Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Síða 2

Verklýðsblaðið - 08.12.1931, Síða 2
Snýkjudýrm á Eyrarbakka. (Verkaraannabréf). ýslumaður hyggst að láta atvinnuleysingj- na vimia við lögun á sýsluveginum i'yrir litla 5a enga borgun, og ætlar að nota umboðsþý sitt, hreppstjórann, til að koma slíku í framkvæmd. Sunnudaginn 1. nóvember auglýsti hrepp- tjórinn Jón Einarsson að haka ætti upp veg- nn, sem liggur í gegnum þorpið, austan frá jarnaskólanum vestur að Ásabergi. Var mönn- ím þar með gefinn kostur á að gera tilboð í /erkið. Jón áskildi sér rétt til að taka því til- joði sem honum bezt líkaði, ennfremur áskildi íann sér rétt til að hafna þeim öllum. Þar sem að atvinnuleysi hefir verið mjög nikið undanfarna mánuði, og litlar líkur til. ið úr því raknaði, er ekki nema eðlilegt að /erkamönnum léki hugur á að gera tilboð. Til ið fyrirbyggja miskunarlausa samkeppni, á- cvað verklýðsfélagið á fundi 1. nóvember að jera tilboð í verkið og að vinnan skyldi skift- cst á milli þorpsbúa. Til að gera tilboð í verk- ð og leita upplýsinga um það, var kosin 3 nanna nefnd. Kosningu hlutu þeir Ólafur Bjarnason, Andrés Jónsson og Jón Jakobsson. Þegar þeir Ólafur og Andrés fóru að leita sér upplýsinga um verlcið hjá Jóni, skýrði hann 3vo frá: 1) Að ekki þyrfti að haka niður fyr- ir holur sem í veginum væru, en út fyrir þær rllar. 2) Að vegalendin væri 6—700 metrar og að bjóða ætti í vegalengdina í einu lagi (hin umtalaða vegalengd er allt að 1200 metr- ar). Þeir Ólafur skýrðu frá því, að verklýðs- félagið hefði sent þá og að hugmyndin væri að sem allra flestir gætu orðið vinnunnar að- njótandi. Jón lét á sér skilja, að ekki tæki að skifta þessari vinnu milli margra, ennfremur gaf hann þær upplýsingar, að ekki væri hægt að leggja til grundvallar það sem áður hefði tíðkast um borgun. Þá var spurt að hverjir stæðu fyrir þessu verki og sagðist hann sem umboðsmaður sýslumanns, gera það. Þeir Ól- afur fóru fram á, að komast að samkomulagi við hann um verkið, en að slíku var ekki kom- andi. Jón talaði um að menn ynnu þetta verk fyrir litla eða enga borgun og að ýmsir væru fúsir til þess ef almenningur gerði slíkt hið sama. Hann lét á sér skilja að menn væru aðgerðalausir og mættu vera fegnir, ef þeir fengju eitthvað að vinna. Ekki að furða þó að Magnús snýkti sér at- kvæði verkamanna hér í vor, ekki að furða þó hann hræsnaði fyrir þeim, hann vissi sem var, að hann myndi ekki geta dulið til lengdar hið sanna innræti sitt fyrir þeim. Hann, sem hefir margar þúsundir í laun á ári, hann sem safnar andstyggilegri ýstru meðan verkalýð- urinn líður skort, hann, sem svelgir í sína hít þúsundir, sem píndar eru út hjá fátækum verkamönnum og bændum með tollum af nauðsynjavörum, hann hyggst að nota hina hræðilegustu neyð verkamanna og láta þá þræla helzt fyrir ekki neitt. Um Jón er það að segja, að hann hefir hlot- ið verðskuldaða fyrirlitningu alls verkalýðs yfir langan tíma, svo að vesalings maðurinn ætti ekki úr háum söðli að detta, því hans hugsunarháttur var mönnum kunnur og af honum vænti sér enginn verkamaður neins góðs. Þegar þeir Ólafur og Andrés höfðu fengið áðurgreindar upplýsingar, ákváðu þeir að snúa sér til stjórnarinnar í verklýðsfélaginu og skýra frá öllum málavöxtum, þar sem sýnt var, að ef verkið yrði unnið eins og Jón lét í veðri vaka, að