Verklýðsblaðið - 05.11.1932, Blaðsíða 2
Þessi staðreynd að kreppan sé ekki á bata-
vegi heldur þvert á móti sé að breytast í bylt-
ingarsinnað ástand, verður að hvetja K. F. í.
og allar deildir hans til ennþá harðari og
miskunnarlausari baráttu en hingað til — og
2. þing K. F. í. verður að leggja drög til þess
að ekki standi við orðin tóm, heldur að flokk-
urinn sýni það í verkinu, að hann verði fær
um að standa í stöðu sinni sem forustulið
verkalýðsins í baráttunni á þeim alvörutímum
sem eru framundan.
2. ráðstefna A.-K. leggur einnig sérstaka á-
herzlu á baráttuna fyrir dægurkröfum verka-
lýðs og smábænda. Kratarnir hér og annars-
staðar halda því aftur á móti fram, að á
krepputímum sé ekki hægt að leggja út í
hagsmunabaráttu eða verkföll, vegna þess, að
ekkert hafizt upp úr þeim.
Reynslá verkalýðsins bæði hér og annars-
staðar sýnir hið gagnstæða, að þar sem sam-
fylkingin er nógú sterk, undir forustu kom-
múnista, sigrar verkalýðurinn., T. d. er verk-
fallið við K. E. A. o. fl. Og í Þýzkalandi hafa
frá 16. sept. til 8. okt. verið háð 286 verkföll
og af þeim hafa verkamenn undir forustu
„Rauðu fagfélaganna“ og kommúnista unnið
142 verkföll, þ. e. a. s. um helming. — Þessi
kenning kratanna um verkföll og launadeilur
er eins og allar kenningar þeirra, einungis í
þágu auðvaldsins, en fjandsamleg verkalýðn-
um.
2. þing K. F. 1. verður að leggja megin-
áherzluna á hagsmunabaráttu verkalýðs og
smábænda, ræða ítarlega þær deilur, sem hafa
átt sér stað og þær villur, sem gerðar hafa
verið í sambandi við þær — og koma sér nið-
ur á réttari og fullkomnari baráttuaðferð í
verkföllum og launadeilum, sem tryggja verka-
lýðnum fullkominn sigur.
Alþýðusambandsþingið sem hefst þ. 12. þ.
m., verður að öllum líkindum broddasamkunda,
þar sem kratabroddarnir taka saman ráð sín
til þess að blekkja verkalýðinn, svo auðvaldið
geti komizt út úr kreppunni á kostnað hans
með launalækkun o. s. frv.
Þing K. F. 1. er þing verkalýðsins, þar sem
hann ræður ráðum sínum til þess að finna
sína leið út úr kreppunni, hina byltingarsinn-
uðu leið, sem endar með fullkomnum sigri
verkalýðsins, — verkamanna- og bændastjóm
á íslandi. J. F.
Borgarnesverkfallið
Og
svik kratabroddanna
Eins og getið var um í Verklýðsbl. nýlega,
gerðu nokkrir verkamenn og smábændur, er
unnu við sláturhús K. B. í Borgamesi, verk-
fall til að reyna að fá hækkað kaup sitt. Hafði
Verklýðsfélag Borgarness samið við K. B. um
kaup við sláturvinnuna fyrir meðlimi sína og
skyldu allt að 20 verkamenn úr Borgarnesi
ganga fyrir vinnu í sláturhúsinu og hafa fullt
taxtakaup eða 1' kr. um klt.
Þurfti kaupfélagið svo sem að undanfömu
að ráða allmarga verkamenn úr sveitunum í
sláturhúsið auk Borgnesinganna. Notaði nú
kaupfélagsstjórinn sér, að verkamenn þessir
voru ekki félagsbundnir og höfðu ekki haft að-
stöðu til að semja um kaup sitt og ætlaði sam-
kvæmt yfirlýsingu kaupfélagsstjóra, að greiða
þeim' miklu lægra kaup en taxtakaup í Borg-
amesi eða einungis 6—7 kr. á dag fyrir 11
tíma vinnu og ekki nóg með það, heldur kom
það einnig fyrir, að þeir voru látnir vinna ut-
an hins venjulega vinnutíma án þess þeim
væri reiknuð nein aukagreiðsla fyrir það. Of-
an á þetta bættist svo, að þeir voru oft lán-
aðir til upp- og útskipunar í e.s. Suðurland,
en fyrir þá vinnu var greitt taxtakaup eða
1 kr. um tímann, en það kaup hirti kaupfé-
lagið, en greiddi verkamönnunum einungis
sínar 6 kr. á dag og kom það þannig þráfald-
lega fyrir, að verkamenn þessir unnu hálfan
daginn í sláturhúsinu kaupfélaginu alveg að
kostnaðarlausu eða jafnvel að þeir skiluðu
því nokkurri upphæð í meðgjöf og unnu svo
hjá því fyrir ekki neitt það sem eftir var
dagsins.
