Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 3
ekki hvort heldur er. Þeir vita ekki hvort þeir eru að ljá Framsókn eða íhaldi lið með atkvæði sínu. En alhníklar líkur benda tilþess, að það verði íhaldið. , Af þessu er ljóst, að hver sá álþýðumaður, sem ékki kýs kommúnistaflokkinn við næstu kosningar, er að styðja borgaraflokkana, ann- aðhvort beint eða óbeint. Hver sá vinnandi maður eða kona, sem vill vera stétt sinni trúr, einnig við kjörborðið, verður því að kjósa iista Kommúnistaflokks Islands, lista eina raunverulega verkalýðs- flokksins, sem nú gengur til kosninga. Vafalaust munu kratarnir kalla framboð kommúnista klofning og lista þeirra klofnings- lista. Rétt er það að klofningur hefir átt sér stað. Klofið hafa kratarnir samtök og samfylkingu verkalýðsins, með því að hverfa af brautum stéttabaráttunnar og taka upp samvinnu við stéttarandstæðingana. Og verk sitt kórónuðu þeir með því að ganga til skipulagsbundins klofnings á alþýðusamtökunum í haust. Sam- kvœmt samþykktum sambandsþings Alþýðu- flokksins, má enginn kommúnisti vera í kjöri til Alþingis og bæjarstjórna af hálfu þeirra verklýðsfélaga, sem í Alþýðusambandinu eru. Hér er hanzkanum kastað svo greinilega, að ekki verður um villst. Það átti að valdbjóða verkamönnum, að fela ekki þeim mönnum, sem fremst standa í stéttabaráttunni, a.ð fara með umboð í málum þeirra. Það átti að kné- setja stéttabaráttuna og kljúfa samtökin, „lögbjóða" verkalýðnum að fylgja ekki því for- ustuliði, sem eitt getur orðið þess megnugt að leiða baráttu verkalýðsins til sigursælla lykta. — Þar með hefir flokkur kratanna lýst því yfir, að hann er ekki lengur verklýðsflokkur. Hér í Reykjavík munu kratarnir hella úr skáium reiði sinnar yfir kommúnistana, sem ætli sér að fella annan þingmann þeirra. Heyr á endemi! Á Akureyri verður félagi Einar 01- geirsson í kjöri fyrir hönd fulltrúaráðsins. Þar ætla kratarnir að stilla Erlingi Friðjóns- syni til að fella hann! I Vestmannaeyjum verður kommúnisti í kjöri af hálfu verklýðsfé- laganna. Þar ætla kratarnir að stilla upp manni til að vinna að falli framibjóðanda verklýðsfé- laganna. Kratarnir eru að kljúfa íslenzka verklýðs- hreyfingu. Eina ráðið til að sameina hana aft- ur, er samfylking undir merki kommúnista- fíokks Islands. Hér í Reykjavík e r ekki um það að ræða, hvort einn eða tveir kratar komast á þing. Hér stendur baráttan milli kommúnista og krata. Enginn stéttvís verkamaður ætti eftir allt sem á undan er gengið að efast um það, hvort er heppilegra fyrir framgang brýnustu nauð- synjamála verkalýðsins, að kommúnisti eða krati fari með mál hans á þingi. Þessvegna kjósa allir stéttvísir verkamenn og verkákonur lista Kommúmistaflokkis Islands. Kommúnistaflokkurinn er eini raunverulegi verklýðsflokkurinn, sem gengur til kosninga 1931. Stauning ekki epurður til ráða. Svo bráðlátir voru kratabroddarnir hér í Reykjavík að hafa vistaskifti, að þeir gleymdu að spyrja hr. Stauning, forsætisráðherra í Dan- mörku, flokksbróður sinn og velgerðamann, til ráða. Nú hefir Stauning tekið sömu afstöðu í dönskum blöðum og kratarnir á Siglufirði, þ. e. tekið algerlega málstað