Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 13.04.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 13.04.1931, Blaðsíða 2
Vegna þess, að Btarfsemi þeirra í trúnaðar- 8töðum verkalýðsins á þingi og annarstaðar, hefir sannfært borgarastéttina um, að einmitt þessir menn eru hinir ákjósanlegustu fulltrúar hennar, og hafa það sérstaklega til síns ágætis fram yfir aðra verklýðs féndur, svo sem Jón Þorláksson, Magnús Guðmundsson o. fl., að þeir eru kosnir af verkalýðnum í trúnarstöður, og nokkur hluti hans hefir ekki ennþá mist traust á þeim. Sósialdemókratar eru þvi, nú á tímum, hinir þörfustu og áhrifamestu þjónar, sem nokkuð auðvald getur átt. Að koma þeim í hátt launaðar trúnaðarstöður, gera þá samábyrga og samseka borgurunum og nota þá svo til Pílatusarþvottanna frammi fyrir verkalýðnum, er eitt snjallasta og mest notaða herbragð yfirstéttarinnar nú á' dögum, gegn baráttusamtökum verkalýðsins. — Þessa nýtísku bardagaaðferð hér á landi, sem reynst hefir svo prýðilega í möi'gum tilfellum, á islenzka auð- valdið, manna mest, Jónasi frá Hriflu að þakka. Hinir keyptu flugumenn auðvaldsins, sósíal- demókratarnir íslenzku, eru auðþekktir á starfs- aðferðum sínum innan verklýðsamtakanna — eins og asninn á eyrunum. Þó margir þeirra á mannfundum og í blöðum slái um sig með væmnu meðaumkvunar-snakki í garð verkalýðsins, orðagjálfri um samfylk- ingu öreiganna, innihaldslausum hnifilyrðum og nasa-fyndni í garð íhaldsmanna — Valtýs, Jóns Þorlákssonar, (Alþýðubl., Jafnaðarmaðurinn o. fl.) — standa þeir ætíð, þegar til kastanna kem- ur, frammi fyrir viðfangsefnum stéttasamtak- anna, sem auðvirðilegir augnaþjónar og yfir- borðsmenn. Verklýðsráðstefnan og Alþýðusambandsþingið í Reykjavík á síðast liðnu hausti, vörpuðu skæru ljósi á innihald Alþýðublaðs-glamursins. Þar tvístigu íslenzkir krata-burgeisar hver á eftir öðrum og allir í senn í kringum hags- munamál verkalýðsins, sviftu allstóran hluta ráðstefnunnar, stéttvísa og róttæka verkmenn, sem Bendir voru frá ýmsum verklýðsfélögum utan af landinu, atkvæðisrétti, til að tryggja íslenzka auðvaldinu á yfirstandandi krepputíma, að sem minnst yrði gert af hálfu verklýðssam- takanna til að búa þau undir hina nauðsynlegu baráttu í nánustu framtið, á hendur atvinnu- rekendunum. öll merkustu og nauðsynlegustu mál verk- lýðsráðstefnunnar og þingsins, voru drepin af hinum réttlausa meiri hluta krata-burgeisanna, þar á meðal tiliagan um stofnun óháðs verk- lýðssambands á grundvelli stéttabaráttunnar um land allt, sem án efa, er eitt hið naunsynlegasta og sjálfsagðasta af Bkipulagsmálum íslenzkra verklýðssamtaka nú á þeBsu ári. Þegar persónuleg hagsmuna afstaða þeirra »hægfara« til hinna 2ja stríðandi stétta, verka- lýðs og atvinnurekenda, er orðin slík sem nú, hér á landi, er þeim nauðugur sá kosturinn, að velja á milli Beggja vinur og báðum trúr, er ómögulegt að vera. Enda hafa sósíaldemókratar allstaðar valið um, hér á landi einnig. Kenningar þeirra um rólegan og friðsamleg- an vöxt auðvaldsþjóðfélagsins, á grundvelli þingræðis og umbóta, upp í þjóðskipulag jafn- aðarstefnunnar, hefir liðið algert skipbrot, um- bótaslagorð þeirra eru löngu úrelt og einskis nýt, baktjalda-makkið og myrkraverkin hafa dagaþ uppi með hækkandi sól stéttabaráttunnar. Þann hluta verkalýðsins, Bem mestan þroska og þekkingu hefir fengið í þjóðfélagsmálum og þegar öðlast þroska og þor til að gagnrýna gerðir foringjanna, hafa hinir hægfara, allstaðar um heiminn reynt að útiloka frá verkiýðssam- tökunum. Þetta kom tsvo greinilega í Ijós á verklýðs- ráðstefnunni og Alþýðusambandsþinginu í haust, að rangt væri að segja, að íslenzkir kratar, séu að þessu leiti, eftirbátar