Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 1
VFRKF ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) II. árg. Reykjavik 3. nóvember 1931 49. tbl. Vveii* heiitiar Hnígandi auðvald — sigrandi sósialismi. ITerklýdsrikid 14 ára. Aldrei hefir mannkynið lifað stórfelldari andstæður en þær, sem nú eru milli ráðstjórn- arríkjanna annarsvegar og auðvaldslandanna hinsvegar. I fyrsta skifti í veraldarsögunni stendur nú gagnvart hrörnandi, hnígandi menningarríki annað stórkostlegra, æðra menningarskipulag á hraðasta þróunarskeiði. Mannkynið þekkir á síðustu 4000 árum sögu þess, hvernig hver menningin á fætur annari hefir hrunið til grunna, sakir spillingar og innbyrðis andstæðna hennar. Egiftaland, As- syria, Hellenamenningin, Rómaríki — öll hafa þau hnigið, gersundruð af stéttamótsetning- uf sjálfra þeirra, og menningarleysi tekið við. Hvað eftir annað hefir mannkynið hrapað nið- ur af allháu 'menningarstigi niður í menning- arleysi og villimennsku,. sökum þess að því hefir ekki tekizt að sigrast á stéttamótsetn- ingum þjóðfélagsins né heldur að þekkja þró- unarlögmál þjóðfélagsins og í krafti þeirrar þekkingar að koma mannfélaginu á æðra menningarstig. Og nú vofir enn einu sinni sú ógurlega hætta yfir mannkyninu, að öll menning sú, sem sköpuð hefir verið, glatist sökurp mót- setningá auðvaldsþjóðfélagsins, kúgunar þeirra og hörmunga, styrjalda og gereyðing- ar, sem af því leiðir. En hið eina, sem gefur starfandi mannkyninu von um að þessari hættu verði afstýrt, andstæðurnar yfirunnar, auðvaldið með öllum þess hörmungum afnum- ið, — það er hin glæsilega sköpun sósíalism- ans, fullkomnasta menningarstig, sem mann- kynið enn hefir eygt, í rússnesku ráðstjórnar- ríkjunum. Hver ósigurinn dynur yfir auðvaldsheiminn á fætur öðrum. Hver stórbankinn í Austur- ríki, Þýzkalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum hrynur á fætur öðrum. Hvert gengið — í Eng- landi, Danmörku, Svíþjóð, ÍMbregi, Islandi — fellur á eftir hinu. Voldugustu stoðir auð- valdsheimsins bresta hver um aðra þvera. En í ríkjum sósíalismans vinnur alþýðan sigur á sigur ofan. — 14 ára óslitna sigurför á hún nú að baki. Og grundvöllur sósíalismans er fullkomnaður nú á þriðja ári 5 ára áætlun- arinnar. í auðvaldsheiminum lokar hvert fyrirtækið á fætur öðru. Helmingur verksmiðja og véla er ónotaður. Þrælar auðvaldsins ofurseldir at- vinnuleysi og hungri svo hundruðum miljóna skiftir. 1 veröld sósíalismans eykst velmegun allra vinnenda með degi hverjum. 518 nýjar risa- verksmiðjur taka til starfa í ár til að skapa brauð, frið og frelsi fyrir frjálsan verkalýö sósíalismans. Alræði auðvaldsins skamtar verkalýð sultar- laun og jafnvel hungurdauða atvinnuleysisins, en féflettir bændur og miðstétt og steypir þeim í glötun. . Alræði verkalýðsins hefir stórhækkað vinnu- launin, stytt vinnudaginn niður í 7 tíma, tryggir öllum vinnu og lífsnauðsynjar. Þjóðakúgun, svifting mannréttinda, mennt- unarleysi, örvænting — færizt daglega í vöxt í auðvaldsheiminum. En eldmóður verkalýðsins, samstarf frjálsu þjóðanna, geysivöxtur hinnar nýju verklýðsmenningar — með innihaldi sósí- alismans í þjóðlegri mynd — vekja undr- un og aðdáun um víða veröld. Alræði auðvaldsins — eymd fjöldans! Alræði verkalýðsins — vaxandi vel- megun. I auðvaldsþjóðfélaginu hrúgast niður geysibirgðir alllra gnægta í eigu auð- valdsins, sem eyðileggur þær