Verklýðsblaðið - 28.06.1932, Blaðsíða 2
auk þess er þessi kaupdeila alveg sérstaklega
lærdómsrík fyrir verkamenn fyrir þá sök, að
hún hefir endanlega skýrt línumar, sem ráð-
andi verða í íslenzku stéttabaráttunni og is-
lenzkum stjórnmálum á því tímabili, sem hófst
með myndun samsteypustjómarinar. I launa-
lækkunarherferðini gengur ekki hnífurinn á
milli Ihalds og Framsóknar. íhaldið sam-
þykkti á fundi sínum á Siglufirði 21. júní yf-
irlýsingu þess efnis „að tilboð verksmiðju-
stjómarinar væri það ítrasta, er hún gæti
boðið'. Og Morgunblaðið sagði frá því daginn
eftir með áberandi ánægju, að „svipuð tillaga
•hafi verið borin fram á fundi Framsóknar-
manna, sem haldinn var um líkt leyti og einn-
ig samþykkt í einu hljóði“.
Kommúnistaflokkurinn hefir aldrei verið í
vafa um hug Framsóknar í launamálunum.
Þess er líka skemmst að minnast, að það var
enginn annar en sjálfur Framsóknarhöfðing-
inn, Jónas frá Hriflu, sem fyrstur manna hót-
aði verkamönnum Siglufjarðar því við vígslu
bræðsluverksmiðjunnar 1930, að loka henni
og ofurselja þá algerðum sulti, ef þeir ekki
gerðu sig ánægða með þau kjör, sem stjóm-
inni þóknaðist að veita þeim. Magnús Guð-
mundsson og Jónas frá Hriflu verða því aldrei
ósammála í þessu efni. Þar er og verður í-
haldspólitík og Framsóknarpólitík eitt og hið
sama.
En hver er afstaða Alþýðuflokksins,
„stjómarandstöðuflokksins“, sem nú nefnist
svo, síðan honum var gefið sparkið? Kom-
múnistaflokkurfnn sagði strax þegar sam-
steypustjómin var mynduð, að sá flokkur væri
fyrir löngu orðinn ófær til allrar andstöðu
við stjóm yfirstéttanna, hvað þá til bylting-
arsinnaðrar sóknar, sem nú útheimtist. Þetta
hefir einnig áþreifanlega sannast á fram-
komu Alþýðuflokksforingjans á Siglufirði,
Guðmundar Skarphéðinssonar, sem þrátt fyrir
það, að honum sjálfum nýlega hefir verið
sparkað úr stjórn síldarbræðsluverksmiðjunn-
ar, gerði tilraun til þess, á verkamannafélags-
fundinum á Siglufirði 18. júní, sem tók endan-
lega ákvörðun um afstöðu verkalýðsins í
kaupdeilunni, að lama sjálfsvörn verkamann-
anna, með því að vísa deilumálinu til stjórnar-
innar og kauptaxtanefndar, þar sem áhrif
verkalýðsins sjálfs á úrslitin hefðu verið úti-
lokuð að mestu. Þetta bandittastrik Alþýðu-
flokksforingjans á Siglufirði, má ekki gleym-
ast fyrir þeim persónulegu svívirðingum, sem
farið hafa á milli Sveins Benediktssonar og
Guðmundar Skarphéðinssonar og ekki koma
kjarna málsins við.
Því betur var verkalýður Siglufjarðar á
verði móti þessari loðnu tillögu Alþýðuflokks-
foringjans. Og Kommúnistaflokkurinn sýndi
við það tækifæri, að hann er eini flokkurinn,
sem vinnur með hagsmuni verkalýðsins eina
fyrir augum, sem verðskuldar traust hans,
sem fær er um að veita honurn þá forystu,
sem nú er meiri nauðsyn á en nokkru sinni
fyr. Það var vitundin um þetta, sem hafði úr-
slitaáhrif á það, að tillögur Ihaldsmannsins,
Sveins Benediktsáonar, „Framsóknarmannsins"
Þormóðs Eyjólfssonar og „Alþýðuflokksfor-
ingjans“ Guðmundar Skarphéðinssonar, voru
skornar niður á fundi siglfirzku verkamann-
anna, en tillaga Kommúnistaflokksins, flutt af
Gunnari Jóhannssyni, samþykkt í einu hljóði.
Sú tillaga lýsir yfir þeirri einu stefnu, sem
verkalýðurinn í kaupdeilunni á Siglufirði og
síðar meir annarsstaðar á landinu verður að
fylgja: Ekki eins eyris launalækkun! Það er
ekki hlutverk verkalýðsins og Kommúnista-
flokksins að bjarga afkomu gjaldþrota skipu-
lags braskarastéttarinar, heldur hitt að bregða
fyrir það fæti og reisa ríki verkalýðsins á
rústum þess, ríki sósíalismans!
