Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.05.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 20.05.1931, Blaðsíða 2
REYKVÍSKIR KJÓSENDUR, «em dveljið axmarsstaðar um kosmngamar. Munið áð fai:a til bæjarfógeta eða hreppstjóia til að kjösa. Munið að B-listinn er liati Komm- únistaflokksins. Gert er ráð fyrir, að lúxusíbúðaskatturinn nemi að jafnaði meðalhúsaleigu fyrir þær íbúð- ir, sem notaðar eru, umfram þarfir. Mundi því 8W0.10.00 króna skatfcur á lúx.usíbúðir í Reykja- vík ekki vera of hátt áætlað. Þetta er áreiðanlega viturlegasta lausnin á húsnæðisvandræðunum, þar sem vitanlegt er, að aðaiorg.ök þeirra er, að eignastéttin heldur húsnæðinu fyi’ir verkalýðnum, til þess að geta lifað sjálf í vellystingum pragtuglega í skraut- höllum sínum, og haldið húsaleigunni í upp- skrúfuðu verði. Væri slíkur skattur lagður* á lúxusíbúðir, myndu margar íbúðir losna, húsaleigan lækka og nægilegt fé fást inn til byggingar verka- mannabústaða. Fengjust inn miljón krónur, væri hægt að byggja verkamannabústaði á hverju ári fyrir allt það fé. 800.000 krónur, sem fengjust inn á þennan hátt í Reykjavík, er 32 sinnum meira fé en ætlað er til verkamannabústaða þar sam- kvæmt núgildandi lögum (og ekki fæst). Tollur á lúxusvamingi. Með „lúxusvamingi“ er átt við gull- og silfurstáss og allskonar ó- hófsvörur, sem yfirstéttin ein kaupir. Af þess- urn vörum er flutt inn fyi*ir ca. 1 þi miljón ár- lc-ga, og fer stöðugt vaxandi. Ætlast er til að þessar vörur verði tollaðar með 150% af inn- kaupsverði. Afnám á borðfé konungs, þarf ekki frekai'i skýringar við. Enginn alþýðumaður álítur þeim 70 þús. vel varið, sem fara í slíkt tildur. Lækkun á kostnaði við Alþingi. Hér er um ýmsan sparnað áð ræða. Ætlast er til að að- ems þeir þingmenn séu launaðir, sem ekki eru á fullum launum annarsstaðar. Þingfararkaup lækki og risnufé forseta Alþingis falli niður. Lækkun á kostnaði við ríkisstjórn. Risnu- kostnaður ráðherranna feltUr niður. Laun fyrir ýmiskonar aukastörf og kostnaður á sendi- herraskrifstofunni í Kaupmannahöfn fellur niður. Ætlast til að tekjur sendiherra fyrir vegabréf, yfirlýsingar o. s. frv. nægi. Lækkun á launum hálaunaðra embættis- manna. Þessi liður er ekki eins hár og búast mætti við, vegna þess að hæst launuðu em- bættismennimir eru ekki launáðir beint af rík- inu. Ilæstlaunuðu embættismennb’nir eru bankastjói'ar og framkvæmdastjórar allskonar oft starfsmenn fyrirtækja, sem ríkið er ábyrgt fyrir og verður að standa straum af, og alþýða manna verður að súpa seyðið af hinum óhóflegu launum þein*a. Samt sem áður æru 200,000 krónur allálitleg upphæð, sem hægt er að spara með því að miða launin við það, að þau séu yfir- leitt 6000 krónur á ári. Ýmsum menntamönnum, sem háar náms- skuldir hvíla á, mun þykja þetta lág laun. Flokkurinn leggur til að námskuldir, sem fá- tækir menntamenn geta ekki staðið straum af, séu afskrifaðar að nokkru eða öllu leyti. Ætlast er til að læknar verði launaðir af rík- inu eingöngu og veiti læknishjálp ókeypis. Hins- vegar leggi ríkið þeim til að kostnaðarlausu öll vej-kfæri og vinnustofur og styrki