Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 2
Frá Siglufírði Allir flokkar sameinast g-ej|n at- viimubótatillögrum kommúuista. „Burt með meirahluta bæjarstjórnar!“ Ákvæðis vinn an og Ólafur Friðriksson. Olafur Friðríksson er enn að gaspra um skoð- anamun milli kommúnistaflokks Rússlands og kommúnistaflokks Islands, út af ákvæðisvinn- unni (skoðanamun milli „Brynjólfs og Stalin3u eins og Olafur orðar það, að dæmi borgara- blaðanna). Kommúnistar um allan heim eru fylgjandi ríkisvaldi verkalýðsins í Rússlandi, en andvígir ríkisvaldi auðvaldsins, bæði á íslandi og ann- arsstaðar. Kommúnistar um allan heim eru and- vígir verkföllum í Rússlandi en stjórna verk- föllum í auðvaldslöndunum. Kommúnistar um allan heim, bæði Stalin og aðrir, eru andvígir ákvæðisvinnu i auðvaldslöndunum en fylgjandi henni í Rússlandi. Hvarvetna í auðvaldslönd- unum eru háð verkföll gegn ákvæðisvinnu, undir forustu kommúnista. Munurinn á ákvæðisvinnu í auðvaldslönd- unum og í Rússlandi er í stuttu máli þessi: Hér á landi er vinnudagurinn 10—12 stund- ir og ekkert sumarfrí. í auðvaldslöndunum er ákvæðisvinna notuð til að lækka kaupið, til að fá sem mest vinnuafl, á sem skemmstum tíma, fyrir sem lægst verð. Þetta hefir Olafur neyðst til að viðurkenna. Fyrir það fékk bann snupr- ur hjá Bamherjum síuum Morgunblaðsmönnum, sem ekki þótti hann mæla nógu duglega með ákvæðisvinnunni við verkamenn. Fyrir þetta er nú Olafur að bæta með fíflaskrifum sínum. I auðvaldslöndunum verður ákvæðisvinna til að auka atvinnuleysið, eins og öll aukning fram- leiðslumagnsins. I auðvaldslöndunum er verka- manninum kastað út á gaddinn er hann hefir slítið kröftum sínum. í Rússlandi er vinnudagurinn aðeins 6—7 stundir, hvildardagur fimmta hvern dag og mánaðar sumarfrí. I Rússlandi er ákvæðisvinn- an notuð til að liækka kaupið. í Rússlandi stytt- ist vinnudagurinn og kaupið hækkar því meira sem framleitt er. í Rússlandi heíir verkalýður- inn fullkomnar sjúkra- og ellitryggingar. í Rúss- landi færir verkalýðurinn fórnir til að ljúka við 5 ára áætlunina, til að skapa sósíalismann, til að brynja sig gegn árásum fjandmannanna, þar á meðal sósíaldemókrata, félaga Olafs. Hversvegna þykist Olafur ekki sjá þenna reginmun á ákvæðisvinnunni i Rússlandi og í auðvaldslöndunum ? Hver er tilgangurinn með þessum fíflaskrifum? Með því að koma inn slíkum hugsanarugling hjá verkamönnum hyggst Ólafur að þjóna hús- bændum sínum bezt. Með slíku þvaðri liyggst hann að draga athyglina frá deilunni um hluta- skiftin, þar sem hann hefir orðið svo ber að svikum, að fáum dylst. Með þessu hyggst hann að gera íslenzka verkamenn ánægðari með vinnuþjökun auðvaldsins og jafnframt að níða niður verklýðsríkið. En íslenzkur verkalýður er þroskaðri en Ól- afur ímyndar sér. Vörubílastöðin í Reykjavík. Ólafi Friðrikssyni heflr þótt það til of mikils mælst af mér í síðasta Verklýðsblaði, að hann tilgreindi fyrir hvaða sakir þeir voru reknir af Vörubílastöðinni, sem þar voru nefndir. Það bjuggust líka fiestir við því, að honum mundi verða ógreitt um svar, þegar hann átti að svara fyrir gerðir sínar og hann myndi heldur kjósa að „samsinna“ orð mín með þögninni, heldur en að eiga það á hættu að málið yrði rakið