ekki yrði greiddur gildandi kauptaxti verkalýðsfélagsins á staðnum, sem er 90 aurar á klukkustund við vegavinnu. í verklýðsfélaginu er nefnd manna, sem á að athuga öll þau tilboð, sem að gerð eru í ákvæð- Ávarp. Nú gengur yfir allan auðvaldsheiminn sú ægilegasta kreppa, sem sögur hafa farið af, og eru afleiðingar hennar hungurdauði hundraða og þúsunda manna á degi hverjum. Kreppa þessi hefir þegar haldið innreið sína hingað til landsins og hefir hún átakanlegast komið fram í atvinnuleysi síðasta sumar, svo að slíks eru engin dæmi áður yfir hábjarg- ræðistímann. En öllum verkalýð landsins má vera það ljóst, að það erfiðasta er þó framundan. Munu nú margir horfa með ugg og ótta frain á komandi vetur, þar sem tekjur frá sumr- inu eru litlar eða engar, vaxandi dýrtíð sökum verðfalls krónunnar, en hinsvegar lítil sem engin atvinnuvon. En þó er enn ótalin svartasta hættan, sem yfir verkalýðnum vofir. Nú er þegar hafin árás á kjör hans frá hendi atvinhurekendanna, sem gengur í þá átt, að lækka launin fyrir þessa litlu vinnu, sem um er að gera. Má öllum verkalýð og hverjum þeim, sem nokkuð setur sig inn í kjör hans, vera það ljóst, hve mikið er í húfi að fast sé staðið á móti þeirri árás. Er því fyrirsjáanlegt, að 1 vetur muni verkalýður landsins verða að standa. í harðvítugri kaupdeilu en hann áður hefir þekkt. Verður sú deila honum því erf- iðari, þar sem hann er bjargarlítill undan sumrinu og kaupmáttur þeirrar krónu, sem hann hefir með höndum fer minnkandi með hruni f rónunnar á peningamarkaðinum. — Verður atvinnurekendum því auðveldara að láta sultinn neyða verlcalýðinn til að gefast upp í bar- áttunni, ef ekkert verður aðhafst honum til stuðnings og varnar. ASV vill nú þegar byrja að búa sig undir, að geta veitt verkalýðnum sem beztan stuðning í þessari baráttu hans. Snýr það sér því til verkalýðsins og allra þeirra, sem honum vilja stuðning veita, og hvetja þá til að leggja að mörkum eitthvað í mat, fötum eða peningum, sem ASV útbýtir síðan meðal verkalýðsins, eftir því er þörf krefur, þegar neyðin fer að sverfa að. Vill ASV sérstaklega beina máli sínu til þeirra manna, sem hafa yfir að ráða íslenzkum framleiðsluvörum, sem liggja í landinu lítt- eða óseljanlegar. Dylst ekki að þar getur verið að ræða um auðveldustu og þýðingarmestu hjálp, að verkalýðnum sé gefinn kostur á að njóta þeirra verðmæta, sem hann hefir framleitt, en sem liggja lítt seljanlegar vegna kaupgetuleysis og offramleiðslu á heimsmarkaðinum. Miðstjórn ASV, íslandsdeildin. isvinnu og sjá um að ákvæðisvinna sé ekki notuð til að lækka kaupið og að ekki sé unn- ið undir taxta félagsins. Það mætti nú ætla, að verklýðsforinginn, Þorvaldur, formaður félagsins, yrði fljótur að bregða við og kalla saman fund í félaginu. Reyndin varð nú allt önnur. í stað þess eru tómar vífilengjur og ýms vandræði, sem hamla fundi, auðvitað var það tómur heilaspuni, af ragmennsku sprottinn, og svo viljaleysi. Hann Þorvaldur er sem sé skólastjóri og fær sín laun frá því opinbera og þarf ekki að vera að berjast fyrir því að bæta sín kjör. þess vegna reyndist hann svo mikið lítilmenni þegar á reyndi. Því mega Eyrbekkingar aldrei gleyma. Þegar farið var að vinna við veginn, kom í Ijós, að unnið var allt öðruvísi en þeim Ólafi var skýrt frá. í fyrsta lagi, að í stað þess að borga visst fyrir