einræðisstjórnarimaar. „VerklýðsblaðW. Abyrgöarm.: Brynjólfur Bjarnaaon. — Árg. 5 kr., i Jnusasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift blaösins: VerictýOsblaOið, P. O. Bor 761, Reykjavík. Kauphækkun á ísafirði. Preatsmiöjaa Acta. ísafirði, 26. apríl 1931. (Frá fréttaritara Verklýðsblaðsins). Ahnennur verklýðsf undur haldinn í dag sam- þykkti að berjast fyrir eftir eftirfarandi kaup- taxta: Kaup karlmanna sé kr. 1,20 í dagvinnu og kr. 2,00 í eftirvinnu. Kaup kvenfólks kr. 0.85 í dagvinnu og kr. 1.50 í eftirvinnu. Kaup við uppskipun á salti og í allri kolavinnu 40 aurum hærra á klukkustund. Nætur- og helgi- dagavinna er bönnuð, nema við fiskþurkun og síldarverkun. Vinna við frystingu á ailri beitu, aðgerð eða ísun á fiski er borguð sem eftir- vinna. Fiskþvottur hækki um 10 aura á skip- pund. Kaup unglinga 15—16 ára kr. 1.05 í dag- vinnu og í eftirvinnu kr. 2.00 nema í fisk- þurkun kr. 1.50. Kaup barna, yngri en 14 ára, skal vera 75 aurar á kl.st., en þau mega ekki vinna eftir kl. 8. Matmálstími frá kl. 12—1'/2 og sé hálftíminn greiddur. Ef kvenfólk og ung- lingar vinna við losun skipa og línubáta, greið- ist þeim karlmannskaup. Allur verkalýðurinn um land allt, verður að fylgjast vel með baráttu stéttarbræðranna á ísafirði og veita þeim, allan þann styrk, sem framast er unnt. Tillögur þessar, sem náð hafa samþykki á sameiginlegum fundi alls verkalýðsins á Isa- firði, eru frá kauptaxtanefnd verkamanna- félagsins „Baldur". í nefnd þeirri eru kommún- istar og róttækir verkamenn í meirihluta. Er hér um mjög mikla kauphækkun og hagsmuna- bætur að ræða. í almennri dagvinnu hækkar kaup bæði karla og kvenna um 10 aura, eftir- vinnukaupið um 20—50 aura og í kola- og salt- vinnu, sem nú er 40 aurum hærri en almennt, var kaupið áður eins og í almennri vinnu. Eink- um eru kröfurnar fyrir hönd vinnandi ung- linga og barna athyglisverðar. Móti þeim voru kratarnir á ísafirði. Vinnuhraðiiin eykst. Verkamennirnir bogna. Vinnuhraðinn hér við höfnina í Reykjavík og annarsstaðar er nú orðinn svo hár, að knýjandi nauðsyn er orðin á því, að allur verkalýðurinn itaki afstöðu til hans. Þessi nauðsyn er orðin knýjandi vegna þess, að líf og líkámleg heilsa okkar er daglega í veði og margir af félögum okkar hafa ekki nægan þrótt til þess að þola hinn sívaxandi þrældóm. Sannanirnar eru staðreyndir úr daglegu Ilfi hvers einasta hafnarverkamanns. Allir vitum við, að slysin, sem orðið hafa hér við höfnina í vetur, eru að miklu leyti vinnuhraðanum að kenna. Við vitum líka, að einmitt vegna hins gífur- lega vinnuhraða, ofþrælkunarinnar, hafa ýms- ir af félögum okkar hætt vinnu í miðju kafi, yfir sig komnir af þreytu og þrældómi. I hverju liggur þessi öra aukning vinnuhrað- ans? Hún liggur i eðli þjóðskipulags auðvaldsins. Hún liggur í hinni trylltu samkeppni auðvalds- ins um aukið vörumagn og um leið í gernýt- ingu þess. Niðr i við höfnina sjáum við hin gleggstu merki gernýtingar áuðvaldsins, Við hvert ein- asta verk, í hverju einasta skipi, er verkaskift- ingin orðin fullkomnari en nökkru sinni áður. Sérhver maður vinnur sitt vissa handtak allan daginn. Nýjar og fullkomnar vélar eins og kolakraninn, sparka tugum verkamanna út á götuna. 