Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 2

Verklýðsblaðið - 26.01.1932, Blaðsíða 2
vegsmenn um fast kaup og hækkandi kaup með vaxandi dýrtíð. Er það ágætt fordæmi öðrum. Sannar það verkalýðnum að verkföll geta vel unnist, þótt á krepputímum sé. Meðal starfsmanna ríkisins, einkum barna- kennara, er mikil óánægja með þá tvöföldu launalækkun, sem þeim er ætlað að þola. Er vel hugsanlegt, að þeir hefji einnig baráttu gegn kaupkúgun ríkisins. Á Patreksfirði, Bol- ungarvík og Keflavík beitir verkalýðurinn sam- tökunum til að hrinda af sér kauplækkunartil- raununum og tekst það. Sjómenn og verkamenn í Reykjavík bíða hinsvegar enn átekta. Verkefnið meðal þeirra er að undirbúa baráttuna. Og fyrst og fremst er þá að vinna að afnámi hlutaskiptanna, og halda hinu raunverulega kaupi. Linubátade ila n Alit meiri- og minnihluta undir- búningsnefndar. Fundur var haldinn í Sjómannafélagi Reykjavíkur 19. þ. m. Fundarefni var launa- deila sjómanna í verstöðvunum út á landi, Vestmannaeyjum og Keflavík. Fundurinn sam- þykkti áskorun til sjómanna mn að fara ekki til þessara staða meðan á deilunni stæði. Inn í umræðumar spannst deilan á Patreks- firði, en tími vannst ekki til að afgreiða hana. Aðalmálið var nefndarálit samningaundir- búningsnefndar fyrir línuveiðara. Nefndin varð ekki sammála og lagði fram tvö áht, meiri- og minnihluta. Vildi meirihlutinn undir forustu formanns sjómanna í Hafnarfirði, Jens Pálssonar, halda fram samningum síðasta árs óbreyttum og þar á meðal síldveiðasamn- ingum, sem allir sjómenn er þá veiði stunduðu síðastliðið sumar, komu allslausir frá, en sleppa alveg kröfunni um hafnarfrí og íhlut- un skipverja um matvælakaup. Minnihluti nefndarinnar, Rósinkrans ívarsson, hélt fram að teknar væru þær kröfur, sem félagið upp- haflega stillti, á fyrra ári, sem eru fast mán- aðarkaup og premia af afla, hafnarfrí og frjálsa verzlun með matvæli skipverja, er þeir borga sjálfir. Á síldveiðum sömu kjör og á botnvörpuskipum. Rósinkrans benti á. að þetta væru þær kröfur, er félagið hlyti að berj- ast fyrir, til að losa sjómenn að fullu við að vera jafnháða verðsveiflum aflans og þeir eru nú, einkanlega á síldveiðum. Formælandi meirihlutans taldi óhæfu að stilla svona kröf- um því útgerðarmenn gætu orðið vondir yfir þeirri ósvífni, að sjómönnum dytti í hug að reyna að tryggja sér lægstu þurftarlaun. í annan stað hélt hann mjög á lofti getuleysi útgerðarmanna á þessum erfiðu tímum, og sagði að sjómenn yrðu að stilla kröfum sínum í hóf eins og hægt væri, því annað væri þýð- ingarlaust. Einnig taldi hann nokkrar líkur fyrir, að verðlag á síld gæti orðið betra næsta ár en nú, en varð þá ógreitt um svör, er hann var spurður að, á hverju hann byggði það að svo gæti orðið, en taldi þó helzt uppgjöf ófrið- arskuldanna og tillögur Hoovers, og var auð- heyrt að hann hefði lesið Tímann vandlega og sótt þangað spádóma um betra síldarverð. Rósinkrans upplýsti að á flestum þessum bát- nm hvíldu há sjóveð fyrir ógreiddum vinnu- launum frá síðasta ári, og að hinir raunveru- legu eigendur bátanna væru bankarnir, sem ættu orðið skipin og útgerðamauðsynjarnar. Rósinkrans hélt fast við það, að kröfu útgerð- armanna um hlutaskipti, yrðu sjómenn misk- unnarlaust