Verklýðsblaðið - 01.03.1932, Síða 2
3. Ríkið ábyrgðist innstæður smærri spari-
fjáreigenda.
4. Atvinnufyrirtæki þau, sem Útvegsbank-
inn hefir lánað fé, skyldu rekin áfram með
fé frá Landsbankanum beint og farið með
þau samkvæmt öðrum þeim kröfum, er kom-
múnistaflokkurinn gerir um atvinnurekstur
nú til að draga úr atvinnuleysinu.
Og hefði slíkum kröfum verið framfylgt, þá
væri íslenzk alþýða loksins laus við allt ís-
landsbankafarganið og arftaka þess að fullu
og öllu og hefði fyrr mátt vera.
Fara Jónarnir frá?
En nú mun aðeins meiningin að láta Jónana
í kyrþey fara frá bankanum og þagga niður
allt sem gerst hefir. Framsóknarflokkurinn
hefir þegar dregið sinn flokksfulltrúa til baka
og hinir flokkarnir ætla að fara að dæmi
hans og halda að þeir sleppi þannig ódýrast.
En nú heyrist engin rödd um rannsóknar-
nefnd etc., enginn flettir nú ofan af atferli
íslandsbanka hins nýja á þeim eina stað þar
sem óhætt væri að tala, á Alþingi Islendinga.
Samábyrgðin með íhaldinu hefir nú svæft sam-
vizku jafnvel þeirra, sem rumskuðu þó fyrir
2 árum síðan.
Eitt skref enn í áttina til ríkisgjaldþrots.
„Ríkissjóður ábyrgist allt innstæðufé, sem
tekið er til ávöxtunar í Útvegsbanka íslands
h. f. og útibúum hans, og kemur sú ábyrgð
næst á eftir hlutafé og áhættufé bankans“.
Svo hljóða hin nýju lög.
„Ríkissjóður ábyrgist“ Hverjum? Hvað?
Er ríklssjóður fær um að snara út fjár-
fúlgu á við innstæðufé bankans ef nýtt áhlaup
væri gert af hræddum sparifjáreigendum?
Sá ríkissjóður, sem vart getur greitt verka-
laun reglulega til starfsfólks síns? Ríkissjóð-
urinn, sem missir aðalhluta tekna sinna með
innflutningshöftunum og hinn hlutann smám-
saman sökum vaxandi kreppu og minnkandi
kaupgetu almennings í landinu?
Ríkissjóðurinn, sem sjálfur er á heljarþröm-
inni, á að ábyrgjast fyrir aðra!
Sú ábyrgð hefir aðeins eitt gildi.
Hún er áskorun til allra þeirra, sem trú
hafa á borgaralega þjóðfélaginu og fjármála-
stjórn auðvaldsins, að treysta hlutafélaginu,
„Útvegsbanki íslands“, jafnvel — eða jafn-
illa — og ríkissjóð sjálfum.
Hún er yfirlýsing ríkisvaldsins um algera
samábyrgð við þetta útlenda og innlenda auð-
valdsfyrirtæki. En ábyrgðin felur líka í sér
annað meira.
Hún hótar um leið að nú verði ríkisvaldið
sjálft notað til að afla ríkissjóði tekna eins
og til þarf, til að standast allar þessar ábyrgð-
ir, bæta upp öll skakkaföllin. Og þær tekjur
verða teknar með auknum tollaálögum á al-
þýðu. Verkalýðurinn veit á hverju hann á
von. Og Alþýðusambandsstjórnin veit líka
með hverju hún hefir greitt atkvæði.
Ríkisstjórnin hefir líka ráðin í hendi sér,
ef henni þykir með þurfa. Verði áhlaup manna
á bankana of harðvígugt til þess að ríkissjóð-
ur þoli það, þá getur ríkisstjórnin gripið til
álíka ráðs og gert var í Þýzkalandi: að banna
sparif járeigendum með lögum að taka út nema
ofurlítinn hluta af sparifénu, festa sparisjóðs-
innstæðuna. I Þýzkalandi ábyrgist ríkið fyrir
flestalla stærstu bankana og þar er nú farið
svona að. Ríkið er þar í rauninni gjaldþrota
en verst þess að viðurkenna það með svona
örþrifaráðum. Og er ástandið að verða mikið
annað hér?
Endalokin eru auðsæ.
Fyrst láta bankarnir gæðingum sínum hald-
ast uppi að skulda ógurlegar fjárupphæðir,
taka á sig hver miljónatöpin á fætur öðrum
— en aldrei er gert upp.
Og þannig er haldið áfram unz bankaniir
komast í þrot.
Þá tekur ríkið á sig skuldbindingamar gagn-
vart kröfuhöfum þeirra. Miljónatöpunum er
velt yfir lá hið breiða bak alþýðu með auknum
tollabyrðum, — en aldrei eru bankarnir gerðir
upp.
Þvert á móti er skuldum safnað í sífellt
stærri stíl, ný lán tekin, alþýðan heft í óþol-
andi skuldafjötur. Töpin eru „þjóðnýtt“ svo
miljónum skiftir. Og það er ekki látið staðar
numið, meðan ríkissjóður getur pínt alþýðuna
til að greiða töpin af svindilbraski auðvalds-
ins.
