Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 4
ReykjðuíMilii Xiniúnistiflolíksjis
heldur fund í Templarasalnum við Bröttugötu fimmtud, 28. þ. m. kl. 8 e. h.
' UMRÆÐUEFNI:
Yms áriðandi flokksmál.
Pundurinn er aðeins fyrir flokksfélaga og gildir skírteini sem aðgöngumiði. Þeir, sem
enn ekki hafa fengið skírteini, geta fengið það hjá gjaldkera við innganginn.
Allir flokksmenn verða að rnæta.
Hesteyrarhneykslid
Eins og skýrt var frá í síðasta blaði hef-
ir nú komið upp nýtt Krossanesmál hjá síldar-
bræðslustöð Kveldúlfs á Hesteyri. Það hefir
sannast að síldarmál þau, sem Kveldúlfur hefir
notað undanfarið eru öll fölsuð. Eru þau allt
að 15 lítrum stærri en hið löggilta mál (150
lítrar).
1 44. tbl. Verklýðsblaðsins f. á. er sagt
greinilega frá þessu hneyksli og sýnt fram á
með rökum, að rnálin séu fölsuð og þess kraf-
izt að tekið sé í taumana. 1 janúar sendi svo
Sjómannafélagið stjórninni kæru. Ólafur Þor-
grímsson lögfræðingur var þá sendur vestur.
Þegar vestur kom, neitaði umboðsmaður
Kveldúlfs að segja til hvar mælikerin væru
niður komin og varð því að leita að þeim og
fundust þau loks.
Það er engin smáræðisfúlga, sem Kveldúlfur
'hefir haft af premíukaupi sjómanna sinna með ’
þessu glæpsamlega athæfi, enda var allt með
ráðum gert. Ólafi Thors tókst að koma því inn
í lögin um mat á síld, að ekki þyrfti að vikta
síld sem afhent væri, ef þess væri ekki kraf-
izt af kaupanda. Nú er Kveldlúfur bæði kaup-
andi og seljandi að síldinni. Ólafur gætti því
prýðilega hagsmuna sinna á þingi. Nú þóttist
hann óhultur geta haldið áfram að hafa fé af
sjómönnum, með fölsuðum síldarmálum.
En Sigurjón Ólafsson var ekki eins árvakur
um hagsmuni sjómanna, því eins og Verklýðs-
blaðið hefir áður skýrt frá, kvaðst hann ekki
hafa fylgst með umræðum um málið á þingi.
Verklýðsblaðið hefir krafist þess, að lögin
um síldarmat verðí endurbætt þegar á næsta
þingi. Þetta nýja Krossaneshneyksli ætti að
verða til þess að þær kröfur yrðu svo hávær-
ar, að ekki yrði komist hjá því að fyrirbyggja
það að svo miklu leyti, sem unnt er með lög-
um, að slíkur stórþjófnaður á premíukaupi
sjómanna endurtaki sig.
wmmmmammmuammmm mihiiiiwhi—iwhiiiihiii iiiiiini ii
Verklýðsfundur
um deilurnar í Vestmannaeyjum og Keflavík
og grimmdaræði lögreglunnar í Reykjavík. j
Á laugardagskvöld hélt Kommúnistaflokkur- j
inn almennan verklýðsfund í Templarasalnum * 1
við Bröttugötu til að ræða atburði síðustu daga j
og yfii’standandi deilur. Fundurinn var mjög |
fjölmennur og voru fundarmenn sammála um !
nauðsyn samfylkingar verkalýðsins, gegn sam- |
fylkingu borgarastéttarinnar, sem nær alla leið 1
frá svartasta íhaldinu yfir til kratabroddanna. |
— Á fundinum talaði Árni Ágústsson og
reyndi að sundra samfylkingu verkalýðsins, en
fékk. enga áheyrn. Enníremur talaði Jón A.
Pétursson af krata hálfu. Af kommúnista
hálfu töluðu Brynjólfur Bjarnason, Guðjón
Benediktsson, Haukur Björnsson, Hjörtur
Helgason, Rósinkrans ívarsson, Ólafur Guð-
brandsson og Áki Jakobsson.
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar í einu !
hljóði:
Burt með bæjarstiórnina!
