Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 01.12.1931, Blaðsíða 3
Þar sem kratar ráða. Frá Seyðisfirði. „Atvinnubótavinna“ er nú hafin á Seyðisfirði, en sá ljóður er á þeim „bjargráðum“, að verka- mennirnir fá ekkert útborgað um óákveðinn tíma. Margir verkamenn eru stórskuldugir bæn- um, og getur það orðið góð verzlun fyrir bæj- inn að fá skuldirnar greiddar með „atvinnu- bótavinnu“. Á Seyðisfirði eru það kratarnir, sem ráða. Huggaði Haraldur Guðmundsson bankastjóri verkainenn með því, að gott væri hjá góðum að eiga, þar sem bærinn væri. Það hlýtur að vera ánægjulegt fyrir atvinnuleys- ingjana á Seyðisfirði að veitast sú náð að fá að vinna hjá bænum þó þeir fái ekkert í aðra hönd til bjargar fyrir heimili sitt, þegar mest á ríður. Frá Norðfirði. Á síðasta þingi Alþýðusambandsins, var sam- þykkt, að þar sem fulltrúar verkamanna hefðu meirihluti í bæjarstjórn, skyldi þegar í stað koma á 8 stunda vinnudegi með óskertu dag- kaupi, í allri bæjarvinnu. Hvernig eru svo framkvæmdirnar, þar sem kratar eru einráðir? Á Norðfirði eru þeir í hreinum meiribluta, hafa 5 fulltrúa af 9. I bæjarstjórn hefir ekki verið minnst einu orði á að stytta vinnutímann. Þeg- ar verkamenn hafa minnst á þetta, segir „leið- toginn“, lir. Jónas Guðmutidsson, að það sé ekki „tímabært“, alvcg eins og íhaldið. Frá Hafnarfirði. Á föstudagskvöldið var, var fundur haldinn í verkamannafélaginu „Hlíf“ í Hafnarfirði. Á dagskrá var félagsmál og svo sagði Gubrandur Jónsson frá för sinni til Róm og heimsókn sinni til páfans. Eins og kunnugt er, er atvinnuleysið í Hafnarfirði svo gífurlegt, að allur þorri verka- manna gengur atvinnulaus. í bæjarstjórn Hafnarfjarðar ríkir sósíaldemókratiskur meiri- hluti. En í atvinnuleysismálinu hefii ekkert verið gert. Þótti nú verkamönnum, sem eiga við hinn sárasta skort að búa, tímj til kominn að hefjast handa í þessu máli. Var þá gerð fyrirspurn um það á verkamannafélagsfundin- um, hvað atvinnubótamálinu gengi í bæjar- stjórninni. Björn Jóhannsson gat engu svarað því öðru en vafningum. Verkamenn fengu nú formanni í hendur tillögu um samskonar kröf- ur’ í atvinnuleysismálinu, og verkamenn í Reykjavík hafa fylkt sér um fyrir forgöngu atvinnuleysingjanefndarinnar og Kommúnista- flokksins. Formaður neitaði að taka tillöguna til umræðu eða bera hana upp. Hafði Guð- brandur þó lokið erindi sínu um páfann. Verkamenn í Hafnarfirði verða nú að hefjast handa og knýja kratastjórnina í „Hlíf“ til að halda almennan fund nú strax um atvinnu- leysismálið, og ef það ekki tekst, þá verða þeir sjálfir að boða til fundar. Nýtt yfirstéttarhneyksli í Rvík Nú í vikunni komst upp ennþá eitt stór- hneyksli „heldri manna“ Reykjavíkur í fengis- málum. Hafa nokkrir Oddfellowar hér í bænum ásamt ísleifi Briem, sem var skrifstofumaður hjá franska konsúlnum hér, falsað bréf og not- að nafn konsúlsins til að smygla brennivíni inn í landið. En eins og kunnugt er, hafa er- lendir ræðismenn leyfi til þess að fá árlega 800 lítra af brennivíni „til heimanotkunar". Björn Björnsson, sem tók við Ilótel Borg af Jóhannesi Jós., hefir þegar játað á sig stór- kostlega smyglun í samráði við foringja franska herskipsins „Roosevelt", sem oft hefir verið hér á ferð. Rannsókn í málinu hefir enn ekki verið lok- ið, en heyrst hefir að þegar sé búið að gera húsleit hjá ýmsum öðrum betri borgurum, þar á meðal hjá kunningjunum frá Alþingishátíð- inni í fyrra, Magnúsi Kjaran og Haraldi Árna- syni. Frá Verklýðshreyfmgunni Sjómexm á Isafirdí krefjast útborg- unar á síldarhlut eða stöðvun á útskipun ella. Sjómannafélag ísafjarðar hefir nú rætt og samþykkt kröfu þá, sem kommúnistar báru fram í haust í Reykjavík, um að stöðva út- skipun síldarinnar, ef Einkasalan greiddi ekki út á síldina. Krataforingjarnir börðust á móti kröfnnni bæði í Reykjavík og á ísafirði, en sjómenn fylkja sér um hagsmunakröfur sínar hvað sem broddarnir segja. Það er samfylking verkalýðsins gegn auðvaldinu, þrátt fyrir mót- spyrnu krataforingjanna. Atvinnuleysingjatundur á Norðfirði. A Norðfirði, þar sem kratarnir eru í meira- hluta, rís nú verkalýðurinn upp til baráttu undir forustu kommúnista og býr sig undir komandi deilur. Var þar haldinn fjölmennur verklýðsfundur um atvinnuleysið nýlega, fund- arstjóri var kommúnistinn Einar S. Frímann. Var þar ákveðið m. a. að verkamenn gengju í A. S. V. og reynt skyldi að fá verkamanna- félagið til þess einnig. Var góður baráttuhugur í verkamönnum og munu þeir ekki láta undan síga er deilan harðnar. „Sjómenn og utgerðarmenn“ velja sáttasemjara. Morgunblaðið flytur sjómönnum þá fregn í fyrradag, að „sjómenn og útgerðarmenn“ hafi kosið Björn Þórðarson lögmann fyrir sátta- semjara til þriggja ára! Víst er um það, að „sjómenn“ hafa ekki kos- ið Björn þennan til neins. Til þess hafa þeir fengið allt of mikla reynslu af framkomu hans undanfarið. Sjómenn vita vel að Björn þessi hefir undanfarið, í samræmi við stefnu flokks síns (Framsóknarflokksins), notað stöðu sína eins vel og hann treysti sér til að knýja sjó- menn og aðra verkamenn til að ganga að smánarkj örum atvinnurekanda. 1 nafni allra róttækra sjómanna mótmælir Verklýðsblaðið þessari útnefningu kratabrodd- anna og útgerðarmanna. 194 króna sumarkaup. Meðalkaup sjámanna þeirra, sem upp á hlut voru á síld í sumar, mun hafa verið um 194 krónur. Og það þó skipið veiddi 8000 tunnur af síld. Og af því verður sjómaðurinn að fæða sig (110 krónur), klæða og kaupa brýnustu nauðsynjar handa sér. Og fjölskyldan? Og vet- urinn? „Sjómaðurinn fær alltaf hlutfallslega hæst kaup með hlutaráðningu“, segja kratarnir. „Með hlutaráðningunni veltir auðvaldið af- leiðingum kreppunnar yfir á verkalýðinn með • lækkuðu kaupi“, segja kommúnistar. Hvorir hafa rétt að mæla, sjómenn? Með að móti hlutaskiptum ? Um það stend- ur deilan, líka við stjórnarkosninguna í Sjó- mannafélaginu. BœiMgmmiWitíBWmauJBmtjmm g.:naBraaajwB<u» i.;jmmiiiin»M FÉLAG UNGRA KOMMÉNISTA í Reykjavík hélt aðalfund sinn á fimmtu- daginn var. Hefir F. U. K. starfað fremur lít- ið þessa 6 mánuði, sem gamla stjórnin sat, má þar aðallega um kenna því losi, sem kom á alla starfsemi við það hve margir félagar fóru úr bænum yfir sumartímann. Starísemi hefir ennfremur verið allgölluð, og’ er við því að búast þar sem sambandið er ennþá ungt og skipulag þess og starf allt losaralegt. Þó hef- ir verið allmikið