Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 13.09.1932, Síða 3

Verklýðsblaðið - 13.09.1932, Síða 3
hendi ki'atanna. Og þó einkum hitt, að A. S. V. hefir tekizt betur en nokkru öðru félagi, að samfylkja verkalýðnum í baráttunni. Og það er þó höfuðhlutverk kratanna, að koma í veg fyrir það. Samfylking verkalýðsins er það eina, sem komið getur auðvaldinu á kné, og hlut- verkið sem auðvaldið hefir falið krötunum er að koma í veg fyrir samfylkinguna, riðla verkalýðnum og dreifa kröftum hans. Miðstjórn íslandsdeildar A. S. V. hefir sam- þykkt að gefa út bækling, þar sem hraktar verða árásir Alþýðublaðsins á félagið og jafn- framt sýnt fram á, að á bak við árásina liggja vísvitandi verklýðssvik og tilraun að- spilla því að verkalýðnum sé veitt hjálp, þegar honum ríður mest á. Verður í bví sambandi bent á það, hvernig sungið hefir í Alþýðublaðinu und- arfarið í hvert skifti sem A. S. V. hefir geng- izt fyrir samskotum til verkamanna, sem stað- ið hafa í verkföllum. Bæklingur þessi mun koma út næstu daga og er athygli verkamanna vakin á því, að ná sem fyrst í hann og kynna sér hann, og munu þeir þá auðveldar geta átt- að sig á því, hverjir það eru, sem starfa fyrir verkalýðinn og hverjir sitja á svikráðum við hann. Auk þess hefir Alþýðublaðinu verið send greinargerð um málið, frá A. S. V. Ennfremur heldur Gunnar. Benediktsson er- indi um málið í Goodtemplarahúsinu kl. 8'/2 í kvöld. Nauðsynlegt er að verkalýðurinn fjöl- menni þangað. Við Landsþingskösningarnar í Danmörku fékk kommúnistafl. 8.439 atkv. Þetta er í fyrsta skifti sem flokkurinn hefir stillt við Landsþingskosningar. Kosningarrétt hafa þeir einir, sem eru eldri en 85 ára, ekki hafa þegið fátækrastyrk og ekki standa í skuld fyrir skatt. Þegar á allt þetta er litið, sýna kosning- arnar stórkostlega fylgisaukningu kommún- istaflokksins (sem ekki stillti nema í tiltölu- lega fáum kjördæmum) þó atkvæðatalan sé ekki hærri en þetta. ætlaði að linna. Hann skýrði iiá því, að breskum landhermönnum hcfði verið skipað að'skjóta á sjó- hermennina ,en þcir liefðu neitað að hlýða. Síðan voru fyrirliðar þeir, sem þátt tóku í upprcistinni, settir áf, en laun sjóliðsmannanna hækkuð. En iél. Wilcott lét þess gctið, að sjóliðsmennirnir liefðu elcki tekið upp verk sitt á ný með því að syngja „God save tlie king“, eins og staðið liefði i öllum auðvaldslilöðunum, heldur með því að syngja rauða- fána-sönginn. Hápunktur þingsins, ekki aðeins hvað mælskulist snerti, heldur einnig glöggskyggni á liið hagnýta, var ræða Willy Munzenbergs, seinni part annars dagsins. Eftir að einir tuttugu ræðumenn höfðu ver- ið á pallinum og þreytu tekið að verða vart mcðal þúsundanna í salnum, en hitinn í kring um þrjá- tíu stig, þá tókst þessum snildarrega oddamanni hinna alþjóðlegu samtaka, samstarfsmanni Lenins og stofnanda A. S. V. að lægja óróaöldu í salnum, og tala svo til hjarta fjöldans, að milli ástríðuþrung- inna heillaópanna, sem fjöldinn laust upp ósjáltrátt við áhersluatriðin í ræðu hans, þá mátti heyra flugu anda. því miður er hér ekki rúm til að rekja til hlítar hina glæsilegu ræðu fél. Múnzenhergs, en hún var ekki aðeins listaverk í málsnild, heldur einnig fagurt vitni um samþjappaðan persónuleik og hetju- anda í baráttunni fyrir málstað hinna undirokuðu; það er sjaldgæft að heyra rödd hinna undirokuðu hefja sig með svo glæsilegum arnsúg. í máli hans lifði sá upprunaleiki, sem'þekkir engan brest, þessi óbrotlegu meginrök, sem maður gerir sér í hugar- lund, eftir lýsingum að hafi einkennt framkomu Lenins, þegar hann talaði fyrir fjöldanum, á andiiti Múnzenhcrgs skein hið sérkennilega, sigurvissa bros og í reisn hans þcssi ögrandi hótun gegn hin- um kapitalistislcu böðlum, sem maður er annars van- ur að lcenna við Lenin. Rúm Verklýðsblaðsins er allt of takmarkað til þess, að hægt sé að gera ítarlegri grein fyrir öllum rrcðum þcim, er haldnar voru