betur og betur flett ofan af þessum „alþýðu- vinumu sem standa á bak við vörubílastöðina. En verkalýðurinn er nú, sem betur fer, farinn svo að vakna til umhugsunar um hagsmuna- mál sin, að hann krefst þess, að hans mál verði rædd opinberlega og þeir krafðir reikningsskap- ar, sem hafa á undanförnum árum notað sam- tökin gegn hggsmunum verklýðsheildarinnar. Þessvegna vona ég að Verklýðsblaðið láti þetta mál ekki falla niður, þó Óiafur Friðriksson óski þess. 16/n ’31. Bílstjóri. Síðari umræður um fjárhagsáætlun Siglu- fjarðarkaupstaðar fóru fram í gær og nótt, ennfremur var hafnarsjóðsáætlunin rædci* All- ir flokkar í bæjarstjórn sameinuðust á móti tillögum kommúnista viðvíkjandi fjárhags- áætlun bæjarsjóðs og þær allar felldar.- Þær helztu voru þessar: Að láta aukaniðurjöfnun fara fram nú þegar, að fengnu leyfi atvinnu- málaráðuneytisins. Að felldir yrðu niður fjöl- margir styrkir til þest að hægt væri að tryggja það, að til atvinnubóta kæmi á næsta ári. En fjárhagsnefnd hafði lagt það til, að fengið yrði að láni 20 þúsund krónur, gegn 10 þúsund af ríkisstyrknum. Þar sem það var margyfirlýst, bæði af fógeta og öðrum bæjarfulltrúum að ómögulegt væri að fá lán, sýndu kommúnistar fram á, að þessi liður um atvinnubætur væri aðeins blekking. Tillögur kommúnista um að hafa atvinnubætumar sem fastan lið, og strika orðin „ef lán fæst“ út voru felldar. i Sósíaldemókratar flettu af sér grímunni og þorðu ekki að greiða atkvæði í málinu, þegar þeir sáu og heyrðu undirtektir áheyrenda, sem skiptu mörgum hundruðum, flest verkamenn. Kommúnistar fluttu einnig tillögu um það, Hvað óttast auðvaldið? Hverskonar verkalýður er það, sem auðvald- ið óttast? Það óttast ekki sauðgæfan, meinlausan, „sanngjarnanu verkalýð/ sem kvakar og kvak- ar, biður og bíður — og þakkar í auðmýkt hvern náðarmola, sem fellur af nægtaborðum þess. Og auðvaldið gerir ekkert fyrir slíkan lýð, því það þarf þess ekki. Hann fylgir því eða þjónum þess samt. Auðvaldið óttast ekki þann verkalýð, sém trúir á kratabroddana og fylgir þeim í blindni, því það veit, að það er óhult, meðan kratafor- ingjarnir drottna yfir hugum lýðsins. Auðvaldið veit það frá þeim stöðum, þar sem kratabrodd- arnir ráða, að auði þess og yfirvöldum er eng- in hætta búin frá þeim. Það veit það af reynsl- unni — í Hafnarfirði, þar sem enginn atvinnu- leysisstyrkur né atvinnubætur eru, — á Seyðís- firði, þar sem verkamenn fá bæjarvinnuna ekki borgaða, — frá Isafirði, þar sem einusinni Samvinnufélagið borgar ekki vinnulaun, — og frá Siglufirði, þar sem kratabroddarnir fella aukaniðurjöfnun og atvinnuleysisstyrk. Auð- valdið þekkir sína. Það veit að kratabroddarn- ir meina kröfurnar ékki í alvöru. En auðvaldið óttast verkalýð, sem krefst rétt- ar síns, en biður ekki um náðarbrauð. Auð- valdið óttast verkalýð, sem er reiðubúinn til harðvítugustu baráttu fyrir kröfum sínum. Auð- valdið óttast hinn byltingarsinnaða verkalýð, sem vaknaður er til meðvitundar um mátt sinn og megin og hefir hug á að beita samtökum sínum til hins ýtrasta. Og auðvaldið lætur, af ótta við að þessi verkalýður ella magnist of mikið, undan fjölmörgum kröfum hans, bæði til atvinnubóta, — styrks og annara réttarbóta. Auðvaldið óttast hinn