Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 1
 ÚTGEFANDI: KONNÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.) III. árg. Reykjavík 26. janiiaj* 1932 4. ttol. [indæma mmm \ Keflavik Formaður verkamannafélagsins fluttur nauðugur til Reykjavíkur Verkamannafélaéínu ógnað til að gera samþyktir gegn eigin vilja Verkamenn flýja frá Keflavík fyrir ofbeldishótunum Verkamenn í Keflavík eiga nú í deilu, sem fyrst og fremst gildir samtakarétt verkalýðs- ins. Verkamannfélagið krafðizt samninga af útgerðarmönnum um viðunandi kjör. Hófu þeir verkfall til að koma þessu fram og kröfðust þess jafnframt af Alþýðusambandinu að af- greiðsla báta frá Keflavík yrði stöðvuð meðan á deilunni stæði. Varð Alþýðusambandið við þeirri kröfu. Stórútgerðarmenn í Keflavík og verkfæri íhaldflokksins urðu svo æfir, þegar verkamenn þar beittu í fyrsta skipti samtökum sínum, til þess að koma fram nauðsynjamálum sínum, að þeir vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Höfðu þeir í hótunum við Axel Björnsson formann Verkamannafjelagsins og kváðu hann ekki óhultan í Keflavík. Gæti komið til mála að þeir misþyrmdu honum eða jafnvel dræpu hann. Lét skríll þessi svo ófriðlega, að Axel flutti úr herbergi sínu fyrir tilmæli vina sinna. Á mánudagskvöld kom skip til Keflavíkur (Vestri) til að sækja fisk. Var þá haldinn mjög fjölmennur fundur í verkamannafélaginu og ákveðið að afgreiða skipið ekki og kom því eng'inn til vinnu þegar Vestri kom. Um nóttina svaf Axel hjá kunningjafólki sínu í Keflavík. En um kl. 3 um nóttina ræðst 20—30 manna hópur útgerðarmanna og verk- færa þeirra inn í húsið í forboði húsráðanda. Tóku þeir Axel, skipuðu honum að klæða sig og koma með sér. Ekki gat illþýði þetta á sér setið' að leggj a höndur á Axel meðan hann var að klæða sig'. Var nú farið með hann út í bát og haldið af stað til Reykjavíkur. Um nóttina létu óbótamennirnir óspart dynja yfir Axel hin verstu óþverraorð, sem þeir áttu í fórum sínum, og hótuðu að misþyrma honuin, ef hann brosti að þeim. Ennfremur hótuðu þeir, að honum skyldi verða misþyrmt, ef hann kæmi aftur til Keflavíkur. Þegar hingað kom, var það fyrsta verk Ax- els að kæra illþýði þetta. En fyrst mörgum klukkutímum eftir að kæran kom í hendur lög- reglustjóra var gefin fyrirskipun um að taka þá fasta, en þá voru þeir auðvitað allir á bak og burt. Ganga því óbótamennirnir lausir og er ekki annað sýnlegt en að lögreglustjóri haldi hlífi- skildi yfir þeim. Menn þessir eru margsekir við hegningar- lögin. Þeir hafa raskað næturfriði manna, brot- ist með ofbeldi inn í hús og tekið friðsaman mann fastan og flutt hann nauðugan í burtu. Auk þess haft í hótunum1 um misþyrmingar i og þaðan af verra. En Morgunblaðið flytur mikla lofgjörð um glæpamennina, dásamar glæpi þeirra og hvetur bæði þá og aðra til frekari ódæða. Ef réttlæti ríkti í landinu myndu því Morg- unblaðsritstj órarnir og forkólfar íhaldsflokks- ins, sem hvetja til slíkra glæpa, verða hand- teknir fyrstir allra. En hér ríkir stéttarréttarfar. Hér ríkir rétt- arfar glæpamannanna frá Keflavík og stéttar- bræðra þeirra. En þessi ódæðisverk, atburðirnir í Vest- mannaeyjum og grimmdaræði lögreglunnar í Reykjavík sýna að hér eru að rísa upp fasist- iskir óaldarflokkar undir forustu og vernd valdhafanna. Það er því kominn tími til þess fyrir verka- menn að búast til varnar. Ný ofbeldisverk. , Á föstudagskvöld var haldinn fundur í verkamannafélaginu í Keflavík. Eftir skamma stund var húsið umkringt af æstustu ofbeldis- mönnum úr útgerðarmannafélagi Keflavíkur. Réðust þeir síðan inn á fundinn, báru fram til- lögu um það að félagið skyldi lagt niður og til- mæli til Alþýðusambandsins um að létta af- greiðslubanninu af Keflavíkurbátunum. Ógn- uðu þeir félagsmönnum til að samþykkja þetta. Einn greiddi þó atkvæði á móti. Iiér er um að ræða skref’ sem auðvaldið