Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 17.11.1931, Blaðsíða 3
Frá Norðfirði Sendibréí tii fátækra útgerðarmanna á Norðfirði [Bréf þetta á ekki síður erindi til fátækra smá- útvegsmanna, svo sem í Vestmannaeyjum og víðar]. Af því að jeg er gamall lagsbróðir ykkar, þá hefi ég jafnan reynt að spyrjast frétta um ykkur og nú er mér sagt þetta: Að þið eigið nú að verða styrkasta stoð og lífakkeri liinna ríkustu í baráttunni við þá fátækustu. Þessu trúi ég nauðugur, því ég veit, að engir hafa verið meira þrælkúgaðir og blóðsognir af þeim en þið. Smákaupmenn og lánsstofnanir hafa greitt ykkur lítilsháttar götu. Sjómenn- irnir ykkar, sem hafa lagt líf sitt við ykkar líf, strit sitt við ykkar strit, þeir, sem hafa borið lífsbjörgina að landi til ykkar, þeir hafa nú misst samúð ykkar og á þá viljið þið velta kreppunni með öllum hennar þunga. En — sjáið þið ekki hvað er að gerast: Kreppan, ættar- fylgja og afkvæmi auðvaldsins, hún hrindir ykkur að fullu ofan þá brekku, sem þið hafið verið að klifra upp. Kreppan mun verða ný öld upprennandi valdasólar þeirra stórríku, Sigfúsar og Konráðs. Saltið og kolin, sem þið hafið orðið að greiða okurverði áður, eftir að hafa þrælað því í land á bognu bakinu, það fáið þið ekki lánað lengur. Þið neyðist til að selja blautt upp úr sjónum. Allur atvinnurekst- ur hverfur því á ný í þeirra hendur. Viljið þið heldur leiða á ný einveldisóöld þessara þrælakaupmanna yfir bæinn, heldur en að taka höndum saman við annan öreigalýð ? Þeir eru fjarska blíðir við ykkur núna kaup- mennirnir, á meðan þeir eru að lokka út úr ykkur síðustu 'fiskana upp í okur-skuldir sín- ar. Lokka björgina frá munni barna ykkar. En um leið og síðasti fiskurinn er horfinn úr hús- um ykkar fellur gríman af andlitum þeirra. Reikningsbókunum er lokað fyrst. Búðardyr- unum þar næst. Þið standið kaldir, svangir og vonsviknir við dyr þeirra, sem þið ætluðuð að hjálpa til þess að kúga aðra ennþá aum- ari en þið. Látið þetta ógert, félagar! Látið aldrei fiskinn ykkar til þeirra. Sendið sjálfir út og kaupið sjálfir inn mat fyrir hann handa ykkur í vetur. Verið ekki svo heimskir að þrýsta niður kaupinu okkar. Það er kaupið, sem þið sjálfir verðið að vinna fyrir næsta ár! En — er ekki napurt að sjá það fyrst þá? T’akið höndum saman við vérkamenn og sjó- menn! Leggið okurgreni auðvaldsins í rústir! Norðfjörður er nógu auðugur af lífsbjörg og dugandi mönnum, til þess að þar gæti öllum liðið vel — nema blóðsugunum. Gamall stéttarbróðir. Margt er líkt með skyldum (Verkamannabréf). Ég veitti því oft eftirtekt á yngri árum, þegar ég var að staula mig fram úr útlend- um stórborgareifurum, að rússneskir prinsar, furstar og greifar yfirstigu alla gesti hinnar glæsilegu Parísar og þýzku baðstaða með sín- um ótrúlegu auðæfum og gegndarlausu eyðslu. Enginn „luxus“ var svo dýr, engar skækjur svo kröfufrekar, að þessir voldugu burgeisar ættu ekki alstaðar yfirboðið. Þá vissi ég það ekki, að heima strituðu miljónir manna í sár- ustu neyð og aumustu örbirgð heilar manns- æfir til þess að afla þess, sem „húsbændurnir" eyddu á einni nótt. En burgeisaeðlið er alþjóðaeign. Norðfirðing- ar hafa eignast sinn hluta. Um allt land hafa myndast álíka þjóðsögur og glæsileg æfintýri um burgeisana af Norðfirði. Þeir hafa ausið út peningum í glys og gjá- lífi dýrustu staða þessa lands. Á hótelum, knæpum og spilahúsum. Dæmi eru til að þar hafa græðst eða tapast þúsundir á einni nóttu. f Þingvalla-svallinu