Verklýðsblaðið - 03.08.1932, Blaðsíða 2
Samfylkíng verkalýdsins eda
samviima vió auðvaldid?
þeim verkum hans, sem helst er orðið almenn-
ingi kunnugt, er aðstoð við sviksamlegt gjald-
>rot — ekki íslandsbanka, heldur Behrens.
Liggur maður þessi undir sakamálarannsókn,
fyrir JVessi fjársvik. En lögreglustjórinn í
Reykjavík, Iíermann Jónasson, er sá aumingi
og bleyðimenni, að hann stingur þessu máli
undir stól. Er það eftirtektarvert dæmi um
hlutverk lögreglustjórans að svæfa mál gegn
giæpum sökuðum ráðherra, en láta lögregluna
berja á saklausum verkalýð.
Það verður tvímælalaust meira en hneyksli
íyrir ísland eitt, hvílíkur dómsmálaráðherra
nú situr að völdum. Margfaldur mútuþegi áð-
ur, liggur hann nú undir sakamálarannsókn
fyrir glæpsamlegt athæfi sjálfur og aðalverkið
sem hann aðhefst í ráðherrasæti, er að kæfa
niður sakamálarannsókn gegn fjárglæframönn-
um samflokka honum.
En nú þegir Tíminn, því hann er meðábyrg-
ur um ráðuneytið. Og nú þegir Alþýðublaðið,
því það er bæði fjárhagslega háð þessum
mönnum og forseti Alþýðuflokksins samábyrg-
ur þeim um ýmsa álíka glæpi. Samábyrgðin
fcirtist í allri sinni dýrð.
En meðan þessir herrar eins og Magnús
Guðmundsson sitja á margföldum launum,
sem ráðgjafar Shell, forstjórar olíusölunnar,
dómsmálaráðherrar etc., þá sveltur verkalýð-
urinn og sverfur að bændum. Og dirfist þeir
að mögla, þá er jafnvel konum af verklýðs-
- stétt stungið inn upp á vatn og brauð, til að
reyna að drepa kjarkinn. Og þetta er gert
samkvæmt boði hálfvitlauss konungs frá 1795,
gefið út í ofboði og hræðslu þeirri, er þá greip
einvaldskonunga um allan heim út af frelsis-
kröfum borgarastéttarinnar í frönsku stjórn-
arbyltingunni. Þetta atriði er eitt af ljósum
dæmum þess hvernig íslenzku burgeisastétt-
inni og „sjálfstæðisflokk“ hennar nægir ekki
að svíkja frelsisbaráttu íslenzku þjóðarinnar
— fyrir danskt og brezkt gull og arðræna
hana síðan í sambandi við þessar útlendu arð-
ránsstéttir. Hún fær líka léð frá hinu danska
einveldi einhver svívirðilegustu lögin, sem það
hefir gefið út — og sem danska borgarastétt-
iu nú skammast sín svo fyrir að hún er löngu
búin að afnema þau.
En fyrir hið „fullvalda, frjálsa, íslenzka
ríki“ er boðskapur „idiotiskra“ konunga frá
1795 í höndum glæpum sakaðs ráðherra beitt
gegn konum og mönnum af verklýðsstétt —
hinn prýðilegasti gimsteinn borgaralegs frels-
is!!!
Hve lengi ætlar alþýða fslands erm að una
þessu ástandi!
Hve lengi ætla þeir menntamenn og aðrir,
sem þykjast hafa óbeit á svívirðingum þess-
um, að skríða marflatir frammi fyrir hásæt-
um þessara herra, hugsandi um að „komast
áfram“, koma, sér í mjúkinn og flaðra fyrir
höfðingjunum. Schiller áminti borgarana á
sínum tíma um „Mánnerstolz vor Ivönigs-
tronen“ (karlmannlegt stolt fyrir hásætum
konunga). Nú er aðeins vænst þess hugrekkis
að þora að fyrirlíta glæpamenn jafnt þó yfir-
stéttin tylli þeim í háar stöður, — og berjast
fyrir frelsi og jafnrétti allrar alþýðu. —
En þrátt fyrir öll kúgunartæki, sem beitt
er gegn verkalýð og brautryðj endaliði hans,
Kómmúnistaflokknum, þrátt fyrir alla þá spill-
ingu, sem yfirstéttin reynir að valda, þá mun
sá flokkur samt brjóta leiðina í broddi fylk-
ingar fyrir verkalýðinn og þeirra, sem unna
málstað hans, hugsjón og frelsi.
Flokkurinn.
Fundir í öllum sellum á miðvikudagskvöld
kl. 9. Áríðandi að hver einasti flokksmaður
mæti stundvíslega í sinni sellu.
Verkamenn og konur!
