Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 20.10.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 20.10.1931, Blaðsíða 2
frá MjðnH Umræður um atvinnuleysið. Þann 16. þ. m. var haldinn fundur í bæjar- stjóm Reykjavíkur. Var aðal fundarefni að samþykkja að mestu leyti steinþegjandi funda- gerðir fastanefnda. Ekki var atvinnubótamálið á dagskrá, þótt ætla mætti, að tími væri til kominn að bæjarstjórnin færi eitthvað að gera í málinu; en það virðist svo, að hennar vitjun- artími sé ekki enn kominn. Aðalumræðurnar fóru í það, að ræða hvort rétt væri að launa sérstaka gæzlumenn í barnaskólanum,. til þess að hafa á hendi umsjón á göngum barnaskól- anna meðan kennsla fer fram. Var hér að ræða um atvinnurekstur handa tveim mönnum, en tillagan var felld með jöfnum atkvæðum eftir mikið þref. Loks þegar fundargerð fjárhagsnefndar var til umræðu og engar tillögur um atvinnubætur sáust í henni, reis upp Stefán Jóh. Stefánsson, sem er einn meðlimur nefndarinnar, og taldi það ekki vammlaust af bæjarstjórninni, að ekk- ert væri ennþá farið að gera í atvinnubóta- málinu. Atvinnubæturnar þyrftu að byrja nú bráðlega, og ef ekki væri handbært fé til þess að byrja með, væri hægt að ráða fram úr því með aukaniðurjöfnun í því skyni, en fá á meðan lán hjá Landsbankanum. Ekki fannst þessum bæjarfulltrúa þó ómaksins vert að leggja fram tillögur um þessi atriði hvorki í nefndinni né í bæjarstjóminni. Að síðustu lögðu kratamir þó til að borgarstjóra væri fahð að mælast til þess við ríkisstjórnina, að hún léti nú þegar Reykjavíkurbæ í té þann skerf af atvinnubótastyrknum, sem bænum réttilega bæri. Næstur talaði Ólafur Friðriksson og talaði aðallega um bs^jarlandið, hve stórt það væri og hvað mikið væri hægt að græða á því ef það væri ræktað. 1 sama strenginn tóku þeir Her- mann Jónasson og Maggi Magnús. Þarna tal- aði líka Sigurður Jónasson og var nú annað hljóð í honum eða í fyrra vetur, þegar hann sagði, að umtal inn kerppuna væri meira bar- lómur en að hún væri veruleiki; það gæti reyndar verið að hún kæmi. Nú hélt hann því fram, að bæjarstjórnin þyrfti að hefjast handa og gera eitthvað til að afstýra neyð hér í vet- ur. Lagði hann helzt til að sett yrði nefnd eða önnur stofnun, er hefði framkvæmdina með höndum. Útlitið væri svo alvarlegt, að við svo búið mætti ekki standa. Þó kom hann ekki með neinar ákveðnar tillögur fyrir fundinn er bæj- arstjómin gæti samþykkt eða fellt. Gerði hann sig sekan um sama skeytingarleysið og hinir bæjarfulltrúarnar — sömu meiningarlausu lausatökin á málinu að láta sitja við orðin tóm. Maggi Magnús tekur til máls. Síðastur talaði Maggi Magnús, borgarstjóra- efni Alþýðuflokksins og sem á jafnframt sæti í lands-atvinnubótanefndinni. Talaði hann fyrst fáein orð um ræktun bæjarlandsins eíns og áður er sagt, en annars talaði hann mest um starf nefndarinnar og um útlit fyrir fram- kvæmdum atvinnubótanna. Honum sagðist svo, að þeir bæir, er sótt höfðu um styrk til at- vinnubóta væru að mestu leyti félausir og gætu því ekki lagt fram í handbæm fé þá 2/3 hluta mót tillagi ríkissjóðs er lög mæla fyrir. Bæ- imir þyrftu því að taka lán og stæðu vonir þeirra mjög til Bjargráðasjóðs. En þegar lán- beiðnum var farið að beina til sjóðsins, kom jj það upp úr.kafinu, að sjóðurinn væri týndur í eða eitthvað verra; eða minnsta kosti vissu ;; hans