Verklýðsblaðið - 28.06.1932, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.)
III. árg. Reykjavík 28. júní 1932 26. tbl.
EkRi eins eyris launalækkun!
Yerkamenn á Sigiufiröi neita kauplækkun yíö ríkisbræðsluna. Togarasjómenn hafna smánar-
boði Kveldúlfs. Samúðaryfirlýsingar verkamanna og sjómanna í ReykjaYík og Yestmannaeyjum
Deilan um rikisbræðslima á Siglufirði.
Launaárás ríkisauðvaldsins og' Kveldúlfs á
verkalýðinn er hafin.
Við ríkisbræðsluna heimta fulltrúar atvinnu-
rekenda kauplækkun, er nemi 25,000 krónum.
Ef gengið er út frá 100 verkamönnum, þá
samsvarar það að nema 250 kr. af sumar-
kaupi bláfátæks verkamanns, sem gengið hef-
ir atvinnulaus allan veturinn. Þau verkfæri
auðvaldsins, sem hér er beitt, stjórn verk-
smiðjunnar, hræsna svo með því, að verið sé
að gera þetta fyrir sjómennina. En sannleik-
urinn er sá, að þó því, sem rænt yrði af kaupi
landverkamanna, yrði bætt ofan á síldarverð-
ið (sem alls ekki er líklegt), þá fengju sjó-
menn aðeins V3 af þessum 25,000 kr., þar
sem þeir eru ráðnir upp á ca. 33%. Það yrðu
handa þeim ca. 500 sjómönnum, sem yrðu á
30 skipum við síldarbræðsluna: 16 kr. í hlut.
Hvaða háseti vill nú ræna 250 kr. frá fá-
tækum stéttarbróður í landi, til að fá 16 kr.
sjálfur, en fleygja hinu í útgerðarstórlaxana
og — þó fyrst og fremst — í botnlausa hít
ríkisbræðslunnar, sem Ihald, Framsókn og
kratar — með Sveini Ben., Þormóði og Guðm.
Skarp., í unaðslegri samvinnu, hafa séð um að
skapa þar frá upphafi?
• Þar sem bræðslustjómin hafði, að dæmi
Jónasar frá Hriflu, haustið 1930, og nú eftir
fullri fyrirskipun Magnúsar Guðm. og útgerð-
arauðvaldsins, hótað bræðsluverkamönnunum
atvinnumissi og eymd í sumar, ef þeir ekki
vildu lækka kaupið,, buðust þeir til að stytta
helgidagatímann úr 36 tímum niður í 24, ef
verkamannafélagið samþykkti. Áleit bræðslu-
stjórnin þessa tilslökun vera alveg ónóga.
Verkamannafélagið neitaði hinsvegar líka með
55 atkv. gegn 50 að slaka nokkuð til á taxt-
anum — ekki sízt þar sem þessi tilslökun
hvorki hefði nein áhrif né gerði sjómönnum
nokkurt gagn í þá átt að tryggja þeim við-
unanlegt kaup. .
Kommúnistum Siglufjarðar, sem hafa for-
ustuna í þessari baráttu, er ljóst að hér er um
vægðarlausa kúgunartilraun ríkisauðvaldsins
að ræða, sem mætt verður eingöngu með
miskunnarlausri baráttu verltalýðsins og full-
kominni samfylkingu hans.
Kaupkúgunartilraun Kveldúlfs.
Eftir að útgerðarmönnum hafði tekizt með
aðstoð kratabroddanna að koma fram launa-
lækkun sjómanna á línuveiðurum og mótor-
bátum með því að halda áfram hlutaráðning-
unni, hugði Kveldúlfur til hreyfings, að koma
álíka smánarkjörum einnig á á togurunum.
Bauð hann Sjómannafélagi Reykjavíkur að
lækka kaupið úr 214 kr. á mánuði niður í 150
kr. og premíuna niður í 3 aura af máli, en var
áður 4 aurar af fyrstu 2000 málunum, 5
aurar af næstu 2000 og 6 aurar þaðan í frá.
