Verklýðsblaðið - 03.08.1932, Blaðsíða 3
Stríðshættan
Úti í heimi er það orðin venja verkamanna
að efna til mótmælafunda móti stríðsundir-
búningi stórveldanna þ. 1. ágúst.
Stríðshættan er nú geigvænlegri en nokkru
sinni áður. Sökum auðvaldskreppunnar skerp-
ast nú allar mótsetningar milli auðvaldsríkj-
anna innbyrðis. Lausanneráðstefnan liefir
greinilega' sýnt það. Og Ottawa-»áðstefnan
bregður skæru ljósi yfir tilraunir brezka auð-
valdsins til að fylkja liði sínu gegn Banda-
ríkjunum. En að sama skapi sem skörpustu
andstæðurnar innan auðvaldsheimsins sjálfs
nálgast hámarkið, — og skörpust er andstaðan
nú milli brezka og Bandaríkjaauðvaldsins, — ]
að sama skapi vex einnig hættan á árásar-
stríði á Sovétríkin. Því það er það eina, sem
öll auðvaldsríki kætu komið sér saman um, að
reyna að útrýma hættulegasta fjandmanni
þeirra allra, verklýðsríkinu.
Hvort sem heldur er auðvaldsstríð innbyrðis
eða árás á Sovétríkin, þá er það verkalýður- i
inn, sem verður að blæða fyrir það. I auð-
valdsstríði er það hann, sem sendur er til
gagnkvæmra bróðurmorða á vígvellina. Og í
árásarstríði á Sovét er hinsvegar allt það
helgasta í veði, sem verklýðshreyfing heims- ;
ins á. Sterkasta vígið, sem verkalýðurinn hef- :
ir eignast, á að brjóta niður. Fyrsta ríki sós-
ialismans á jörðunni á að rífa til grunna.
Draumarnir og vonirnar, sem miljónir þjáðra :
og kúgaðra, tengja við Sovét-ríkin, þennan !
eina ljósblett í allsherjar tortýmingu allrar ;
menningar, er flestum virðist nú yfir dynja, |
— þessar vonir á að uppræta. Ávöxtinn af 15 I
ára hetjubaráttu rússneska og alþjóðlega
verkalýðsins á að- eyðileggja.
Allt, sem verkalýðurinn hefir barist fyrir
um allan heim, öll réttindi og samtök í auð-
valdslöndunum, allt vald hans og velmegun í
Sovét-ríkjunum, er í veði. Ef Sovét-ríkin yrðu
yfirunnin, væri verklýðshreyfing heimsins sett
að minnsta kosti 50 ár aftur í tímann og blóð- í
ugasta harðstjórn og verstu ofsóknir, sem j
heimurinn nokkurntíma hefir þekkt, tækju !
við.
Þess vegna er það skylda verkalýðsins í öll- !
um löndum, að vernda Sovétríkin. Með því j
heyja þau sína eigin stéttabaráttu, vernda j
og verja sína eigin hagsmuni og dýrustu hug-
sjónir.
En fyrsta skylda verkalýðs í hverju landi i
er þó baráttan gegn yfirstétt síns eigin lands. !
Og nú er enn tækifæri að fylkja liðinu gegn
henni, meðan „friður“ ríkir. Það væri versti
glæpur hvers kommúnistaflokks að vanrækja
það, meðan tækifærið er til.
Félagar! Fram til myndunar á samfylkingu
verkalýðsins, til verndunar Sovétríkjunum, —
til sigurs fyrir sósíalismann!
U mhugsimarefni
1. Iiversvegna minntist Alþýðublaðið aldrei
á það, að Indíana Garibaldadóttir, Stefán
Pétursson, Jens Figved og Einar Olgeirssonl
hefðu verið sett inn af burgeisaréttvísinni upp
á vatn og brauð?
2. Hversvegna skrifaði Alþýðublaðið sama
daginn, sem kommúnistar, Alþýðusamlijálp j
verkalýðsins og Atvinnuleysingj anefndin efndu j
til kröfugöngu íyrir því, að félagar þeirra i
yrðu látnir lausir, á móti öllum kröfugöngum, j
sem ekki væru kallaðar saman af verkalýðs- j
félögunum.
3. Hversvegna felldi „Alþ.bl.“ burt úr j
fréttaskeyti frá Siglufirði, síðasta hlutann,
sem sagði frá því, að kommúnistar þar hefðu
kallað saman opinberan fund, til að mótmæla
fangelsunum félaga sinna í Reykjavík?