af fulltrúum verka- lýðsins. frá þcssum tuttugu og sjö þjóðlöndum. En það var einkenni þeirra allra, að í þeim fólst óslökvandi barátuvilji verkalýðsins gegn grimd og lieimsku auðváldsins, sem sér þá eina leið út úr öngþveiti sínu að kr.Ua dauða og tortimingu yfir allt., Hrakfarir kratabroddanna á Norðurlandi i Verkalýður Akureyrar svarar klofningsbrodd- ununi á viðeigandi hátt. Þeir Héðinn Valdimarsson og Sigurður Ein- arsson lögðu af stað í herför mikla til Norð- i-rlands og hugðust að leggja það undir krata- broddana fyrir Alþýðusambandsþing. Héldu þeir þó engan opinberan fund á Siglufirði, en fóru þaðan til Húsavíkur og boðuðu þar Al- þýðuflokksfund. En svo er ástatt á Húsavík, sem kunnugt er, að óánægja hægfara verka- mannanna sjálfra með Alþýðusambandið var svo mikil, að þeir sögðu Verkamannafélagið úr því. Fundurinn á Húsavík fór rólega fram, en varð engin sigurför fyrir kiofningsberserkina úr Reykjavík, því verkamenn og sjómenn risu þar upp sjálfir á móti þeim með skarpar árásir | fyrir allt þeirra framferði. Enda mun Húsvík- ingum af alþýðustétt, sem nú búa við einna verst kjör allrar alþýðu á landinu eftir aflalít- ið og aumlegt sumar, þykja lítið til koma „bjargráða‘; þeirra, er kratabroddarnir fylgja nú fastast eins og fiskeinokun Kveldúlfs, — og búast við lítilli hjálp eða vinnu frá þeim launa- lækkunarhöfðingjum, sem lutu boði Kveldúlfs um launalækkun sjómanna í sumar. Síðan var boðað til Alþýðuflokksfundar á Akureyri. Fengu þar broddarnir fyrsþfyrir al- vöru að kenna á þeim kulda, er mætir svikur- um við verklýðsstéttina hjá þeim verkalýð, er kynnst hefir þeim til fulls. Iléðinn Valdimarsson hóf umræður og er hann lauk máli sínu byrjaði ein kona að klappa en hætti von bráðar, er hún fann þá fyrirlitn- arþögn, sem allur verkalýður tók ræðu hans með. Húsið var troðfullt, en enginn vottaði leiðtoga Alþýðusambandsins fylgi sitt. Síðan tók til máls Sigurður Einarsson og tal- aði þar um allt og ekkert. Mun honum hafa fundizt erfitt að leika þar vinstrimann —. án sem liíir, meðan það sjálft, þetta óheyrilega skrímsli, er að engjast sundur og saman í anaarslitrunum. Tveggja árangra þingsins skal að lokum getið: Samþykkt var ávarp til andmæla gegn striði, og skulu hér tilfærðar á íslenzku lokamálsgreinar þess: „Sérhver okkar strengir þess heit, og vér strengj- um þcss heit öil í sameiningu: að rjúfa aldrei þá sameinuðu fylkingu, sem hér hefir verið sköpuð af fjölda arðrændra og undirokaðra manna; að vinna að því af öllum kröftum og með öllum meðölum, sem vér eigum yfir að ráða, að berjast gegn auðvaldsskipulaginu, sem er orsök og undir- rót miljónamorðanna. Vér heitum þvi að nota öli þau meðöl, sem vér eig- um yfir að ráða og helga krafta okkar jæim verk- efnum, sem bíða okkar: gegn vopnaburði,.gegn herbúnaði og öllum undir- ]>úningi styrjalda, en slíkt er um leið barátta gegn yi'irvöldum þeim, er sitja yfir lilut okkar; gegn þjóðrembingi og þjóðernislegum lýðæsingum, gegn fasismanum, þessum alveldissinnaða lögrcglu- her, sem leiðir til alveldisstríða og borgarastyrjalda; gcgn hinum svívirðilegu fjárframlögum ríkjanna til herbúnaðar; gegn hernaðarlántökum og hernaðarskattaálögum, scm hvorutveggja er velt. yfir á herðar hins vinn- andi fjölda; gegn æsingastarfsemi þcirri og rógburðarhernaði, sem stunduð er í öllum auðvaldslöndum á móti lýðveldunum, þar scm nú er hröðum skrefum verið að byggja upp þjóðfélag saméignarstefnunnar; gegn sundurhlutun Kína, sem alveldisríkin þrá að skifta upp á milii sín; gegn arðráni, undirokun og slátrun nýlenduþjóðanna; fyrir virkum stuðningi til handa hinum róttæku japönsku verkamönnum, sem lyft hafa mcrki baráttunnar gegn þeirra eigin alveldisóðu stjórnarvöldum. ... Vér hrópum til allra manna, til verkamanna, bænda og mcntamanna í öllum löndum. að taka saman höndum við oss, og strengja þess hcit á op- inb.ei'úm fundum og 1 kröfugöngum, sem við