Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.01.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 17.01.1931, Blaðsíða 3
I Einkaskeyti til Jónasar Irá Hriflu Auming-ja Jónas! Sýnileg framför hjá yðui’ í síðasta tölublaði Timans í listinni að ljúga. Þér tileinkið mér og þeim flokki, sem ég tilheyri, alla fyrstu síð- una, og það svo meistaralega, að þar finnst ekki eitt sannleikskom, þótt leitað sé með log- andi ljósi. Og þér ljúgið svo hratt, að þegar snúið er við blaðinu og komið er yfir á aðra blaðsíðu, þá hafið þér gleymt hverju logið var á fyrstu síðu, svo þeir, sem ráðnir eru til að trúa yður, geta ekki vitað hvoru á að trúa. En þetta getur haft mjög alvarlegar afleiðingar í komandi kosningabaráttu yðar, ef háttvirtir kjósendur yðar eru ekki vissir i því, hvort við Valtýr vorum á „fylliríi“ heima hjá honum eða á ritstjómarskrifstofu Morgunblaðsins. Ilættan liggur aðallega í því, að þeir fari að leita sér nánari upplýsinga um þetta atriði og komist þá að þeim beizka sannleika, að við Valtýr höfðum ekkert átt saman að sælda á gamlárskvöld. En hefði lygunum um þetta at- riði borið saman á fyrstu og annari blaðsíðu, hefðu þeir trúað yður rannsóknarlaust og til- ganginum verið náð. En nú er orðið of seint fyrir yður að láta lögreglustjóra taka okkur Valtý í gæzluvarðhald — út af þessu alvarlega nxáli. En miklar voða sálarkvalir hafið þér hlotið að líða, meðan allt var hér í hemaðarástandi eins og heilsufari yðar er háttað. Og mikið eigið þér lögreglustjóra og lögx-eglunni að þakka, að þessi krakkasægur var sleginn niður, sem með púðurkerlingum, blámönnum og öðr- um bamaleikföngum raskaði svo sinnisjafn- vægi yðar, að þér sáuð andstæðinga yðar á „fylliríi“ á plíklegustu stöðum, bruggandi yð- ur og yðar velunnurum banaráð. Enda ber um- rætt Tímablað þess augljóst vitni, að þér hafið ekki þolað allan þennan gauragang og óvíst hvenær þér bíðið þess bætur. Og ekki ólíklegt, að það hafi verið vegna oftejmzlu yðar í þessu máli, að ráðlegra þótti að hafa lögreglustjóra sem ábyrgan fyrir aðalframléiðslu yðar í um- ræddu Tímablaði. En þér eruð ekki alveg á bláskeri staddir á meðan þér hafið við hlið yðar þennan lög- reglustjóra, sem þér getið brúkað eftir þörfum til ábyrgðar fyrir yður og þá ritstjóranefnu, sem hefir leigt yður nafn sitt, þegar þér efist um trugirni fylgifiska yðar. Af skiljanlegum ástæðum get ég því ekki beint máli mínu frekar til yðar, enda er það ekki gustök. Ég sný mér beint að lögreglu- stjóra, sem lætur yður nota sig 1 embættis- nafni til þeirra fólskuverka, sem þér treystið yður ekki til að bera sjálfur ábyrgð á. Guðjón Benediktsson. Nv tegund af bðlvi og ragni Eins og kunnugt er, er málstaður auðvalds- ins svo illur, að þjónar þess finna engin rök gegn ádeilu kommúnista. Bölsótast þeir þá á alla lund, en vegna þess hve gömlu, góðu blóts- yrðin eru orðin útslitin, kunna þeir ekki al- mennilega við að nota þau á prenti. 1 staðinn fyrir að segja „andskotamir ykkar“ um kom- múnistana, hafa þeir því fundið upp á, að ó- virða ]xá með því að hrópa að þeim: „Jónasarn- ir ykkar!“, „Valtýramir ykkar“!, „Ólafarnir ykkar!“ Morgunblaðið svívirðir kommúnista með því að telja Jónas frá Hriflu, Ólaf Frið- riksson og Jón Baldvinsson og aðra slíka í þeirra hóp, en Tíminn svívii’ðir þá með Valtý Stefánssyni. Auðvitað verðum vér að játa, að oss þykir þetta alltsaman hin naprasta skömm. Þó að Jónas frá Hriflu eða Valtýr Stefánsson kæmu á hnjánum og biðu kommúnistum lið- veizlu sína, myndi hún ekki vera þegin. Svik sósíaldemókrata í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum, 29. des. 1930. Verklýðsblaðið, Reykjavík. Eftirfarandi óskast birt hið fyrsta: Aðalfundur verkamannafélagsins Drífandi 22. þ. m. samþykkti eftirfarandi tillögu: „Fundurinn samþykkir að fela stjórn verka- mannafélagsins Drífandi, að lýsa opinberiega andúð verkamannafélagsins gegn framkomu hinna 3ja alþýðufulltrúa í bæjarstórninni og birta það í Alþýðublaðinu og Verklýðsblaðinu". Menn þessir, sem hér eru nefndir alþýðu- fulltrúar, skoluðust inn í bæjarstjórnina í fiokksdeilunni hér í Eyjum í. fyrravetur að nokkru leyti fyrir tilstyrk verkamanna, og þar sem nú félag þeirra „Þórshamar" hefir verið tekið í Alþýðusamband