Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.09.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 22.09.1931, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavík 22. september 1931 43. tbl. Bóndi! Þú geiur sparað. J. J., sem þykist sjálfkjörinn foringi þinn og bjargráð í erfiðleikum þínum, flytur þér þann boðskap, að í sambandi við erfiðleikana nú á tímum sé ekkert að óttast. Hann segir að ekki þurfi annað, þegar verðhrunið á fram- leiðsluvörum þínum dynur yfir, en að spara sem því munar. Þú átt að borða 3/5 hluta þess, sem þú hefir áður borðað, þú átt sjálf- sagt að ganga klæðlaus 2/5 hluta ársins. Þú átt að hætta að halda húsunum þínum við, og láta girðingarnar drabbast niður. Með öðru móti getur þú ekki sparað þessa 2/5 hluta þess, sem þú hefir áður eytt. Aðeins eitt segir hann, að þú getir ekki sparað, það eru vextir og afborganir af skuld- um þínum við bankana. Og það er eitthvað annað en að það spari, því þau útgjöld auk- ast þó árlega. Þegar framleiðsluvara þín lækk- ar um 2/5 hluta, þá þýðir það, að þú lætur 5 dilka til bankaauðvaldsins í staðinn fyrir hverja 3, sem þú áður létzt þangað. Banka- auðvaldið er hin ógurlega hít, sem með ári hverju heimtar meira og meira af framleiðslu þinni og gleypir svo jörðina þína og skyrpir þér út á klakann, þegar því finnst þú ekki framleiða nóg handa sér. Ef framleiðsluvara þín fellur um 2/5, þá verða útgjöld þín að minnka um 2/5, svo framarlega sem þú ekki vilt,leita til sveitar- innar. Þetta er augljóst mál og ofur-einfalt. En hvar getur þú sparað? Getur þú sparað fæði og föt við þig og fjölskyldu þína, án þess að heilsu ykkar og starfsorku sé hætta búin? Ég þekki syo til lifnaðarhátta ykkar bænd- anna, að ég þori að fullyrða, að það er ekki nema örlítill hluti ykkar, sem getið svarað þessu játandi. En hvað getið þið þá gert? Það er aðeins eitt, sem þið getið ekki sparað, segir J. J. Og það eru vextir og afborganir af skuldum ykk- ar við bankana. Þetta er ósatt mál. Þið lifið svo knappt, allur f jöldi ykkar, að þið getiö ekkert við ykkur sparað, af því sem þið haf- ið veitt ykkur hingað til. — Það er aðeins eitt, sem þið gætuð sparað: Vextir og afborg- anir af skuldum ykkar við bankana, er það eina, sem þið gætuð sparað. Þið gætuð hætt því að láta bankaauðvaldið gleypa það, sem þið framleiðið. Þegar J. J. var að vinna sér hylli ykkar, þá lofaði hann ykkur því að láta ykkur hafa fé til að byggja upp á jörðunum ykkar og rækta þær, án þess að leggja ykkur undir hramm bankaauðvaldsins. Hann ætlaði að *taka féð. af þeim, sem mestar hafa eignirnar og hæst- ar tekjurnar og láta ykkur svo hafa það vaxtalaust. En þetta sveik hann, þegar hann var kominn að völdum. Nú er það hinn niður- uíddi landbúnaður, sern er látinn halda bönk- unum uppi. Sjávarútvegurinn hefir algerlega sloppið við að borga vexti af veltufé sínu og meira en það. Allar skuldirnar, sem gefnar hafa verið upp við sjávarsíðuna eru miklu meira en-það sem nemur vöxtum af því fé, sem til útgerðar hefir verið lánað. En þið er- uð látnir greiða okurvexti af fé, sem þið fáið til að rækta jörðina og byggja hús fyrir ó- bornar kynslóðir. Finnst ykkur að þið séuð siðferðilegum skylduböndum bundnir við þessar skuldir? Finnst ykkuf1 það vera heilagur verknaður að svelta ykkur, konur ykkar og börn fyrir það að standa í skilum? Finnst ykkur ekkert ó- réttlæti í því, að með ári hverju sé tekið æ meira og meir^ af framleiðslu ykkar fyrir það eitt, að þið hafið ræktað jörðina og komið upp varanlegum byggingum? Það eina, sem þið getið gert til að mæta kreppunni með dálítilli festu og alvöru, það er að mynda með ykkur sterk samtök um land allt og heimta að skuldir ykkar séu afskrifað- ai eða strykaðar með öllu út, eftir því sem á stendur. Hví mætti ekki stryka yfir eitthvað af ykkar skuldum eins og strykaðar hafa ver- ið út skuldir stórlaxanna