Verklýðsblaðið - 12.04.1932, Side 1
VFR KI WI^RI Alllll
▼ SJFðDulll fl V
ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.)
III. ápg, Reykjavík 12. appíl 1932 15. tbl.
Leynisamningar milli íhaldsog Framsóknar
Ihaldið ætlar að svíkja kjördæmamálið fyrir eitt ráðherrasæti i „þjóðstjórn44
Hér í blaðinu hefir þegar oftar en einu sinni
verið sagt í sambandi við kjördæmaskipunar-
málið, að íhaldsflokkurinn væri þrátt fy,rir allt
raup um „réttlætismál11 og „mannréttindi“
reiðubúinn að svíkja sitt eigið kjördæmaskip-
unar- og kosningarréttarfrumvarp, ef samn-
ingar tækjust við Framsóknarflokkinn um
samsteypustjórn eða „þjóðstjórn“ og bróður-
lega skiptingu á bitlingum ríkissjóðs.
Síðustu daga hafa nú þeir viðburðir gerst
á bak við tjöldin, sem taka af allan efa um
þetta mál og eiga eftir að gera öllum lýðum
ljóst, hvert stefnir í stórpólitíkinni hér á landi.
Ihaldsflokkurinn hefir staðið í leynilegum
samningaumleitunum við Framsókn um stofn-
un „þjóðstjómar" nú þegar á þessu þingi. En
þrátt fyrir allt leynimakk getur „Verklýðs-
blaðið“ í dag frammi fyrir öllum landslýð
flett ofan af þeim svikráðum, sem þar hafa
verið rædd:
Ihaldsflokkurinn hefir að undangengu sam-
komulagi við fjármálaráðherrann, Ásgeir Ás-
geirsson, boðið Framsóknarflokknum að láta
kjördæmaskipunar- og kosningarréttarmálið
niður falla í þrjú ár eða þar til þetta kjör-
tímabil er á enda, ef samningar takizt milli
þeirra um myndun „þjóðstjórnar“ með
Tryggva Þórhallssyni sem forsætisráðherra,
Ásgeiri Ásgeirssyni sem fjármálaráðlierra og
Pétri Magnússyni sem dómsmálaráðherra.
íhaldsflokkurinn hefir treyst því, að þetta
leynitilboð kæmist ekki almenningi til eyrna,
og að hann mundi eftir sem áður, ef því yrði
hafnað, geta leikið málsvara „mannréttind-
anna“. En svikin eru komin upp. íhaldið er
reiðubúið að selja kjördæmaskipunar- og kosn-
ingarréttarfrumvarp sitt, „mannréttindin“ og
undirskriftimar allar, sem það safnaði, fyrir
eitt ráðherrasæti og önnur þau fríðindi, sem
fylgja því að vera stjórnarflokkur. Hvort þessi
kaup takast þegar á þessu þingi skal enn
ósagt látið. En svo mikið er víst, að með að-
stoð Ásgeirs Ásgeirssonar hefir íhaldinu þeg-
ar tekist að vinna Framsóknarmennina Bjarna
Ásgeirsson, Lárus Helgason, Bernharð Stef-
ánsson og Jón Jónsson í Stóradal til fylgis við
þenna fyrirhugaða bræðing. En samninga hefir
einnig verið leitað við aðra og áhrifameiri
menn í Framsókn:
Ólafur Thors sat í tvo tíma á ráðstefnu við
Trygg\?a Þórhallsson forsætisráðherra á föstu-
daginn, til þess að ræða þessar fyrirætlanir.
Og að þær samningaumleitanir ennþá ekki
hafa borið tilætlaðan árangur er eingöngu að
kenna persónulegum mótsetningum milli
Ihaldsforingjanna og Jónasar frá Hriflu. Því
að eftir að íhaldsflokkurinn hefir tjáð sig fús-
an til þess að falla frá kjördæmaskipunar-
frumvarpi sínu, er um engan verulegan ágrein-
ing að ræða milli Framsóknar og Ihalds. Fýrir
báðum vakir sem stendur aðeins þetta eitt, að
bjarga auðvaldinu hér á landi út úr yfirstand-
andi kreppu á kostnað verkalýðsins með áfram-
haldandi launalækkunum. Fyrir þessum sam-
eiginlegu hagsmunum munu allar persónulegar
mótsetningar áður en varir verða að engu.
,,Þjóðstjórn“ Framsóknar og Ihalds verður
stolnuð eí ekkl á þessu þingi, þá að afstöon-
um kosningum!
Alþýðuflokksforingjarnir eru með lífið í
lúkunum út af þessum leynisamningum. Þeir
sjá fram á það, að þeir muni, ef samningarnir
takast, verða afskiptir við úthlutun bitling-
anna. Bankastjórastöðumar eru í hættu. Það
er bersýnilegt, að Ihaldið hefir haft Alþýðu-
flokkinn að ginningarfífli. Þegar hann hefir
orðið því að því gagni, sem til var ætlazt,
gefur það honum sparkið. Eina von Alþýðu-
flokksins er sem stendur, að honum muni tak-
azt að selja sig Framsókn ódýrara en íhaldið.
Bakarar segja upp sammngi
við atvinnurekendur
Bakarasveinafélagið hefir sagt upp samning-
um við atvinnurekendur frá 1. maí. Krefjast
þeir allmikillar hækkunar frá núgildandi taxta
(25—30%), 8 stunda vinnudags og tveggja
vikna sumarfrís, í stað 1 viku í núgildandi
samningi. Undanfarið hefir kaupið víðast ver-
ið hærra en taxtinn, enda hafa bakarasveinar
haft lægst kaup af iðnlærðum mönnum hér i
bæ. I sumar var kaup það, sem greitt var, kr.
