Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 01.05.1931, Blaðsíða 2
Verkamannabréf frá Siglufirði. Héðan er lítið að frétta nema tilfinnanlegt at- vinnuleysi hefir ríkt hér í allan vetur síðan í septemberlokj haust. Ennþá er Ktið farið að glæðast um atviimu, nema hvað bæjarstjórnin kom á fót tunnugerð og verða smíðaðar 20 þús- und síldartunnur og skaffar síldareinkasalan efnið. Við þá vinnu vinna 30 menn í þrískiptum vöktum. Hafa verkamenn tekið þessa vinnu að sér í ákvæðisvinnu gegn 1 krónu gjaldi á tunnu fullsmíðaða. Sósíaldemókratar vildu ekki hafa nema tvískiptar vaktir og 9—10 manns á vakt, en kommúnistar kröfðust þess að komið yrði að eins mörgum mönnum og hægt væri. Stóð um þetta mál allmikill styr á meðal róttækra og hægfara verkamanna, en sem endaði á þann veg, að tillögur kommúnista í málinu voru sam- þykktar á fundi í verkamannafélaginu, sem hélt fund um málið eftir áskorunum kommún- ista o. fl. 1 þessu máli kom hið rétta innræti kratanna í ljós. Þeir þykjast vera að stofna til atvinnubóta, en þegar til kemur leggjast þeir á móti því að eins mörgum mönnum og hægt er sé komið að vinnunni, vegna þess að þeir ótt- ast að það kynni að draga frá gæðingum þeirra, sem stóðu til að vinna þarna. Býst ég við að verkalýður Sigluíjarðar hafi í þessu máli séð betur en áður hvaða menn það eru, sem hafa völdin í verklýðshreyfingunni hér og sjálf- sagt eiga þessir sömu menn eftir að afhjúpa sig betur. Kauptaxti verkamannafélagsins var sam- þykktur lítið breyttur frá því, sem verið hefir undanfarið. Kommúnistar fluttu töluverðar breytingar við hann, samkvæmt tillógum síð- asta sambandsþings og verkalýðsráðstefnunn- ar. Voru þær þessar: 9 tíma vinnudagur við alla almenna vinnu; skal vinna byrja kl. 7 að morgni og unnið til 5 að kveldi; fyrir þann tíma kr. 12,50 á dag eða kr. 1,40 um tímann. Við bæjarvinnu skal vera unnið 8 stundir; vinna byrji kl. 7 f. h. og hætti kl. 4 e. h.; sé unnið skemur skál sú vinna borgast með kr. 1,56 um tímann. Skipavinna hækki upp í kr. 1,50 á tím- ann úr 1,40, ög öll vínna við skip og vörur í hús 'eða byng eða í skip og úr byng eða húsi skal reiknast skipavinna. Eftirvinna skyldi hækka úr 1,80 upp í 2 kr. Allar þessar breyt- ingar voru felldar fyrir atbeina sósíaldemókrat- anna, nema tillagan um bæjarvinnuna. Kaffi- tími skyldi verða hálftími tvisvar á dag. Var þáð samþykkt. Sósíaldemókratar virtu að vettugi samþykkt- ir síns eigin sambandsþings og töldu þær papp- írssamþykktir. "Börðust þeir einhuga á móti öllum réttarbótum verkamannanna og hefðu at- vinnurekendur ekki getað gjört það betur. Eiga þeir ötula forvígismenn innan verkamannafé- lagsins, þar sem eru þeir Guðmundur Skarp- héðinsson, Gunnlaugur Sigurðsson og fleiri. Um Guðmund er það að segja, að hann er með auðugustu mönnum Siglufjarðar og hefir al- gjörðra atvinnurekendahagsmuna að gæta og notar sér afstöðu sína á svívirðilegastan hátt, sem þekkst hefir innan verkalýðshreyfingar- innar hér. Enda er maðurinn ekkert annað en umboðsmaður Kaupfélags Akureyrar og rekur stóra timburverzlun fyrir þá stofnun. Guð- mundur er í vasa Jónasar fasistaforingja frá Hriflu og rekur erindi.hans trúlega, svo Fram- sókn á ekki betri talsmann hér en hann. Jafn- vel Þormóður formaður Framsóknarfélagsins hverfur fyrir honum. Verkamönnum hér er