Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.01.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 17.01.1931, Blaðsíða 2
Sáttakæra Hermanni Jónssyni iðgreglustjóra stefnt fyrír sáttanefnd Iýsingu sinni. Fundarfrelsis fyrir hverja? Er miðstjóm flokksins að berjast gegn afskiptum ríkisvaldsins og lögregunnar af verkalýðsstarf- seminni gegn hinum vaxandi fasisma og of- sóknum borgarastéttarinnar gegn verkalýðs- hreyfingunni? Ónei! Miðstjóm flokksins er að krefjast fundarfrelsis fyrir fulltrúa borgara- stéttarinnar, þegar þeir em að afgreiða fjár- hagsáætlanir sínar, þegar þeir eru að leggja á ráðin til að kúga verkalýðinn og féfletta. Það er þesskonar íundarfrelsi, sem miðstjómin finnur hvöt hjá sér til að vemda gegn verka- lýðnum, sem gerist svo djarfur að tmfla þess- ar „heilögu samkundur“ með kröfum sínum um einfaldasta réttinn til lífsins, með kröfum um að fá að vinna, með kröfum um að fá að lifa. Það er ofur eðlilegt að borgaramir vemdi þessar samkundur fulltrúa sinna með lögreglu og hvítu liði gegn því að verða að hlusta á kröfur verkalýðsins, en þegar svokallaður verk- lýðsflokkur telur slíkt „fundarfrelsi" eitt af stefnumálum sínum, þá fer skörin að færast upp í bekkinn. Ingvar Eyþórsson og Olafor Friðriksson Þar sem svonefndur „verkamaður“, sem skrifar um síðasta Dagsbmnarfund í Alþýðu- blaðið, telur það skipta miklu máli fyrir al- menning að vita um skoðanir Ingvars Eyþórs- sonar á málunum, þá skal það tekið fram, að Ingvar var eindregið fylgjandi Ólafi Friðriks- syni á fundinum, og þó Ólafur sýndi honum ó- kuxteisi og beiddist undan fylgi hans, reyndist haxm honum jafn tryggur eftir sem áður. Þess skal getið, að Ingvar var þannig stemdur á fundinum, að honum var öðmm mönnum frem- ur nokkur vorkunn, þó ýmislegt væri óljóst fyrir honum og hann fylgdi Ólafi. Ennfremur skal þessum svonefnda „verka- rnanni" bent á að honum hefir yfirsést af hverju það stafaði að nokkur ókyrð var á fundinum um hríð. Það kom til af því, að Dagsbrúnarstjómin var ófáanleg til að fara eftir fundarsköpum, og neitaði að bera undir atkvæði tillögu um mótmæli gegn pólitísku fangelsummum, vegna þess að henni þótti sýnilegt að þorri fundarmanna væri tillögunni fylgjandi. Uppvakníngur »Ihaldsins« Verkamannabréf frá Fáskrúðsfirði. I gömlum íslenzkum þjóðsögum er stundum sagt frá því, að þegar mönnum lenti saman í einhverjum deilum, þá hafi sá er ver hafi orðið úti, vakið upp draug og sent á óvin sinn, til að gera honum allt til miska, sem hægt væri. Eins hefir íhaldinu orðið hér á Fáskrúðsfirði út af því, þegar það varð svo hraksmánarlega útúr því í sumar í sjómannadeiiunni, þegar sjó- menn vildu ekki viðurkenna hið smánarlega fiskverð þeirra, en kváðu sjálfir upp verð, sem var nokkru hærra, og tóku til sín beinapart þann, sem þeim hefir ætíð borið, en útgerðar- menn aldrei viljað borga þeim. En síðan þetta varð, hafa útgerðarmenn hér á staðnum ekki borið sitt barr. En það vita allir menn, að þeir hafa aldrei getað varið svívirðingar sínar í opinberum mál- gögnum, hvort það hefir stafað af meðfæddum amlóðahætti eða að þeir sjálfir finni hvað málstaður þeirra er svívirðilegur, eða kannske er það hvorttveggja? En svo hefir þeim dottið það snjallræði í I síðasta tölublaði Tímans er birt viðtal við Hermann Jónasson lögi-eglustjói'a út af þeim óspektum, er urðu á bæjarstjórnarfundi 30. f. in. og á gamlárskvöld og handtökunum, sem látnar voru fylgja. Einnig er sagt frá réttar- rannsókn, er haldin var yfir pólitísku föngun- um. Er þar öllu svo vendilega snúið við, að alt snýr öfugt. Er sú frásögn öll ágæt stæling af Heljarslóðarorustu. Réttarfarið í landinu er þá orðið svo, að lögreglustjóri er sjálfur látinn básúna út svívirðilegar lygar frá réttarhöldum í því skyni að ærumeiða póhtíska sakbominga og flokka þeirra. Sú iðja hefir verið til þessa í höndum leigulygara og enginn öfundað þá af. En til hvers er þá verið að halda réttarrann- sókn í málinu, þegar lögreglustjóri tekur sér það vald að birta í embættisnafni, það sem hann og hans yfirmaður vildu fá út úr réttar- höldunum, en að engu virt, það sem fram kom í réttinum. Er hér fasismabrölt Jónasar frá Hriflu að færast mjög í aukana með misnotkun embættisvaldsins og fer þetta að bera sterkan keim áf réttarfari lærifeðra Jónasar í hvítliða- löndimum. Guðjón Benediktsson hefir útaf þessu viðtali Erlingur Friðjónsson, vikapiltur reykvískra sósíaldemókrata á