Svarið ofsóknum borgarablaðanna með því
að kasta þeim út af heimilum ykkar, en kaupa
ykkar eigið blað, Verklýðsblaðð.
Það er nauðsynlegt fyrir verkalýðinn að
að líta yfir og gagnrýna baráttu sína sem oft-
ast, til þess að undirbúa sig undir næstu á-
rásir auðvaldsins.
Á hinum ýmsu stöðum á landinu hefir auð-
valdinu í ár tekizt misjafnlega erfitt að kúga
verkalýðinn til kauplækkunar, og í Vest-
mannaeyjum hefir verkalýðurinn sameinaður
hrint af sér kaupkúgunartilraununum.
Til þess að gera sér ljósar ástæðurnar fyrir
veikleika verkalýðsins hér í Reykjavík í und-
anfarandi baráttu gegn atvinnuleysi og kaup-
kúgun, verðui’ ekki hjá því komizt að athuga
afstöðu og gjörðir kratabroddanna til þessar-
ar baráttu verkalýðsins.
I.
Eftir vorvertíðina, þegar togararnir voru
hættir veiðum og uppskipunar- og flutnings-
vinna við fiskinn hætti, boðaði Kommúnista-
flokkurinn til atvinnuleysisfundar til að ræða
um baráttuna gegn atvinnuleysinu. Krata-
broddarnir, sem sitja í stjórnum verkalýðsfé-
laganna, sem „foringjar“ verkalýðsins,. létu
ekkert á sér bærá, þó þúsundir verkamanna
gengju atvinnulausar.
Á fundinum 16. júní var kosin atvinnuleys-
isnefnd, sem í voru kommúnistiskir, sósíal-
demókratiskir og flokkslausir verkamenn.
Þessi nefnd hefir síðan haft forustuna í bar-
áttunni gegn atvinnuleysinu. Þegar krata-
broddarnir sáu að verkalýðurinn var sjálfur
þess megnugur að leiða atvinnuleysisbaráttu
sína, ruku þeir upp til handa og fóta, og
skipuðu atvinnuleysisnefndir í „Dagsbrún" og
„Sjómannafélaginu“. Verkalýðurinn sjálfur
mátti ekki kjósa nefndirnar, því kratabrodd-
arnir sjálfir réðu meirihluta nefndanna. Leit-
aði Atvinnuleysingjanefndin þegar samvinnu
við „Dagsbrúnar“-nefndina, sérstaklega með
tilliti til skráningarinnar, en hún gat engin
svör gefið um hvort það ætti að skrá eða
ekki, enda var nefndin algjörlega undir yfir-
ráðum stjórnar „Dagsbrúnar“. Þegar At-
vinnuleysingjanefndin var byrjuð að skrá,
áuglýsti „Dagsbrún" og „Sjómannafélagið“
skráningu, og kratabroddarnir sáu auðvitað
um það, að eyðublöðin yrðu öðruvísi, til þess
að þeir gætu auglýst að skráning atvinnu-
leysingjanefndarinnar væri ónýt. Þannig
reyndu kratabroddarnir að eyðileggja fyrstu
spör atvinnuleysingjabaráttunnar. En á sama
tíma starfaði atvinnuleysingjanefndin eftir
mætti með fundum víðsvegar um bæinn, með
auglýsingum um skráninguna o. fl. til þess
að hvetja verkalýðinn til að skrá sig, til þess
að fylkja sér saman í baráttunni fyrir at-
vinnu og brauði, gegn kúgun auðvaldsins.
Eftir að Atvinnuleysingjanefndin hafði
haldið fjölmennan fund, þar sem samþykktar
voru kröfur atvinnuleysingjanna, boðuðu
stjórnir „Sjómannafélagsins“ og „Dagsbrún-
ar“ til atvlnnuleysingjafundar og komu þar
fram með aðrar, vægari kröfur, til þess eins
að reyna að sundra samtökum verkalýðsins í
baráttunni. En kratabroddunum varð ekki
Sveinn Benediktsson rekinn
frá Siglufirði.
Verkalýðurinn á Siglufirði gaf Sv. B. eft-
irminnilega áminningu á laugardaginn. Eftir
að hann hafði tvisvar verið aðvaraður áður
um að fara af staðnum, fóru nokkrir verka-
menn frá Verkamannafélagi Siglufjarðar heim
til hans. Sv. B. svaraði skætingi, og tók þá
handsterkur verkamaður hann og löðrungaði.
Nú sá Sv. B. sitt óvænna og pantaði snattskip
Magnúsar Guðmundssonar, „Óðinn“, og flúði
tíl Reykjavíkur.
Slíka áminningu þarf verkalýðurinn að gefa
hverjum kaupkúgunarpostula útgerðar-auð-
valdsins.