hefir aldrei fyr stigið hér á landi. Fasistiskur óaldarflokkur er stofnaður til að hindra sam- tök verkamanna með ofbeldi. — Það ætti að vera öllum ljóst, hversu nauðsynlegt það er að kæfa slíkt athæfi í fæðingunni. Samtakarétt- ur verkalýðsins er í voða ef ekki tekst að bæla niður ’óþjóðalýð þenna. Það er fyrst og fremst undir samtökum verkalýðsins í Reykjavík komið, og ríður nú á ao grípa til þeirra ráð- stafana, sem duga. Verkamenn flýja frá Keflavík. Frá því deilan hófst í Keflavík hefir gengið á stöðugum liótunum frá útgerðarmanna hálfu um að misþyrma þeim verkamönnum, sem fremst standa í hreyfingunni. Kveður svo rammt að þessu að menn hafa ekki verið óhultir um líf sitt og orðið að flýja til Reykja- víkur. Um hvað stendur deilan í Keflavík? Það er athyglisvert að Alþýðublaðið leynir lesendur sína þess um hvað deilan stendur í Keflavík, en þetta er öllum verkalýð nauðsyn- legt að fá að vita. Aðalkrafa verkamanna í Keflavík er fast | kaup fyrir sjómenn yfir vertíðina, þó svo i kunni að fara, að þeir verði að sætta sig við 1 Baráttan gegn launalækkuninni Ríkisstjórn og bankar hafa í þágu atvinnu- rekendastéttarinnar fellt verkalaur.in stórkost- lega með gengislækkuninni. Smámsaman er þessi kauplækkun að verða verkalýðnum c'týr með hækkuðu vöruverði. Og þegar á vetrar- mánuðina líður, mun hún sýna hið sanna inni- hald sitt: dýrtíðina, sem gerir kaup verka- lýðsins aðeins að 2/s þess, er það var síðasta ár. Annað enn þá ógurlegra vofir yfir. Frekari dulklædd eða opinber krónulækkun er vel hugsanleg á næstunni — meira að segja lík- leg. Frekari — ófyrirsj áanleg launalækkun í þessari mynd vofir yfir verkalýðnum. Það er því allt undir því komið að allur verkalýður skilji hættuna í tíma og búist til baráttu gegn þessari launalækkun sem þegar er framkvæmd. En atvinnurekendum er ekki nóg að lækka kaupið með gengisfallinu. Þeir ætla að lækka það beinlínis jafnframt, bæta 10—25% lækk- un ofan á gengislækkunina. Atvinnurekenda- stéttin beitir fyrir sig sterkasta vopni sínu, ríkisvaldinu, og níðist á þeim hluta verkalýðs- stéttarinnar, sem lagalega er verst sett, starfs- mönnum ríkisins, sem bannað er að gera verkfall. Togaraeigendur krefjast 15% launa- lækkunar. Bankarnir krefjast hlutaskipta á línuveiðurunum. Ríkisreksturinn í auðvaldsskipulagi, sem kratarnir hafa barist fyrir í 15 ár, sýnir sína sönnu mynd. Ríkisstjórnin, sem kratarnir studdu í 4 ár og Jón Bald. taldi ekki vera at- vinnurekendastjórn, brýtur ísinn með næst- um 12—23% launalækkun. Dýrtíðaruppbótin er felld niður úr 40% niður í 27% og 17%. Laun barnakennara, sem alltaf hafa verið með verst launuðu starfsmönnum, eru nú lækkuð úr 207 kr. niður í 186, þótt vitanlegt sé að við slík hungurlaun er gersamlega ólif- andi. Og þetta framkvæmir ríkisstjórnin, sem þykist vera hlynnt aukinni alþýðumenningu. Þetta er kórónan á skólapóljtík Jónasar frá Hriflu: reka burtu fátæka, efnilega nemendur og svelta síðan kennarana og eyðileggja starfs- krafta þeirra. En verkalýðurinn hefir ekki í hyggju að sætta sig við hungurárás auðvaldsins þegjandi. Þeir tímar eru nú á þrotum, að alþýða lands- ins bæni sig undir kjaftshöggunum og þakki í auðmýkt að fá að halda „náðarbrauðinu“ frá „atvinnuveitendum“. Gagnsókn og vörn verkalýðsins eru þegar hafin. Járniðnaðarmennirnir hafa brotið ís- inn, lagt út í verkfall og tryggt sér hækkun, er samsvarar dýrtíðinni. Sjómenn í Vest- mannaeyjum hafa náð samningum við smáút- hlutaskiptin. Og deilan í Keflavík getur því að- eins talin leidd til sigursælla lykta, að sú krafa nái fram að ganga. Og Keflvíkingar verða að ná fullum sigri, eftir allt, sem á undan er gengið. Sýnið keflvísku stéttarbræðrunum samúð í orðum að athöfnum. Styðjið söfnun A. S. V.! Verið á verði að ekki verði afgreiddir bátar frá Keflavík!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.