aðstreymi að félaginu, um 90 meðlimir hafa bætzt við og telur félagið um 190 manns. I nýju stjórninni eru: Skúli Magnússon form., Gunnar Jónsson ritari, Jón V. Þorsteinsson gjaldkeri, meðstjórnendur j Hallgrímur Jakobsson, Helga Guðmundsdóttir, ívar Hannesson og Eðvarð Sigurðsson. Járniðnaðarmannafél&gið í A. S. V. Járniðnaðarmannafélagið í Reykjavík, sem er ágætt stéttarfélag járniðnaðarmanna, samþykkti á siðasta fundi sínum að ganga í Alþjóðasam- hjálp Verkalýðsins. Sífelit vex skilningur alls verkalýðs á því, hver nauðsyn honum sé að treysta samtök sín sem bezt undir komandi bar- áttu og tryggja það að hjálpað verði þeim, sem harðast verða úti og frekast þurfa hjálp- ar við. A.S.V.-deild í Stykkishólmi. Gunnar Benediktsson, sem fór á vegum A. S. V. til Snæfellsness, hélt fyrirlestur um A. S. V. í Stykkishólmi og að honum loknum var stofnuð deild með 26 meðlimum. Ennfremur flutti Gunnar erindi sitt um „Kristilegt barnauppeldi og nýja kverið“ við góða aðsókn. Frá Vestmannaeyjum. Hlutaráðningin hefir rýrt svo tekjur verka- lýðsins í Eyjum, að verkamannafélagið sækir um lausn undan skattgreiðslum til Alþýðu- sambandsins. Frá Vestmannaeyjum er blaðinu skrifað, að á fundi, sem haldinn var þann 16. þ. m. hafi verið samþykkt svohljóðandi málaleitun til Al- þýðusambandsins: „Þar sem fyrirsjáanlegt er, vegna almennra fjárhagsvandræða meðal verkalýðs hér í Vest- mannaeyjum að félagsgjöld muni ekki heimt- ast inn, nema að mjög litlu leyti, skorar verka- mannafélagið Drífandi á miðstjórn Alþýðusam- bands íslands, að leysa það undan skattgreiðslu til Alþýðusambandsins, að minnsta kosti það ár, sem nú er að líða. í þessu sambandi vill félagið minna á: 1. að atvinnuleysi síðastliðna mánuði hefir þrengt. svo mjög að alþýðu, að peningar eru ekki fyrir hendi til uppfyllingar brýn- ustu lífsþörfum. 2. að hín allræmda hlutatráðning hefir svift mikinn liluta verkalýðsins að fullu tekjum af ársatvinnu sinni. 3. að verkalýðsins býður nú hin harðasta bar- átta alstaðar á landinu gegn atvinnuleysinu og kaupgjaldsárásum atvinnurekenda og ríkisvaldsins, samanber krónulækkunina — barátta, sem á eftir að reyna á þolrif verkalýðssamtakanna enn meir en orðið er og ekki verður séð enn fyrir endann á“. Um sama leyti sem verkalýðurinn í Eyjum verður að biðja um lausn undan skattgreiðslu til Alþýðusambandsins vegna þess að hluta- ráðningin hefir rænt hann stórum nluta rétt- mæta tekna, berst aðalmálgagn Alþýðuflokks- ins fyrir þessari launaaðferð í bróðurlegri sam- fylkingu við aðra borgaralega flokka. Burt með hlutaráðninguna verður að vera kjörorð verkalýðsins í launadeilum þeim, sem fyrir dyrum standa. AÐALFUNDUR SfLDAREINKASÖLUNNAR hófst kl.5 í gær. Ekki hefir sjómönnum vei’- ið boðið að senda fulltrúa á fund þennan, en kratabroddarnir hafa þar meirihluta. Kröfur verkalýðs á sjó og landi til valdhaf- anna í Síldareinkasölunni, hefir Verklýðsblað- ið þegar birt. Nú er að sjá hvernig þeir herr- ar verða við þeim. Verður nánar skýrt frá gangi málanna á aðalfundinum síðar. BÆNDAHEFTI RÉTTAR er ágæt jólagjöf. sendið það kunningjum ykkar upp í sveit fyrir jólin. —

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.