„þar scm bæjarstjórnin heíir synjað öllum kröf-
um verkalýðsins í Reykjavik um atvinnubætur og
atvinnuleysisstyrk, krefst fundurinn þess, að bæjar- i
stjórnin segi tafarlaust af sér“. !
„þar sem verkamannafélagið „Dagsbrún" og I
margir fjölmennir verkiýðsfundir .í Reykjavík hafa j
samþykkt þessa kröfu, væntir fundurinn þess að :
bæjárfulltrúai' Alþýðuflokksins flytji á næsta bæjar-
Stjórnarfundi tillögu um að bæjarstjórnin segi af
sér og nýjar kosningar verði látnar fara íram“.
Styiið A. S. V.
„Fjölinennur fundur verkalýðsjns í Reykjavík
lialdinn 23. jan. 1932 skorar á alla alþýðu að styðja j
söfnun ASV fyrir verkfallsmenn i Vestmannaeyjum
og Keflavík og vinna að eflingu ASV um allt land“.
i
Mótmæli gegn æði lögreglunnar.
„Fundurinn lýsir megnustu óbeit sinni á fram- !
komu lögreglunnar gegn atvinnuiausum verka- !
mönnum á bæjarstjórnarfundi hinn 21. þ .m., þar j
sem iiún réðist að ástæðulausu á þá og misþyrmdi j
þeim á liinn dýrslegasta liátt. Fundurinn krefst þass ■
að lógreglumenn þeir, sem sekir eru, verði iátnir
sæta fullri ábyrgð gerða sinna og tafariaust reknir". j
Samúðaryfirlýsing með verkamönnum
í Vestmannaeyjum og Keflavik.
„Verklýðsfundur haldinn að tiililutun Kommún- j
ístaflokks Islands lýsir fyllstu samúð sinni með
baráttu sjómanna og verkamanna í Vestmanna-
eyjum og Keflavík og mótmælir eindregið ofbeldi
þvi, sem framið hefir verið gagnvart forvígismönn-
um verkalýðsins á þessum stöðum undir hlífiskildi
Jónasar frá Hriflu og Morgunblaðsins. Treystir
fundurinn þvi, að sjómenn ráði sig ekki til þessara
staða áður en deilan hefir verið útkljáð og skorar
á alian verkalýð að styðja baráttu stéttabræðra
sinna á allan hátt“.
Á fundinum safnaði A. S. V. rúml. 23 kr. til
styrktar félögunum í Vestmannaeyjum og
Keflavík.
í lok fundarins lofuðu fundarmenn, sem einn i
maður, að vera á verði að ekki yrðu afgreiddir
bátar frá Keflavík meðan á deilunni stendur.
Rógurinn um Rússland
Blefken endurborinn.
Fyrir skemmstu var uppgjafalækni nokkrum
héðan úr bænum hleypt í útvarpið til þess að
andmæla frásögnum íslenzkra sjónarvotta af
ástandinu í Rússlandi. Fékk hann þrjú kvöld
til umráða, ef vera mætti, að þannig væri hægt
að drekkja í orðaflaumi áhrifum þeim, sem ís-
lenzkir útvarpshlustendur kynnu að hafa orðið
fyrir af frásögn Framsóknarmannsins Jens
Hólmgeirssonar um það, sem hann varð
áskynja um hag almennings í Rússlandi af eig-
in sjón og reynd.
Fyrst las prófessorinn (hér eru allir slíkir
menn nefndir einhverjum þesskonar nöfnum)
þýðingu á köflum úr rússneskri skólabók um
fimm-ára-áætlunina, enda lét hann í veðri
vaka, að fyrirlestrar sínir ættu að vera um
það efni. En þegar hann hafði lokið lestri
þessara kafla og túlkað þá, sem fáránlegar
draumórahugmyndir, þá minntist hann ekki
framar á efni það, er hann, samkvæmt fyrir-
sögn erindanna, hafði valið sér, heldur tók að
lesa upp útdrátt úr hinu alþekta lyga- og sví-
virðuriti auðnuleysingjans rúmenska, Panait
Istrati, sem var, eins og kunnugt er, leigður
af frönsku verzlunarfyrirtæki til að skrifa níð
um Rússland. Ræðumaður gleymdi alveg éfni
sínu, fimm-ára-áætluninni, af hrifningunni yfir
bjánalegu kjaftaslúðri þessa ómerkilega leigu-
lygara. Meiri hluti fyrirlestranna voru þannig
einna svipaðastir lýsingum Blefl<ens af íslandi
á 16. öld, en um þær talaði Pálmi Hannesson
rektor í útvarpinu einmitt þessi sömu kvöld.
rp w 0 x:•
1 resmiðir,
Reynið Kasolíu límduftið, þá munið þið fvam-
vegis ekki nota annað lím.