En þegar þolinmæði alþýðunnar að lokum
þrýtur, —
Og þegar ríkissjóður ekki lengur getur
þrautpínt alþýðuna handa útlendu og innlendu
auðvaldi —
Þá kemur dagur reikningsskilanna. Þá gerir
verkalýðurinn upp.
legt, þegar athugað er hvílík alvara er á ferð-
um.
Svívirðan frá 1930 er að endurtaka sig.
Þjóðin var þá í blindni látin skrifa upp á 30
miljón króna víxilinn. Nú er hann framlengd-
ur og 10—20 milj. bætt við, sem síðan hafa
tapazt.
Alþýðunni er ekki leyft að dæma, en ábyrgð-
inni af miljónatöpum útgerðarinnar og heild-
salabrasks, er skelt á hennar herðar.
Verkalýðurinn fær engu að ráða um útgerð-
ina. Örfáir útgerðarstórlaxar og fulltrúar
þeirra í bankanum drotna eftir vild. En verka-
lýðurinn er með drepþungum tollum og skött-
um píndur til að bera ábyrgðina af gerðum
þeirra, greiða miljónatöpin.
Auðmennimir og fulltrúar þeirra í bönkun-
um fá að braska eftir vild og fá gróðann þeg-
ar vel gengur, eins og íslandsbankastjórarnir
og hluthafamir rækilega sanna. En tapist, þá
fær alþýðan að ábyrgjast og greiða töpin.
Um þessa skiftingu á gróða og tapi eru allir
þrír flokkarnir, Ihald, Framsókn og Alþýðu-
flokkurinn hjartanlega sammála. Ef vernda
þarf hagsmuni auðvaldsins gegn alþýðunni, þá
kemst ekki hnífurinn á milli.
Spár kommúnista rætast.
I blaðinu, „Dagur verkalýðsins“, sem kom-
múnistar í Reykjavík gáfu út 1. maí 1930 og
var fyrirrennari „Verklýðsblaðsins“, voru lög-
in um Útvegsbankann skýrð með eftirfarandi
orðum:
„1. Banki spekúlantanna er endurreistur, hlýtur
nýtt nafn, nýtt fjármagn og nýja bankastjóm.
2. Rikið er raunverulega gert ábyrgt fyrir útgerð-
arbraski einstaklinga og öllum þeim skellum, sem
kunna að lenda og hljóta að lenda á bankanum.
3. Miljónaskuldasúpa bankans er lögð á herðar
almennings.
Allt þetta verður alþýðan að greiða með auknum
tollum og sköttum í framtíðinni“.
Þetta allt er nú komið greinilega á daginn.
Kröfur kommúnista.
Hefði kommúnistaflokkurinn átt þingmann
á Alþingi, hefðu kröfur hans verið:
1. Útvegsbankinn skyldi tekinn til gjald-
þrotameðferðar undir eins.
2. Bankastjóramir skyldu settir í gæzlu-
varðhald og rannsóknamefnd skipuð á bank-
ann.
Stríðið í Kína.
þeir, sem hafa fylgst með í deilunni milli Japan
og Kína, allt frá því fyrsta, að Jaþanar hófu inn-
rásina í Mansjúríu í seþtember síðastliðnum og
þar til þeir að síðustu réðust til landgöngu með
herlið í Shanghai, hafa furðað sig á, að Evrópu-
stórveldin og þjóðabandalagið með allt sitt friðar-
glamur, skuli láta slíkt ofbeldi og grimdaræði,
sem Japanar hafa beitt í hemámi sínu, viðgangast,
svo að segja án þess að hreyfa litlafingurinn til
bindrunar framferði Japana.
þegar Japanar í fyrstunni réðust inn í Mansjúríu
leitaði Kína strax til þjóðabandalagsins og beidd-
ist íhlutunar þess með að stöðva framrás Japana
og útkljá deiluna með gerðardómi án vopnavið-
skifta og blóðsúthellinga. Japan og Kína eru bæði
í þjóðabandalaginu.
Hér virtist gefast gott tækifæri fyrir þjóðabanda-
lagið að sýna ágæti sitt og koma í veg fyrir slíkt
böl, sem styrjaldir eru fyrir mannkynið. þjóða-
bandalagið settist því á rökstóla til að taka deilu-
mál Japana og Kína til meðferðar. Strax bar á því
á fyrstu fundum þjóðabandalagsins, hve stórveldin
Bretland og Frakkland virtust draga taum Japana
í deilunni og vildu sem mest draga sig í hlé á
ráðstefnunni. Samt sem áður féll úrskurður þjóða-
b'andalagsins fyrir atkvæði smáríkjanna, sem í því
eru, á þann veg, að Japanar hefðu beitt ofbeldi og
órétti og bæri að hafa sig á braut úr Mansjúríu án
tafar. Jafnframt útnefndi bandalagið nefnd, sem
átti að fara austur til frekari ransóknar á mála-
vöxtum, en á meðan bar Japönum að hverfa á
braut úr hinum hemumdu héruðum og bíða eftir
nánari úrskurði þessarar nefndar.