1 lestum saltskipanna, þar sem notuð voru 6 mál fyrir nokkrum árum, eru nú aðeins 5 mál. I þessu koma tilhneigingar auðvaldsins til að auka verðmætin, auka vinnuhraðann á kostnað verkalýðsins, skýrast fram. Þetta eru lögmál auðvaldsþjóðskipulagsins, ómótstæðileg sem ómögulegt er að knésetja eða eyða, meðan þetta þjóðfélag stendur, miskunnarlausar til- hneigingar til að pressa sem mesta vinnu út úr verkalýðnum á sem skemmstum tíma og með sem fæstum mönnum. Afleiðingar þessa sívaxandi vinnuhraða eru augljósastar. Meginþorri verkamanna, sem stunda þar vinnu, eru ungir verkamenn, menn á bezta aldri. Þrældómurinn er svo gífurlegur, að verka- lýðurinn endist aðeins í nokkur ár til að vinna með slíkum hraða. Eftir örfá ár er verkamað- urinn orðinn úttaugaður, niðurbeygður og slæptur. Hvert verður svar okkar, félagar, að vera gegn vinnuhraðanum og gernýtingu auðvalds- ins? Stytting vinnutímans án skertra launa. Stytting vinnutímans niður í 8 situndir, verð- ur svar okkar að vera. Og allur sá verkalýður, sem þjáist nú dag- lega undir þrældómnum, verður sameinaður að fylkja sér um þetta. E. 1. maí samkoma í E-E húsinu (Bárunni) í kvöld. 1. maí er dagur verkalýðsins um öll lönd. 1 maí hvílist hin þreytta hönd. Saman gengur verkalýður allra landa til mótmæla gegn harð- ýðgi þeirri, sulti og dauða, sem orðið hefir hlut- skipti hans um hundruð ára, gegn grimmdar- æði fasismans, gegn múgmorðum kapitalisl>' anna gegn hinni ógurlegu sultarkreppu, sem auðvaldið hefir beygt hann undir hið síðasta ár. 1. maí sameinast verkalýður allra landa um kröfur sínar um frelsi, um brauð handa börn- um sínum, um rétt sinn til lífsins. 1. maí gieðst verkalýður allra landa yfir hinu gróandi sósíal- istiska ríki, sem upp er að vaxa í Vo hluta veraldar, til þess mæna augu hans full vonar og þrár. Reykvískur verkalýður! Takið þátt í samkom- um ykkar og kröfugöngum 1. maí. Látið ykkur ekki vanta til mótmæla gegn sulti þeim og gjör- ræði, sem þið hafið átt'að mæta í vetur. Komið einnnig á samkomuna í K.R.húsinu og gleðjist sameiginlega þetta kveld. Þar verður margt ágætt til skemmtur: Verkamannaleikhópar, fyrirlestur, upplestur, verkamannaskór, töfra- sýning, hljóðfærasláttur (hljómsveitin af Hótel Island), dans. Verkamenn! Sækið ykkar eigin samkomur. Styðjið ykkar eigin mál. Sameinist! Þ i ngmál afundir á Akranesi og Borgarncsi. Á þingmálafundunum á Akranesi og Borgar- nesi mætti Gíslilndriðason fyrir hönd Kommún- istaflokks íslands. Fyrir hönd hinna flokkanna mættu Pétur Magnússon, Pétur Ottesen, Gísli Guðmundsson og Héðinn Valdimarsson. Á fundum þessum skýrði Gísli Indriðason frá stefnu flokksins, skýrði sérstaklega arðráns- skipulag auðvaldsins í landbúnaðinum og sýndi fram á hvernig eina leiðin fyrir bændur út úr ógöngunum er leið kommúnismans. Á Borgarnesfundinum var ræðu Gísla Ind- riðasonar tekið framúrskarandi vel, en stefna sósíaldemókrata virtist ekkert fylgi hafa. Ekki höfðu andstöðuflokkar kommúnista önnur rök fram að færa, en heimskulegar, margendurteknar álygar.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.