Verklýðsblaðið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Verklýðsblaðið - 28.06.1932, Qupperneq 3

Verklýðsblaðið - 28.06.1932, Qupperneq 3
Café „Höfn66 Sjómenn og verkamenn! Eg hefi opnað veitingastofur í Hafnarstræti 8, þar sem eg kappkosta að sel; j ódýrt og sem þægilegast fyrir vinnandi fólk. Veitingastofurnar verða opnar frá kl. 6—23 V*. Virðingarfyllst Friðgeir Sigurðsson bryti. tekur til starfa 1. október næstkomandi, með ! svipuðu fyrirkomulagi og siðasta vetur. Umsóknir séu komnar fyrir miðjan september. i Nánari upplýsingar gefur undirritaður. Fáll ísólfsson skólastjóri. KJÖTBÚÐ Undirritaður hefir opnað kjötbúð á Hverfis- götu 82 í Reykjavík og mun ég kappkosta áð selja að eins fyrsta flokks vörur með mjög vægu verði. Gerið svo vel að líta inn og reynið viðskiftin. (Sími 2216). Virðingarfyilst Þórður Auðunsson Til Þingvalla og Kárastaða sætaferðir hvern sunnudag, þriðjudag, fimmtu- dag og laugardag. Til ferðanna verður aðaliega notuð ný „studebakerdrossiau. Bifreiðastödiu „HBZNG-UBINN“ Sími 1232. Skólabrú 2 Sími 1232. KAUPFÉLAGALÞÝÐU Verkam.bústöðunum. Sími 507. HVEITI, bezta teg. 18 aura Vt kg'. Do. í 50 kg. poka 14 kr. HAFRAMJÖL, 50 kg. poka 18.50. Verð á öðrum kornvörum eftir þessu. Allt sent heim. VERKAFÓLK! Verzlið við ykkar eigin búð! Auglýsing. Sundnámskeið við Skerjafjörð (í víkinni fyrir innan Shell) handa byrjendum, hefst 1. júlí n. k. Upplýsingar og tekið á móti umsóknum nú í síma 2100. Yaldiinar Össnrarson sundkennari. Mim kvðÉðið á íiililiBiiii Á fjórum stærstu skipum „Eimskip“, sem hafa 6 elda, og þó sérstaklega á „Dettifoss" og „Brúarfoss“, er aðeins 1 kyndari á vagt og verður hann að lempa kolunum sjálfur, þegar minkar í boxunum. Þessi skip nota minst 24 tonn af kolum á sólarhring, en oft 28 tonn, þar sem Eimskip af spamaðarástæðum er farið að kaupa lélegustu kolategundir, skít- blandinn salla, sem er úrgangur úr venjuleg- n um kolum. Á s.s. „íslandi“, eign ,,Sameinaða“, sem brennir álíka miklu og nýjustu „Fossarnir“, eru 2 kyndarar á vagt og hafa þeir þar að auki mann til að lempa, þegar þess þarf með. Auk þess notar „Sameinaða" aldrei svo léleg kol sem Eimskip, enda mun það vera vafa- samur sparnaður. Eftir upplýsingum, sem ég hefi fengið hjá „Kyndarasambandinu í Dan- mörku“, er álitið hæfilegt að hafa 2 kyndara, auk lempara, á vagt á skipum, sem brenna álíka miklu af kolum og stærri „Fossarnir“. 4 * Það getur því engmn maður ímyndað sér, aðrir en þeir sem hafa séð með eigin augum, hvílíkur þrældómur kyndingin er á kolafrek- ustu skipum „Eimskip", enda mundi enginn maður fást í þann starfa, ef atvinnuleysi væri ekki svo gífurlegt, sem það er nú, og engin von um atvinnu fyrir þann, sem slepti plássi nú. Einn kyndari hjá „Eimskip“ vinnur það sama verk og 3 menn hjá „Sameinaða“. Og þegar notuð eru léleg kol, er erfiðið við eld- ana margfalt meira. Kyndarinn verður að þræla í einni lotu alla vagtina, gegnblautur af svita. Og þegar hann kemur af vagt, kolsvart- ur og sveittur, verður hann að þvo sér upp úr fötu, því „óskabamið“ hefir ekki ráð á 1 baðkeri og nokkrum lítrum af heitu vatni handa þeim mönnum, sem þræla meira en all- ir aðrir í félagsins þágu. Hvemig má vera að slíkt ástand geti í gengið til lengdar, munu menn spyrja. Það er i fyrst og fremst sök stjórnar Sjómannafélags Reykjavíkur. Kyndaramir hafa fyrir löngu krafist þess af stjóm Sjómannafélagsins, að hún tæki þetta atriði, ásamt mörgum fleiri, bæði fyrir háseta og kyndara, upp, þegar samið yrði næst við „Eimskip", og fengi breytt til batnaðar þessum óþolandi kjörum. Og þetta var stjóm Sjómannafélagsins falið að koma inn í síðustu samninga. Ætti hver heilvita maður að geta skilið, að það var í lófa lagið að koma a. m. k. inn í samninginn, að kyndararnir fengju lempara sér til aðstoð- ar, þar sem það kostar „Eimskip“ sáralítið, og tvö skip þess lágu hér á höfninni í verk- falli, annað fullfermt. Þegar Sigurjón sá hve góð samtök sjó- manna á skipunum voru, að þeir gengu fús- lega út í verkfall til að verja sín lágu laun, þá flýtti hann sér að semja