byltingarsinnaða verka,- lýð, sem fylkir sér um kommúnismann, því það hefir dæmin svo ljóslifandi fyrir sér hvernig sá verkalýður hefir kollvarpað veldi þess í x/6 hluta heimsins. Þá fyrst þegar verkalýðurinn hefir leyst sig úr deyfð og drunga kratanna og gerzt bylt- ingarsinnaður, þá knýr hann fram endurbæt- urnar, sem hjáverk sín á leiðinni til byltingar. að þar sem sjáanlegt væri að mikið atvinnu- leysi væri framundan og bærinn gæti hvergi fengið lán, að þá skyldi hann ekki borga nein- ar afborganir af skuldum næsta fjárhagstíma- bil, heldur verja því fé, sem annars ætti að verja til skuldagreiðslu, til atvinnubóta. Á þessum fundi gafst áheyrendum sérstakt tækifæri til að sjá og heyra hvaða hug and- stæðingar verkalýðsins béra til hans og mun að þessu sinni ekki verða farið frekar út í það. Hafnarsj óðsáætlunin var til umræðu á eftir og eftir mikið rifrildi var hún felld með jöfn- um atkvæðum. Þar með hefir meirihluti bæjar- stjórnar lýst vantrausti sínu á fjárhagsnefnd og ætti hún því að segja af sér tafarlaust og þess mun ekki langt að bíða að verkalýðurinn á Siglufirði krefjist þess, að meirihluti bæjar- stjórnarinnar segi af sér, og fram fari nýjar kosningar. I „Burt með meirihluta bæjarstjórnar Siglu- fjarðar" skal vera það heróp, sem verkalýð- urinn mun skipa sér um nú á næstunni. Nánar síðar. Siglufirði 29. nóv. G. J. Bændaheftí „Réttar" komíð. 3. hefti „Réttaru er nú komið út. Er það um baráttu bænda á Islandi, eingöngu helgað vanda- málum fátækra bænda, baráttu þeirra fyrir lífinu og við auðvaldsskipulagið. Er heftið fjöl- skrúðugt mjög og eigulegt. Eftirfarandi greinar eru í því: Grunnar Benediktsson: Hvað verður um tekj- urnar af búinu þínu bóndi? Einar Olgeirsson: Framsókn og fátækir bænd- ur. Ingólfur Gunnlaugsson: Smábændur og skuld- laus búskapur. Einar Olgeirsson: Stéttabaráttan í sveitum. Brynjólfur Bjarnason: Tollarnir og bændur. Haukur Björnsson: Byltingin í landbúnaðin- um rússneska. Brynjólfur Bjarnason: Stefna K. F. í. í land- búnaðarmálum. . Erling Ellingsen: Landbúnaðarkreppan í Dan- mörku. Einar Olgeirsson : Barátta bænda erlendis. Auk þessara greina eru bæði smásögur og kvæði í heftinu, svo sem ágæt smásaga úr lífi bænda, „Smábóndinnu, og hinsvegar lýsing á lífi og atferli yíirstéttanna, „Prins Ferdinand!!u. Af kvæðunum er annað eftir gamlan, þrotinn einbýlisbónda, sem einnig hefir starfað sem verkamaður. Hitt er hið rammasta ádeilukvæði á erfðafjanda allra fátækra bænda, stórkaup- mennina og heildsalana. Er það ort meðan á stríðinu stóð, en öðlast svo að segja gildi nú á ný, við öll innflutningshöftin, dýrtíðina og okrið. Hefti þetta þarf að komast inn á hvert ein- a8ta bændaheiniili á íslandi. Það hefir þangað að flytja þau mestu gleðitíðindi, sem til nokk- urs fátæks, kúgaðs sveitamanns geta borizt — þessi: örvæntið ekki! Það er engín ástæða til að leggja árar í bát! Skapið ykkur bara sterk og harðvítug samtök! Fylkið liði með verkalýð bæjanna um sameiginlegar hagsmunakröfur! Berjist gegn auðvaldinu unz það er að velli lagt! Skapið þá ykkar eigið ríki á grundvelli sameignar og samvinrm, eins og gert hefir ver- ið í Ráðstjórnarríkjunum. 1

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.