íslands, eru þeir hér nefndir þessu nafni. Tilefni þessarar félagssamþykktar er það, að þegar rætt var á bæjarstjómarfundi hiim 18. þessa mánaðar um kaupkröfur verkamannafé- lagsins, er bærinn sem aðrir atvinnurekendur hafði fengið tilkynningu um, lagði Guðlaugur Kansson bæjarfulltrúi það eitt til málanna, að „fyrir kurteisissakir“ væri ekki rétt að vísa málinu frá, heldur vísa því til fjárhagsnefnd- ar, en hinir tveir fulltrúamir, þeir Guðmundur Magnússon og Magnús Magnússon, lögðu ekki eitt orð til þessara mála og greiddu ekki einu sinni atkvæði þegar samþykkt var að vísa mál- inu frá án ályktunar. Enda þótt þessir menn hafi frá því að þeir tóku sæti í bæjarstjórninni unnið slælega og sviksamlega að málum verkalýðsins, þá hafa þeir þó aldrei auglýst eins berlega virðingar- leysi sitt fyrir brýnustu velferðarmálum verkalýðsins og hollustu sína við borgarastétt- ina eins og að þessu sinni. Verkamannafélaginu Drífandi hefir ætíð verið ljóst, að þessir menn voru ekki né eru sannir fullrúar alþýðunnar í bæjarstjórninni. En þar sem sum blöð alþýðunnar út um land- ið hafa auglýst þessa menn sem beztu og '■reyndustu foringja og fulltrúa hennar í Eyj- um, og þar sem þeir nú hafa brugðist verka- lýðnum í þessu mikilvæga velferðarmáli hans, gat verkamannafélagið Drífandi ekki lengur látið framferði þein-a óátalið, enda var ofan- greind tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Jafnframt því sem verkamannafélagið legg- ur mál þetta undir úrskurð allrar alþýðu, legg- ur það eftirfarandi spurningu fyrir stjóm Al- þýðusambands Islands: Ætlar hún að láta afskiftalausa og óátalda starfsemi þessara manna í bæjarstjóm Vest- mannaeyja, sem jafnaðarmanna og meðlima í „Alþýðusambandinu“ og þar með auglýsa vel- þóknun sína á svikum þeirra við verkaiýðixm? Stjóm verkamannafélagsins Drífandi. Haraldur Bjamason, Guðmundur Gíslason, ritari. formaður. Til sjóxxia.i&na. Bréf frá Sjómaimafélagi Vestm.eyja til allra sjómanuafélag'a Vestmannaeyjum 9. janúar 1931. Félagar! Sarnningar hafa ekki enn verið gerðir milli sjómanna og útvegsmanna í Vestmannaeyjum. Bankinn heldur áfram að kúga útvegsmenn til fjandskapar við sjómennina með hótunum um stöðvun útgerðar, ef þeir ekki ráða sjómenn til sín upp á hlut þann, er bankastjórinn sjálfur hefir ákveðið,' sem er þriðjungaskifti, eða lielmingasldfti, með þátttöku í kostnaði. Allir sjómenn hér eru sammála um, að kjör þessi séu gersamlega óaðgengileg vegna markaðs- kreppunnar og þess, að fiskkaupmenn með samtökum sínum munu halda fiskiverðinu niðri, ‘eftir vild sinni. Sjómenn hafa því samþykkt taxta sem hér fylgir og eru ákveðnir í að standa allir sem einn um haim og hvergi víkja. títvegsmenn síma nú og skrifa út um land Ein af iygum Hermanns Leiðrétting. 1 síðasta tbl. „Tímans“ er það haft eftir Her- manni Jónassyni', að ég „hafi ráðist inn á Hótel Heklu með hóp manna“ á gamlárskvöld s. 1. og að lögreglan hafi orðið að vísa mér á dyr. Þessi ummæli lögreglustjóra eru tilhæfulaus ósannindi. Ég kom aðeins inn í anddyri hótels- ins, sem öllum stóð opið og bað um að fá keypt- an aðgöngumiða. Því var neitað og átti ég dá- lítið orðakast við hóteleiganda og fór síðan út, án þess að lögreglan kæmi þar nálægt. Reykjavík, 10. jan. 1931. Þorsteinn Pétursson. allt ,til að véla til sín fiskimenn upp á hlut þennan og þykjast nú þegar hafa ráðið til sín fjölda manna á þann hátt. Þessu eiga sjómenn í Eyjum bágt með að trúa, því bæði væru þessir sjómenn að gera sig að hugsunarlausum verkfærum atvinnurekendanna gegn samtök- um sjómanna, auk þess sem þeir beinlínis með slíkum ráðurn yrðu að borga með sér yfir ver- tíðina. Sjómenn í Vestmannaeyjum endurtaka nú áskoranir sínar um það að enginn verkamaður eða sjómaður ráði sig eða fari til Eyja, fyr en það er fengið tryggt, að útvegsmenn greiði minnst hinn samþykkta kauptaxta Sjómanna- félags Vestmannaeyja. Félagar, hafið það hugfast, að sigur verka- lýðsins í Vestmannmaeyjum tryggir einnig lífskjör ykkar. Sjómannafélag Vestmannaeyja, Mótmæli gegn skólafasismanum Félag íslenskra stúdenta í Kaupmannahöfn hefir sent kröftug mótmæli gegn brottrekstri félaga Ásgeirs Bl. Magnússonar úr Mentaskóla Norðuiiands.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.