þá til utan- ferða eftir því, sem nauðsyn krefur. Afnám gjalda til kirkjumála og guðfræði- deildar háskólans. Flokkurinn krefst skilnaðar ERTU Á KJÖRSKRÁ! Kjósandi! Á skrifstofu Kommúnistaflokks- ins, Aðalstræti 9 B, liggur frammi kjörskrá. Komið og athugið hvort þið eruð skráðir þar. Aukakjörskrá til alþingiskosninga í Reykjavík liggur til sýnis á skrifstofu borgarstjóra. Opið kl. 10—12 árd. og 1—5 síðd. (nema laugar- daga). Kærið sti*ax, ef þið eruð ekki á kjör- skrá. B-LISTINN ER I.isn VERKAMANNA OG VERKAKVENNA I REYIUAVÍK ríkis og kirkju og þá segir sig sjálft, að kostn- aður ríkisins af kirkjumálum fellur niður. t raun og veru væri hér um að ræða miklu meiri tekjuauka fyrir ríkissjóð. Til viðbótar kæmu allar þær tekjui* áf ríkiseignum, sem nú renna til kirkjunnar. Afnám ýmiskonar bitlinga. Við rannsókn á þeim bitlingum og ónauðsynlegum „aukastörf- um“, sem nú valda ríkissjóði útgjalda, hefir komið í ljós að spara má minnsta kosti 200,000 krónur, öllum að skaðlausu. Mun enginn sakna bitlinganna nema sjálfir bitlingamenninrir. Afnám eftirlauna. Það er mjög fjarri því, að Kommúnistaflokkurinn vilji setja embættis- menn ríkisins á guð og gaddinn, er þeir hafa slitið kröftum sínum. Hann vill koma á almenn- um ellitryggingum, og þá eru eftirlaunin óþörf. Stöðvun á greiðslum vegna tslandsbanka. Öllum er ennþá í fersku minni þegar þingflokk- arnir hjálpuðust að til að velta miljónatöpum íslandsbanka yfir á hið breiða bak íslenzkrar alþýðu. „Tíminn“ talar með fjálgleik miklum um 30 miljón króna víxilinn, sem bændur skrifuðu upp á ásamt. alþýðunni í kaupstöðun- um, og telur sanngjarnt, að á móti komi við- hald ranglátrar kjördæmaskipunar, sem á að tryggja Framsókn völdin.En hverjir voru það, sem skrifuðu upp á 30 miljón króna víxilinn? Var það ekki Framsókn, sem gerði það með að- stoð thaldsins og „hlutleysi" sósíaldemókrata, og án þess að spyrja samþykkjandann, íslenzka alþýðu, til ráða? Ráðstafanir Alþingis með Islandsbanka baka nú ríkissjóði 550.000 króna útgjöld á hverju ári, í auknum vaxta- og afborganagreiðslum. Vafalaust eru þessar miljónir, sem þegar nafa verið lagðar í tslandsbanka ekki síðustu miljónirnar, sem lagðar verða í þessa b únlausu hít. Það er því sannarlega tími til kominn að segja hingað og ekki lengra, og láta Islands- banka sigla sinn sjó og sæta sömu meðferð og hvert annað gjaldþrota fyrirtæki. Kommúnistaflokkurinn leggur til að þessar 550.000 verði notaðar til að útvega fátækum fiskimönnum og bændum ódýr reksturslán. Þannig er fjármálastefnuskrá Kommúnista- flokksins. 9 miljónir til alþýðunnar. Á þennan hátt getur alþýðan heimt aftur 9 miljónir af því vei'ðmæti, sem hún á hvei'ju ái'i skapar með vinnu sinni og eignastéttin ræn- ir hana. Og þessar miljónir notar hún til að létta af sér sárustu neyðinni og bæta kjör sin. Allir þeir, sem eru þessu samþykkir, kjósa Kommúnistaflokk tslands við næstu kosningar. Allir þeir sem vilja að þessar kröfui verði að ver-uleika, kjósa B-listann í Reykjavík og fram- bjóðendur kommúnista í öðnim kjördæmum. Og ef yfirstéttin daufheyrist við öllum þess- um