Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 03.11.1931, Blaðsíða 4
K. F. í. F. U. K. 14 ára afmæli verklýdsbyltiug'airixinar rússnesku verður haldið hátíðlegt laugardaginn 7. nóvember klukkan 9 e. h. i K.-R.-húsinu. Til skemmtunar verdur meðal annars Ræður: Einar Olgeirsson: Verklýðsríkið rússneska 14 ára. Asgeir Bl. Magnússon: Verklýðsæskan í Sovjet-Rússlandi. Söngur og hljóðfærasláttur. - Leiksýning. - Gunnar Benediktsson: Upplestur. D A N S / Hljómsveitin á Hótel Island spilar. Aðgöngumiðar á kr. 2.00 eru seldir í Bókaverzlun Alþýðu, Aðalstræti 9 B. Kaupíélaé alþýðu Félagsmenn, og þeir sem vilja ganga í félagið, eru beðnir að snúa sér til skrifstofu „Dagsbrúnar11 eða sjómannafélagsins í Hafnarstræti 18 uppi kl. 4-7 síðd. næstu daga og greiða þar inntökugjöld sín. S t j ó r n i n. Uiðierðasiofa Uiuarisins Ríkisútvarpið hefir sett á stofn viðgerðastofu í húsnæði útvarpsins við Thor- valdsensstræti. Simi viðgerðastofunnar verður 459. Viðgerðastofan tekur að sér allar viðgerðir og breytingar á útvarpstækjum og hlutum þeim tilheyrandi, uppsetningu viðtækja og loftnetja o. s. frv. Forstöðumaður viðgerðastofunnar er herra Jón Alexandersson, rafvirki. Móttöku og fyrirgreiðslu viðtækjanna annast Viðtækjaverzlun ríkisins og út- sölumenn hennar. Greiðslufrestur á gjaldi fyrir viðgerðir verður ekki veittur. Reykjavík, 2. nóvember 1931. Jónas Þorbergsson. Fasistisk árás á þýzkasjómenn Fjölda þýzkra sjómanna hefir verið varpað í fangelsi fyrir þær sakir einar að þeir hafa gegnt störfum í sjómannaverkfallinu. Stjórn al- þjóðasambands sjómanna- og hafnarverka- manna, sem stjórnað hefir verkfallinu hefir öll verið handtekin. Skrifstofur sambandsins eru lokaðar og öll skjöl gerð upptæk. Þannig á að ræna sjómennina forustunni. Maðurinn, sem hefir látið framkvæma þetta verk er sósíaldemókrati — lögreglustjóri í Ilamborg. — Jafnframt mannar stjórn sósi- aldemókratiska „sjómannasambandsins*'‘ (Ams- terdamdeildarinnar) skip með verkfallsbrjótum undir lögregluvernd. Daginn sem íslenzka sendinefndin til Rúss- lands kom til Ilamborgar voru 150 sjómenn handteknir. KOSNINGARNAR í BRETLANDI. Kosningarnar í Bretlandi fóru þannig, að sósíaldemókratar biðu einsdæma ósigur — komu aðeins að 50 þingmönnum, en Þjóð- stjórnarflokkarnir fengu 556 þingsæti. Vegna hinnar afturhaldssömu kjördæmaskipunar, er tap „verkamannaflokksins“ í atkvæðamagní, hvergi nærri eins tilfinnanlegt. Nemur það 15% frá síðustu kosningum. Atltiagid IÞrátt fyrir lækkun íslenzku krónunnar helzt hið aikunna lága verð okkar á öllum nauð- synjavörum fyrst um sinn. Verzl. Björk g Bergstaðastræti 54 - Sími 548. Ekki hefir enn frétzt um atkvæðamagn kommúnista. Úrslitin minna að sumu leyti á kosningaúr- slitin hér í vor. Alþýðan er hætt að finna mun á sósíaldemókrötum og hinum borgaraflokkun- um og snýr baki við „verkamannaflokknum“. Nánar í næsta blaði. VERKLÝÐSBL ADIÐ. Ábyrgðarm.: Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 kr., 1 lausasölu 15 aura eintakið. — Utanáskrift blaðs- ins: Verklýðsblaðiö, P. O. Box 761, Reykjavík. Afgreiðsla Aðalstræti 9 B. Sími 2184. Prentsmiðjan Acta. vikna áiætlun Verklýðsblaðsins er byrinð. Fyrsta ?ita er 31. okt. - 7. nóv. Allir félagar verða nú að taka til starfa. Safna áskrífendum Safna í blaðsjóðinn Auka lausasöluna. Framkvæmdastjórar 5 vikna áætlunarinnar eru Reykjavík: Haukur Björnsson Akureyri: Sverrir Thoroddsen Vestmannaeyjum: Guðmundur Gíslason. Um framkvæmdastjóra á öðrum stöðum er ennþá ófrétt. 5 Félagar vitji söfnunarlista hjá framkvæmdar- stjórunum. Takmark 5 vikna áætlunarinnar er: 150 nýjir áskrífendur, 200 krónur í biaðsjóðinn. 500 biöð í lausasölu, Fyrsta vikan: 30 nýjír áskrifendur 40 krónur í blaðsjóðinn 100 blöð í iausasölu Félagar, náum markinu og förum fram úr því, eins og bolsévikkum sæmir! Utbreiðslu- og* fræðslunetnd K. F. I. 5 vikna áætlnn Yerklýðsblaðsíps. Undirritaður óskar að gerast kaupandi Verklýðsblaðsins. Sendi hérmeð kr.í blaðsjóðinn. Óska að mér verði send .... eint. af blaðinu til útsölu. Nafn................. ......... Heiinili ....... ykkur vautar bíl, þá hringið í síma 1954. Bíllinn. Ný slátrað N autakjöt 0.40 pr. V4 kg. Verzlunin Kjöt & Grænmeti Bergstaðastræti 61 — Sími 1049.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.