Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.02.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 28.02.1931, Blaðsíða 2
hjá Guðm. frá 'Múla og vinnuhraðinn var or- sök þessa slyss, sem og flestra annara hér við höfnina. En Guðmundur frá Múla hefir einhverja þá lúalegustu aðferð, sem hér er viðhöfð, til að pína sem mestan vinnuhraða út úr verkamönn- um, þar sem hann ekki alltaf rekur sjálfur beinlínis á eftir, heldur lætur sína undirmenn gera það, t. d. lúumann o. fl. Það sýnir aðeins hvað maðurinn er mikið lítilmenni og heil- steyptur verklýðsböðull, þar sem það er einnig vitanlegt, að hann tekur oft og tíðum „akkord“ sém hann þénar á mikla peninga, þ. e. arðrænir verkalýðinn í stórum stíl. Þess skal líka getið, að annað slys varð í sama skipi, víst af sömu ástæðum, TJt af þessum slysum var svohljóðandi tillaga samþykkt á síðasta Dagsbrúnarfundi: „Vegna slysa þeirra, sem orðið hafa hér við höfnina, vill félagið brýna það fyrir meðlimum sínum að leggja niður vinnu, þar sem ótrygg tæki eru notuð eða hættulegur vinnuhraði við- hafður". Ennfremur var þetta samþykkt: „Félagið ákveður að kjósa 3ja manna nefnd til að semja uppkast að öryggisreglum við vinnu, er félagið ákveði“. Flestir munu vera sammála um það, að þess arna var orðin þörf og þó fyr hefði verið. •Hér er Dýraverndunarfélag og hefir það oft tekið málstað málleysingjanna, hestanna, sem vinna við höfnina og annarsstaðar og er það lofsvert, en enginn hefir tekið málstað verka- mannanna, sem píndir hafa verið til þess ítr- asta, svo vitanlegt sé. Þeir hafa verið réttlaus- ir. • Það hafa ekki komið háværar raddir um vinnuþjökun verkalýðsins hér, upp á síðkastið, hvorki úr einum stað eða öðrum, svo ég muni. Því hefir ekki verið haldið á lofti, þó verk- Btj.órarnir hafi rekið mennina upp úr lestinni hvem eftir annan, vegna þess, að þeir héldu ekki 1 við vinnuhraðann. Það mun nú vera sæmileg byrði á bak hvers manns, að bera salt-hálftunnu allan daginn og það upp vonda brekku. En ekki hefir verk- stjóranum hjá h.f. Kol og Salt þótt það, þegar „Hegrinn“ var einu sinni látinn losa saltskip og saltið var látið í rennu „Hegrans“, pokar látnir undir hana og þeir fyltir sem hægt var. Á þetta hefir margur verkamaðurinn minnst og haft að einsdæmum. Svo var þessu þó hætt, ekki vegna mannúðar við verkamennina, heldur vegna þess að saltið varð óhreint og skemmdi »* Ongþve tí auðvaldsskipuiagsins Árið 1927 var að tilhlutun þjóðabandalags- ins haldið heimsbúskaparráðstefna í Genf. Ráðstefnu pessari var ætlað að fii na ráð og cg leiðir til þess að vemda auðvaldsskipulagið fyrir nýjum viðskiptatruflunum, eða a. m. k. til að draga úr áhrifum þeirra, með því að lækka tollmúrana og nema úr gildi inn- og út- flutningstakmarkanir milli ríkja. Síðan eru liðin fjögur ár, og á þessum tíma hafa verið skrifuð eða prentuð heil fjöll af pappír með tölum og samþykktum. Á þessum fjórum árum hafa verið haldnar ótal ráðstefn- ur og samningafundir með ráðherrum, sérfræð- ingum og þjóðhagsfræðingum. Á þessum fjór- um árum þóttust menn hafa fundið upp ara- grúa af undralyfjum við kreppu-faraldrinum, og. gerð uppköst í hundraðatali að „efnahags- ’ legri samvinnu“ meðal þjóðanna. Og nú!? — Auðvaldsheimurinn er heltekinn af faraldri kreppunnar. Allir