að svara með kröfunni um fast kaup og premíu. Með tillögu minnihlutans tal- aði einnig Bjöm Bjarnason og með minnihlut- anum Sigurjón Ólafsson, en lagði þó til að hvoi'utveggja álitum væri vísað til samninga- nefndar og var það samþykkt. Ennfremur var samþ. að fela stjórn félagsins að fara með samninga. Ennfremur upplýsti formaður, að togaraútgerðarmenn heimtuðu 15% launalækk- un og samningum um síldarveiðar væri frestað óákveðið. Þessu máli var frestað til næsta ' Bæjarstjórnin sigar hamslausri lögreglu á verkamenn Kröfum atvinnulausra verkamanna, um brauð, svarað með kylfuhöggum og misþyrmingum Síðasti bæjarstjórnarfundur, er haldinn var til að enda seinni umræður um fj árhagsáætl- unina, var því miður ekki nægilega fjölmenn- ur af verkamönnum, því fundurinn var mjög lærdómsríkur fyrir verkamenn. Fjárhagsáætl- unin, sem íhaldið í bæjarstjórninni hafði lagt fram, var sýnilegt tálm þess, að íhaldið ætlar að láta sér í léttu rúmi liggja, þótt verkamenn þessa bæjar verði að glíma við hungurvofuna í vetur. En sumir verkamenn höfðu búist við því að fulltrúar Alþýðuflokksins myndu reyna að berja fram kröfur verkamanna, sem þéim hafði verið falið. En sú von brást. Að vísu fluttu þeir ýmsar breytingatillögur við fjár- hagsáætlunina, sem öllum verkalýð var ljóst að nægði ekki á neinn hátt til að sjá verkalýð þessa bæjar farborða þetta ár. Allar breytinga- tillögur þeirra voru drepnar án neinnar veru- legrar mótstöðu. Og að þeim föllnum, fannst þeim engin þörf á að taka upp kröfu verka- lýðsins, að bæjarstjórnin segði af sér. Þeir hafa víst allir óttast eins og Ólafur Friðriks- son, að við nýjar kosningar myndu verkamenn taka upp á því að kjósa sér aðra fulltrúa en verið hefir. Þegar fjárhagsáætlunin var af- j greidd, sem er einstök í sinni röð fyrir sví- I virðilega harðýðgi í garð hins atvinnulausa verkalýðs, var fundinum haldið áfram fyrir luktum dyrum og rædd útsvarsmál. En fjöldi verkafólks beið fyrir utan á meðan, til að fá tækifæri á eftir að tala við bæjarstjórnina. Þegar fundi var lokið, kröfðust verkamenn þess að fá bæjarstjórnina til viðtals. En þess var synjað. Hélt bæjarstjórnin sig inni en lét tvo lögregluþjóna gæta dyranna. Að lokum kom þó Hermann lögreglustjóri fram í dymar að baki lögregluþjónanna. Var hann beðinn að koma þeim orðum til bæjarstjómarinnar, að verkalýðurinn vildi fá að tala við hana nú, þar sem hún væri öll saman komin. Það hafði oft verið reynt að fá hana á fund með verka- mönnum, en hún aldrei viljað sýna þá kurt- eisisskyldu að koma. Nú væri tækifæri að tala við hana um vandamál verkamanna. Kröfðust verkamenn þess að fulltrúar flokk- anna gæfu skýr svör um afstöðu sína til kröfu verkalýðsins um að bæjarstjórnin segði af sér, er hún hafði svarað kröfum verkamanna um atvinnubætur og atvinnuleysisstyrk með sult- arfjárhagsáætlun þessari. Kváðust þeir myndu rýma til strax er þessi svör væru fengin. En bæjarfulltrúamir neituðu allir að svara, og eins kratarnir, þó Dagsbrún hafi falið þeim að flytja málið í bæjarstjóm. Leið nú nokkur stund. Fóru nú að drífa að fleiri og fleiri lögreglu- J'jónar, sem Kristinn múrari hvítliði hafði smalað saman. Og áður en nokkurn varði heyrðust kylfurnar hvína um höfuð