kröfum, heldur áfram að svelta verkalýð- inn og stofnar lífi og velferð allrar alþýðu í enn meiri voða, verður hin vinnandi alþýða til sjávar og sveita að taka af henni völdin og stofna verkamanna- og bændastjórn. Verka- manna- og bændastjórn, sem framkvæmir þessa stefnuskrá og miklu meira, sem tekur stór- atvinnutækin af auðmönnunum og rekur þau til hagsmuna hinni vinnandi stétt, sem tekur alla utanríkisverzlun í sínar hendur og útvegar markað fyrir allar íslenzkar afurðir, sem teng- ist Ráðstjórnarríkjunum vináttuböndum, selur þeim íslenzku afurðirnar, og fær frá þeim þær vörur, sem tsland þarf í staðinn. Undir merki Kommúnistaflokks tslands, verður alþýðan til sjávar og sveita að vígbúast til að hrinda þessari stefnuskrá í framkvæmd. Vinnandi menn og konur til sjávar og sveita! Aukið Kommúnistaflokknum ásmegin með því að kjósa lista hans og frambjóðendur 12. júní. Prentsm. Acta h.f. Mjóstræti 6 Talsími 948. Reykjavík. Bóka og blaða prentun Smáprentun allskonar Litprentun. Margskonar pappír, kort og umslög ávalt fyrirliggjandi. Bókaverzl. Alþýðu og afgreiðsla Verklýðsblaðsíns flutt! Bókaverzlun Alþýðu og afgreiðsla Verklýðs- blaðsins er flutt í Aðalstræti 9 (Bakhús), þar sem afgreiðsla „Vísis“ var áður. KJÓSENDUR, SEM FARIÐ ÚR BÆNUM. Skrifstofa lögmanns, er opin kl. 10—L2 árd. og 4—5 síðd. (í Arnarhvoli). Farið þangað og greiðið atkvæði. Skrifið aðeins bókstafinn B á kjörblað, sem ykkur verður afhent, látið í um- slagið og límið aftur. SKRIFSTOFA KOMMÚNISTAFLOKKSINS í Reykjavík er í Aðalstræti 9 (bakhús, gamla Vísisafgreiðslan). Komið þangað og* fáið allar upplýsingar viðvíkjandi kosningunum. Lögreglan myröir Yerkamenn í Svíþjóö Samúðarverkfall. Skógarhöggsmenn og flutningavej'kamenn í Norður-Svíþjóð, eru nú í verkfalli. Voru verk- fallsbrjótar sendir til vinnunnar. Er verkamenn vildu verjast þeim, var sigað á þá vopnaðri lög- reglu, sem drap 5 þeirra. Afskapleg reiði hefir gripið verkamenn um land allt, og samúðarverkföll hafin víðsvegar um landið. Síðustu borgaralegar fregnir tala um sátta- horfur. Verkamenn flykkjast inn í þýzka flokkinn. Vinstrihreyfing þýzka verkalýðsins er upp á síðkastið alltaf að aukast. Aðeins í einum hluta Berlínar hafa kommúnistaflokknum bætzt frá því 1. marz yfir 1000 nýir meðlimir, í Wiirten- berg gengu inn á þremur vikum 500 nýir með- limir. Á fjölmennum fundi í Sshleswig-Hoistein gengu um 100 verkamenn inn í flokkinn. Verka- menn, sem fylgt hafa Hitler að málum eru nú að byrja að átta sig og koma yfir til kommún- istanna. 9 ára fangelsi fyrir að halda strækuvörð. í Ahlen í Westfalen var 21 námuverkamaður, sem haldið höfðu strækuvagt í janúar, dæmdir í samanlagt 119 mánaða fangelsi. Einn þeirra var dæmdur í 10 mánaða fangelsi, og var dóm- urinn byggður á því, að hann væri svo gáfaður að þessvegna yrði hann að sitja svona lengi. „V erklýðsblaðið". Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjamaaon. — Árg. 5 kr., i lausaaölu 15 aura eintakið. — UtanAskrift blaðsina: Vérkiý-Jsblaðið, P. O. Box 761, Reykjavík. PrentamiSjan Aeta. / /

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.