Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 13.04.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 13.04.1931, Blaðsíða 3
ari og ósvifnari fyrir þá sölc, að Erlingur ÍYið- jónsBon er sjálfur formaður Verkamannafélags- in8 á Akureyri, sem er deild í Verklýðssam- bandi Norðurlands. »Deildu og drotnaðu*, er hugsun auðvaldsins — kratarnir hugsa það sama. Fyrst er að sundra samtökura verkalýðsins, 8vo er að koma fram áhugamáluuum: lækka verkakaupið og þrengja kosti hans. Á t'undi í verkamaunafélaginu á Akureyri fyrir skömmu, börðust hinir »hægfara«, með Er- ling fremstan í fiokki, fyrir því, að félagið sam- þykkti 20—30% launalækkun frá gildandi taxta þess, sem ennþá er kr. í,25 um kl.st. Var þeim »hægfara« kauplækkun þessi svo hjartfólgið áhugamál, að þeir báru upp kaup- lækkunartillögu sína, fengu hana samþykkta með 2ja atkv. mun, eftir að búðið var fyr, á hinum sarna fundi, að fella hana og verkamenn voru farnir að týnast heim. Áhugamál atvinnurekenda um land allt, er að laun verkalýðsins lækki og að byrðum kreppunnar verði velt yfir á herðar hans. Sós- íaldemókratarnir eru löngu ákveðnir í, að hlaupa undir bagga með auðvaldinu og hjálpa því til að Bkrúfa niður laun verkalýðsins. Þessvegna svíkja þeir nú hvert einasta loforð sitt frá verklýðsráðstefnunni og Alþýðusam- sambaudsþinginu. Þessvegna reyndist allt snakk þeirra þar um samfylkingu verkalýðsins og hagsmunabaráttu hans, yfirborðsvaðall og blekking. Vorið og verkefnin. Nú á komandi vori munu samtök verkalýðs- ins út um landið eiga harðvítuga baráttu fyrir höndum. Norðurlend mun vera þar stærsti aðilinn. Hefir heyrst að samtök atvinnurekenda norðan- lands hafi mikinn viðbúnað í þá átt, að lækka verkakaup almennt, bæði á sjó og landi. Félag vélbátaútvegsmanna á Siglufirði hefir þegar sett sig á móti kröfum verkakvennafél. •Óskc fyrir línustúlkur, og er það allmikið sem ber á milli, eftir því sem heyrst hefir. Bætir það sízt aðstöðu línustúlknanna og verkakvennafélagsins »Osk« í baráttu þessari, að útvegsmönnum þar hefir áskotnast aðstoð, þar sem hið gula félag kratanna er. Allar stúlkur, sem hugsa til þess, að leita sór atvinnu á Siglufirði, við línu eða annað, verða því, að gefa nánar gætur, að kaupgjaldsbaráttu stéttarsystranna þar, og standa einhuga með verkakvennafél. »Osk« þar til yfii'likur. Verka-' stúlkur í Vestmannaeyjum, mega ekki liggja á liði sínu og vera eftirbátar annara stúlhna. í Hrísey hefir Útbú Kaupfél. Eyfirðinga nú þegar hafið árás á kaupgjald verkalýðsins. Krefst það þess, að mánaðakaup fiskimanna — þeirra er róa — verði kr. 150,00 á mánuði premía kr. 0,50 á skpd. Kaup línustúlkna kr. 0,15 aur. á stokkin — áður kr. 0.^5 aur- — Tímavinnukaup karlmanna skal lækkað úr kr. 1,00 niður í kr. 0,85 á kl.st. Laun kvenna úr kr. 0,70—0,85 niður i kr. 0,45 á kl.st. Verkalýður Iíríseyjar, sem til skamms tíma hefir ekki haft með sér samtök, stóðst ekki lengur mátið og stofnaði um þetta leyti verk- lýðsfélag. Má telja víst, að félag þetta gangi strax i Verklýðssamband Norðurlands, því bar- átta þess þar í eyjunni, hlýtur að verða hin harðasta, og þvi meiri nauðsyn á aðstoð heild- arsamtakanna, þar sem félagið enn, er ungt og óharnað. kaupdeilan i Hrísey, verður að njóta staðn- ings og samúðar verkalýðsins, hvar sem er á landinu, eins og framast getur orðið. Á Akureyri og Siglufirði má búast við hinni harðvítugustu Btéttabaráttu á komandi vori. Er verkalýður þeirra staða svo hertur orðinn í baráttunni, að fullkomin ástæða er til að ætla, að hann láti ekki glepjast af