haldið hræddum á skulda- og atvinnuleysisklafa og jafnvel hóbað að fá enga atvinnu ef þeir vogi sér að fylgja kommúnistum að málum. Er hér að myndast grundvöllur að sósíalfasista- flokk. Verkamannafélagsfundum er stjórnað með einræði, svo meðlimirnir fá ekki að ræða áhugamál sín í næði, ef það kemur eitthvað í bága við dutlunga sósíalfasistanna. Útlit fyrir atvinnu í vor og sumar er afar- illt og mikill vafi á því hvort síldarverksmiðj- urnar ganga í sumar. Hefir kreppan ekki skilið Siglufjörð eftir eins og mátti skiljast á krötun- Listi Kommúnistaflokks íslands, við Alþingiskosningarnar í Reykjavík 12 júní. Kommúnistaflokkur Islands hefir ákveðið að þessir menn skuli vera í kjöri fyrir hönd flokksins, við Alþingiskosningar þær, sem í hönd fara: Guðjón Benediktsson, verkamaður, Reykjavík. Ingólfur Jónsson, bæj arstj óri, ísafirði. Brynjólfur Bjarnason, kennari, Reykjavík. Rósinkrans Ivarsson, sjómaður, Reykjavík. Allir þessir menn eru að góðu kunnir í verk- lýðshreyfingunni. Kratarnir munu nú vafa- laust byrja á taumlausum rógi og níði gegn þessum mönnum, því öðrum vopnum hafa þeir ekki á að skipa. En enginn rógur mun megna að hindra það, að verkalýðurinn í Reykjavík skipí sér við kosningarnar um eina flokkinn, sem hefir engra annara hagsmuna að gæta, en þeirra, sem eru hagsmunir alls verkalýðsins. Þessí flokkur er Kommúnistaflokkur Islands. Mótmælín gegn brottrekstri Jakobs Árnasonar. Á fundi Verklýðsfélagsins „Baldur" á ísafirði 19. þ. m. var eftirfarandi tillaga samþykkt: „Verklýðsfélagið „Baldur" á Isaflrði mót- mælir harðlega brottrekstri Jakobs Árriasonar af Kristneshæli og stéttardómi þeim, sem stað- fest hefir bmttreksturinn. Telur félagið hann vera einn þátt í ofsóknum íslenzkrar borgara- stéttar og sérstaklega fasistans, Jónasar frá Hriflu, á hendur íslenzkrar verklýðshreyfingar, og skorar á allan verkalýð að búast til varnar gegn frekari árásum". Á fundi þessum gerðist það óvænta atvik að „viðbótartillaga(!!)"var borin fram, sem taiin var andlegt afkvæmi Vilmundar Jónssonar læknis. í „viðbótartillögu" þessari voru noi.t- endur í skólum hvattir til að haga sér þannig, að ekki væri hætta á, að þeir yrðu reknir fyrir pólitískar sakir(!!). Þessum hneykslanlega málaflutningi fyrir hönd fasistanna, svöruðu verkamenn á viðeigandi hátt, og feldu „viðbót- ina" með yfirgnæfandi meirihluta. Áður hafði Vilmundur skrifað langa skamma- grein um Ásgeir Bl. Magnússon í Skutul. End- urtekur hann þar röksemdir stéttarandstæðing- anna og kennir Ásgeiri sjálfum, en ekki fasist- unum, sem ráku hann, um brottreksturinn. Er öll greinin þrungin af því yfirlæti, sem einkenn- ir þekkingarsnauðan smáborgara. Til bragðbæfc- is lýgur hann því (eða veit ekki betur!), að þeir Stalin og Lenin hafi komizt í gegn um skól^ ana með því að gefa sig ekki að pólitísku starfi meðan þeir voru við nám! — Bæði Lenin og Stalin voru reknir úr háskólum þar sem þeir stunduðu nám. Er varla hægt að hugsa sér andstyggilegra en þegar þessi auðvirðilegi smáborgari notar nöfn Lenins og Stalins til að draga kjarkinn úr verklýðsæskunni og fá hana til að gefast upp fyrir fasismanum. um, þar sem þeir vildu halda því fram á þing- inu í haust að hér á landi væri engin kreppa önnur en sú, sem Verklýðsblaðið hefði komið á. Sýnir það hve vel þeir eru inni í þeim