- kápan úr því klæðinu, því Atvinnuleysingja-
nefndin gekk inn á að samþykkja þessar
kröfur, til þess að eyðileggja ekki samfylk-
ingarvilja sósíaldemókratiskra, kommúnist-
iskra og flokkslausra verkamanna, sem sama
kvöldið sýndi sig í kröfugöngu til valdhafa
bæjarins og ríkisins. Á bæjarstjórnarfundinn
7. júlí fjölmennti verkalýðurinn, vegna sam-
f ylkingarstarf s Atvinnuleysing j anef ndarinnar,
til þess að reka á eftir hugdeigum „foringj-
um“ og til þess að knýja valdhafana til að
svæfa ekki málið. Þá var það, sem Ól. Fr.
talaði um „hvort útgerðin bæri sig“, í stað
þess að mótmæla þeirri svívirðingu að setja
málið í nefnd, meðan atvinnuleysingjar bæjar-
ins voru farnir að svelta. Og gremja vefka-
lýðsins, sem vildi komast inn og heyra hvem-
ig málum sínum væri tekið, var svarað með
trékylfum lögreglunnar. Þetta kallar verltlýðs-
„foringinn“ Ól. Fr. „heimsku á báða bóga“,
hann afsakar lögregluna og gremst yfir stétt-
vísi verkalýðsins á Siglufirði, sem neitaði að
vinna með hvítliða. „Þetta hefir Alþýðusam-
bandið aldrei samþykkt", segir Ól. Fr., en Al-
þýðusambandið er í hans augum hálauna-
mennirnir sem sitja í stjórn þess.
Ég iæt verkalýðnum sjálfum eftir að dæma
um það, hvort atvinnubæturnar hafa komist
í kring vegna ræðu Ól. Fr. „um hvort útgerðin
bæri sig“ og um „peningaleysi Kveldúlfs“ eða
álíka vaðal annara kratabrodda, eða fyrir
samfylkingarvilj a verkalýðsins.
Auðvitað eru þessar atvinnubætur algjör-
lega ófullnægjandi og bein svik að því leyti,
að það sem unnið er, var fyrirhugað á fjár-
hagsáætlun bæjarins. Fyrir bæjarstjórnar-
fundinn 21. júlí samþykkja kratabroddarnir í
heimildarleysi, að kosin sé ný nelnd, sem
kemur til að tefja málið um meira en mánuð.
í stað þess að láta verkalýðinn úti um bæinn
vita um svæfingai'tilraun Ihaldsins, og’ í stað
þess að vinna að ennþá beti’i samfylkingu
undir fundinn 21. júlí, ganga kratabrodd-
arnir inn á samvinnu viS vei’stu fjandmenn
verkalýðsins.
Verkalýðui’inn hefir lært af atvinnuleysis-
baráttunni, að samtökin ein geta knúið vald-
hafana til þess að láta undan. Og hvað hafa
nú kratabroddarnir gert til að samfylkja
verkalýðnum gegn auðvaldinu ? Ekkert! En
aítur á móti reynt að sundra verkalýðnum.
Það sannar aðgerðalevsi. þeii’i’a, það sannar
skráningin, það samxar bæjarstjórnarfundur-
inn, ki’öfugöngui’nar, samvinnan við andstæð-
inga verkalýðsins, auðvaldið, sanxúð þeirra
með lögi’eglu og hvítliðum o. fl.
Ofsóknir auðvaldsins gegn kommúnistum er
fyrst og fremst hræðsla þess við samfylkingu
vei’kalýðsink'. Þessi ótti er ekki ástæðulaus, og
því vex’ður verkalýðurinn að kasta öllu því til
hliðar, sem verður í vegi fyrir samfvlking-
unni. Aðalhindrunin eru þeir menn í eigin her-
búðurn vei’kalýðsins, sem vilja samvinnu við
auðvaldið en ekki baráttu, broddarnir, há-
launamennirnir í „Alþýðusambandinu“.
Framh.
Fyrirspurn
til Jóhauuesar á Borg
Hvað hafið þér gert af því fé, sem þér átt-
uð fyrir löngu að greiða til Elliheimilisins ?
Þjónn.
Til skýringar: Fé þetta, sem greitt hefir
verið til Jóhannesar að mestu leyti á árixiu
1930, ei’u sektir, sem þjónai’nir gi’eiddu fyrir
óstundvísi eða aðrar yfirsjónir, og var það
samkomulag, að það gengi til Elliheimilisins.
En fyrir nokkrum dögunx hafði Jóhannes ekki
greitt einn eyri til Elliheimilisins.
(í næsta tbl. kemur ítarlegri greirx viðvíkj-
andi áframh. Borgarhneykslisins).