hrönnum saman, — meðan lýðurinn sveltur, sem sjálfur getur ekki keypt sína eigin fram- leiðslu. En í ráðstjórnarríkjunum er öllum framleiðslutækjum beitt með öllum kröft- um, svo enginn gengur atvinnulaus, — aðeins til þess að veita öllum vinnandi lýð auðæfi náttúrunnar í sem ríkustum mæli. Alræði burgeisanna — það er það að velta öllum byrðum kreppunnar yfir á al- þýðuna og halda auðvaldsskipulaginu við með vaxandi eymd og auknum hungur- morðum öreiganna mitt í allsnægtum heimsins. Alræði öreiganna — það er að velta af- leiðingum kreppunnar yfir á auðvaldið sjálft, bylta því frá völdum, afnema stéttamótsetningar mannfélagsins. Að halda við auðvaldsskipulagið nú —s það er að berast sem stjórnlaust flak fyrir stormi og farast í örvæntingu. Að koma sósíalismanum á — það er að drottna yfir öflum og lögmálum náttúrunnar og mannfélagsins, sem frjálst mannkyn. Alræði auðvaidsins — það er sívaxandi sam- keppni, sem endar með allsherjar blóðbaði auð- valdsins — eins og þegar sést á aðförum Japana í Kína. Alræði alþýðunnar — það er samvinna allra þjóða, afnám styrjaldanna, sameining allra krafta verkalýðsins í veröldinni til að bylta stórveldaokinu af þjóðunum og afmá olbeldis- samningana frá 1919. Yfirráð auðvaldsins þýðir blóðbað styrjald- anna ofan á hungurmorðin heima fyrir. Yfirráð verkalýðs og bænda — það er al- hliða efling velmegunar og menntunar — það er byrjunin á framkvæmd sósíalismans. Á 14. ára afmæli fyrstu sigursælu verk- lýðsbyltingar heimsins mænir alþýða allra landa full hrifningar á stórvirki það, sem unn- ið hefir verið, á framkvæmd 5 ára áætlunar- innar á 4 árum! En auðvaldið lítur þangað fullt öfundar og hyggur að brugga hinu unga verklýðsríki banaráð á laun. En því betur sem sósíalisminn með fram- kvæmdinni í sovétríkjunum sýnir yfirburði sína yfir hið hrörnandi auðvald, því betur skilst öllum verkalýð, að ráðstjórnarríkin eru hið eina föðurland hans í veröldinni og sósíal- isminn eina framtíð hans og von! Lenin og Stalin. Verkamenn og fátækir bændur Islands! Þið eruð kúgaðir og órétti beittir. Þið eruð sviftir atvinnu og oft á tíðum öllum lífsmögu- leikum, ofurseldir atvinnuleysi og neyð, kattp ykkar lækkað, verð afurða ykkar fellt, en arð- rán atvinnurekenda og banka vex að sama skapi! Kreppan er látrfi skella á ykkur — sak- lausum — með öllum hennar geigvænlegu af- leiðingum. Af ykkur, sem aldrei hafið haft nema rétt í ykkur og á, er heimtað að spara — neita ykkur um allt! Þið eruð gerðir að ánauðugum þrælum og landsetum brezka og íslenzka auðvaldsins, fyrirskipað að neita ykk- ur um allt — bara til þess að borga banka- skuldir og vexti af gömlu ránsfé Bretaveldis. Jafnvel voninni um bjarta framtíð fyrir ykkur og afkomendur ykkar reyna auðvaldsþýin að ræna ykkur, reyna að drepa í ykkur allan kjark, kæfa í fæðingunni frelsisbaráttu ykkar. Tveir heimar — annarsvegar atvinnuleysi, launalækkun, vaxandi neyð, hnignandi menn- ing — hinsvegar alger útrýming atvinnuleys- is, launahækkun, vaxandi velmegun og menning. Sameinist undir forustu Kommúnistaflokks- ins til baráttu gegn útlendu og innlendu auð- valdi, til baráttu fyrir framkvæmd sósíalism- ans á Islandi! Sameinist um Alþjóðasamband kommúnista til verndar ráðstjórnarríkjunum, til varnar og sóknar fyrir fyrsta ríki verkalýðsins, fyrsta ];jóðfélag sósíalismanns á jörðunni!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.