Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.01.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 03.01.1931, Blaðsíða 4
Atvinnuleysið Frh. af 1. síðu. bæjarins; var fjölmenni mikið á fundinum af atvinnulausum verkamönnum. Umræður um fjárhagsáætlunina fóru á víð og dreif um þau atriði er verkalýðinn varðar litlu 1 borgaralegu þjóðskipulagi. Þegar kl. var 8 um kvöldið, skýrði forseti frá því að væri matarhlé til kl. ;í 9V2. Þá bað Guðjón Benediktsson sér hljóðs og bað fulltrúa bæjarstjómar að hlusta á sig nokkrar mínútur. Fór hann nokkrum orðum um það hve bæjarstjómin hafði svikið verkamenn um það að taka atvinnuleysismálin á dagskrá, talaði hann um kröfur þær er verkamenn höfðu samþykkt á fundi í Verkamannaskýlinu fyrir nokkru. Ekki vildu ýmsir bæjarfulltrúar hlýða ' á mál Guðjóns og fýsti útgöngu, en ekki varð ';j greitt um útgöngu, því verkamenn vom þeirrar : skoðunar, að þeir hefðu gott af því að hlusta á mál hans. Kl. 9*4 var svo fundi haldið áfram og haldið áfram umræðum um fjárhagsáætlunina. Var fjölmenni mikið á fundinum af atvinnulausum verkaniönnum. Þó fóm umræður fram með mestu friðsemd að öðru leyti en því, að ys varð talsverður vegna þrengsla og troðnings. Þegar þrengslin jukust lentu nokkrir menn inn fyrir þær grindur, er reiknast sem vé bæjarstjómar. Var þar einn fatlaður maður er fékk leyfi Guðm. Jóhannssonar til að setjast á stól hans. En er forseti sá það, kallaði hann til lögreglu- stjóra og töluðu þeir hljótt um hríð. Að því loknu kallaði lögreglustjóri á lögregluþjóna j'á, er stóðu úti í gangi og bað þá að koma inn fyr- ir. Fengu þeir greiðan gang inn fyrir. Þá tóku þeir að ryðja fram þeim mönnum, sem voru komnir inn fyrir. Byrjuðu þá strax róstur milli lögreglunnar og atvinnulausra verka- manna. Beið lögreglan þar algerðan ósigui*. Buðu verkamenn þá kyrð, ef lögreglan færi burt. Því boði var ekki tekið af lögreglustjóra. Byrjaði þá aftur slagur milli lögreglunnar og nokkurra verkalýðssvikara annarsvegar og at- vinnulausi*a verkamanna hinsvegar.Varð þar al- gerðui* ósigur lögi'eglunnar og hennar fylgi- fiska. Vom því næst haldnar nokkrar ræður af atvinnulausum verkamönnum til bæjarstiórnar * og hvatningarorð til verkamanna um að standa j fast um kröfur sínar. Ný kröfuganga. Þegar forseti hafði slitið fundi hófu verka- menn kröfugöngu um bæinn. Vom haldnar margar ræður bæði á tröppum ráðherrabústað- j arins og á tröppum í Þórshamri. Kom það greinilega fram, að verkamenn ætla ekki að láta lögregluna meina sér að bera fram kröfur sín- ar til atvinnubóta. Er þetta í annað sinn sem núverandi lögreglustjóri sigar lögreglunni á verkamenn, sem berjast fyrir rétti sínum. Og j verkamenn em ekki búnir að gleyma þátttöku lcgreglunnar á bæjai’stjórnarfundinum, þar sem hún hleypti upp fundinum eftir skipun lögreglustjóra, svo að ekki var hægt að taka fyrir mesta málið, sem fyrir fundinum lá, sem var: atvinnubætur. Verkafólksekla í Rússlandi. Sama daginn og atvinnulausir verkamenn í Reykjavík era barðir af lögreglunni fvrir að bera fram kröfur sínar um atvinnubætur, hirta blöðin skeyti frá fréttastofunni að það vanti verkamenn í Rússlandi. Þetta er ljósast dæmi þess mikla mismunar, sem