sundrunartilraun- um Erlings, Guðm. Skarphéðinssonar eða ann- ara sósíaldemókratiskra flugumanna, en Btandi eins og áður sameinaður, um kröfur sínar, og viki hvergi. Frá F. U. Þegar klofningurinn varð í verklýðbreyfing- unni i Vestm.eyjum seint á árinu 1929 og sósíaldemókratar hlupust á brott frá málum verkalýðsins, ef þá hægt er að segja, að þeir hafi komið nokkurn tíma nálægt þeim — sett- ust kommúnistar i stjórn verkamannafél. Drif- anda. Síðan hefir félagið tekið gagngerðum stakkaskiftum, svo að í stað þess, að vera gagnlaust slytti — eins og það var meðan kratarnir fluttu þar stéttasamvinnuboðskap sinn — er það nú orðið öflugt stéttarfélag, sem starfar eindregið á grundvelli stéttabaráttunnar. Eins og vera ber, hefir hin róttæka verklýðs- æska tekið ötulan þátt i þessu viðreisnarstarfi. Stéttvísir ungir verkamenn og verkastúlkur hafa sýnt það með starfi sínu innan verka- manDafél. Drifanda, að þar á verklýðshreyfing- in í Vestm.eyjum einn af máttarstólpum sinum. En hin byltingasinnaða verklýðsæska í Ve. lét ekki hér við sitja. Hún ítrekaði svik krat- anna við verkalýðinn, benti honum á, að þörf væri á óskiftum starfskröftum hennar, og fram- sókn kommúnistanna hvatti hana. Hún varð að mynda sér einhvern grundvöll, sem hún gæti starfað á að hinum sérstöku áhugamálum sín- um, eitthvern vettvang, þar sem hún gæti starf- að sjálfstætt, og þannig búið sig undir að taka síðarmeir við forystunni innan verklýðshreyf- ingarinnar. Hún stofnaði því með sér »Félag ungra jafn- aðarmanna«. — Enda þótt félagið héti þessu nafni, duldist þó engum félagsmanni, að hér væri félag ungra kommúnista, enda hefir fél. ætíð sýnt þennan skilning á því, hverjir séu hinnir sönnu forystumenn verkalýðsins og stað- ið við hlið kommúnÍ8tanna í viðreisnarstarfi þeirra. Innan félagsins hafa aldrei heyrst raddir, er bæru fram kenningar sósíaldemókrata — aldrei verið stigin spor, er vikju af brautum kommúnismans. Eftir að ungir kratar höfðu klofið hreyfingu hinnar islenzku verklýðsæsku á Siglufirði s. 1. sumar, tók félagið ákveðna af- stöðu til klofningsins og sór sig eindregið í fiokk hinna róttæku og samþykkti á fundi, með öllum greiddum atkv., að breyta nafni félags- ins og kalla það »Félag ungra kommúnista«. Við þessa nafnabreytingu, varð ekki vart hinn- ar minnstu sundrungar innan félagsins. Sýnir það hversu félagsmenn eru einhuga um fram- gang kommúnisraans. Starf félagsins hefir ætíð verið hið fjörug- asta, fundir tíðir, vel sóttir, fræðandi og skemmtilegir. Auk þeBS hafa verið haldnir sér- stakir fræðslufundir, þar sem lesnir voru kaflar úr ritum um verklýðsmál. Félagið hefir haldið útbreiðslufundi, og stöðugt hafa nýir félagar Engu að síður ber öllum verkalýð, hér i Eyjum og annarslaðar, að standa óski/tum með stétt sinni á Akureyri og Siglufirði nú í vor og stuðla að sigri hennar eins og kraftar leyfa. Á Austurlandi hefir nú i vetur verið háð áköf barátta milli verkalýðs og atvinnurekenda. Eru allar likur til, að nú í vor haldi hún áfram í milli sjómanna og útgerðarmanna. Allir fiskimenn Egjanna'og frá öðrum stöð- um sunnanlands, verða að gefa þeirri baráttu gœtur og láta ekki á sér standa sjómönnum Austurlands til liðs, ef á þarf að lialda. Vorið og sumarið er aðal atvinnutími Norð- ur- og Austurlands. Sunnlenzkur verkalýður, sækir að mestu leyti atvinnu sína um þennan tíma, í þessa lands- hluta, og byggir lífsvon sína og velferð að fá erfiði sitt sæmilega goldið. Verkalýður Eyjanna, sem annarstaðar Sunn- anlands, verður því að hafa hugfast, að kaup- gjaldsbarátta sú, er