við sjóinn, sem lifa eins og greifar og barónar á sama tíma og þið neitið ykkur um öll þægindi og sveitist blóðinu til að greiða í vöxtum það fé, sem þérm hefir verið gefið upp? Þið verðið að velta af ykkur skuldunum og á bak þeirra, sem hafa gnægðir fjár og raka saman fé í skjóli kreppunnar, sem þið eruð að sligast undir. — Það er skylda ykkar, ekki aðeins vegna ykkar sjálfra, fjölskyldu ykkar og eft- irkorhenda. Það er skylda ykkar gagnvart landinu, sem þið hafið ræktað. Það hvílir á ykkar herðum að forða því,' að það lendi í höndum bankaauðvaldsins og okraranna. Síldareínkasalan borgar ekkert út! Ríkísstjórn- in boðar 40°|0 launalækkun! Atvinnurekendur búast til árásar á verkalýðinn! JkWM* Cl iJ Sfisi $& JL Sm X11WL Cft uL æ± # siómanna og verkaiýds í landi # verður haldinn að tilhlutun Kommúnistaflokks Islands í K-R-húsinu miðvikud. 23. sept. kl. 8 e.h. Allir sjémetin ©sé verfcamenn á ínndínn! LondbúRoOgrkreppon og horfurnar fyrir íslenzka bændnr. Framsóknarstjórnin hafði lofað íslenzkum bændum nýrri gullöld, stöðugt vaxandi vel- megun og menningu. Hinn blákaldi veruleiki hefir nú sýnt vinnandi bændunum hverskon- ar gullöld auðvaldið og ríkisstjórnir þess megna að færa þeim. Hin vaxandí tækni og framleiðsiumáttur, hin vaxandi sókn mannanna á hendur náttúr- unni og auðæfum hennar, hafa fært bændum allt aðra lærdóma en þá, sem kosningasmalar Framsóknar hafa boðað þeim. Því betur, sem tekist hefir að sækja auðæf- in í skaut jarðarinnar, því hörmulegri hafa orðið ástæður þeirra, sem vinna og framleiða — þannig er lögmál auðvaldsskipulagsins. íslenzkir bændur fengu brátt að kenna á heimskreppunni, með hinu mikla verðfalli á ull og gærum. Kommúnistar sögðu þá strax fyrir að í ár myndi verða verðlækkun á kjöti, aðalframleiðsluvöru íslenzks landbúnaðar. Það er nú komið á daginn. Kjötið fellur og ullin og gærurnar svo að segja verðlausar. Mjólk- urafurðir eru einnig í mjög lágu verði og með hinni vaxandi neyð í bæjunum má gera ráð fyrir að mjólkurneyzla minnki stórum, en það þýðir enn meiri verðlækkun á mjólk- inni fyrir bændur, hvort sem mjólkurverðið í kaupstöðunum minnkar nokkuð verulega eða ekki. Gera má ráð fyrir enn þá meiri verðlækkun á kjöti. Kreppan á eftir að harðna. Og eitt er víst. Allar vonir bænda, um nýtt velmeg-, unartímabil með núverandi framleiðsluháttum eru tálvonir. Þessi kreppa ter jafnframt póli- tísk kreppa auðvaldsskipulagsins, sem því mun aldrei takast að vinna bug á. Flótti smábændanna til kaupstaðanna mun verða örari en dæmi eru til áður. 1 staðinn fyrir fögru bæina, sem Framsókn lofaði, koma kjallaraholur kaupstaðanna. Jónas frá Hriflu er hættur að skrafa um aukna velmegun og byggingu stórhýsa. Nú predikar hann, að bændur eigi að ganga á und- an með að spara, til þess að geta borgað skuldirnar. Fyrst frarrileiðsla þeirra héfir fall- ið um 2/s hluta verðs, eiga þeir að eyða 40% minna en áður. Nú er það svo, að það sem bændurnir þurfa að kaupa, hefir sáralítið fallið í verði. Áburð- arhringarnir sjá um að áburðurinn haldist í háu verði, þrátt fyrir kreppuna, og aðrir hringar halda uppi verðinu á öðrum aðkeypt- um nauðsynjavörum bændanna. Og upphæð skuldanna er söm og jöfn,. þrátt fyrir verð- fallið. — Skuldirnar eru því í raun og veru 40% hærri en þær voru fyrir verðfallið. Þannig er öllum byrðum kreppunnar velt yfir á bændurna, til þess að auðvaldið geti haldið gróða sínum. Qg bændurnir eiga að setja stolt sitt í að láta fjárplógsmennina plokka sig þannig, predikar fulltrúi brezka auðvaldsins, Jónas frá Hriflu. Hjá sumum bændum er ástandið þannig, að minsta kosti helmingur allra útgjalda eru vextir og afborganir af skuldum. Ef verð framleiðslu þeirra fellur um 40%, og þeir eiga samt sem áður að standa í skilum með skuld- irnar, þá mex-kir það, að þeir geta aðeins notað

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.