nánustu ekkert um það hvar hann væri j að finna. Og þeir sem hefðu leitað frá Bjarg- ráðasjóði til Landsbankans um lán, hefðu feng- ið afsvar. Sömuleiðis tók ræðumaður það fram, að nefndin hefði ekkert fé handbært í styrk- veitingar til bæjanna, og að ríkissjóður hefði ekkert handbært fé í þessu skyni. Sagðist hann hafa heyrt að ríkissjóður ætti fullt í fangi með að greiða vinnulaun, og vitnaði hann í prests- Hneyksli á hærri stöðum Lögreglurannsókn hafin út af óleyfilegri vínsölu á Hótel Borg. Það stendur venjulegast ekki á borgaralegu blöðunum, að geta um það, þegar einhverjum hásetanum verður á að fara í land með vín- flösku og hann er tekinn fastur. Þá er ekki i hikað við að birta fregnir um smyglun og j nafn viðkomandi sjómanns. En svo virðist ' sem blöð þessi einnig geri mannamun á sprútt- sölum og smyglurum. Eða hvernig stendur á því að hvergi hefir verið minnst einu orði á hina umfangsmiklu lögreglurannsókn, sem nú fer fram um vínsöluna á Hótel Borg? Uppistand það, sem templararnir stóðu fyr- ir hér á dögunum út af framlengingu vínsölu- tímans á Hótel Borg, hafði það í för með sér, að ýmsar raddir heyrðust um það, að ekki mundi allt vera lögum samkvæmt, sem gerð- ist á áðurnefndu gistihúsi og var jafnvel farið með mjög ákveðnar dylgjur um það á opinber- um fundum, að lögreglustjóri og dómsmálaráð- herra hilmuðu yfir ýms lagabrot við það. Lögreglustjóri reyndi að þvo hendur sínar af þessum áburði almenningsálitsins, með því að reyna að skella skuldinni yfir á starfmenn hótelsins — þjónana — og birti nöfn einhverra þeirra, sem lagabrjóta. Eins og við mátti bú- ast, þoldi félag þjónanna þessar árásir lög- reglustjóra ekki möglunarlaust og hefir nú, að því er frétzt hefir lagt sinn skerf til mál- anna. Skýrsla þjónanna. Að gefnu tilefni lögreglustjóra hafa þjónam- ir á Hótel Borg nú gefið skýrslu í máli þessu og varpar hún, eins og við mátti búast, tölu- vert nýju ljósi yfir ástandið þar undir stjórn glímukappans, sem undir verndarvæng Jónas- ar frá Hriflu hefir fengið að leika þar lausum hala. í skýrslu þessari, sem mun vera gefin undir eiðstilboði, eru mjög ítarlegar lýsingar á starfsaðferðunum á Hótel Borg, hvað vín- sölunnni. viðvíkur. Lýsa þjónarnír því hiklaust yfir, að þeir hafi verið hvattir til þess af „húsbóndanum“ og „húsfreyjunni" (en þar mun vera átt við Jóhannes og konu hans), að selja sem mest af víni eftir leyfilegan tíma. Skemmtilegar eru sagðar lýsingarnar í skýrsl- unni um afhendingu vínsins og hræsni og leik- araskap atvinnurekandannna. Afhendingin fer fram í kjallaranum og annast þau Jóhannes og konan hans hana til skiptis. Þegar svo bar að að annaðhvort þeirra rækist á þjón í veitinga- sal eða á göngum hússins vera að selja vín á óleyfilegum tíma, var ráðist á hann með skömmum svo gestir heyrðu og hann rekinn aftur með vínið. En á meðan er hinn hjóna- helmingurinn að afgreiða í kjallaranum! Dá- lagleg verkaskipting! Enn er að sögn greint frá ýmsu smávegis í skýrslu þjónanna, svo sem lýsingar á því hvernig Jóhannes stóð í vín- kjallara sínum og var að skafa verðmiðana af flöskum þeim, sem smygla átti út úr húsinu. (Þess skal getið til skýringar, að verðið á vín- inu á gistihúsinu er mun hærra en frá áfengis- verzluninni og gat því verið hætta á að „sprúttsalan“ kæmist upp, ef verðmiðinn var látinn vera á). Ýmislegt