nú fer í hönd, í öðrum landsfjórðungum, er ekki síður háð í þágu hans en þeirra, sem i eldinum standa í heimahérað- K. í Eyjum. bæst við. Má vænta hins bezta af starfsemi þessa félags framvegis. Ilún hefir sýnt það, að hin róttæka verklýðsæska Vestm.eyja hefir skil- ið köllun sína — að hún býr yfir dug og fram- taksemi — og hennar mun verða framtíðin. Ungar ihaldssálir, sem óhlutvandir afturhalds- seggir hafa læst klóm sínum í, hafa að vísu myndað með sér félag, en það hefir reynst algert örverpi. Sama er að segja um þá unga menn, er telja sig fylla flokk sósíaldemókrata. Þeir virðast ekki enn hafa fundið hjá sér neina köllun til þess að starfa neitt fyrir verkalýðinn. í vetur var þeim sendur hingað úr Rvík, gamanleikari nokkur — og er hann hafði sýnt fyrir þeim og fleirum listir sínar, var látið heita svo, að stofn- að hefði verið félag ungra jafnaðarmanna. Síðan hafa menn helzt orðið varir við þeirra félags- skap í sambandi við fundaboð — fundaföll. Þeir unglingar, sem einhverra hluta vegna hafa látið tilleiðast að Ijá félagi þessu nafn sitt, þykjast auðsjáanlega hafa gert nóg, og vilja því ekki ganga lengra í þá átt — og er það vel farið. Sumir þeirra hafa þegar snúið bak- inu algerlega við félagsskap þessum og gengið i F. U. K., og hafa reynst þar hinir nýtustu félagar. Vonandi strjúka þeir fleiri hið sósialdemó- kratiska ryk úr auguin sér. Undanfarið hefir verið samkomu bann i Eyj- um, og F. U. K. hefir því ekki haldið fundi. En þegar því léttir af, munu fundir þess hefjast aftur. Öreiga æska, piltar og stúlkur! Þá gefst þér tækifæri til þess, að fylkja þér undir merki hins framsæknasta hluta verkalýðsins. Hinir eldri verkamenn, hinn sárþjáði, kúgaði rauði lýður — atvinnulausir heimilisfeður, heilsulaus- ar mæður — líta til þín sem hins komandi frelsara síns, sem þess, er öllum öðrum fremur mundi hjálpa til þess, að brjóta hlekkina og ryðja veginn inn í hið fyrirheitna land sósíal- ismans. Á því byggir verkalýðurinn að miklu leyti vonir sinar, um sigurinn og not hans, og þessum vonum máttu ekki bregðast. Gakk því strax í dag iun í fylkingar verkalýðsins og gerstu meðlimur F. U. K. þar munntu finna félaga, sem þegar standa í hinni harðvítugustu baráttu fyrir rétti hins vinnandi lýðs, sem krefjast honum til handa alls, er hann á tilkall til — fulls frelsis — sem ekki munu hörfa né missa sjónar á settu marki — en bíða eftir því, að þú takir þér stöðu við hlið þeirra og berjist með þeim. öreigaæska! Tak vopn af þili! Fundargeslur. inu. Þessvegna er honum skylt að standa með í baráttunni. Enginn verkamaður — eða verkakona i Eyj- um ættu að ráða sig eða fara til þess atvinnu- staðar, sem kaupdeila hefir ekki verið út-kljáð og samningar gerðir við verklýðssamtökin. Verklýðsfélögin í hverjum atvinnustað, eiga fyrst og fremst að ráða þvi, hvenær aðkomu- verkalýður flytst á staðinn, til að fyrirbyggja, að skipulagsleysi fólksflutninganna verði hags- munabaráttu verkalýðsins að fótakefli. Samtök verkalýðsins eiga framvegis að ráða flutningum bans á milli atvinnustöðvanna, eftir því hvað honum hentar bezt í’stéttabaráttunni. Með því yrði stórt spor stigið í áttina. En þvi verður aldrei náð, á meðan atvinnurekendur og fulltrúar þeirra skipa trúnaðarstöðurnar inn- an verklýðssamtakanna. Það getur ekki orðið fyr en verkalýðurinn sjálfur hefir tekið völdin í samtökum sínum og skapað sér eitt allsherjar baráttusamband um land allt, á grundvelli stéttabaráttunnar. Vestm.eyjum, 24. marz 1931. Jón Rafnsson.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.