Þótti nú þessum verkamönnum að vonum
súrt í broti, ekki einungis að vinna fyrir helm-
íngi lægra kaupi en Borgnesingarnir, sem
imnu sama verk við hliðina á þeim, heldur og
beinlínis að vera notaðir sem féþúfa af kaup-
félaginu. Ákváöu þeir því, að mynda með sér
samtök í þeim tilgangi að rétta hlut sinn.
Sneru þeir sér fyrst til kratanna hér í Rvík
og spurðu þá að hverrar aðstoðar væri að
vænta frá Alþýðusambandinu í þessu máli.
Fengu þeir það svar í fyrstu, að Alþýðusam-
bandsstjórnin mundi taka málið fyrir á næsta
fundi sínum og síðan um hæl gefa þeim svar.
Það svar er enn ókomið og er líklegt að verka-
menn hefðu verið orðnir nokkuð óþolinmóðir
ef þeir hefðu átt að bíða eftir aðstoð kratanna
í þessu máli.
Þegar sýnt þótti, að kratamir ætluðu alveg
að svíkja og draga svarið svo lengi, að farið
væri að draga úr slátrun og þar með eyði-
leggja alla möguleika fyrir því að menn þessir
gætu náð rétti sínum, sneru þeir sér til kom-
múnistanna í Borgarnesi.
Var þá þegar hafinn undirbúningur undir
samningaumleitanir við K. B. og vipnustöðv-
un ef til kæmi, jafnframt því sem ítrekaðar
tilraunir voru gerðar til þess að ná tali af
einhverjum úr verkamálaráði Alþýðusam-
bandsins í þeim tilgangi að gera enn eina til-
raun til þess að fá aðstoð Alþýðusambands-
ins, enda þótt þá þegar væri orðið augljóst,
að ekkert var á krötunum að byggja og þeir
ætluðu að gera allt til að svæfa málið og j
spilla því, að kauphækkun næðist, enda kom j
það betur í ljós síðar og verður nánar vikið i
að því.
Var fyrst kosin verkfallsnefnd, er skyldi |
semja við kaupfélagið. Gekk það í þófi nokkra í
daga, að samningar kæmust á, með því að
kaupfélagsstjórinn bað um frest hvað eftir ;
annað til að reyna að tefja málið svo lengi j
sem unnt væri, eða þar til hann gæti rekið í
\erkfallsmennina úr vinnunni. Kom þó loks- I
ins endanlegt svar frá honum kl. 12 á laugar- j
dag, þar sem hann segir, að kaupfélagið muni j
ekki ganga inn á neina kauphækkun. Var þá j
enn reynt að ná sambandi við kratabroddana j
og tókst að ná tali af Héðni Valdimarssyni. j
Neitaði hann þá ekki einungis um alla aðstoð j
ef út í verkfall yrði lagt, heldur viðurkenndi I
hann að hann hefði talað við kaupfélagsstjór-
ann og sagt honum að hann gæti reitt sig á að
Alþýðusambandið mundi ekki hreyfa hönd eða j
fót til aðstoðar þessum verkamönnum.
Svo stóð á, að verið var þennan dag að
ferma kjötbát til Vestmannaeyja og ákváðu
verkfallsmenn, er þeir sáu það að ki-atarnir
ætluðu að gera allt sem í þeirra valdi stæði
til að koma í veg fyrir að þessi kaupdeila gæti
unnizt, að leggja niður vinnu við fermingu
bátsins í þeim tilgangi að reyna að hindra
lafgreiðslu hans. Og fór svo, .að þessi barátta
þeirra bar árangur.
Eftir 4 klt. vinnustöðvun af hálfu verk-
fallsmanna, gekk kaupfélagsstjórinn inn á að
nækka við þá kaupið upp í 9 kr. á dag.
Undir forustu kommúnista unnu verkamenn-
irnir í Borgarnesi sigur yfir samfylkingu at-
vinnurekenda og kratabroddanna.
Og fyrir verkalýðinn er þetta góður lær-
dómur. Ilann sýnir að það, að treysta á að-
stoð kratabroddanna í kaupdeilum, er sama
og að treysta á aðstoð stéttarandstæðingsins.
