Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 22.09.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 22.09.1931, Blaðsíða 3
at Snæfellsnesi. Þegar bréf eru skrifuð, er gömul venja, að taka fram að fátt sé um fréttir o. s. frv. Maður skyldi nú ætla, að bréf, sem bónda- sonur vestan af íhaldshreiðrinu, Snæfellsnesi, skrifar, væri laust við fréttir, að minnsta kosti þær fréttir, sem fátækum verkamönnum og smábændum væri til ánægju að lesa. En ég skal taka það fram, að frá mínu sjónar- miði er það ekki. Héðan er sitthvað gott að frétta. Ekki það að kreppa auðvaldsins háfi ekki teygt járnklærnar hingað. Ekki það að menn gangi hér ekki atvinnulausir hópum saman. Nei, það er sagan sem endurtekur sig hér sem annarsstaðar. Þær góðu fréttir, sem ég þykist geta fært, er stéttarvakning hinna smærri bænda hér í sýslu. Þeir eru nú að byrja að skilja að þeir hafa í raun og veru sömu hagsmuna að gæta og fátækir verkamenn. Nú skilja þeir fyrst hve miskunnarlaust þeir eru flæktir í net , auðvaldsins og leiguþræla þess. Þeir skilja líka hve hinir glamrandi fulltrúar auðvaldsins, þingmennirnir, eru búnir að hrækja á öll á- hugamál þeirra. — Eins og sjá má af nýafstöðnum kosningum hér í sýslu, hefir Framsóknarmönnum vaxið töluvert fiskur um hrygg. Þetta á þær orsakir er ég mun greina: Eftir því sem þekking bænda hér óx, þrosk- aðist einnig skilningur þeirra á því hve langt þeir voru á eftir tímanum. Þeir fundu sárt til þess hve húsakynni þeirra voru slæm, tún þeirra þýfð og búskaparlag allt á eftir tíman- um. Öllum framsæknari hluta bænda varð þegar ljóst, að úr þessu vildi íhaldið ekki bæta. Fjandskapur íhaldsins gegn þeim var allt of augljós, til þess að þeir skildu ekki, að af því var einskis góðs að vænta í þeim efnum og að forystumenn þess vildu að bænd- urnir byggju áfram í gömlu moldarkofunum á niðurníddum jörðum og tryðu að hér væri um guðlega handleiðslu forsjónarinnar að ræða. Þá kemur Framsóknarflokkurinn til sögunnar. Skorti ekki fögur loforð eða digur- mæli atkvæðasmala hans. Nú skyldi bætt úr öllum vandræðum bænda. Moldarkofarnir hverfa og í stað þeirra skyldu rísa upp vold- ug steinhús eins og hjá fínu!! mönnunum i Reykjavík. Til þess að gera þetta allt þyrftu bændurn- ir bara að taka lán, vextir væru sama sem engir!! og eftir örfá ár væri allt í lukkunnar velstandi. Svo voru ódýru lánin tekin og svo var byggt. Það virtist ganga guðlasti næst að viðurkenna þetta ekki sem allsherjar bjargráð landbúnaðarins. Svo langt gekk þessi heimska að á smákotum fram til fjalla voru reist stór steinhús. Bláíatækir bændur skulduðu nú tugi þúsunda. Má því með sanni segja, að fulltrúar brezka auðvaldsins hafi rekið hér dyggilega svikamyllu sína. En það var annáð sem „bændavinunum“, mönnunum, sem ekki vilja hreyfa eitt hár á höfði auðvaldsins, hafði sézt yfir. Afurðir bændanna byrjuðu s. 1. haust að falla í verði og útlit fyrir gífurlega verðlækkun í haust. Afleiðingin - kom þegar í ljós. Síðastl. vor byrjuðu bændur að auglýsa járðir sínar til sölu, einmitt jarðirnar með steinhúsunum, sem