alla vegalengdina, var nú borgað visst á faðminn og í stað þess að safna gjafadagsverkum var verkið nú látið í ákvæð- isvinnu (akkorði). Þegar þeir Ólafur og Andrés sáu þennan misrnun á vei*kinu og þeim upplýsingum, sem Jón gaf þeim viðvíkjandi verkinu, þá snéru þeir sér aftur að stjóminni í verklýðsfélaginu og kröfðust þess að vinnan yrði stöðvuð, þar sem þeir hefðu verið blekktir með röngum upplýsingum og þar með hefðu þeir ekki getað gert tilboð. Stjórnin í verklýðsfélaginu reynd- ist lítilvirk sem fyrri daginn, og gerði ekki neitt til að kalla saman fund til að ræða mál- ið. Ennfremur taldi stjórnin öll vandkvæði á því að stöðva vinnuna. Stjórnin og þá formað- ur helzt, vildi alls ekki komazt í ónáð hjá hreppstjóra eða sýslumanni (enda er letigarð- urinn skammt frá). Það er hörmulegt þegar slíkir menn sem Þorvaldur hafa forustuna á hendi í verklýðs- félögum, en með sama áframhaldi munu verka- menn fara að meta skrum hans og glamur að verðleikum. Mestar þakkir eiga þeir Ólafur og Andrés skilið fyrir aðgerðir sínar í þessu máli, og I ættu verkamenn að hafa það hugfast næst | þegar þeir velja sér trúnaðarmenn, að velja ! sér slíka menn úr sínum hóp, þó að þeir slái | ekki um sig á fundum með allskonar glamri j og skrumi. Eyrbekkingur. Verkalýður Hafnarfjarðar fylkir sér um atvinnukröfur Kommúnista og býður Sovét-sendinefndinni heim. 4. des. var fundur í „Verkamannafélaginu Hlíf“ í Hafnarfirði, haldinn eftir áskorun kommúnista, til að ræða atvinnuleysið. Lögðu kommúnistarnir í Ilafnarfirði fram tillögu fyrir fundinn um áskorun til bæjarstjórnar- innar að koma á atvinnubótum og atvinnu- leysisstyrk og gefa atvinnulausum verkalýð eftir útsvar. Voru tillögurnar samskonar og annarsstaðar hafa verið bornar fram af lcom- múnistum. og samþykktar af verkalýð víðast hvar á landinu. Með tillögunum töluðu Friðjón Jóhannsson, Kristinn Sigurðsson og Einar Olgeirsson. Var þeim tekið hið bezta og tillögurnar samþykkt- ar í einu hljóði. Einar Olgeirsson skýrði frá því, að nú kæmi verklýðssendinefndin frá Rússlandi og ákvað félagið að bjóða henni suðureftir, ef hún hefði tíma til að tala þar. Ennfremur var samþykkt iað skora á útvarpsráðið, að leyfa sendinefnd- inni að flytja frásögu frá ferð sinni í útvarpið. Fundur þessi var hinn fjölsóttasti og var öllum verkamönnum boðið þangað, einnig þeim, sem utanfélags voru. ■■■iiimiiimi 11111111111111111111 iiniiiiiiiinrTiiiiiTmiiiíwwiiTiiuniiiniiiimi „RAUÐA TORGIГ OG ALÞÝÐUBLAÐIÐ. Alþýðublaðið lýgur því, að Guðm. Skarphéð- insson hafi borgað sama kauptaxta á söltunar- stöð Einkasölunnar og greiddur var í fyrra. 'Eins og skýrt hefir verið frá hér í blaðinu gekk Guðm. Skarphéðinsson á undan öðrum at- vinnurekendum, braut kauptaxta verkakvenna- félagsins á stúlkunum, skipaði þeim að undir- skrifa skuldbindingu um að vinna fyrir það kaup, sem hann skamtaði, en hótaði þeim að reka þær úr vinnunni ella. Fyrir þær sérverk- unaraðferðir, sem mest munaði um, lét Guðm. borga 50 aurum fyrir neðan taxta. Um rekstursreikninga söltunarstöðvarinnar er Verklýðsblaðinu ekki kunnugt, en enginn leggur trúnað á orð slíkra lygalaupa sem Er- lings Friðjónssonar. í ’iiokkru af upplaginu hafa tvö núll verið sett af vangá aftan við áskrifendafjölda 5 v. áætlunarinnar. \ 't i

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.