um sömu kjör og áður og gleymdí (auðvitað viljandi) öllu því,- sem kyndaramir og hásetamir hjá „Eimskip" höfðu falið honum að koma inn í samning- ana. Og þegar hann var spurður hvernig stæði á þessum svikum, segir Sigurjón, „að almenn- ingsálitið mundi vera á móti því að gera frek- ari kröfur, eins og sakir stæðu“. Iivað Sigur- jón á við með „almenningsálitinu“, sem hann er alltaf að staglast á, er ekki gott að vita. En í þessu tilfelli hefir það ekki getað verið annað en álit þeirra manna, sem hafa hag af að kúga sjómennina, þ. e. stórhluthafanna í Eimskip og ríkisstjórnarinnar, sem Sigurjón hefir nú selt sálu sína fyrir smámuni. Sigurjón hefði getað bent „Eimskip“ á leið- ina til að ná upp launum 4 kyndara eða lemp- ara, ef hann hefði viljað. Það þurfti ekki ann- að en spara sér annan framkvæmdastjórann í Kaupm.höfn og skera nokkur þúsund krónur af 26.000 kr. laununum hans Guðmundar. Það er óhætt að draga þá ályktun af fram- ferði Sigurjóns og kratabroddanna í þessu máli, að þeir vilji ekkert gera til að rétta hlut kyndaranna. En það þýðir aftur á móti, að kyndaramir verða að knýja sjálfir fram kröf- ur sínar, með því áð bindast traustum sam- tökum. Fyrst og fremst er krafan um 2 kynd- ara á vagt á 4 stærstu skipum „Eimskip“. Helzt þyrfti þessi krafa að komast í kring strax. Og hún verður að setjast í gegn næst þegar samið er, hvort sem Sigurjón er með eða á móti. | Jónas frá. Hrifflm aftur Bamvimmskólastjóri Mott ó: „Eg hefi stranglega fylgt sjálfur þeirri i'cglu, sem verið er að reyna, að leggja landið undir. Ein laun fyrir cinn mann, jafnvel þó hann vinni mörg verk“. (Jónas frá Hriflu í Timanum 28. janúar 1922). Áður en Jónas frá Hriflu varð dómsmála- | ráðherra, var hann skólastjóri við Samvinnu- j skólann með 7000 króna árslaunum og leigu- , lausri íbúð í Sambandshúsinu. Síðan hann I varð ráðherra, hafa þeir Þorkell Jóhannesson | og Guðlaugur Rósinkranz hver á eftir öðrum j setið í þessari stöðu, þó með því skilyrði, að | víkja sæti, hvenær sem Jónas yrði að fara i frá sem ráðherra og þyrfti á henni að halda. | Sambandið hefir öll þau ár, sem Jónas frá Hriflu var ráðherra, greitt full skólastjóralaun, ; 7000 krónur á ári, en þeir Þorkell og Guð- laugur hafa sjálfir ekki fengið nema helm- inginn af þeim, 3500 krónur. Hinum helm- j ingnum bætti Jónas við ráðherralaun sín. Nú hefir hann aftur látið veita sér skólastjóra- stöðuna og hirðir öll launin sjálfur. Þess skal að endingu getið, að nánustu fylgifiskar hans j gáfu honum rétt eftir að honum var sparkað ; úr dómsmálaráðuneytinu bíl í staðinn fyr'tr stjórnarráðsbílinn, sem hann áður ferðaðist í, og er mælt að hann hafi kostað 9000 krónur. Hvort honum verður gefið varðskip að auki skal ósagt látið. Mynd af bílnum mun Verk- lýðsblaðið flytja lesendum sínum svo fljótt éem hægt er. Tryggvi Þórballsson orðinn Búnaðarbankastjóri Þegar Tryggvi Þórhallsson fyrv. forsætis- ráðherra var ritstjóri Tímans, hrópaði hann allra manna hæst um pólitíska spillingu and- stæðinga sinna. Nú er hann genginn sömu götuna eins og Sigurður Eggerz, sem á sín- um tíma fór úr forsætisráðherrasætinu yfir í Islandsbankastjórastöðuna. Páll Eggert Ólason var rétt eftir myndun sanisteypustjórnarinn- ar látinn segja lausri bankastjórastöðu sinni við Búnaðarbankann og 20. þ. m. var Tryggva Þórhallssyni 'veitt þessi staða. Árslaunin ei*u 20 þúsund. Vitanlega hefir Tryggvi tryggt sér það í upphafi, þegar Páli Eggert var veitt bankastjórastaðan, að Páll Eggert viki þar sæti fyrir honum undir eins og Tryggvi yrði að segja af sér ráðherradómi. Fyrir þrettán árum skrifaði Jóhas frá Hriflu í Tímann í grein sinni um Einar Arnórsson, sem ennþá er ógleymd: „Utan af landsbyggðinni komu þær öldur, sem hæst hafa risið á móti kjöt- katlapólitíkinni. Það er bændahreyfingin, sem leiddi til stofnunar Framsóknarflokksins“. 1 öllu falli hefir Tryggvi Þórhallsson for- seti Framsóknarflokksins, ekki látið þessar öldur aftra sér frá því að tryggja sér sjálfum sæti við kjötkatlana.

x

Verklýðsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.