Verklýðsblaðið - 25.10.1930, Page 1
ÚT<i OFAN D S: IAFNAÐARMAN HAWM EIAG1Ð >tS PAKKAT
I. árg. Reykjavík 25. október 1930 13. tbl
Islenzk verklýðsæska fylkir
sér undir merki Alþjóðasam-
bands ungra kommúnista
Sambandsstjóm ungra jafnaðarmanna hefir
látið fara fram atkvæ'ðagreiðslu í öllum félög-
um S. U. J., um það hvort sambandið skyldi
ganga inn í alþjóðasamband ungra kommún-
ista. Hefir atkvæðagreiðsla farið fram með
þeim hætti, að fyrst hefir verið greitt atkvæði
um málið á fundum félaganna. Á öllurn fund-
unum hefir verið samþykkt nærri einróma að
ganga í Alþjóðasambandið. En stjórn SL U. J.
hefir ekki látið sér nægja þetta. Hún hefir
g'ert sér far um að hver einasti meðlimur sarn-
bandsins greiddi atkvæði. Öllum þeim, sem
náðst hefir til og ekki hafa sótt fundina, hefir
verið gefinn kostur á að greiða atkvæði utan
funda. Mun þetta vera einhver hin fullkomn-
asta atkvæðagreiðsla um nokkurt pólitískt mál,
sem fram hefir farið innan verklýðshreyfingar-
innar hér á landi. Er hér farið að með nokkuð
óílkum hætti, en þegar sósialdemókratar flek-
uðu Alþýðusambandið inn í II. Intemationale
— alþjóðasamband svikaranna, liðhlaupanna og
gagnbyltingarmannanna.
Atkvæðagreiðslan hefir farið þannig, að alls
hafa 19 félagar greitt atkvæði á móti, 10 hlut-
lausir, en allir hinir sem náðst hefir til ennþá
— 3—400 menn — hafa greitt atkvæði með því
að S. U. J. sækti um upptöku í Alþjóðasamband
ungra kommúnista.
í félögunum á Húsavík og í Glerárþorpi hefir
hver einasti félagi, samtals 53, greitt atkvæði
með Alþjóðasambandinu.
Þannig hafa þegar 9 deildir sambandsins
sem skilyrðislaust hafa viðurkennt núver-
andi stjóm S. U. J., tekið afstöðu með Al-
þjóðasamb. ungra komm. með yfirgnæfandi
þorra atkvæða. „Rauði fáninn“, blað S. U. J.,
sem kemur út næstu daga, mun skýra nánar
frá atkvæðagreiðslunni.
Islenzk verklýðsæska fylkir sjer undir merki
kommúnismans. Það merkir, að stefna sósial-
demókrata tilheyrir nú þegar fortíðinni. Kom-
múnisminn á alla framtíð íslenzkrar verkalýðs-
hreyfingar.
VerHýðssambandið
Kröfur um stofnun Verklýðssambands
berast að hvaðanæfa
Á fundi Verkamannafélagsins „Drífandi“ í
Vestmannaeyjum, sem haldinn var 13. k þ. m.,
var samþykkt eftirfarandi tillaga í einu hljóði:
„Þar sem fullreynt er að Alþýðusamband Is-
lands hefir hvergi nærri verið fært til að leiða
hagsmunabaráttu verkalýðsins eins og skyldi
og getur ekki eins og er talizt neitt stéttasam-
band í baráttu verkalýðsins, skorar verka-
mannafélagið Drífandi á alla fulltrúa Alþýðu-
sambands Islands og verkalýðsráðstefnu, sem
haldin verður í Reykjavík í haust, að berjast
fyrir því að stofnað verði óháð verkalýðssam-
band á grundvelli stéttabaráttu verkalýðsins á
sviði hinna faglegu mála‘.
Verkamannafélögin á Húsavík og Sauðár-
króki hafa samþykkt tillögu, þar sem þau lýsa
sig eindregið fylgjandi stofnun verklýðssam-
bands á grundvelli stéttabaráttunnar.
Verlsfa.ll á XXnsavík
Verkamenn krefjast launagreiðslu í peningum
Eins og í mörgum öðrum smákaupstuðum
hefir það tíðkast hingað til, að verkamenn á
Húsavík hafa fengið kaup sitt greitt í upp-
skrúfuðum vörum, þó að lög mæli svo fyrir,
að þeir eigi rétt til að fá.það greitt í pening-
um. Nú hefir verkamannafélagið samþykkt, að
krefjast þess, að kaup sé greitt í peningum, og
að gera verkfall ef eigi verður gengið að kröf-
unni. Sést hér bezt hvers virði borgaraleg lög
eru fyrir verkalýðinn. Til þess að þeim sé fram-
fylgt, verða verkamenn að gera verkfall. Og
væri til ríkislögregla, mundi ríkið án efa nota
hana til að sjá um að lögum sínum væri ekki
fjigt, ef framkvæmd þeirra kæmi verulega við
kaun atvinnurekenda.