höfum heitið hver öðrum hér i Amsterdam, og hjálpa okkur að koma heitstrengingum okkar i fram- kvæmd". Ennfremur voru stofnaðar nefndir úrvalsmanna Einbleypingar konur og karlar, ættu að borða einu sinni hjá okkur, áður en þeir fá sér fast fæði fyrir vet- ui'inn. Við seljum góðan og vel útilátinn mat (tvo heita rétti) fyrir aðeins 1 krónu. Smurt brauð og kaffi allt að helmingi ódýrara en annarsstaðar. ) Máltíðir hjá okkur eru ekki bundnar við neinn sérstakan tíma, heldur getur hver og einn fengið það sem hann óskar á hvaða tíma dagsins sem er — frá kl. 8 f. h. til III/2 e. h. Ilinn nýi veitingasalur okkar er svo stór, að enginn ætti nú að þurfa frá að hverfa óaf- greiddur, vegna þrengsla, eins og oft átti sér stað áður. Virðingarfyllst. Heitt & Kalt 1 eltusundi 1. Hafnarstræti 4. þess að koma sér út ur húsi hjá þeim, er hann sjálfur heimtaði áður fyr rekinn úr Alþýðu- ílokknum, Erlingi Friðjónssyni. Enginn mað- ar klappaði að lokinni ræðu hans. Þá tók til máls Jón Rafnsson og fletti vægð- arlaust ofan af svikum kratabroddanna, klofn- ijjgi þeirra á verkalýðshreyfingunni og þjón- ustu við auðvaldið í launalækkunum. Það sem Jón sagði var talað út úr hjarta verkalýðsins, þar kom rödd, sem ekki lengur áminnti verka- menn og konui' um undirgefni við klofnings- broddana, heldur eggjaði fram til baráttu fyr- ir dægurmálum verkalýðsins og samfylkingu í baráttu hans. Og á eftir dundi lófaklappið við um allan salinn. Verkalýður Altureyrar gat ekki látið dóm sinn einbeittar í ljósi. Síðan urðu skarpar deilur og hélt hið sama áíram. Ræðum Héðins og Erlings var tekið með ískaldri þögn, en ræðum kommúnista og róttækra verkamanna með dynjandi lófaklappi. Einkum vakti það óspart aðdáun verkalýðsins, er Þorsteinn Þorsteinsson, formaður Verka-* úr liópi verkamanna, bænda og menntamanna livei’s lands, og eiga þær að halda uppi meðal verka- lýðsins baráttunni gegn stríðsundirhúningi og stríði, og loks var stofnuð alþjóðleg verkamannaskrif- stofa, sem á að liafa sæti sitt í París, og verður stai'fsemi landanna gegn stríðinu stjórnað frá henni. Auk þess verður að stofna í hverjum bæ, hverju verklýðsfélagi, á hverjum vinnustöðvum nefndir, sem starfi með vakandi áhuga gegn hinni yfirvof- andi kapítalistisku styrjaldaróhæfu, og noti öll þau mcðöl, samkvæmt staðháttum þeini sem ríkja á hverjum stað, til þess að ná takmarki sínu. Eftir aðaíþingið í Amsterdam voru síðan haldnir margir fundir verkamanna úr ýmsum þeim starfs- greinum, sem að stríði lúta, og teknar ákvarðanir um verkföll og skcmmdarvinnu, ef til stríðs kæmi. I Að lokum tvö orð um lilutverk íslenzkra verka- , manna í næsta auðvaldsstríði og undirbúningi þess: 1. ) Að ieggja niður alla vinnu, sem orðið geti í þágu stríðsins eða stríðsgróðamanna, alla vöru- fiutninga, útskipanir á vörum til stríðsþarfa, állar siglingar á skipum, sem vörur flytja til stríðsþarfa 0. s. frv. 2. ) Að berjast gcgn því, að ameríska auðvaldinu lukkist að fá byggða flugvélastöð á ísiandi, eins og hinir barnalcgu smáborgarar á Alþingi samþykktu mcð svo miklum ákafa s. 1. vetur. Slík flugvéla- stöð hefir vitanlega eingöngu hernaðarlega þýðingu fyrir Bandarikja-auðvaldið i væntanlegu stríði við rússneska verkamannaríkið, eða vestur-evrópiska samkeppendur sína. Flugvélar hafa eins og kunn- ugt er, liverfandi lítið gildi öðru vísi en sem vopn, en þau eru líka einhver skæðustu vopn, sem nú- tíminn þekkir. þar sem ísland hlýtur samkvæmt legu sinni að hafa mikla hernaðarþýðingu í næsta stríði, þá er ómögulegt'að skoða samþykkt Alþingis öðruvísi en leyfi tii handa erlendu auðmagni til þess að gera fsiand að vopnauppsátri. Verkamenn, verið þvi á varðbergi fyrir morð- ingjum ykkar, og munið orð Romains Roiands í Amsterdam: Hæsta stríð er í höndum verkalýðsins. (Skrifað um nótt í járnbrautarvagni milli Amster- dam og Hamborgar).

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.