Kvað hann tilboð þetta sitt ýtrasta.
Samtímis reyndi Kveldúlfur svo að æsa
bræðsluverkamennina á Hesteyri upp á móti
togarasjómönnum og kvaðst lækka kaup
1 þeirra úr 1.00 kr. niður í 70 aura af því kaup
togarahásetanna væri svo hátt.
Ætlaði Kveldúlfur þannig að beita alveg
hliðstæðri aðferð og bræðslustjómin á Siglu-
firði: deila og drottna. Og kauplækkun hjá
báðum er álíka: 30—40%.
Togarasjómenn svara Kveldúlfi.
Á fundi í Sjómannafélagi Reykjavíkur sl.
fimmtudagskvöld var tilboð Kveldúlfs rætt og
kom sjómönnum saman um, að það væri ekki
svaravert, aðeins ein hjáróma rödd vildi „at-
huga“ það. En hinir róttæku sjómenn réðust
sjálfir undir eins á hvem þann, er eitthvað
vildi til slaka.
Viðvíkjandi Siglufjarðardeilunni kom fram
frá kommúnistum eftirfarandi tillaga og var
samþykkt með öllum greiddum atkvæðum:
„Sjómannafélag Reykjavíkur lýsir fyllstu samúS
sinni með baráttu verkamanna á Siglufirði gegn
kaupkúguninni og álítur sameiginlega baráttu sjó-
manna og landverkamanna, — sem nú verða fyrir
hinni harðvítugu árás atvinnurekenda, — vera
mesta nauðsynjamál verkalýðsins".
Jafnframt voru samþykkt mótmæLi gegn
stöðvun ríkisbræðslunnar.
Verkalýður Reykjavíkur mótmælir
sultarherför auðvaldsins.
Föstudagirm 24. júní var síðan haldinn
mótmælafundur, boðaður af undirbúnings-
nefnd atvinnuleysingja, er kosin var á fundi
Kommúnistaflokksins, er sagt var frá síðast.
Er sagt frá fundi þessum á öðrum stað í
blaðinu, en þar fylkti verkalýður Reykjavíkur
sér áþreifanlega inn í þá allsherjarsamfylk-
ingu, sem nú er verið að skapa, undir forustu
Kommúnistaflokks íslands, gegn árás auð-
valdsins á líf og launakjör alþýðu.
Verltamenn og sjómenn Vestmannaeyja taka
fund af Jóhanni Jósefssyni og láta hann
fara smánarför.
Alþingismaður íhaldsins í Vestmannaeyjum
hafði í Mogganum hróðugur boðizt til hins
göfuga starfs sem þrælahaldari og kaupkúg-
ari að kúga sjómenn „sína“ til að vinna í
ríkisbræðslunni fyrir smánarlaun, helzt helm-
ingi lægri en bræðslustjórnin heimtaði. —
Dreymdi hetjuna um að stýra kúguðum vei’k-
fallsbrjótalýð til Siglufjarðar, en hann reikn-
aði hvorki með kommúnistiskum verkalýð
Siglufjarðar né Vestmannaeyja. Boðaði hann
til sjómannafundar föstudagskvöldið 24. júní.
Um þann fund barst Verklýðsblaðinu eftir-
farandi fréttaskeyti frá fregnritara sínum í
Vestmannaeyjum:
Jóhnnn Jósefsson alþingismaður boðaði sjómenn
á fund í gærkvöldi að Breiðabliki. Var salurinn
troðfullur. Fundarefni var það að blekkja sjómenn
til fylgis við launaárásir rikisvaldsins á siglfirzk-
an verkalýð í síldarbræðslu rikisins og fá atvinnu-
Frh. á 4. síðu.