Stefán Pjetursson.
iirw.riWíW'vBisaw T^'CTSfíaaassss
Kröfur atvinnuleysingjanna
»
Skipuiagning atvinnuieysíngjanna í baráttunni
Fjölmennur mótmælafundur verkamanna og
sjómanna gegn atvinnuleysi og kaupkúgun.
Undirbúningsnefnd atvinnuleysingja sú, er
kosin var á fundi kommúnista 16. júní, boðaði
til almenns mótmælafundar verkalýðs gegn
atvinnuleysi og kaupkúgun. Var fundurinn
haldinn í Templarahúsinu á föstudagskvöld.
Öll sæti voru skipuð, er fundur hófst kl. 81/2
og fylltist húsið svo að fjölmargir urðu að
standa og fyltu einnig ganginn fyrir framan.
Ræður fluttu um 10 manns. Voru það menn
frá atvinnuleysingjanefndinni, frá A. S. V.,
frá S. U. K. og Kommúnistaflokknum. Var
ræðumönnum ágætlega tekið og mikill áhugi
hjá verkalýðnum að fylkja nú liði og láta til
skarar skríða.
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar í
einu hljóði og síðan kosin 9 manna nefnd til
að hafa forustuna í baráttu atvinnuleysingja:
Kröfur atvinnuleysingja.
Fundur atvinnulausra manna, haldinn í Reykja-
vík 24. júní 1932 mótmælir harðlega aðgerðarleysi
og undanbrögðum bæjarstjómarinnar i atvinnu-
málum.
Fundurinn mótmælir þvi, að ekki skuli vera
hafin vinna fyrir fé það, er bænum var áætlað og
heimilað af fé því, er ríkið veitti til atvinnubóta
á yfirstandandi ári, sem er, að viðbættu framlagi
bæjarins, um 200.000 krónur. Fundurinn krefst
þess að nú þegar verði hafnar atvinnubætur fyrir
fé þetta, en þangað til atvinnubætur verða hafnar
fái allir atvinnuleysingjar atvinnuleysisstyrk, er
nemi minst 5 kr. á dag og 1 kr. fyrir hvern heim-
ilismann.
Fundurinn mótmælir því að fé, sem veitt er til
atvinnubóta sé notað til að framkvæma verk, sem
eru ákveðin á fjárhagsáætlun bæjarins, en krefst
þess að allt það fé, sem veitt er til atvinnubóta,
verði notað til raunvemlegra atvinnubóta, nýrra
verklegra framkvæmda.
Fundurinn krefst þess, að bærinn láti atvinnu-
lausum mönnum í té ókeypis gas, rafmagn og
koks. Sömuleiðis að útsvör atvinnuleysingja verði
Iátin faUa niður. Einnig mótmælir fundurinn að
fátæklingar séu fluttir sveitaflutningi.
Krafa um rekstur síldarbræðslanna.
Fundur verkamanna, haldinn í Reykjavík 24.
júní 1932, krefst þess að ríkisstjómin sjái um, að
sildarbræðslumar verði reknar í sumar til þess
að ráða bót á brýnasta atvinnuleysinu.
Samúðaryfirlýsing með sjómönnum.
Fundurinn skorar á sjómennina að brjóta á bak
aftur launaárás Kveldúlfs, þar sem toyaramir era
nú einu síldveiðaskipin, sem ekki hafa hlutaskifti.
Álítur fundnrinn nauðsyn á harðari baráttu á móti
hlutaskiftum og fyrir föstu kaupi, bæði á sjó og
landi.
Samúðaryfirlýsing með verkalýð Siglufjarðar.
Fundur verkamanna, haldinn í Reykjavík 24.
júni, lýsir fyllstu samúð sinni með verkamönnun-
um á Siglufirði, sem hafa hrint af sér launaárás
rikisauðvaldsins, og þarmeð gefið verkalýðnum
annarsstaðar á iandinu fordæmi um að halda
fast við núverandi launakjör.
Stjórn Reykjavíkurdeildar K. F. I.
iiefir opna skrifstofu í Aðalstræti 9B (uppi)
hvern virkan (lag kl. 6,15—7,15 e. li. Verður þá á-
valt til viðtals einliver meðlimúr stjórnarinnar.
Sjéðránið
í Sjómannafélaginu
Fimmtudaginn 23. þ. m. boðaði Sjómanna-
félagið til fundar í Templarasalnum við
Bröttugötu, til að ræða svör ríkisstjórnarinn-
ar og kauptilboð Kveldúlfs. Fundurinn var af-
arfjölmennur og voru menn mjög á einu máli.