vöktu þeir þar al- mennast athygli, sem nú veina hæst um „of mikinn útgerðarkostnað", „of hátt kaupgjald“. Þeir predika með miklum alvörusvip sparnað og sj álfsafneitun fyrir köldum og svöngum sjó- mönnum, fyrir bognum og tötralegum verka- mönnum, fyrir verkakonunum, sem sitja með börnin í hálfköldum eldhúsunum og horfa inn í galtóma matskápana. Þeir hæla sér af að hafa drukkið upp mánaðarkaup sjómanns á einni nóttu! Þeir segja sögur af spilagildum, þar sem umsetningin er oft meiri en árstekj- ur verkamanns. — En þessar sögur vilja þeir þagga niður núna. Láta þær gleymast í bili. Stéttarbræður okkar í Rússlandi hafa leyst sig og börn sín úr þessum álögum. Nú kemur röðin að okkur! Nú eða aldrei! Kolbeinn. Konsúllinn drepur fiugur (Verkamannabréf). Það er sagt um Domitianus keisara, að „hann var svo grimmur", að hann drap flugur þegar eigi var annað fyrir hendi. Mér datt þessi setning í hug þegar ég heyrði hvernig Páll Þormar hefði farið að við Alfons Pálmason. Alfons er fátækur, gáfaður smákaupmaður, sem hefir allra manna bezt stutt fátæka sjó- menn og verkamenn hér í bæ, selt fyrir þá fisk og útvegað þeim ódýrar vörur. Hann hefir því verið illur þyrnir í augum „hinna stóru“. Eitt sinn komu hér strandmenn af enskum togara, allslausir og illa staddir. Þeir leituðu fyrir sér um kaup á fötum og öðru og fengu auðvitað bezt kaup hjá Alfons. En þegar til greiðslunnar kom varð hún að fara fram í gegnum hendur konsúlsins. Hann notaði þá aðstöðu sína til þess að ónýta kaupin og sat að þeim sjálfur. Sjálfsagt með góðri „þénustu“. Þegar honum var bent á, að þetta væri nú ekki „fair play“ gagnvart illa stöddum stéttar- bróður, svaraði hann með sínu „gáfulega“ glotti: — Það þarf að drepa þessar flugur! Sjómaður. DÓMI þeim, sem kveðinn var upp í máli valdstjórn- arinnar gegn félögum okkar vegna þátttöku í baráttu atvinnuleysingjanna um síðustu ára- mót, hefir ríkisstjórnin nú áfrýjað til hæsta- réttar. fátækari bænda fyrir samyrkjuhreyfingunni í ráðstjórnarríkjunum og sigri sósíalismans þar stórum — og þar með möguleikinn á að fylkja þeim ásamt verkalýðnum til baráttu gegn auð- valdinu. Smáútvegsmenn eru enn sem komið er að mestu undir áhrifum stórútgerðarmanna, en stöðvunin á framleiðslu þeirra, yfirvofandi gjaldþrot og eignamissir, færir þá hinsvegar nær verkalýðnum og skapar mikla möguleika á að fylkja þeim með verkalýðnum til bar- áttu gegn auðvaldinu. Ivreppan neyðir sósíaldemókrata til að ganga erindi auðvaldsins innan verklýðshreyfingar- innar opinskár en áður. Hún neyðir þá til að beita valdi sínu og áhrifum augljósar en endranær, til að bæla niður kröfur verkalýðs- ins. Jafnframt skapast nauðsyn þess að nokk- ui hluti sósíaldemókrataforingjanna reyni að hindra það að verkalýðurinn snúi baki við Al- þýðuflokknum, með því að grípa til róttækra glamuryrða og jafnvel gagnrýni á foringjum þeim, sem þeir styðja og hjálpa til að fram- kvæma þau verk, sem þeir „gagnrýna". Hinum stéttvísa hluta verkalýðsins hefir nú tekist að skapa kommúnistaflokk, sem náð hefir sterkum ítökum í hugum íslenzkrar al- þýðu. Mesta verkefni Kommúnistaflokksins er nú að vinna á sem allra skemmstum tíma meiri hluta verkalýðsins til fylgis og taka á sig forustuna í hinni daglegu stéttabaráttu hans, og jafnframt að vinna hylli þess hluta smáborgarastéttarinnar, sem harðast verður úti í kreppunni, smáútvegsmanna og bænda — áður en þeir hrapa niður í öreigastéttina. Til þess að þetta megi takast er fyrst og