byggð voru fyrir „ódýru“ lánin. Sumir gátu selt. Aðrir verða að berjast nokkur ár enn við vexti og afborganir af lán- um — blóðskattinn til brezká auðvaldsins. Nú lítur út fyrir, að bændur verði annaðhvort að gera að svelta eða hætta að greiða vexti og afborganir af lánum sínum. Og hvað segja og gera svo „bændavinirnir“ ? Á fyrsta þinginu, sem þeir eru einvaldir, þinginu, sem bændur vonuðu að' yrði til þess að lækka rostann í íslenzku burgeisunum, steyta „bændavinirnir“ hnefann framan í ís- lenzka bændur og verkamenn til varnar buddu yfirstéttarinnar. Hrun Heimsa.udva.lds- ins xiálgast. Þegar blaðið var að fara í pressuna, bárust þær fregnir, að Kauphöllunum í Berlín og London sé lokað. Englandsbanki hefir hækkað forvexti upp í 6% og er hættur að innleysa með gulli. Kaup- höllin í Kaupmannahöfn hefir frestað að skrá verðbréf. 1 Þýzkaland er á heljarþröminni. Fjármál hins volduga Bretaveldis í upplausn. Dýpra og dýpra! Er nú skammt stórtíðindanna á milli. Ægilegar hörmungar í Kína. 80 miljónir manna allslausar. A. S. Y. hefur söfnun um allanheim. Vegna gífurlegra rigninga í Tíbet, þar sem Kínafljótin eiga upptök sín, hafa flóðgarðar eyðilagst og fljótin hafa gert þéttbýlustu og frjósömustu héröðin í Kína að einni haf- auðn. Mest eru flóðin í Yangtse-dalnum. Allt í allt ná flóðin yfir svæði sem 80 miljónir manna búa á. Uppskeran hefir gjöreyðilagst og hundruð þúsunda hafa látið lífið. Flótta- menn fara um landið í miljónatali, allslausir, og bjargarlausir. Miljónir eru ofurseldar hungurdauðanum. Drepsóttir breiðast út. Það er ósatt að allar þessar hörmungar séu eingöngu af völdum náttúrunnar. Sökina eiga fyrst og fremst þeir, sem nú drottna í Kína, auðvald stórveldanna og vikadrengir þeirra, verklýðsböðullinn og mannslátrarinn Tshang- Kai-Shek og félagar hans. Þessir stórglæpa- menn hafa eklíi mátt vera að því að halda ílóðgörðunum við — þeir hafa verið allt of uppteknir af hernaði til hagsmuna fyrir stór- veldin, bæði innbyrðis og gegn alþýðunni í Kína, verkamönnum og bændum. Þeir hafa ekkert fé haft til að verja 80 miljónir manna fvrir hinni yfirvofandi hættu, öll verðmætin, sem sópað hefir verið saman með beinum gripdeildum meðal kínverskra bænda, hafa farið til hernaðar og mannslátrana. A. S. V. hefir hafið söfnun um öll lönd handa hinum bágstöddu miljónum í Kína. íslandsdeildin hefir einnig hafist handa. Söfn- unarlista geta menn fengið hjá Ingibjörgu Steinsdóttur eða á afgr. Verklýðsblaðsins. Þar verður samskotum einnig veitt móttaka. Tvisvar í sumar hefi ég átt tal við greindan bónda, sem fylgt hefir Framsókn að málum. í fyrra skiftið (í þingbyrjun) var hann reifur mjög. „Nú afnema Framsóknarmenn dýrtíð- aruppbótina“, sagði hann, „og skattleggja há- tekjumenn til atvinnubóta fyrir verkamenn. Nú sérðu hvort ég hefi ekki sagt þér satt, að hér væri ekki um auðvaldsflokk að ræða“. I þinglok hitti ég þennan sama mann aftur. Þá sagði hann: „Framsókn hefir svikið okkur bændurna. Nú get ég ekki fylgt flokknum lengur að málum. Nú kem ég yfir til ,vkkar“. Ummæli þessa