Seinni fréttir.
Húsavik, 24. þ. m.
Verkamannafélagið hefir samþykkt að halda
fast við kauptaxta félagsins og vinna ekki með
utanfélagsmönnum. Kaupfélagið hefir gengið
að kauptaxtanum, en verkfall er hjá tveimur
verzlunum. Mjög góð samtök. 20 nýir félagar.
Alls 160. Guðjonsen og aðrir kaupmenn hóta
að drepa verkamennina.
Frá Vestuianpaeyjuni
Sjómannakaupdeila
i aðsígí
Sjálfskaparvíti auðvaldsskipulagsins, svo
sem iðnaðar-markaðskreppur o. fl. reynir auð-
borgarastéttin með öllum hugsanlegum ráðum
að yfirfæra á herðar verkalýðsins, sem því hef-
ir og ávalt tekist.
Yfirstandandi heimskreppa, kreppa of-fram-
leiðslunnar, hefir nú lagst með öllum sínum
þunga á herðar hins alþjóðlega verkalýðs auð-
valdsríkjanna. Lýsir það sér í sívaxandi skatta-
byrðum, lækkuðum vinnulaunum, lengingu
vinnudagsins, lækkun og afnámi opinberra
trygginga o. s. frv. En þó sérstaklega í stöðugt
vaxandi atvinnuleysi, sem nú þegar hefir hrak-
ið tugi miljóna heimilisfeður og verkalýðsfjöl-
skyldur út á hjam örbyrgðar og þjáninga. Is-
land er að þessu leyti engin undantekning ann-
ara landa. Til þessara tíma hefir íslenzk alþýða
orðið að bera þá bagga sem auðborgarastéttin
hefir bundið henni — orðið að greiða reikninga
burgeisanna og súpa seyðið af brjálæði auð-
valdsskipulagsins.
Heimskreppan, skuggi auðvalds og stórvelda-
stefnu, er nú að leggjast yfir þetta land.
Borgarastéttin íslenzka uggir um hag sinn og
býr sig til að rækja dæmi erlendra bróður-
stétta, á hinum íslenzka verkalýð.
Verkalýður allra auðvaldsríkja heimsins er
nú að vakna til geiglausrar baráttu með sam-
tökum sínum gegn gerræði yfirstéttarinnar
undir kjörorðum: „stétt gegn stétt“, í þeirri
vissu, að einungis hann sjálfur með afli sam-
takanna getur skapað sér fullkomið frelsi.
tHið sama verður íslenzkur verkalýður að
gera.
Samtök hans verða að færast í aukana og
verða að því afli, sem getur boðið hinum yfir-
vofandi árásum atvinnurekenda og borgara-
stéttar, fullkomlega byrginn. Næsti vettvangur
íslenzkra verkalýðssamtaka, til að berjast á,
eru ’Vestmannaeyjar, nú á þessu hausti. Kaup-
gjaldsbarátta sjómanna stendur þar fyrir dyr-
um.
Vestmannaeyjar eru eins og kunnugt er, eitt
stærsta fiskiver þessa lands. Þangað sækir mik-
ill fjöldi fiskimanna atvinnu sína, víðsvegar ut-
an af landi og er af þeim ástæðum vertíðin í
Eyjum einn mjög örlagaríkur þáttur í lífs-
p.fkomu verkalýðsfjölskyldna, svo jafnvel
hundruðum skiptir.
Kaupgjaldsbaráttan, sem hér um ræðir,
snertir því alvarlega, beint og óbeint hagsmuni
og velferð allra fiskimanna landsins. Undan-
farin haust hefir því kaupgjaldsbarátta fiski-
mannanna í Eyjum, ekki aðeins snúist um þá
sjálfa, heldur einnig hagsmuni hinna mörgu að-
komumanna. Það væri rangt að segja, að bar-
átta hinna félagsbundnu sjómanna í Eyjum
hafi verið árangurslaus, þó langt sé frá, að til-
gangi hennar hafi verið að fullu náð, því til
þessa hafa þeir staðið of einir og óstuddir af
aðkomumönnum.
Hafa þeir á síðustu haustum staðið vel sam-
an um kröfur sínar og fengið þær að mestu
uppfylltar fyrir sig.