er á skipulagi auð- valdsins og þar sem verkamenn ráða. Um allan auðvaldsheiminn geisar atvinnuleysið eins og logi um akur. En í Rússlandi, landi, þar sem verkalýðurinn ræður, þar vantar verkamenn. Þetta er áþreifanlegasta dæmi þess að komm- únisminn er framtíðarskipulag mannkynsins. Fundur atvinnulausra verkamanna í dag, 3. jan. Nú verður haldmn fundur með atvinnulaus- um verkamönnum í dag, 3. jan., kl. 2 e. h. í Templarahúsinu í Bröttugötu. Er það áríðandi, að allir atvinnulausir verkamenn mæti þar og beri fram kröfur sínar. Hljóta þær kröfur að verða að minnsta kosti þær sem samþykktar Jafiiadarmannafélagið „SPARTA“ Aðalfnndur verður haldinn sunnudaginn þann 4. þ. m. klukkan 2 e. h. í Kaupþingsalnum Dagskrá: II. Aðalfandar störi og ákvarðanir um atstöðuna til Kommúnístailokks Islands 2. Skuggamyndir frá uppbyggingunni í Rússlandi. A.V. Á fundinn eru boðnir: 1. allir meðlimir Spörtu, 2. allir félagar í kommúnistiskum eellum starfshópum. 3. allir sem ætla sér að gerast meðlimir í Kommúnístaflokki Island. Áríðandi að hver einasti félagi mæti* Stjórnin voru í verkamannaskýlinu daginn sem gama- siagurinn var og eru þær þannig: 1. að nú þegar verði settar í gang atvinnu- bætur að minnsta kosti fyrir 3—4 hundmð manns og haldi sú virnia áfram þar til önnur atvinna er fyrir hendi. 2. að greiddur verði atvinnuleysisstyrkur til allra þeirra, sem ekki verða atvinnubótanna að- njótandi. Sje sá styrkur miðaður við meðal- dagkaup og valdi ekki þeim er njóta hans rétt- indamissis. 3. að vinna, sem unnin verði í þessum til- gangi miðast aðallega til 'nagsmuna fyrir verkalýðinn, svo sem: undirbúningur undir byggingu verkamannabústaða, grafa fyrir nýrri vatnsæð til bæjarins, bamaleikvalla o. fl. 7. að innheimt verði nú þegar útistandandi útsvör borgaranna, svo að ekki þurfi að stöðva atvinnubætur þessar vegna fjárskorts. Atvinnulausir verkamenn! Stöndum fast um kröfur okkar. Það eina, sem við getum treyst á, er okkar eigin samtök. Þing Verklýðssambands Norðurlands V erkalýðurinn á Akureyri snýr gersamlega baki við sósíaldemókrötum. Þing Verkalýðssambands Norðurlands kem- ui saman 18. janúar. Það veltur á miklu fyrir framtíð norðlenskrar verkalýðshreyfingar hvernig þetta þing verður skipað. Þingið mun taka afstöðu til klofningsfyrirmæla þeirra, sem sósíaldemókratar fengu samþykkt á þingi Alþýðusambandsins. Verkamannafélag Akureyrar hefir þegar kosið fulltrúa á þingið. Tveimur listum var stillt upp, öðrum kommúnistiskum en hinum sósíaldemókratiskum. Fór svo, að allir kom- niúnistarnir voru kosnii* en sósíaldemókratar ■ komu engum að. Þessir voru kosnir: Einar 01- : géirsson, Björn Grímsson, Karl Magnússon og i Aðalbjöm Pétursson. — Flest atkvæði fékk ' kvæði af kommúnistum fékk 68. — Sá, sem j fékk flest atkvæði af sósíaldemókrötum var j Erlingur Friðjónsson alþingismaður og með- j limur sambandsstjórnar Alþýðuflokksins. i Hann fékk 61 atkvæði, en atkvæðafjöldi hinna j kratanna var lítill. j Þetta er svar verkalýðsins á Akureyri við klofningstilraunum sósíaldemókrata. Þeir kjósa eingöngu meðlimi kommúnistaflokks íslands til trúnaðarstarfa, þó sósíaldemókratar hafi gert það að lögum Alþýðusambandsins, að þeir