Þar var samþykkt samúðar-yfirlýsing til
verkamanna á Siglufirði og áskorun á ríkis-
stjómina um að auka ekki atvinnuleysið með
stöðvun ríkisbræðslunnar. — Smánartilboði
Kveldúlfs var einróma hafnað.
Á eftir fyrsta lið dagskrárinnar stóð upp
formaður félagsins, Sigurjón Ólafsson, og
sagðist ætla að koma með „smámál“, sem lít-
inn tíma tæki og ekki mundi valda deilum.
Las hann síðan bréf frá Héðni Valdimarssyni,
er lýsti mjög átakanlega fjárhagsvandræðum
Alþýðublaðsins, og þeim skelfingum, er
myndu dynja yfir íslenzkan verkalýð, ef út-
gáfa þess stöðvaðist. Að endingu fór bréfrit-
arinn fram á, að Sjómannafélagið gæfi blað-
inu tvö þúsund krónur. Bréfið var stílað til
Sigurjóns, persónulega, enda hafði hann ekki
fundið ástæðu til að ræða það við stjóm fé-
lagsins, heldur laumaðist með það inn á fund-
inn, þegar hann vissi hugi sjómanna upptekna
af sameinuðum kaupkúgunartilraunum ríkis-
valdsins og einkabraskaranna. Sigurjón hvatti
menn eindregið til að samþykkja þessa fjár-
veitingu umræðulaust, gaf þó orðið laust,
en stytti áður ræðutímann niður í 5 mínútur.
Þá stóð upp Ólafur Friðriksson og kvartaði
sáran um að ritstjóralaun sín væru lítil, þar
sem hann væri ekki nema hálfdrættingur á
móti Morgunblaðsritstjórunum. Auðborgara-
stéttin hefir líka álitið, að hann væri henni
ekki óþarfari en Morgunblaðsritstjórnin og
veitt honum þess vegna drjúga aukabita.
Tveir Kommúnistar og einn Alþýðuflokksmað-
ur mótmæltu þessari fjái-veitingu, og töldu ó-
verjandi að seilast svo djúpt í sjóð félagsins
á þessum tímum, auk þess hvað Alþýðublaðið
væri lélegt, sem málgagn verkalýðsins. Við
þessar umræður var Sigurjóni ekki grunlaust
um að málið færi að skýrast fyrir fundar-
mönnum og sleit því umræðum og virti að
vettugi þó fleiri hefðu beðið um orðið. Einn
fundarmanna krafðist skriflegrar atkvæeða-
greiðslu, en formaður taldi það ógerlegt, en
bar þó til atkvæða og úrskurðaði fallið án
þess að telja atkvæði með eða móti. Var síðan
gengið til atkvæða um fjárveitinguna og hún
talin samþykkt með 90 atkv. gegn 43, en á'
fundi voru um þrjú hundruð. Mun mörgum
finnast ósvífni þessara hjálparkjapta auð-
valdsins, sem að Alþýðublaðinu standa, fima
mikil, að þeir með frekju 0g lagabrotum fara
ránshöndum um sjóð félagsins og kasta í Al-
þýðublaðið , blaðið, sem bezt hefir gengið
fi'am í því að ginna sjómenn til fylgis við
hlutaskiftin og velta þannig byrðum krepp-
unnar yfir á herðar sjómannastéttarinnar.
'Blaðið, sem hefir prédikað um aukna lögreglu
og þannig unnið að því, að skapa ríkisvaldinu
slagsmálalið til að siga á verkalýðinn í kaup-
deilum. Blaðið, sem hefir tekið ákveðna af-
stöðu með kauplækkunartilraunum Kveldúlfs
og leppa hans(sbr. kauplækkunartilraun Egg-
erts frá Nautabúi, á Sauðárkróki).
Sjómenn! Er ekki bráðum kominn tími til
að gefa þessum foringjum okkar frí, svo að
þeir geti í næði jórtrað það æti, sem þeir
sviku stétt okkar fyrir?
Sjómannafélagi.
Foreldrar úr verkamannastétt
eru beðin að athuga auglýsingu A. S. V. í
blaðinu í dag um barnadaginn, sem efnt verð-
ur til á sunnudaginn er kemur. Því skal bætt
við, að foreldrar eða aðstandendur barnanna,
einnig þeim, sem eldri eru en 6 ára, geta feng-
ið að taka þátt í bamaförinni gegn greiðslu
fargjalds fyrir sig. Farmiðinn fram og aftur
liostar 2 krónur.
Hafnarsellan.
Fundur á miðvikudagskvöld kl. 9.