4. Ilversvegna hafa tuttugu til þrjátíu kaup-
endur sagt Alþýðublaðinu upp síðustu dagana?
Kosningarnar
Kosningarnar til ríkisþingsins í Þýzkalandi
fóru fram í gær. Eftir bráðabirgðaútreikn-
ingi hafa flokkarnir fengið eftirfarandi at-
kvæðatölu og -þingsæti: Þing-
atkvæði sæti
Nasjónalsósíalistar . . . . 13 732 777 229
Junkaraflokkurinn . . . . 2 172 941 37
Kaþólski flokkurinn.. . . 4 586 501 75
Sósíaldemókratar. . . . . 7 951 245 133
Kommúnistar . . 5 378 094 89
Eftir ósigur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni
árið 1918, var aðstaða hinnar þýzlcu borgara-
stéttar í fjögur til fimm næstu ár, mjög erfið.
Gengishrunið mikla féfletti mikinn hluta smá-
borgaranna og olli óheyrilegum hörmungum á
meðal verkalýðsins, en þó tókst borgurunum
með styrk sósíaldemókratanna að halda
fjöldanum niðri og' viðhalda kapítalistisku
þjóðskipulagi. Það hafði mikla þýðingu í
þessu sambandi, að borgararnir gengu inn á
mjög demókratiska stjómarskrá (Weimar-
stjórnarskráin 1919). Stjórnarskrá þessi gaf
allri alþýðu manna vonir um að ná betri lífs-
skilyrðum á þingræðislegum grundvelli. En
hinn stéttvísasti hluti verkalýðsins, sem þá
þegar hafði losað sig við allar slíkar tálvonir,
og gerði tilraun til að koma á sóvétlýðveldi
eftir rússneskri fyrirmynd, var barinn niður
í Spartakistauppreisninni 1919 og beztu for-
ingjar verkalýðsins, Karl Liebkneckt og Rósa
Luxemburg, myrtir.
En til þess að bæla þessa uppreisn niður
þurfti hin sósíaldemókratiska stjórn að nota
gamla afturhaldssinnaða herforingjaliðið og
það sjálfboðalið, sem það gat safnað um sig.
En með því móti komu sósíaldemókratarnir
aftur fótum fyrir þær stéttir, sem þeir með
nóvemberbyltingunni 1918 höfðu steypt af
stóli. Enda leið ekki á löngu þangað til þessir
kraftar uxu þeim yfir höfuð. Fram á haust
1923 stjórnuðu sósíaldemókratar í bandalagi
við vinstri boi’garalegu flokkana, lýðræðis-
flokkinn og kaþólska miðflokkinn (Weimar-
samsteypustjórnin), en frá þeim tíma varð
flokkur stóriðjuhöldanna, hinn svonefndi
„þýzki alþýðuflokkur“ ráðandi flokkur í stjórn
landsins (stóra samsteypustjórnin).
Þegar búið var að rétta gengi marksins við
var þessari þróun svo langt komið, að borg-
arastéttin gat hugsað til þess að stjórna ein
án opinbers stuðnings sósíaldemókratanna, og
þegar foringi sósíaldemókratanna og fyrsti
lýðveldisforseti Þýzkalands, Ebert, dó árið
1925, var forsetaefni afturhaldsflokkanna,
hinn alræmdi slátrari úr heimsstyrjöldinni,
Hindenburg, kosinn forseti í hans stað.
Fyrir þessu vaxandi afturhaldi hafa sósíal-
demókratar þokað skref fyrir skref, en hinn
vonsvikni verkalýður hefir fylkt sér meir og
meir um Kommúnistaflokkinn og hinsvegar
FráVestmannaeyjum
Kommúnistaflokknum í Vestmannaeyjum
hefir nú í vor tekizt að ná mjög víðtækri
samfylkingu verkalýðsins. gegn kaupgjaldskúg-
un og atvinnuleysinu. Kveldúlfur, sem neydd-
ist til að ganga að kröfum verkalýðsins og
semja, en hefir þrisvar eða fjórum sinnum
síðan gert tilraun til að svíkja taxtann og rjúfa
samningana, hefir orðið í öll þessi skifti að
lúta fyrir samfylkingu verkalýðsins á þess-
ari vinnustöð.
Kratabroddar Eyjanna, sem ekki megna
lengur að halda nokkrum verulegum hluta
verkalýðsins frá stéttabaráttunni, með úrtöl-
um og hinu gamla froðusnakki, eru teknir
upp á því, að tala um stéttabaráttu og bylt-
í Þýzkalandi
hefir smáborgafastéttin, sem féflett var í
gengishruninu, fylkt sér um nýjan flokk,
nasjónalsósíalistiska flokkinn, sem í flestu lík-
ist ítalska fasistaflokknum.