séu ekki kjörgengir. Og verkalýðurinn mun hvergi beygja sig fyrir yfirgangi reykvískra sósíal- j demókrata, heldur stjóma málum síhum * sjálfur. ' tasmnHBnnnHBHaaHHHnnBHHMHMa „VerklýðsblaSlð". Ritstjóm: Ritnefnd „Spörtu“. — Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamaaon. — Árg. 5 kr., í lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðsina: Verklýðsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. Prentsmiðjan Acta. Barátta prentara Samningar milli Hins íslenzka prentarafélags og Félags íslenzkra prentsmiðjueigenda voru undirskrifaðir á gamlársdag. Svo hátt var markið sett í fyrstu og svo ákveðinn virtist vilji félagsmanna á því að fá kröfum sínum framgengt að fáum mun hafa komið til hugar að svo langt yrði hvikað frá þeim. Prentarar hafa um nokkurra ára skeið haft til grundvallar kaupi sínu hina svokölluðu vísitölu. Þeir þóttust nú hafa fullreynt þessa leið ríkisvaldsins til þess að knýja niður kaup verkalýðsins og ákváðu að kasta henni með öllu, þetta var þó ekki gert. Einnig var ákveðið að gera kröfur fyrir nema og stúlkur, sem að prentverki vinna. Lágmarkskrafa prentara sjálfra á kaupi var ákveðin 95 kr. og hálfs- mánaðar sumarfrá. Af þessum kröfum og öðr- um smærri breytingum á lífskjörum náðist í samningum við atvinnurekendur tæp 2 króna hækkun í staðinn fyrir 13 kr. kröfu og sumar- fríiskrafan öll. Þær kröfur, sem fram komu um hækkun á kaupi nema og stúlkna fóm að mestu út um þúfur. Hækkun var í hlutfalli við lág- markshækkun prentara og því örlítil. Inn á þá hæpnu leið var gengið að semja til 3 ára og héfir slíkt aldrei verið gert síðan 1914. Þessir samningar em eitt af mörgum dæmum um það hve ofurskammt verkalýðurinn fær komið málum sínum samningaleiðina og hve mikið það veikir félagslegan þroska hans að láta skera niður fyrir sér hverja réttmæta kröfu á fætur annari. L. Lítið dregur vesalan! Gegn hinum þungu ásökunum, sem Verklýðs- blaðið hefir borið á foringja sósíaldemókrata í nafni allra stéttvísra verkamanna, hafa sósíal- demókratar ekki fundið nein svör. Hinsvegar hafa þeir fengið V. fí. nokkum V., sem af mörg- um er talinn vera mesta fíflið í Alþýðuflokkn- um, til að vaða svo elginn í Alþýðublaðinu, að slík vitleysa er óvenjuleg á prenti. Það þarf varla að taka það fram, fyrir þá sem nokkuð þekkja til V. S. V., að hver einasta lína er lýgi, bara fáránlegri og heimskulegri en venja er til um blaðalygar. Mest lýgur V. um flokksbræður vora erlendis, því þar heldur hann að menn þekki minnst til. Samanburður á sósíaldemó- krötum og kommúnistum erlendis er oss annars ljúfur. Við vitum, að flestir íslenzkir verka- menn kjósa heldur að skipa sér í flokk með þýzku kommúnistunum, sem hafa forastuna fyrh* stéttabaráttunni þar í landi, en með þýzk- um sósíaldemókrötum, sem siga vopnaðri lög- reglu á friðsamlegar kröfugöngur verkamanna 1 maí. Þeir munu og heldur kjósa að skipa ser í flokk með hinum hötuðu„Moskva-kommúnist- um“, sem unnið hafa stærsta stórvirki,sem ver- aldarsagan getur um, en með frönskum og breskum sósíaldemókrötum, sem em sannir að sök um undirbúning ægilegrar auðvaldsstyrj- aldar gegn vei'kalýðsríkinu.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.