loftkastalar, sem á síðustu fjórum árum hefir verið haldið að al- mepningi, eru hrundir í rústir, allar ávísanir á tilvonandi auðvalds-sælu, sem koma áttu í stað þj óðnýtingar-eitursins, eru að engu orðnar. Fyrir fjórum árum boðuðu fjármálaspeking- ar auðvaldsins, samankomnir í Genf, undrandi umheiminum uppkomu nýs tímabils, þar sem 25. febrúar - Alheimsbaráttu- dagurinn gegn atvinnuleysinu m Síðastliðinn miðvikudag, 25. febrúar gengu verkamenn í öllum auðvaldsheiminum kröfu- göngur í mótmælaskyni gegn atvinnuleysisböl- inu. í þessari baráttu tóku ekki aðeins at- vinnulausu miljónimar og fjölskyldur þeirra þátt, er til samans munu telja um 200 miljónir í auðvaldsheiminum, heldur líka félagar þeirra, sem enn hafa atvinnu, en eiga atvinnuleyssvip- una og launalækkun af völdum atvinnuleysis- ins yfir höfði sér. Litlar fregnir eru komnar enn af baráttu fé- laga vorra erlendis þenna dag, en borgaralegu skeytin fræða oss þó um að lögreglan í Leipzig hafi nokkur verkamannalíf á samvizkuimi. Hér í Reykjavík ætluðu verkamenn að efna til mótmælafundar, en urðu að aflýsa honum vegna samkomubannsins. Nefnd atvinnulausra verkamanna starfaði að undirbúningi dagsins í samvinnu við miðstjóm Kommúnistaflokksins. Nefndin varð að setja auglýsingu um aflýsingu fundarins í auðvaldsblaðið „Vísi“, vegna þess, að Ólafur Friðriksson neitaði að taka auglýs- inguna í Alþýðublaðið. ZEECræðileg-t slys Á miðvikudaginn brann stærsta íbúðarhús í Hafnarfirði til kaldra kola, svo að segja á svip- stundu. Þrjár manneskjur brunnu inni. Voru það hjónin Elís Ámason og Vilborg Vigfús- dóttir, og bamabam þeirra, Dagbjartur Vig- fússon, 6 ára að aldri. Annað fólk í húsinu slapp á nærklæðunum, missti aleigu sína í brunanum og stendur allslaust eftir. fiskinn. Þorskurinn varð þyngri á metunum en verkamennimir!!! Þó þessir verkstjórar hafi sérstaklega verið teknir til meðferðar hér, er ekki svo að skilja, að þeir séu þeir einu, sem þarf að athuga, því að þeir eru flestir undir sömu syndina seldir. Þeir skulu því vita það, að þeir skulu líka verða opinberaðir, ef þörf þykir. Þegar verkalýðurinn fer að draga böðla sína fram í dagsljósið, fer hann ekki í manngreinarálit. Hafnarverkamaður. „efnahagsleg samvinna þjóðanna“ yrði ríkjandi. Og nú!? — Látum forseta evrópísku toll- vopnahlés-ráðstefnunnar, einn aðalleikarann á heimsbúskaparráðstefnunni 1927, Colijns fyrv. ráðherra í Hollandi, tala: Á fundi Evrópu-nefndarinnar, sem haldin var fyrir skömmu, lýsti þessi maður, sem öllum blöðum ber saman um að „njóti hins mesta álits í fjármálaheiminum“, yfir því, sem hér fer á eftir fyrir öllum heimi: „Allar tilraunir, til þess að lækka tollana í Evrópu og komast þannig að efnahagslegri samvinnu og sameiningu í Evrópu, sem gerðar hafa verið síðan á heimsbúskaparráðstefnunni 1927, hafa orðið gjörsamlega ái’angurslausar. Þetta algjörða skipbrot, sem fjármálapólitík Evrópu hefir liðið, hlýtur óhjákvæmilega að hafa í för með Isér örlagaríkar afleiðingar fyr- ir fjármál Evrópu í framtíðinni. Tilraunir þær, sem gerðar hafa verið undir handleiðslu þjóðabandalagsins, til þess að kom- ast að sai .komulagi um tollmálin í Evrópu, eru ái’angiuslausar. Stjórnimar álíta ágjörlegt að taka upp sameiginlega samninga um lækkun tollanna. Allar tilraunir