Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 11.04.1931, Blaðsíða 1
SBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. ár$y. Reykjavík 1 i. apríl 1931 15. tbl Verkefnin bíða. - Verkalýðurmn sveltur. Það voru allir bæjarfulltrúarnir sammála um það í vetur, að atvinnubótakröfur verkamanna mættu ekki trufla afgreiðslu fjárhagsáætlunar- iimar. Þeir heimtuðu allir fullkomna auðmýkt verkamanna meðan þeir væru að skifta með sjer þeim blóðpeningum, sem sognir hafa verið úr vösum verkalýðsins. Fulítrúar alþýðunnar béldu því fram, að fjárhagsáætlunin lofaði svo miklum framkvæmdum, að næg atvinna yrði hér, ef hún yrði framkvæmd þá þegar. ög sanv- kvsemt tillögum þeirra var samþykkt, að byrj- að yrði á verklegum framkvæmdum fjárhags- áætlunar, þegar hún væri samþykkt. Knútur þumbaðist við, en verkamenn kröfðust svo hátt atvinnubótanna, að hann varð að láta undan og byrja á' hinum svonefndu atvinnubótum, sem lýst'hefir verið hér í blaðinu áður. Nú er vor- blíðan að byrja og Knútur ætlar fyrir alvöru að fara að framkvæma fjárhagsáætlunina. En hvað skeður þá? Það sem allir sáu fyrir nema bæjarfulltrúarnir. í stað þess að fjölga mönn- uni í bæjarvinnuna, er sagt upp um 200 manns og teknir aftur um 40. Sama aðferðin og Knút- ur notaði í vetur, þegar bærinn veitti „atvinnu- bætur". Og það er enn ætlazt til þess að við verkamenn þegjum. Við eigum að taka með þökkum þessum ráðstöfunum. Ríkisstjórnin hafði lofað okkur atvinnubótum. Það voru rúm- ír 30 menn, er fengu þá náð. Nú er því lokið. Atvinnulausi hópurinn stækkar og atvinnubót- unum er hætt. Lítil atvinna fyrir hendi sjáan- leg. Fulltrúar atvinnurekanda í bæjarstjóm og á þingi lofa guð sinn í hljóði meðan við þegj- um. Fulltrúar alþýðunnar þegja. Þeir hafa nóga atvinnu og gott kaup, og eiga fullt í fangi með það, að halda kröfum okkar niðri. Vorblíðan er að byrja og verkefnin eru næg fyrir hendi, sem bíða framkvæmda. En það er bara ekki byrjað á þeim. Okkur á að blæða fyrir óhóf og stjórnleysi burgeisanna. Við eig- um að líða skort af því að þeir þykjast ekki græða nóg á því að láta okkur vinna nú. Þeir trúa því í vellystingum sínum, að mörg hundr- uð verkamanna og fjölskyldur þeirra geti lifað af því að horfa á þau fáu handtök, sem falla til á eyrinni nú. En valdhafarnir munu hér sem annarsstaðar komast að þeim súra sannleika að skorturinn hjá verkalýðnum mun virða að vettugi öll þau borgaraleg lög og réttindi, sem taka frá verka- lýðnum réttinn til að lifa. Og með hverjum deginum sem líður, nálgast sú stund, að þolinmæði okkar þrýtur. Atvinnulaus verkamaður. Eru kratariiir að hafa vistaskifti? Samkomulag milli krata og íhaldsmaíina á þingi. Á rniðvikudaginn var, báru kratar og íbalds- menn fram sameiginlega stjórnarskrárbreyt- ingartillögur í efri deild. 1. tillagan var um, að þing skyldi rofið 1932, umboð landskjörinna þingmanna falla niður og nýjar kosningar fara fram. 2. um að fjölga megi þingmönnum með lógum. 3. tim' að efrideildarþingmenn skuli kosnir með hlutfallskosningu af sameinuðu þingi, og 4. um að ákveða megi með lögum hlut- fallskosningar um allt land, og að kjósa megi varaþingmenn. Ennfremur að sveitarstyrkur varði ekki missi kosningarréttar. Fara þeii' ekki ólaglega af stað nýju banda- mennirnii, kratar óg íhaldsmenn, er þeir lofa að færa kosningalöggjöfina í sæmilegra horf, svona ' rétt fyrír kosningar, hvernig sem efnd- irnar verða. Áður en þetta gerðist, héldu íhaldsmenn og kratar sameiginleg'an fund, til að ræða sam- eiginleg hagsmunamál sín. Hefir þar sjálfsagt verið rætt um möguleikana fyrii' vistaskiftum kratannaj og Ihaldsmenn lag*t fram tilboð sín um kaup handa þessum tilvonandi hjúum sín- u.m. Hinsvegar munu Framsóknarmenn ekki hafa gert sín gagntilboð enn. Veltur nú allt á því hvorir betur bjóða. Verður nú betur skiljanlegt hversvegna Al- þýðubl. fór að ljúga því að Heimdellingar og kommúnistar hefðu setið á sameiginlegum fundi. Nií er það á flestra vitorði, að einmitt um sama leytí og Alþýðubl. laug þessu, sátu kratar og íhaldsmenn saman á fundum, til að ræða sameiginleg