fleira stendur að sögn í skýrslu þjónanna, svo sem lýsingar á næturveizlum „heldri mannanna“ og sprúttsölunni á her- bergjum gistihússins o. fl. Lögreglurannsókn hefst. Þegar svo var komið neyddist lögreglustjóri að hefja rannsókn í málinu. Rannsókn þessi hefir farið fram í mestu kyrþey, en búið mun vera að taka skýrslu af starfsfólkinu á Ilótel Borg og fleiru. Þjónarnir gáfu upp nöfn um 40 manna, sem höfðu keypt vín á Hótel Borg eftir leyfilegan tíma og munu á því skjali vera „helztu“ borgarar þessa bæjar, valdsmehn réttvísinnar, svo sem sjálfur lögreglustjórinn, lögmaður, fjármálaráðherra o. fl., að ógleymd- um hinum elskulegu „verklýðsforingj um“ okk- ar, svo sem Sigurði Jónassyni, Stefáni Jóhann og Héðni Valdimarssyni. Hvernig máli þessu lýkur, ef málssókn þá á annað borð verður hafin, er ekki gott að segja um fyrirfram, en þó bendir allt til þess, að Jóhannes muni missa veitingaleyfið. Líklegt mun og að ýmsir drag- ist inn í mál þetta, sem helzt hefðu kosið að fá að vera utan þess, því enn munu ekki öll kurl komin til grafar. Verkalýðurinn mun standa við hlið þjónanna og annars starfsfólks á Hótel Borg í baráttu þess fyrir því að hreinsa sig undan hinum mjög svo óréttmæta áburði lögreglustjóra og verjast svívirðilegri framkomu hóteleigandans í sinn garð. X. setursbygginguna í Mosfellsdal. Stjórninni kvað hann aðeins veitt heimild til 300 þús. króna lántöku í því skyni að veita styrki til at- vinnubóta, en nú hefði stjómin hvergi getað fengið lán og útlitið heldur bágt. Svo gat hann þess og, að þessar 300 þús. væru settar á fjár- lög 1932, svo að ekki væri að búast við því, að stjórnin fyndi sig knúða til að greiða það út fyrr en eftir áramót. Þetta eru nú atvinnubæturnar komnar lengst á veg. Og eftir þeim anda, sem ríkti á fundin- um, munu bæjarfulltrúarnir nokkurnveginn ánægðir með þá afgreiðslu málsins, að fá að tala utan að þeirri þörf, sem er fyrir atvinnu- bætur, svo verkamenn geti lifað í þeirri trú, að alltaf sé verið að undirbúa atvinnubæturnar, og að verkamenn megi vera rólegir meðan um það sé talað, hvað sé bezt að gera — á hverju sé mest hægt að græða, ef einhvern- tíma kemur til einhverra framkvæmda. Verkamenn hljóta nú að fara að gera sér það ljóst, að meðan þeir leggja ekkert til mál- anna sjálfir verður ekert gert í þessu máli nema meiningalaust kjaftæði fram og aftur. Það er hverjum reykvískum verkamanni ljóst, að hér þarf skjótra úrlausna og að nú dugar ekkert venjulegt atvinnubótakák. Og meðan bæjarstjórn hefir ekki tíma til að setja at- vinnubætur í gang verða verkamenn að krefj- ast atvinnuleysisstyrks af bænum, sem ekki valdi réttindamissi , og fylgja málinu vel eftir. — Verkamenn þurfa því að sækja fundi bæj- arstjórnar, krefjast þess af fulltrúum Alþýðu- flokksins, að þeir beri fram ákveðnar kröfur í málinu og það nú þegar í stað. Geri þeir það ekki verða verkamenn að gera það sjálfir. r.u.K. stofnað á Eskifiröi í gær barst Verklýðsblaðinu svohljóðandi skeyti frá Eskifirði: Félag ungra kommúnista var stofnað hér í dag. Stofnendur 12. Formaður kosinn Jóhann Clausen, varaformaður Óskar Lárusson, með- stjórnendur Alfons Sigurðsson og Sigvaldi Thorsteinsson. Fréttaritari. Verklýðsblaðið býður nýju félagana vel- komna í hópinn og árnar þeim allra heilla í bar- áttunni.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.