heimsbúksapar-ráð- stefnunnar til þess að fá fram tollalækkun, verða nú að teljast famar út um þúfur. Eftir þrotlaust fjögra ára starf er ástandið nú ekki aðeins engn betra en 1927, heldur verra. Það er ekki nóg með það, að okkur miði ekkert áfram, heldur förum vér altaf lengra og lengra aftur á bak. Hin alvarlega afleiðing af þessu er sú, að í mörgum löndum hafa þjóðim- Þar sem verkamenn gátu ekki haldið fund til að bera fram kröfur sínar, tóku þeir það ráð, að skrifa nöfn sín undir kröfur sínar til vald- hafanna. 25. febrúar skrifuðu yfir 200 verka- menn nöfn sín undir eftirfarandi kröfur: „Á allieimsbaráttudegi verkalýðsins gegn at- vinnuleysinu — 25. febrúar, gerum við undir- ritaðir verkamenn og konur, eftirfarandi kröf- ur til valdhafanna: 1) að bæjarstjórn og ríkissjóður útvegi öllum atvinnulausum verkamönnum í Reykjavík at- vinnu þegar í stað, og að atvinnan haldi áfrans þar til verkamennimir fá vinnu annarsstaðar. 2) Ef viðkomandi stjórnarvöld treystast ekki til að útvega öllum atvinnulausum verkamönn- um atvinnu, verði þeim, sem ekki verða at- vinnubótanna aðnjótandi, veittur atvinnuleys- isstyrkur, er samsvari meðaldaglaunum, meðan þeir eru atvinnulausir. 3) Að Alþingi lögleiði þegar í stað atvinno- leysistryggingar á kostnað atvinnurekenda“. (Nöfnin). Til eftirbreytnil Verkalýðurinn bregður skjótt við til hjálpar blaði sínu. Hvaðanæfa af landinu hefir Verklýðsblaðimí borist bréf um að hafin sé fjársöfnun undir kjörorðinu: Verklýðsblaðið verður að koma út áfram. Strax þegar verkamenn á Eskifirði heyrðu um fjárþröng blaðsins, hófu þeir söfnun og sendu 60 krónur þegar í stað. Fjársöfnuninni halda þeir áfram. Er það til eftirbreytni fyrir félagana annars- shtaðar á landinu. Verklýðsblaðið berst mjög í bökkum fjár- hagslega. | f Betur má ef duga skal. Verklýðsblaðið verður að koma út áfram. ar misst allt traust á fjármála starfsemi Þjóðar bandalagsins". Vér höfum tekið upp svo mikið úr ræðu þessa auðvaldsleiðtoga sökum þess, að hún er annað og meira en venjulegt þjóðabandalags-kjaftæði. llún er plagg, sem hefir sögulega þýðingu, feil- andi játning á fjármála-öngþveiti auðvaldsins og á því að búskaparaðferðir þess eru óhaíandi. Borgaraleg blöð Evrópu segja að ræða Coli- jns sé „ískyggilegasta mynd, sem nokkur Þjóðabandalags-nefnd hefir dregið upp“, „sorg- leg lýsing á úrræðaleysi þjóðabandalagsins í fjármálalegu tilliti". Auðvaldsskipulagið hefir nú rekist á þæi hindranir, sem sagan hefir áskapað því. Með serhverri tilraun sem það gerir til þess að losa sig úr snörunni dregur það hana fastar að hálsi sér. „ ... okkur miðar ekkert áfram, heldur för- ur vér alltaf lengra og lengra aftur á bak“. Heimskreppan, sem yfir stendur, hefir sannað sögulegt úrræðaleysi auðvaldsins. Eftir að hafa heyrt álit heri’a Colijns, er ekki úr vegi að líta á ummæli annars manns af sama skóla. I ’enska tímaritinu „Foreign Affairs** tutanríkismál) kveinar hinn þekkti „friðar- smnaði" landvinnihga-postuli Norman Angell I grein, sem hann kallar „Fjármála-óstjórnin og framtíð þjóðanna": „Hinn fjárhagslegi hvirfilbylur, sem geysað hefir yfir heiminni, er sökum þess hve áhrif hans eru almenn og djúptæk, sá viðburður, sem yfirskyggir alla aðra. Sagan getur ekki umt

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.