Síðan kreppan byrjaði, hafa báðir þessir
flokkar vaxið hröðum skrefum, sérstaklega
hinn síðarnefndi. Þetta kom berlega í ljós í
ríkisþingskosningunum 1930, þar sem tala
Iringmanna hans óx úr 12 upp í 107 og kom-
múnista úr 56 upp í 77
Frá þeim tíma hefir borgarastéttin að
mestu leyti stjórnað landinu án ríkisþingsins
með bráðabirgðalögum gefnum út af forsetan-
um Hinaenburg og kanzlara hans Brúning,
þannig, að síðustu tvö ár hefir ekkert verið
eftir af Weimarstj ómarskránni nema nafnið
tómt. Sósíaldemókratar hafa stutt þessa ein-
ræðisstjórn Brunings, sem hefir komið lang-
liarðast niður á verkalýðnum, undir því yfir-
skyni, að stjórnin mundi að öðrum kosti lenda
í hendur nasjónalsósíalistanna, og þeir hafa
gengið svo lapgt i fylgi sínu við borgarana,
að þeir studdu í vor endurkosningu Hinden-
burgs til forseta. En í raun og veru ruddi
harðstjórn Brúnings Hitler og nasjónalsósíal-
istunum braut upp í valdasessinn. Hún liefir
bannað varnarlið vprkalýðsins, hið „rauða
hermannasamband“, en látið stormsveitir Hitl-
ers vaða uppi þangað til í vor. Þá loksins gerði
hún tilraun til að banna þær, en það var um
seinan. Brúningsstjórninni var steypt í júní-
byrjun að undirlagi herforingjanna, aðals-
mannanna og stóriðjuhöldanna, sem vænta
þess af Hitler og stormsveitum hans, að þeim
muni takast að bæla niður alla sjálfsbjargar-
viðleitni verkalýðsins. Stjórnin, sem þá var
mynduð undir forsæti von Papens, studdist
ekki við neinn flokk í ríkisþinginu, en hafði
þó þegjandi samþykki nasjónalsósíalistanna,
enda má með sanni segja, að hún sé ekki ann-
að en grímuklædd íasistastjórn. Hún leyfði
aftur stormsveitir Hitlers, rauf ríkisþingið
og rak sósíaldemókratisku stjórnina í Prúss-
landi frá völdum, án þess að hafa til þess
nokkra lagalega átyllú. Ríkisþingskosningarn-
ar, sem nú eru nýafstaðnar, hafa enn á ný
aukið fylgi nasjónalsósíalista um allan helm-
ing, en þó ekki fært Papenstjóminni neinn
meirihluta á þingi.
Eins og stendur er ekki útlit fyrir annað
en að stjórnin verði að rjúfa þingið á ný í
voninni um að fá meirihluta eftir aðrar kosn-
ingar eða gera tilraun til að stjórna landinu
með ríkishernum og stomisveitum Hitlers, án
jæss að þing verði kallað saman.
Fylgi kommúnista hefir eins og kosningarn-
ar sýna, vaxið til mikilla muna, og gefur það
vonir um, að verkalýðnum muni áður langt
líður, þrátt fyrir alla afsláttai'pólitík sósíal-
demókrata, takast að brjóta fasismann á bak
áftur.
ingu, ef ske kynni að enn um stund mætti
takast að blekkja eitthvað af verkalýð til
fylgis við sig. En þetta ferst þeim sem betur
fer heldur óhönduglega. Á fundi, sem atvinnu-
leysingjar héldu á eftir bæjarstjórnarfundi s.
1 fimmtudag, mættu af bæjarfulltrúunum
þeir Jóhann Þ. Jóséfsson íhaldsmaður og Guð-
laugur Hansson, heilbrigðisíulltrúi og krata-
broddur. Á fundinum deildu atvinnuleysingjar
fast og maklega á bæjarstjórnina, en Guð-
laugur og Jóhann skriðu saman í eitt og
vörðu bæjarstjórnina af kappi og á sama veg.
Sézt af þessu hvernig kratabroddum Eyjanna
tekst hið nýja hlutverk sitt: að leika byitinga-
inenn franuni fyrir verkalýðnum. Atvinnu-
leysingjar Eyjanna hafa nú þegar knúð fram
með samtökum sínum byrjun á bæjarvinnu,
en barátta þeirra heldur áfram undir forustu
Kommúnistaflokksins.