erlendra svika- bræðra sinna. Verkamönnum í Vestmannaeyjum er það minnisstætt, að svo mikið kapp lögðu reykvískir J krata-burgeisar á, að bola út úr Alþýðusam- bandinu Jafnaðarmannafélagi Vestmannaeyja, félagi, sem samanstóð af rey'ndustu og stéttvís- ustu verkamönnum Eyjanna, og ná inn í sam- bandið frægasta strækbrjótafélagi landsins, »Þórshamri« — að þeir svikust inn á þingfund alþýðusambandsins — með inntökubeiðni stræk- brjótanna í Eyjum, eftir að búið var þó að fella hana áður á þinginu, og fengu hana að nafninu til samþykkta — umræðulaust og ólög- lega. Þannig svifust þeir ekki að brjóta Jög alþýðusambandsins frammi fyrir augliti sam- bandsþingsins, til að koma fram klofnings og sundrunar áformum sinum innan verklýðs- samtakanna — áhugamálum auðvaldsins. Hið mikla kapp, sem þeir lögðu á, að við- halda hlutaráðningunni á fiskiskipum, þrátt fyvir það, að kommúnistar sýndu með rökum fram á, að slíkur ráðningamáti, er beinn hagur fyrir at- vinnurekendur en óhagur fyrir verkalýðinn — sérstaklega á krepputímum — bæði fjárhags- lega og skipulagslega, sýndi greinilega hollustu þeirra við atvinnurekendurna. Enn fengu kraíar því framgengt á Alþýðu- sambandsþinginu, að kommúnistar, hinn róttæki stéttvi8ari hluti verkalýðsins þar, voru sviftir réttindum innan Alþýðusarabandsins. Yfirleitt var hinn rauði þráður i starfi hinna »hægfara« á verklýðsráðstefnunni og Alþýðu- sambandsþinginu sá, að koma losi á samtök verkalýðsins, skapa örðugleika á baráttu-braut hans og skipuleggja ósigur hanB í yfirvofandi stéttabaráttu. Ekki skal því neitað, að margar tillögur og ályktanir voru samþykktar, sem að efni til og orðalagi litu vel út, svo sem það, að unnið skyldi að þvi, að kaup verkalýðs hækkaði lieldur en lækkaði, um styttingu vinnutímans o. fi. En verkin tala, og kem eg að þeim seinna. Hér í VeBtmannaeyjum í vetur, þegar kaup- deilan stóð sem hæst, fengu verkamenn hér að vita með vissu til hvers »Þórshamar« hafði verið tekinn i AJþýðusambandið. Foringjar hans, sem allt frá því að Verka- mannafél. Drifandi hratt þeim af höndum sér,' höfðu opinberlega gengið i lið með stóratvinnu- rekendum hér, og legið á því lúalagi i samráði við Tanga»kompaníið«, að reyna að veikja traust verkamannanna á samtök sín, Verka- mannafél. Drifandi, og gengu svo langt á sínum tima, að gerast sjálfir hvata-menn til verkfalls- brota, fengu nú loks frá hinum hærri stöðum, verklýðssamtakanna, viðurkenningu og hófu því með nýjum krafti í umboði Jóns Baldvins., Héðins & Co., á ný sundrunar- og klofnings- starfsemi sina meðal verkalýðsins. Eins og kunnugt er, komust deilumál verka- lýðs og atvinnurekenda í Eyjum í hendur krata- burgeisanna í Rvík í vetur. Reykviskur verka- lýður gerði umsvifalaust stéttarskyldu sína — »Gullfoss« var eins og kunnugt er stöðvaður. —• En foringjarnir? Auðvitað gerðu þeir það sem vænta mátti, leituðu álits Gunnars gamla um málið — at- Vinnurekandans, sem deilan stóð við — fiýttu sér sem frekast var unnt, að undirskrifa það sem hann óskaði, sættust á þeim grundvelli og auglýstu svo gleiðgosalega í Alþýðublaðinu, að verkamenn í Eyjum hefðu fengið, það sem þeir fóru fram á. Kjörorð auðvaldsins eru: »Deildu og drottn- aðu«. Sósíaldemókratar reka þetta erindi þess innan verklýðssamtakanna. Þegar borgarastóttin í hcr Vestm.eyjum, eftir kolaverkfallið 1925—6, kom auga á afl verk- lýðssamsakanna, var að ráði Tangans og Edin- borgar stofnað svokallað verkamannafélag. Félag þetta var stofnað til höfuðs verka- mannafélaginu Drífandi, í þeim tilgangi, að eyðileggja hin uppvaxandi verklýðssamtök hér i Eyjum. Tilraun þessi mislukkaðist að fullu. For- sprakkarnir Tómas Guðjónsson, Jón í Hlíð og