bónda eru áreiðanlega ekki einsdæmi. Fjöldi bænda sér nú svik þeirra, og það er aðeins tímaspursmál hvenær bændur hér í sýplu verða reiðubúnir til sóknar á hend- ur auðvaldinu undir forystu kommúnista. — Fjöldi bænda hér á eftir að flýja frá skulda- súpum auðvaldsins í sveitunum yfir til arð- ráns þess í bæjunum. Örfáir verða eftir og reyna að klífa þrítugan skuldahamar Fram- sóknarstjórnarinnar. Þá verða og eftir stór- bændur, er ráð hafa á að kaupa vélar og vinna ræktaða jörð. Leiðin, sem íslenzku bændurnir eiga að fara og verða að fara, er hvorki moldarkofapólitík íhaldsins eða skulda- þrælkun Framsóknar. Leiðin eru sameinuð á- tök þeirra um að hrinda af sér oki auðvalds- ins, tollum þess og sköttum, hungri þess og arðráni með kommúniskri byltingu. Bænd- urnir verða að sameina sig um samyrkju og samvinnubú og breyta landbúnaðinum í stór- iðju í hinu kommúnistiska þjóðfélagi. Pési fasistanna, „Yerkin tala“, hefir vakið hér almenna andstyggð, jafnvel dyggustu flokksmanna. Hvað krötum hér í sýslu viðvíkur, er ég sannfærður um, að þeir geta í framtíðinni ekki spillt að ráði fyrir verkalýðshreyfing- unni. Alþýðan er farin að sjá, að þeir eru sú auðvirðilegasta tegund af verzlunarvöru, sem enn hefir þekkst á landi hér. S. M. Vanii þig kennara þá hiiiu Gunnav Benedikiss. frá Saurbæ, Mímisveg 2 ♦ ♦ ♦ ♦ Lí fs yenj ubr eyting. Það er ekkert að óttast, segir J. J. Kreppan ev ekkert vöðaleg. Hún þarf ekkert að saka, ef við aðeins tökum upp lífsvenjubreytingu. Þetta skyldu allir bændur og verkamenn og aðrir þeir, sem mestum erfiðleikum eiga að mæta nú á tímum, leggja sér á hjarta. Því að þetta er heilagur sannleikur. Alþýðumaður! Láttu kreppuna kenna þér það, að þú verður að breyta lífsvenjum. En allar lífernisbreytingar verða að byggjast á breytingu hugarfarsins. Þessvegna verður þú fyrst að breyta til með blöðin og tímaritin. Fyrsta lífsvenjubreyting þín verður að liggja í því, að þú hættir að lesa Tímann og Morg- unblaðið og færð Verklýðsblaðið í þess stað. Samvinnunni og Stefni hendir þú út í horh, en ferð að lesa Rétt með gaumgæfni. Því að í Verklýðsblaðinu og Rétti getur þú lesið um orsakir kreppunnar og ráðin við henni, en það þegja hin blöðin og tímaritin um. Önnur lífsvenj ubreytingin verður að liggja í því, að þið hættið að fljóta sofandi að feigð- »"■ ■■ ^ Bændahefti Rjettar kemur út á næstunni með fjölmörgum grein- um um vandamál landbúnaðarins, svo sem: Hvert fer afraksturinn af búi þínu, bóndi, eftir Gunnar Benediktsson. Toliarnir og bændur, eftir Brynjólf Bjarna- son. Skuldlaus búskapur, eftir Ingólf Gunn- laugsson. „Framsókn“ og fátækir bændur, eftir Ein- ar Olgeirsson. Byltingin í landbúnaðinum rússneska, eftir Hauk Björnsson. Landbúnaðarkreppan í Danmörku o. fl. Auk þess bæði kvæði, sögur og erlendar frjettir. munmmmm Bændur! Kaupið þetta hefti. Það kostar 1 krónu. Pantið það fyrirfram hjá útsölu- mönnum ykkar, aðalumboðsmanninum Jóni G. I Guðmann Akureyri, eða afgreiðslu Rjettar, E Aðalstræti 9B Reykjavík.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.