atburð- um, sem eru að gjörast í umheiminum. Kom- munistar hér munu hefja öfluga baráttu á móti krötum innan og utan hreyf ingarinnar, og augu verkalýðsins eru nú smásaman að opnast við skaðsemi þeirra og verkamenn eru að læra að skilja þau sannindi, að þeir eru ekkert annað en grímuklæddir umboðsmenn ríkjandi stéttar, sem í hvert sinn sem alvarlegar skærur verða á millli öreiga og augmanna, standa hlið við hlið með f jendum verkalýðsins, Ihaldi og Framsókn. Verkamenn, hvar sem er á landinu. Hefjið cfluga baráttu á móti ríkjandi stéttavaldi borg- aranna í hvaða mynd sem það birtist. Verka- lj'ðurinn verður að skilja það, að hann verður að leysa sig sjálfur af klafa auðvaldsins. Minn- ist orða Stefáns G. Stefánssonar: „Lýður, bíð ei lausnarans, leys þig sjálfur". Iðni, dugnaÖur og sparsemi. (Verkamannabréf ). Eitt af slagorðum burgeisanna er það, að allir geti „unnið sig upp" með iðni, dugnaði og sparsemi. Þið eigið að vinna hjá okkur, en þið megið ekki vera of heimtufrekir, því þá geta atvinnurekendur farið á hausinn, og þá eruð þið dauðadæmdir, því án okkar getið þið ekM lifað, en þegar þið eruð búnir að vinna hjá okk- ur svo og svo lengi, þá getið þið sjálfir farið að reka fyrirtæki. Þótt merkilegt megi virðast, þá finnast enn- þá nokkrir verkamenn, sem hlusta á þessa endemisvitleysu og trúa á hana f hugsunar- leysi, en þeim fækkar nú óðum. Enginn getur sagt um það, hvort ég er iðinn, ef ég fæ ekkert verk að vinna, engin getur sagt um það, hvort ég er duglegur, ef ég fæ ekkert að gera, þegar ég ekki fæ að vinna, fæ ég held- ur enga peninga, og þá er hvorki um að ræða að eyða eða spara. Hvernig tekst nú þeim, sem sjálfir hafa út- valið sig sem „máttarstólpa" þjóðfélagsins að sjá okkur fyrir vinnu? Ömögulegt er að segia að þeim hafi tekizt vel, þar sem hér á landi ganga atvinnulausir verkamenn í hundraða — jafnvel' þúsunda tali. Nei! „niáttarstólparnir" eru fúnir, og hafa verið það frá upphafi. Eru nokkrar líkur fyrir því, að verkarnenn geti orðið ríkir með að vinna hjá öðrum? Hvað sýnir reynzlan okkur? Einstaka menn, sem náð hafa sérlega góðri aðstoðu, hafa getað orðið bjargálna menn, syo sem einstaka iðnaðarmenn, stýrimenn og vél- stjórar á stærri skipum, en ríkur hefir enginn getað orðið nema á vinnu annara, en allur hinn vinnandi fjöldi verður alltaf jafn snauður. Hversvegna gera sjómennirnir ekki út sjálfir? Svo spyrja burgeisarnir, þegar þeir eru búnir að setja allt veltufé þjóðarinnar fast í sín eigin fyrirtæki. Hverjir eiga að vera á togUr- unum, þegar allir eru orðnir útgerðarmenn ? iSvo spyrja sjómennirnir. Burgeisar allra landa benda á það, að nokkr- ir fátækir blaðasöludrengir í Ameríku hafi orðið miljónerar, en alltaf virðast þeir hafa gleymt öllum þeim miljónum blaðasöludrengja sem alla sína æfi hafa verið öreigar. Því hefir verið slegið föstu, að máttarstoðir þær sem núverandi þjóðskipulag (ef skipulag skyldi kalla), foyggir tilveru sína á, séu fúnar. Það liggur í þjóðskipulaginu sjálfu, þar sem viður- kenndur er ótakmarkaður persónulegur eignarr réttur og ótakmarkað einstakhngsfrelsi til arðráns. Leiðin fyrir hinn vinnandi og arð- rænda fjölda, er að steypa núverandi þjóð- skipulagi, og stofna hið stéttalausa þjóðfélag, ríki kommúnismans. Ó. S.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.