V
Kosningar til þýzka ríkisþingsins
fara fram á morgun (sunnudaginn 6. nóv.).
Úrslitin verða lesin upp í útvarpinu eftir kl. 7.
Verkföll
og götnbardagar
í Berlín
Frá Berlín berast þær fréttir, að verka-
mennirnir, sem vinna við sporvagnana í borg-
Inni, neðanjarðar og hábrautina og fólksflutn-
ingabifreiðarnar, hafi gert verkfall móti launa-
lækkun, sem fyrirskipuð var af stjórninni,
samkvæmt þeim þrælalögum, sem nú er
stjómað eftir á Þýzkalandi. Verkfallið er und-
ir forustu kommúnista og taka þátt í því 21
þús. manns. Stjórnin hefir lýst því yfir að
verkfallið væri ólöglegt. Blað kommúnista-
flokksins, „Rote Fahne“, og blað A. S. V.,
„Welt am Abend“, hafa bæði verið bönnuð
fyrir þátttöku sína í baráttu verkamannanna.
Talið er að ennfremur sé yfirvofandi verkfall
allra þeirra, sem vinna við rafmagns- og gas-
stöðvar borgarinnar vegna fyrirhugaðrar
launalækkunar. Fimmtíu og tveggja manna
nefnd, sem átti að undirbúa það verkfall, hefir
verið handtekin. Á götum borgai'innar hefir
lent í bardögum milli verkfallsmanna og lög-
reglunnar, sem beitir miskunnarlaust morð-
vopnum sínum. í gær biðu þrír verkamenn
bana í götubardögunum, átta særðust alvar-
lega og 120 voru handteknir. — Verkamenn-
irnir standa eftir sem áður einhuga í verkfall-
inu.
Mínníngarorð
Guðbrandur Vigfússon bílstjóri, félagi á
Siglufirði, lézt að heimili sínu, Miðstræti 8, 27.
júlí. Banamein hans var lungnabólga. Guð-
brandur varð meðlimur í Kommúnistaflokki
íslands strax þegar hann var stofnaður og
starfaði hér í deildinni af einlægni og áhuga.
Hann var hvers manns hugljúfi og öllum sem
kyntust Guðbrandi hlaut að verða óvenjulega
hlýtt til hans fyrir hina sérstaklegu prúð-
mannlegu framkomu sem í gegn um allt hans
líf og daglega baráttu auðkenndi hánn hvern
sem hann umgekkst og hvernig sem á stóð.
Hann var óvenju orðheppinn í viðræðum og
oft var unun að vera áheyrandi þegar Guð-
brandur heitinn var að rökræða við andstæð-
inga sína um pólitík.
Við félagar hans þökkum honum í nafni
verklýðsstéttarinnar fyrir vel unnið starf í
þágu verkalýðsins og við hér á Siglufil’ði
finnum mest til þess að stórt skarð er höggv-
ið í félagahópinn, en við vitum líka, að okk-
ur ber að fylla í það skarð og það gjörum
við bezt með því að starfa af meiri áhuga hér-
eftir en hingað til fyrir þéirri hugsjón, sem
hann svo mjög dáði og vann fyrir.
! Við félagar hans gátum því miður ekki fjöl-
mennt við jarðarförina, en hugir okkar allra
munu hafa verið þar.
y Guðbrandur heitinn var kvæntur Ásgerði Is-
aksdóttur. Áttu þau hjón sex börn og eru
5 þeirra lifandi. Var hún manni sínum hinn
bezti förunautur í hinni erfiðu lífsbaráttu.
Vertu sæll félagi og þökk fyrir samstarfið.
Siglufirði, 1. ágúst 1982.
G. J.
„Réttur“.
Nú um helgina kemur út 2. og 8. hefti
„Réttar“. Meðal efnisins í 2. hefti má nefna:
„Vér ákærum þrælahaldið á fslandi 1932“,
Saga eftir franska skáldið Barbusse, Skáld á
leið til sósíalismans, eftir Einar Olgeirsson,
Sendiför verkamanna til Sóvét-ríkj anna og
margt fleira.
3. heftið er á annað hundrað blaðsíður að
stærð og er tileinkað 15 ára afmæli rússnesku
byltingarinnar. Eru í því fjöldamargar grein-
ar bæði frumsamdar og þýddar.
Sóvét-vinafélag íslands hefir séð um rit-
stjórn þessa heftis og gefur út sérprentun af
því.