Hreinar línur
Stéttabaráttan á Sig’lufirði
Það, sem fram hefir farið, síðan samsteypu-
stjóm „Framsóknar“ og íhalds var sett á
laggimai’, hefir áþreifanlega staðfest það á-
lit, sem Kommúnistaflokkurinn frá upphafi
lét í ljós um ætlunarverk hirmar nýju stjóm-
ar. Undir eins og hún hafði stöðvað sakamála-
rannsóknimar móti þeim bandittum braskara-
stéttarinnar, sem hættast voru staddir, ís-
landsbankastjórunum gömlu, Eggert Claessen
og Qo., vatt hún að því verki, sem er heimar
aðal ætlunarverk, að bjarga fjárglæframanna-
stéttinni sem heild út úr yfirstandandi kreppu
á kostnað hiima vinnandi stétta, með allsherj-
ar launalækkun í landinu.
Samsteypustjómin hefir hafið launalækkun-
arherferð sína á hendur verkalýðnum við
síldarbræðsluverksmiðju ríkisins á Siglufirði.
Hún hefir látið leppmenni sín í stjóm verk-
smiðjunnar, „sjálfstæðismanninn“ Svein Bene-
diktsson og „Framsóknarmanninn“ Þormóð
Eyjólfsson, lýsa því yfir, að verksmiðjunni
verði lokað á komandi sumri, ef verkamenn-
irnir, sem við hana vinna, ekki skyldu vilja
gera sér það að góðu, að laun þeirra yrðu
lækkuð að minnsta kosti um fjórða part, að
klipinn yrði fjórði partur af því lífsviðurværi
og þeim lífsnauðsynjum, sem virkilega ekld
hafa reynst of miklar til þess að viðhalda lífi
og heilsu þeirra sjálfra, kvenna þeirra og
bama.
Þrælahaldarar yfirstéttarinnar, sem aldrei
meta líf verkamannanna, þarfir þeirra og til-
fmningar með öðrum mælikvarða en sínum
köldu reikningsdæmum, hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að með þessari launalækkun mundi
á þeim 50 eða 60 verkamönnum, sem vinna
við síldarbræðsluverksmiðjuna sparast 25 þús-
und krónur. Hvorki þeim né öðrum dettur í
hug, að afkomu auðvaldsins hér á landi verði
bjargað með þeim spamaði. En að þessi
launalækkunartilraun skuli þrátt fyrir það
vera sótt af slíku offorsi, sýnir, að í kaup-
deilunni á Siglufirði er um meira að ræða en
það eitt, hvort launin verði lækkuð við þá
fáu verkamenn, sem vinna í síldarbræðslu-
verksmiðju ríkisins þar.
Þar með emm við komnir að merg málsins:
Kaupdeilan á Siglufirði er aðeins fyrsti bar-
daginn í þeirri launalækkunarherferð, sem
auðmennimir, braskaramir, hér á landi hafa
hafið á hendur verkalýðnum til þess að
bjarga sér og sínu hyski, yfirráðum sínum og
óhófsvenjum út úr kreppunni á kostnað verka-
Iýðsins, sem varla hefir til hnífs og skeiðar
þrátt fyrir æfilanga þrælkun. Ríkisvaldið,
sem okkur frá blautu barnsbeini hefir verið
talin trú um að væri einskonar forsjón fyrir
alla þjóðina, varpar af sér grímunni og sýnir
sig í sínu rétta ljósi, sem hagsmunastofnun
yfirstéttanna, hefur baráttuna fyrir hönd
þeirra ríku, atvinnurekendanna, á móti þeim
fátæku, verkamönnunum. Og verkamenn
Siglufjarðar eru framverðir íslenzka verka-
lýðsins í vörninni gegn þeirri ósvífnu árás,
sem hér hefir verið hafin á lífskjör allrar al-
þýðu í landinu.
Af þesum ástæðum hefir kaupdeilan á
Siglufirði stórfelda þýðingu langt út fyrir
Siglufjörð, meira að segja fyrir allt landið. En