hagsmunamál. Það átti svo sem að nota gamla bófabragðið: „Grípið þjóf- irm". Ófriðarhættan. Franska blaðið „le Temps" birti nýlega ef tir- farandi orð, sem í sjálfu sér þurfa ekki skýr- inga við.J „Rússneska sárið á líkama Evrópu er mesta óhamingja vorra tíma og allt svo lengi að þetta sár ekki er læknað, heldur heimurinn áfram að b'fa í öngþvéití og á glóðhm. Þetta útlit er því ískyggilegi-a sem Englánd sökum erfiðleika heima'fyri'r og í hýlepdtihúm ékki getur helgað sig hlutveríi sínu gagnvart Evrópu sem skyldi. En'þáttlaka' Stora-Bretlands' er skilyrði fýrir því að unnt verði að tryggja almennaiL frið í átfunni". Þessi fáu orð franska auðvaldsblaðsins ættu að nægja til þess að taka af allan vafa um ái'ásarfyrirætlanir stórveldanna gegn verka- manna- og bændalýðveldunum, hinu eina föður- lándi, sem verkalýðurinn á í heiminum, þau sýna, að árásarstyrjöldin stendur þegar fyrir. dyrum og það er því áríðandi fyrir verkalýð- inn um allan heim að bindast fastari samtök- um til varnar þessu eina föðurlandi sínu cyg snúa vopnunum gegn hitium raunverulegu óvin- um sínum— breyta árásarstyrjöld auðvaldsins í borgarastyrjöld. ¦ Alheiitiskreppan og Island. Aldrei fyr hafa íslendingar verið svo brynjaðir til þess að verjast áfðllnm. 1'ryggvi pórhallsson á flokksþingi Franisóknarnianna. I. / , - Heimsauðvaldið getur litið aftur á erfiðasta tíma, sem saga hins nýja kapitalisma hefir lif- að. Aðeins heimskreppuna laust eftir styrjöld- ina, er hægt að bera saman við það ástand, sem nú er ríkjandi. Þá ól auðvaldið þá von í brjósti, að kreppan væri aðeins afleiðing styrj- aldarinnar og jafnframt fyrirboði þess, að nýtt góðæristímabil væri að hefjast. Reyndar eru ennþá til þeir hagfræðingar, sem vilja rekja or- sök kreppunnar til heimsstyrjaldarinnar, til stríðskuldá og skaðabóta, en þó að þessar stað- reyndir auðvítað auki á kreppuna, þá eru þær ekki orsök hennar og er þessi skýring engan- veginn nægileg, til þess að hún nái samþykki auðvaldsins. Hina einu réttu skýringu að heift og djúptæki kreppunnar sé aðeins afleiðing þeirrar almennu kreppu kapitalismans sam skipulags, getur auðvaldið auðvitað enn síður samþykkt eða viðurkennt rétta. í fyrra var auðvaldið miklu vonglaðara um að ástandið mundi bráðlega batna. Það var um það leyti sem Bandarikjaforsetinn Hoover lagði „ráðin" til höfuðs kreppunni og hann ásamt öðrum forustumönnum Bandaríkjaauðvaldsins tilkynnti hátíðlega, að þeir mundu í einum hvelli ráða bót á kreppunni. Það var um það leyti, sem brezkt auðvald og þýzkir sósíaldemó- kratar sáu leið út úr ógöngunum.í verðlækkun lánsfjárins, sem var afleiðing af kauphallar- hruninu í New York. 1 dag verða forráðamenn auðvaldsins og þjónar þeirra að horfasfc í augu við blákaldann veruleikann og játa, að vonir þeirra um fjárhagslega viðreisn voru tálvonir einar. Öll lönd heimsins hafa nú verið dregin út í kreppuna og hinir bjartsýnu spámenn, sem á undanfömu ári svo oft voru búnir að segja fyrir um enda Ia'eppunnar, eru nú orðnir var- kárari i orðum sínum. Ráðalausir og skilningslausir standa nú mestu heilar auðvaldsins gagnvart kreppunni. Meðan að allur þorri þeirra reynir að hylja skilningsleysi sitt með vísindalegum orðavaðli, fer þó ekki hjá því, að vandræðaleg uppgjöf þein'a á úrlausn viðfangs'efnanna komi, mót þeirra eigin vilja, hér og hvar í ljós. Tvö dæmi. . Keynes, fremsti maður hinnar borgaralegu hagfræði, skrifar t. d.: „Við erum búnir að koma okkur út í hrœðilegar cfærur, út í óleysandi flækjur, vegna þess aö við íki-ljum ekki lög liinnar viðkvæmu vélar — þjóð- skipulag auðvaldsins". Og einn helzti leiðtogi fjármálaauðvaldsins í Bandaríkjunum, T. W. Lamont, meðeigandi Morgans, segir: „Allar vísindalegar rannsóknir okkar, sem hafa gengið út á-það, að finna ráð til að hindra iðnaðar- sveiflurnaV, sem keyra svo úr hófi fram hafa reynzt g.jörsamlega árangurslausar". Máisvarar þessa þjóðskipulags geta ekki skil- ið eðli hinna kapitalistisku framleiðsluhátta og innra hreyfingarlögmál þeirra, enda hlyti skiln-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.