fleiri þarfakarlar auðvaldsins hér, voru þá orðnir svo kunnir verkamönnum, að ekki var unnt að villast lengur á þeim. Fólag þetta — Gula félagið — mætti þvi maklegri andúð og fyrirlitningu af hálfu verkalýðs og lognaðist svo út af á fyrsta eða öðru ári við lélegan orðstýr. — Að nálægt 4 árum liðnum frá andláti Gula félagsins, spratt upp gorkúla á leiði þess — það var »Þórs- hamar«. Nú voru það ekki Tómas, Jón i Hlíð eða aðrir alræmdir ihaldsjálkar sem auðvaldið skákaði fram á völlinn, heldur hárfínir upp- skafnir hægfara jafnaðarmenn, er meiri hluti verkalýðsins í Eyjum hafði af gildum ástæðum losað samtök sín við, og þóttust því eiga þeim grátt að gjalda. Hér áskotnaðist atviunurek- endastéttinni í Vestmannaeyjum nýtísku hern- aðartæki gegn samtökum verkalýðsins, sem hún og beitti óspart, eins og menn kannast við. Vestmaunaeyjar eru að þessu leiti engin undantekning hér á landi. Hvar sem er á land- inu kemur þegnhollusta sósíaldemókrata við auðvaldið betur og betur í Ijós. Á Í8afirði, þar sem hægfara »jafnaðarmenn« ráða og ríkja, er nú af þeirra hálfu einskis svifist til að sundra samtökum verkalýðsins og útiloka kommúnista og róttæka verkamenn frá þeim. Hinir »hægfara« þar, beita sér með ofur- kappi fyrir hlutaráðningu á fiskiskipum og nota Samvinnufélag Isfirðinga sem vopn, til að lækka kaupgjald verkalýðsins. Á Siglufirði, þar sem samtökin hafa hingað til verið einna öfilugust hér á landi, ganga nú i seinni tíð hinir »hægfara« berserksgangi klofnings og sundrunarstarfinu innan verklýðfélaganna. Undir forustu krataforingjanna þar, hefir nú nýlega verið stofnað gult verkakvennafélag, þrátt fyrir það, að verkakvennafélagið »Ósk« þar á staðnum, er og heíir verið í Alþýðusam- bandinu, og í þvi mega ekki vera samkvæmt lög- um þess, nema eitt samskonar félag á sama stað. Félag þetta, hið gula, er nú þegar byrjað að berjast gegn verkakvennafél. »Ósk« fyrir kaup- lækkun kvenna. Svo kallað jafnaðarmannafélag hefir einnig nú nýlega verið stofnað af Siglufjarðar-krötun- um, sem á að vinna hlutverk »Þórshamars«, á Siglufirði, þ. e. sundra hinum pólitísku samtök- um verkalýðsins þar. Á Akureyri gerist það sama. Þar gengur nú Erlingur Friðjónsson, maðurinn, sem samtök verkalýðsins þar, truðu á sínum tíma fyrir því, að reka erindi sitt á alþingi, manna fremst fram í því, að sundra þeim og koma fram kauplækk- un. Er hann byrjaður að gefa út sorpblað, er honum þóknast að kalla »Alþýðumanninn«, blað, sem hann notar gegn málgagni verklýðs- samtakanna á Norðurlandi, »Verkámanninum«, sem gefinn er út af Verklýðssambandi Norður- lands. Er þetta skýlaus klofnings tilraun í garð norðlenzkra verklýðssamtaka, í fullu samræmi við aðrar gerðir sósíaldemókrata, en því frek- Vistaskifti kratanna. Nauöungaruppboð á Alþlngl. Nú er það orðið fullvíst, að samningar hafa tekist með íhaldsflokknum — sem Alþýðublaðið fyrir nokkrum dögum kaliaði »Rœningjaflokk« — og krata burgeisum Alþýðuflokksins. Héðinn Valdimarsson gerði það opinbert á hafnarbakk- anum s.l. laugardag, að vantraust yrði samþykkt á Framsóknarstjórnina að ráði ihaldsþingmann- anna og krata. Reyndi Iléðinn þar að sýna fram á, að enda þótt íhaldið væri að mörgu leyti andvígt »jafn- aðarmönnum*, væri það miklu skárra en Fram- sókn. Þar með hefir braskaraklíka sú, er nú stjórn- ar Alþýðuflokknum, séð sér leik á borði og haft vistaskifti. Hér verður verkalýður Eyja að taka eftir. Allt er betra en íhaldið, hljóðaði boðskapur- inn áður, en nú: Allt er betra en Framsókn. Framsókn kastaði síðasta blóðmörsiðrinu í Harald Guðmundsson, þegar hún gerði hann að bankastjóra, en ihaldið bauð þó betur! t

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.