fremst nauðsynlegt að safna verkalýðnum til fylgis um eftirfarandi höfuðkröfur í baráttu þeirri, sem framundan er: all róttæku — lýðgaspri gegn stjórninni, og til þess pólitískt, að afsaka sjálfa auðmanna- stéttina, bakhjarl íhaldsins, lætur hann í blöð- unum kenna óstjórn Framsóknar um krepp- una. En yfirleitt má segja að borgarastétt- inni sé enganvegin ljóst hve alvarleg kreppan er. „Framsókn“ hefir færst enn í fasismaáttina eins og innflutningshöftin, gjaldeyrisbannið og önnur tiltæki bera vott um. Jafnframt undir- býr hún stórbændurna til atlögu gegn verka- lýð eins og Hvammstangafundurinn sýnir. Sparnaðarkröfur hennar og krónulækkun, 40% launalækkunin o. fl., eru einmitt kröfur brezka auðvaldsins fyrir munn Framsóknar- foringjanna. Kratarnir hafa seinast áttað sig á kreppunni og leika enn það hlutverk að svæfa skilning fjöldans á að alvarleg kreppa hafi brotizt út og lokka hann til samvinnu við auðvaldið eins og með hlutaráðningu. Á stéttirnar í landinu hefir kreppan haft og mun hafa eftirfarandi áhrif: Verkalýðurinn, sem vinnur fyrir kaupi í landi verður fyrir beinum árásum atvinnu- rekendastéttarinar, sem reynir að velta afleið- ingum kreppunnar yfir á hann með atvinnu- í leysi og kauplækkun. Býst hann þvi til beinn- ar baráttu við auðvaldið og verður róttækari eftir því sem ástandið breytist. Sjómenn þeir, sem ráðnir hafa verið upp á hlut, hafa orðið ægilegast úti allra í krepp- unni. Af síldarvertíðinni koma þeir heim slyppir og snauðir eftir sumarlangan þrældóm j og óvenjumikla veiði. Þessa sjómenn er nú reynt að æsa upp gegn verkalýðnum í landi og gengur íhaldið fremst í þvi, en krataforingj- , arnir , einkum Norðanlands, feta dyggilega í fótspor þess. Blandast saman hjá sjómönnun- um byltingarsinnað hatur gegn ríkisrekstrar- tilraun kratanna, Síldareinkasölunni, og aftur- haldssamir draumar um betra ástand, ef frjáls samkeppni réði. Hlutverk kommúnista er að hindra þennan klofning verkalýðs á sjó og landi og eitt ráðið til þess er afnám hluta- skiftanna. Togarasjómenn, sem sjá atvinnuleysið fram- undan, hafa fjölmargir hallast að því ráði, að taka togarana á leigu upp á sína ábyrgð. Hafa íhald og Framsókn hrósað happi yfir því að þar með séu komin á hlutaskifti á togurunum, — og er þessi ráðningamáti bein afleiðing af baráttu kratanna fyrir hlutaráðningu og stéttasamvinnu við útgerðarmenn. Hinsvegar fara auk þessa saman byltingarsinnaðar hug- myndir um að sleppa ekki togurunum aftur, ef þeir fá þá leigða, og reiði yfir úrræðaleysi og dáðleysi kratanna í baráttunni gegn krepp- unni. Er það öllum verkalýð lífsnauðsyn, að togarasjómenn þeir, sem auðvaldið nú fagnar yfir að fengist hafa upp á hlut, ekki komist undir áhrif auðvaldsflokkanna, ef þeir sakir óánægju sinnar með kratana yfirgefa þá, held- ur berjist með hinum hluta verkalýðsins und- ir forustu kommúnista. Iðnaðarverkamenn, (prentarar), járnsmiðir o. fl.) hafa nú fengið að kenna á áður óþekktu atvinnuleysi. Verzlunarmönnum og skrifstofu- fólki er sagt upp í stórum stíl. ILreppan grípur um sig meðal fastlaunáðra starfsmanna, sem áður ekki þekktu atvinnuleysi. Færast stéttir þessar því nær verkalýðnum. Bændur verða afarilla úti í kreppunni og reynir Framsókn að halda óánægju þeirra niðri með sparnaðarhjali. Fasismahneygð stór- bænda er allrík og hættan á að takist að fylkja miklum hluta bænda gegn verkalýð er mikil. En hinsvegar eykst samúð og áhugi

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.