86.65 á viku, að meðaltali, en í haust var
kaupið talsvert lækkað hjá mörgum atvinnu-
rekendum. Nú krefjast bakarasveinar 90
króna meðalkaups á viku.
Ætla mætti að bakarasveinar standi betur að
\ugi vegna þess, að Alþýðubrauðgerðin er einn
samningsaðili af atvinnurekenda hálfu, og
kröfur þeirra eru í fullu samræmi við þær
samþykktir, sem gerðar voru í verklýðs'mál-
um á síðasta þingi Alþýðusambandsins. Enn-
fremur er rétt að minnast þess, að hvergi í
nálægum löndum er vinnutími bakara lengri
en 8 stundir á dag.
Trésmíðavinnustofa ®
Árna J. Árnasonar
Skólastræti 1 B. Síiui; 1423
Reykjavík
Framleiðir alls konar húsgögn,
dýr og ódýr: I Svefnhei'bergi,
borðstofur, skrifstofur, smíðar
búðarinnréttingar, og einnig sér-
stök stykki. Vinnustofan vinnur
með nýtýsku vélum og hefir
ágætum fagmönnum á að skipa.
— Gerir tilboð og teikningar. —
Vörur sendar um land alt
gegn eftirkröfu.
Leitið upplýsinga.
Peningar og pólitík
„Hver ráð eru til þess að knýja valdsmenn
þjóðarinnar til að láta undan?“, spyr Morgun-
blaðið í grein er nefnist „Skattarnir“. Og
blaðið bendir jafnframt á eina leið í að neita
skattgreiðslum til ríkissjóðs.
Barátta íhaldsmanna fyrir myndun „þjóð-
stjómar“, er að taka á sig skýrara og skýrara
form. I fyrsta lagi er það barátta fyrir þátt-
töku í úthlutun bitlinganna og í öðru lagi bar-
átta fyrir „nauðsynlegri samvinnu flokkanna
— til þess að samrýma vinnulaunagreiðslu við
afrakstursverð atvinnuveganna", eins og Páll
Ólafsson framkvæmdarstjóri kallar það sem á
almennu máli nefnist launalækkun.
Framsóknarflokkurinn hefir enn sem komið
er verið andvígur þjóðstjórnarhugmyndinni,
þótt hinsvegar munu vera mjög svo skiftar
skoðanir um málið innan flokksins. Þessi a£-
staða Framsóknarmanna á síður en svo rót
sína að rekja til viljaleysis í þá átt að velta
byrðum kreppunnar yfir á verkamenn og fár
tæka bændur, heldur mun hún sumpart eiga
orsök sína í metnaðargirni og valdafíkni ein-
stakra foringja hans og embættalýðsins sem
eru hræddir um stöður sínar og sumpart í
hræðslu flokksins við að missa fylgi einhvers
hluta „iðjumannanna“, sem seint mundu skilja
slíka sambræðslu.
Hinsvegar er það engum vafa undirorpið að
íhaldsmenn eiga yfir því vopni að ráða, sem
getur knúð þessa kröfu þeirra frani. Þetta
vopn felst í valdi þeirra yfir þeim framleiðslu-
tækjum, sem skapa yfirgnæfandi meirihluta
alls útflutningsverðmætis og þar með gjald-
eyrisins. Á því sviði er mikill aðstöðumunur
með flokkunum.
Nægir í því sambandi að benda á að þeir 40
togarar, «em gerðir eru út hér og að mestu
leyti eru háðir yfirráðum Kveldúlfs og Alli-
ance framleiddu um 35% af öllu útflutnings-
verðmæti landsins í fyrra, eða 15—16 milj.
króna áf 45l/2 milj. kr. útflutningi. Á sama
tíma komast allar afurðir landbúnaðarins ekki
upp í 10% af verðmæti útflutningsins. Land-
búnaðurinn er nú rekinn með stórkostlegu
þjóðarbúskapslegu tapi og fer afkoma hans sí-
hrörnandi. Þannig voru fluttar út fyrstu tvo
mánuði 1931 landbúnaðarafurðir fyrir 468 þús.
krónur, en á sama tíma í ár fyrir 177 þús. kr.
og eru það ekki nema um 2þó % af verðmæti
útflutningsins. Saltkjötstunnan, sem stóð í 102
kr. í fyrravetur, er nú komin niður í 45
krónur.
Hótanir um að beita þessu valdi eru þegar
að stinga upp höfðinu í blöðum íhaldsins, sam-
tímis eru á ferðinni dulklæddar hótanir um að
neita skattgreiðslum til ríkissjóðs og nú alveg
nýlega fréttist um nýja fyrirætlun íhalds-
manna, sem er einn liður í þessari baráttu,
stofnun sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis.
Forystumaður þessa fyrirtækis er Jón Þor-
láksson. Hefir þegar verið kosin stjóm og
mun þessi nýi banki sem „viðstöðulaust fékk
staðfestingu af fjármálaráðh. Ásg. Ásg.“ (!)
(Jón Þorl.) taka til starfa alveg á næstuimi.
Útan um sparisjóðinn standa undir forustu í-
haldsins, efnuðustu miðstéttarmenn Reykja-
víkur.
Stofnun Sparisjóðs Reykjavíkur ber tví-
mælalaust að skoða sem pólitíska hótun til