En það skrítna skeði, að Japanar virtu alveg að
vettugu dóm þjóðabandalagsins og það svo berlega,
að .þeir héldu áfram hernámi sínu á hinn ■grimmi-
legasta hátt og það í sömu mund, sem „mann-
kærleika og friðarvinimir" sátu á rökstólum í Genf.
Eins og öllum erkunnugthljóðasomþykktir þjóða-
bandalagsins á þann hátt, að hvenær sem deila
risi upp meðal meðlima þess skuli engum vopnum
beitt af hálfu aðila, en málið dæmt af gerðardómi
þjóðabandaíagsins og sé dómur þess fullnaðar-
úrskurður í deilunni. Óhlýðnist annarhvor aðiiinn
úrskurði gerðardómsins, em allir meðlimir banda-
lagsins skyldugir til að leggja hann í viðskipta-
bann og slíta öllu samneyti við hann. Og ráðist
bann að óréttmætu gegn úrskurði gerðardóms-
ins með hervaldi á andstæðing sinn, þá eru allir
meðlimir þjóðabandalagsins skyldir til í samein-
ingu og að jöfnu í hlutfalli við stærð þeirra
að leggja fram fé og herafla til að þröngva
þeim, sem óréttinum beitir, til hlýðni, og ber hann
að öllu ábyrgð á þeim kostnaði og tjóni er leiðir
af óhlýðni hans.
Enda þótt að Japanar séu sterkir og erfiðir heim
að sækja fyrir aðrar þjóðir, til að kúga þá með
hervaldi til hlýðni, skyldi maður halda, að nokkur
áhætta fýlgdi þvi fyrir þá, að ganga í berhögg við
alla meðlimi þjóðabandalagsins og þar á meðal
Breta og Frakka, sem auðvitað yrðu Jöpunum yfir-
sterkari í vopnaviðskiptum, ef þær tvær stórþjóðir
snerust með fullri alvöru á móti þeim og Jöp-
unum gæti framferði sitt þá orðið dýrt spaug.
Og ekki hafði látið svo lítið í friðarbásúnum Breta
og Frakka að undanförnu að öllum ófriðarseggj-
um skyldi grimmilega hegnt. Sagan frá 1914 skyldi
ekki endurtaka sig að nýju.
En hvemig stendur þá á því, að Japanar leggja í
þá stóru áhættu að brjóta sín gefin heit og allar
reglur þjóðabandalagsins gegn svona sterkum að-
ilum? Jafnframt er kunnugt, að íapanar sem stór-
veldi hafa mjög andstæða hagsmuni og keppa á
verzlunarsviðinu í austurhöfum mjög freklega við
Breta og Bandaríki Ameríku, sem bæði eiga miklar
nýlendur og mikilla verzlunarhagsmuna að gæta á
þessum slóðum. Sama gildir og um Frakka. — það
er því miður aðeins hægt að láta sér detta eitt svar
í hug. Og það er að hemám Japana í Kína hafi
verið gert með fyrirfram fengnu samþykki Bretlands
og Frakklands — og Bandarikin, sem standa fyrir
utan þjóðabandalagið, hafi ekki séð sér hag í öðru
en að halda sig fyrir utan deiluna fyrst um sinn.
— En hvemig stendur þá á að þessi ríki, sem eru
megnustu keppinautar Japans, em samþykkir að
gefa keppinaut sínum svona aukið vald, sem
óumflýjanlega hlýtur að veita honum bætta að-
stöðu til að ná undir sig meiru og meim af verzl-
unarviðskiptum Kyrrahafslandanna til tjóns fyrir
Evrópu-stórveldin?
Greinilegt svar við þessari spumingu fæst við
lestur og samtengingu ýmsra greina er birzt hafa
í ýmsum blöðum í Englandi og sem einna greini-
legast kemur fram nýlega í forystugrein í „Manch-
ester Gardian" í því blaði Breta, sem viðurkennt er
fyrir að vera hið áreiðanlegasta um heimildir um
utanrikismál og þá fyrst og fremst Breta sjálfra.
Astæðan kemur þar skýrt í ljós.
Evrópu-stórveldin (Bretar og Frekkar og þjóð-
verjar fyrir heimsófriðinn) ásamt “frelsisvinunum“
Bandaríkjum Ameríku hafa öll gert sig sek i ráni
og kúgun nýlendna í austurhöfum í miklu stærri
stíl, en Japanar hafast nú að. Og það væri eins
og stóri þjófurinn færi að dæma lifla þjófinn fyrir
að stela, ef þeir færu að hindra framferði Japana
nú. Englendingar, sem eru stærstu nýlendukúgarar
heimsins, eiga langstærstan hluta af lendum sín-
um einmitt í Kyrrahafinu, miklu nær Japan en
Englandi sjálfu. Sama gildir um. Frakka. þeir eiga
stórar nýlendur austur í Austur-Indlandi og Indo-