Akureyri, hefir stofnað nýtt blað, sem er beint gegn Verklýðssambandi Norðurlands og blaði þess „Verkamanninum“, sem hann hefir hingað til verið ábyrgur fyrir. Blað þetta kallar hann „Alþýðumanninn". Bú- ast má við að borgararnir á Akureyri taki aug- lýsingamar frá „Verkamanninum“ til að styðja „Alþýðumanninn", sem vafalaust mun hug, að vekja upp draug sér til hefnda, og þessi uppvakningur þeirra er Jón Oddsson fyr- verandi framsóknarmaður. Hann ritar gleiðgosalega grein í 7. tbl. „Austfirðings“ (málgagn kaupmanna) og nefn- ir þessa ritsmíð sína: „Sanni nær“. En þessi grein Jóns er eins og hann veit bezt sjálfur, lygi frá upphafi til enda. Hann er að burðast við að ljúga svívirðingum upp á sjómanna- stéttina hér. Hann segir, að sjómenn og út- gerðarmenn hafi alltaf komið sér saman um það, að beinapartur skyldi lenda til útgerðar- innar. Þetta veit hver einn og einasti sjómaður að er lygi, og útgerðarmenn líka og myndu viðurkenna það, ef þeir væru ekki haldnir af þeim anda, sem aldrei kann að viðurkenna sannleikann. Sannleikurinn er sá, að allflestir sjómenn hafa krafist þess við hverja ráðningu sem fram hefir farið, að fá part úr beinum, sem þeim bar með öllum rétti, en því ekki verið ansað, eða þá þvemeitað af útgerðarmönnum, að einum undanskyldum, Siggeiri Jónssyni. Þessvegna er Jón með slettur til Siggeirs, og segir að hann borgi ekki premíu, heldur láti hásetana hafa strengi. En nú er sannleikurinn sá, að á öllum undanfarandi árum hefir strengjapartur þeirra orðið sem svaraði krónu á hvert skippund, eins og Jón er að hæla hinum fyrir að borga hásetum sínum. Svo skal geta þess, að Siggeir hefir oftast- í Tímanum stefnt lögreglustjóra fyrir sátta- nefnd fyrir eftirfarandi ummæli: „Guðjón Benediktsson og Hauliur Björnsson voru þegar á næsta degi leiddir fyrir dómara og yfirheyrðir. Játuðu þeir viðstöðulaust þátt- töku sína í óspektunum á bæjarstjómarfund- inum. Guðjón Benediktsson játaði ennfremur, að ákveðið hefði verið fyrirfram af kommúnist- um, að beita bæjarstjómina ofbeldi, ef atvinnu- bótamálið yrði ekki tekið á dagskrá. Kvað hann kommúnista hafa haft liðsafnað og annan við- búnað í þessu skyni og hefði ætlunin verið sú, að loka bæjarfulltmana inni í fundarsalnum þangað til krafan yrði uppfyllt, en standa vörð um húsið, svo að þeim gæti ekki komið hjálp ao utan ...“ Fyrir þessi ummæli ætlar Guðjón sér að koma fram ábyrgð á hendur lögreglustjóra, af því að hér er vísvitandi og í vissum tilgangi sagt rangt frá réttarhöldum, sem hafa mjög mikilvæga stjómmálaþýðingu. Hitt lætur hann sér minna skipta þótt lögreglustjóri skemti sér við að ljúga smáskrítlum að dómsmálaráðherra í því skyni að afla sér trausts hans. þeim kærkominn gestur. Verkamenn annars- staðar á landinu ættu að svara þessum klofn- ingstilraunum með því að gerast áskrifendur að „Verkamanninum“, og styðja þannig blað Verkalýðssambands Norðurlands. „Verkamað- urinn“ er nú undir stjóm Einars Olgeirssonar og má vænta þess, að hann verði eitthvert læsilegasta blað landsins. nær fiskað hundrað til hundrað og fimmtíu skippund fram yfir allflesta báta hér, ár eftir ár, svo að hásetar hjá honum hafa haft lang- mest kaup hér af öllum hásetum, og hann borgar öllum mönnum í peningum, í staðinn fyrir að hinir útgerðarmennimir borga ekki nema í vörum, sem hvergi á landinu eru með öðru eins einokunarverði. Ég ætla að geta þess líka, að það eru ekki r.ema tveir af hásetum Siggeirs, sem hafa strengi, í stað premíu, því vélamaðurinn hefir tvær kr. af hverju skippundi, eins og allir út- gerðarmenn borga vélstjórum sínum hér, að Jóni Oddssyni einum undanskildum, er ekki kvað borga vélstjóra sínum nema kr. 1,50 af skipd., af því að ekki var nógu vel frá samn- ingum gengið í upphafi. Þá hefi ég ekki meira að athuga við þessa greinar-smán Jóns Oddssonar, en vil ráðleggja honum það, að fá sér betri gögn í hendur, ef hann ætlar að verða málsvari íhaldsmanna hér, sem engum hefir tekist enn og sízt hon- um. En það, sem hann slettir til fulltrúa verkamanna hér, E. A., þá skal Jón minntur á það, að svo þroskaður er verkalýðurinn á Fáskrúðsfirði, að hann kann að gera greinar- mun á Eið Albertssyni og á Jóni Oddssyni, sem lætur íhaldið hér teyma sig á asnaeyrunum til aðhláturs fyrir alla almennilega menn og sjálfum sér til stórskammar og svívirðingar. Sjómaður. Sósíaldemókratar stofna nýtt blað á> Akureyri

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.