verkamanna. Verkamenn voru lítt undir þessa viðureign búnir, — þar sem þeir voru komnir til að flytja mál sín fyrir bæjarstjórninni, en ekki til að berjast við ríkislögreglu Jónasar og kratanna. Urðu samt allmiklar ryskingar, er ' stóðu um hálfa klukkustund. Beitti lögreglan kylfunum miskunnarlaust gegn varnarlausum æskulýðnum og börðu einkum konur, unglinga og gamalmenni — og misþyrmdi þeim. Sætti lögreglan sérstaklega lagi að berja með kylfunum aftan á háls verkamanna, og er það eitt af hættulegustu höggunum, sem lögreglan getur veitt. Og einum verkamanni var haldið undir svona þrælahögg, af þeirri á- stæðu, að hann kaus heldur að snúa að lög- reglunni en að hafa hana að balti sér. Meðan á ryskingunum stóð, voru bæjarfull- trúarnir lokaðir inni í fundarsalnum undir vernd lögreglunnar, en er ryskingunum var að mestu lokið, var bæjarfulltrúunum hleypt út og þeir leiddir heim undir öruggri hand- leiðslu lögreglunnar. „Þetta eru svörin, sem við fáum við kröfum okkar“, varð einum verkamanni að orði, er hann fékk kylfuhögg hjá lögreglunni. „Þau eru andskotans mátuleg handa ykkur“, svaraði lögregluþjónninn. Svo mörg eru þau orð. Verkalýðnum ætti nú að fara að verða það fyllilega ljóst, til hvers lögreglan er launuð af fé alþýðunnar. Öll bæjarstjómin er meðsek lögreglustjóra um þetta tilræði við reykvískan verkalýð. Al- þýðuflokksfulltrúarnir virðast eiga þar óskift mál. í stað þess að aðvara verkamenn um að verið væri að smala lögreglunni neituðu þeir að svara þeim spurningum sem lagðar voru fyrir þá og földu sig þar til lögreglan kom á vettvang. Eftir að hamstola lögreglan hafði misþyrmt verkamönnunum, sem þeir eiga að heita fulltrúar fyrir, og stórslasað suma, löbbuðu þeir niðurlútir heim til sín undir vernd þessara fanta. Verkamenn! eigum við lengur að kaupa vöndinn á okkur? Er það ekki skylda okkar að hnekkja lögregluvaldi borgaranna? Fylkjum okkur þétt um kröfur okkar, en látum ekki hugfallast. SamtÖk verkalýðsins eru sterkari en hung- | urvofan og lögregluvaldið. íundar, sem líklega verður aðalfundur, því hann á að haldast fyrir lok þ. m. Fundarmaður. i Yerkfallinu á Patreksf. lokið Verkfallinu er nú lokið á Patreksfirði. Hef- ir Ólafur Jóhannsson orðið að láta í minni pokann og samið við verkamannafélagið. Er þetta mikill sigur, því verkamenn áttu í vök að verjast, vegna sprengingastarfsemi Fram- sóknarbroddanna þar vestra. Sannsöglí Morgunblaðsíns Morgunblaðið segir frá því, að 4 lögreglu- þjónar hafi komið á vettvang eftir bæjar- stjórnarfundinn á fimmtudaginn. Allir sem viðstaddir voru vissu að yfir 20 manna lög- regluflokkur var látinn gera áhlaup með kylf- um sínum, svo ekki skakkar nú miklu. Ekki furða þó ekki séu sem nákvæmastar fregnirn- ar frá Vestmannaeyjum eða Rússlandi, þegar sannleikanum er snúið þannig við á ekki lengri leið en frá Templarahúsinu að skrifstofu Morg- unblaðsins. Kommúnistaflokkurinn eflist Ný deild á Eskifirði. Á Eskifirði var nýlega stofnuð deild úr Kommúnistaflokki íslands, og telur hún 17 fé- laga. Áhrif Kommúnistaflokksins fara nú mjög vaxandi á Austurlandi. í hverjum kaupstaðn- um á fætur öðrum eru stofnaðar deildir úr flokknum. Heilir í hópinn, félagar!

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.