Einkasala á íslandi
Lúðvík Storr,
Laugaveg 15.
Gúmmístígvél
allar stærðir á karla,
konur og börn. Afar'ódýr.
Skóverzlun
B. Stefánsson,
Laugavegi 22 A. — Sítni 628.
Bílstöðin „Bíllinn"
Laugaveg 26
hefir ávalt til leigu ódýrasta bíla.
Áreiðanlegir bílstjorar.
Sími 1954.
Þær lýsingar, sem hinn endurborni Blefken
gaf okkur á Rússlandi höfðu eina eftirtektar-
verða hlið. Það, sem hann lýsti, var kapital-
istiskt þjóðskipulag, nákvæmlega með sama
sniði og gerist, bæði hér og annarsstaðar, þar
sem einkaauðurinn ræður yfir ríki og lands-
íólki: 98% af þjóðinni eru fátæklingar, en 2%
eru yfirstétt, sem baðar í rósum og lætur hina
vinna fyrir sig skítverkin. Húsakynni þessara
98% eru slæm, einna svipuðust og víða hér í
Reykjavík, margir sofa á gólfinu og jafnvel
undir rúminu, sumir meira að segja undir
gólfinu, að því er ræðumaður skýrði frá; al-
menningur hefir lítið eða ekkert að éta og lifir
í eitruðu lofti, skítugur og lúsugur, nákvæm-
lega eins og viðgengist hefir hér á landi allt
fram á þennan dag. Aftur á móti kvað einir
skór í Rússlandi kosta sem svarar 270 krónum,
svo það er íhugunarvert, hvort við ættum ekki
að senda þessu aumingja fólki nokkur pör af
íslenzkum skóm. En fólkið þorir ekki fyrir.
nokkurn mun að gera verkfall á móti þessum
2% af þjóðinni, sem kúgar það, því verkföil
eru ekki leyfð(!!). „Ríkið fer með verkamenn-
ina eins og ágengur og óprúttinn auðmaður.
Enginn jöfnuður er til nema á pappírnum.
Nýja efnastéttin á Rússlandi er engu betri en
aðalsmennirnir voru“ (orðrétt).
Hinir fáu meðlimir stjórnarflokksins lifa aft-
ur á móti eins og greifar í hinum fáu nýju
húsum, sem byggð hafa vierið, — þó ekki án
þess að veggjalýs hafi komist þar inn. (Hvað-
i an þessir nýju auðkýfingar stjórnarflokksins
| hafi auð sinn, var aftur ekki ljóst af orðum
i ræðumanns, með því vitað er, að æðstu stjórn-
! arembættismönnum Rússlands er lögbannað
! hærra kaup á mán^ði en 300 rúblur, sem þó
| tæplega geta hrokkið fyrir nýjum skóm handa
; fjölskyldunni). Þrátt fyrir byggingarnar vex
húsnæðisleysið hröðum skrefum. Gildi pening-
anna fellur óðum. Að visu hefir sumum verið
kennt að lesa, en ræðumaður lét þau orð falla,
að lestrarkunnátta væri almúgafólki fremur til
ills en góðs.
Hið eina torskilda í þessum Blefkensræðum
var það, hvernig fyrirlesarinn sem góður og
gildur afturhaldsmaður og lítillátur taglhnýt-
ingur auðborgara skuli geta látið sér til hugar
koma að rísa öndverður gegn jafn raunsærri
og nákvæmri mynd af auðvaldsfyrirkomulag-
inu í öllum sínum viðbjóði. Manni finnst, að
það væri rökréttast, að slíkur maður félli fram
og tilbæði skipulag af þeirri tegund, sem hann
lýsti. Rússlandsvinur.
1
(
i’i'entsmiöjan /N'.'.tii.