vangefnir eru líka fast að því sjálfbjargp Atvinnutækifæri þessa fólks eru vægast sagt fá. Atvinnu- rekendur hafa lítinn áhuga á að fá það f vinnu, þar sem ekki er hægt að þræla því út á sama hátt og þeim sem heil- brigðir eru og ríkið vill ekki kosta upp á vinnustofur sem ekki skila góðum arði. Dag- peningar til vangefinna eru lægri en til fólks á t.d. elli- heimilum, eða um 3000kr á mán. Vangefnir hafa fulla þör) fyrir vasapeninga og það veitir þeim ánægju að þurfa ekki að- eins að vera þiggjendur, held- ur einnig veitendur og geta t.d gefið afmælisgjafir, borgað bíó og skemmtanir, keypt sér muni og gefið öðrum með sér. Þá er einnig mikilvægt að kenna vangefnum að sjá um sig sjálfum. Er nú að myndast vísir að því, þar sem vangefn- ir búa undir umsjá og læra heimilishald. VANGEFINN EÐA ASNI. Það er ekki nóg að vangefnir geti unnið og haldið heimili, þeir þarfnast einnig skilnings og stuðnings annara þjóðfélags þegna. Allir eru sammála um að vangefinn einstaklingur sen er inni á stofnun þarfnist að- stoðar og samúðar, en ef hann er "úti í þjóðfélaginu", er ó- trúlega mikið um að dagfars- prúðasta fólki finnist sjálfsagt að notfæra sér "asnann", spila með hann og níðast á honum. Verkfalli kolanámumanna lokið Verkfalli kolanámumanna í bandaríkjunum lauk þanh 25. mars sl. Hafði það þá staðið í 110 daga sem er met í lengd ko laná mu v e rkfalls. Hinir 180. 000 verkfallsmenn börðust hetjulega og stöðugt fyrir megin hagsmunum sínum Þeir höfnuðu tveim samnings- uppköstum sem námueigendur og forystumenn verkalýðssam- bandsins komust að og héldu verkfallinu áfram þrátt fyrir að stjórnin beitti lögum til að þvinga þá aftur til vinnu. Þá urðu námueigendur að falla irá fyrirhuguðum refsiaðgerð- um sem þeir gátu beitt gegn skæruverkföllunum. Kröfur verkamannanna um ókeypis heilbrigðisþýónustu og lífeyris tryggingar naðust ekki fram að fullu. Nýr samningur var_ þannig gerður . milli verka- lýðssamtakanna og atvinnurek- enda, en yfirvöld voru farin að óttast bylgju skæruverkfall* ekki síðar en í sumar. Verkfall kolanámumannanna greiddi bandaríska einokunar- aixðvaldinu þungt högg. For- mælendur kolaiðnaðarins sögðu að eigendurnir hefðu tapað á því um 88 milljón vinnustundum og 120 milljón tonnum af kolum. Þá hefði það þýtt fyrir heildarefnahaginn tap upp á 3.5 billion dollara. Rafmagns-, stál- og vélaiðn- aður urðu einnig illa fyrir barðinu á verkfallinu. (Byggt á Hsinhua news). Síðarnefnda afstaðan er sem betur fer ekki alltaf fyrir hendi en einnig veldur það bæði að- standendum vangefinna óg þeim sjálfum miklum óþægind- um að geta hvergi komið á mannamót án þess að fólk ætli að glápa úr sér augun, eða fari svo hjá sér áberandi óeðli legt sé. Að fela vangefna eins og tilhneigingar hafa verið til, veldur aðstandendum þeirra oft miklum sálarkvölum. Þeir þyrftu að koma miklubetur fram í þjóðfélaginu, það ynni gegn fordómum og kenndi okkur aukna tillitsemi. TILVERURÉTT.UR . Fasistar hafa lengi haldið á lofti þeirri kenningu að vangef in börn ætti að drepa við fæð- ingu og útrýma því vangefna fólki sem til er. Þetta rök- styðja þeir með því að fram- færsla vangefinna sé aðeins kohtnaður fyrir þjóðfélagið og þeir skapi því engan arð. Með þessu afhjúpast grundvallar- viðhorf auðvaldsins: Þeir sem ekki skapa gróða eiga engan tilverurett - undanskildir eru auðherrarnir ” T Frá baráttufundi í Háskólabíói 30. mars. Eins og auglýst var í síðasta tölublaði Stéttabaráttunnar þá gengust Samtök herstöðvaand- stæðinga fyrir baráttufundi þann 30. mars s. 1. í Háskóla- bíói. Húsið var troðfullt út úr dyrum, rétt eins og árið áður. Fjölbreytt baráttu-og skemmtidagskrá hélt fólki við efnið en þó skorti að sú bar- áttustemmning næðist á þess- um fundi.pem verið hefur áð- ur á samkomum herstöðva- andstæðinga. Undantekning er þó fjöldasöngurinn x lokin sem þeir Árni Björnsson og Elías Davíðsson stýrðu. ÞursaHokkurinn lék nokkur lög og var músík hans góð en mikið skorti á að textarnir ættu beinlínis við herstöðva- málin. Fluttur var heimildaþáttur eftir Flosa ölafsson þar sem rakin var barátta íslendinga fyrir sjálfstæði og gegn land- sölumönnum frá upphafi ís- lands byggðar. Átti þáttur þessi vel við, vegna barátt- unnar gegn herstöðvasinnum '' og fylgjendum aronskunnar. Ávarp fluttu Tryggvi GÍsla- son skólameistari Mennta- skólans á Akureyri. Hann benti m. a. á þá hættu sem íslensku tungunni stafaði af veru hersins hérlendis og á það að baráttan gegn hernum og hernaðarbandalöjjum væri barátta gegn mannvigum. Þórhildur Þorleifsdóttir leik- stjóri flutti ávarp og benti hún m. a. á að sú röksemd að mestu máli skipti að íslend- ingar slyppu lifandi ef kæmi til heimstyrjaldar væri lítil- marmleg. íslendingar eiga ekki að frýja sig ábyrgðar af heimsstyrjöld frekar en aðrar þjóðir og verða því að taká þátt í baráttunni fyrir friði í heiminum. Einn liður í þeirri baráttu er að herinn hverfi úr landi og ísland gangi úr NATO. Helgi Guðmundsson formaðiu Trésmiðafélagsins á Akureyri flutti stutt óundirbúið ávarp og hvatti til áframhaldandi bar- áttu. Ýmislegt fleira var á dags- skrá sem of langt mál yrði að telja upp hér en segja má að fundurinn hafi verið vel heppn- aður og vel að honum staðið. En ekki má láta þar við sitja því enginn sigur vinnst með fundarsetunni einni. Her- stöðvaandstæðingar verða að sýna mun meiri fjöldavirkni í starfi og baráttu. Enginn '• fundur er fundarins vegna heldur er hann hvatning og skipulagning fyrir áframhald- andi baráttu. Með fundarset- unni einni vinnst aldrei sigur í neinu máli og allra síst slxku sem því að koma hernuro úr landi og snúa baki við NATO. ( Herstöðvaandsæðingar mæt- um til starfa á skrifstofu samtakanna að Tryggvagötu 1C síminn er 17966.' Þar geta menn fengið nóg að starfa. -----------------> Herstöðvaandstæðingar til starfs og baráttu

x

Stéttabaráttan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stéttabaráttan
https://timarit.is/publication/344

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.