Verklýðsblaðið


Verklýðsblaðið - 05.11.1932, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 05.11.1932, Blaðsíða 3
Verkam&nnaríkið á Rússlandi 15 ára A myndinni sést hinn voldugi stíflugarður rafmagnsstöðvarinnar, sem skýrð var „Lenin“. 10. okt. var raforkuverið mikla við Dnjepr-fljótið tekið í þjónustu sósí- alismans. Þegar Dnjepr-stöðin var sett i gang, fóru fram mikil hátíðahöld í tilefni vígslunnar. Fleiri þúsund fulltrúar frá verk- smiðjum um land allt og frá ýms- um auðvaldsríkjum voru viðstaddir. Myndin sýnir hóp fulltrúanna meðan á hátíðahöldunum stóð. í íilefni af byltíngavafmælinu Eftir Halldór Kiljan' Laxness, rithöfund. Verkamenn þar í löndum, sem þeir eru hafðir í fyrirlitningu samtímis því, sem þeir framleiða gæði jarðarinnar til ágóða fyrir hina ríku, og ekki síður þær miljónir verkamanna, sem auðvaldsstjórnleysið hefir kjörið ömur- legra hlutskifti en þekkist meðal nokkurra kvikinda á jörðinni, -atvinnuleysingjarnir, og síðast en ekki sízt þær þúsundir verkamanna, sem sitja hlekkjaðir í dýílissum borgaranna víðsvegar um heim vegna baráttu sinnar fyrir málstað hinnar vinnandi stéttar, hinna fá- tæku, eða bíða eftir því að verða myrtir af borgaralegri réttvísi, — en auk þess allir ær- legir menn um gervallan heim, sem bera í brjósti tilfinningar mönnum sæmandi, munu á þessum tímamótum, fimmtán ára afmæli stjórnarbyltingarinnar rússnesku, hugsa með virðingu og aðdáun til alþýðu þess lands, sem rekið hefir blóðsugurnar af höndum sér og stofnað í stórum hluta tveggja heimsálfa ríki samvinnu og sameignar, þar sem verkalýður- inn er hin ráðandi stétt. Það var hörð hríð, sem gerð var að rúss- nesku verkamönnunum í borgarastyrjöldinni eftir byltinguna. I þeirri hríð skriðu allir níð- ingar jarðarinnar saman gegn rússnesku verkamönnunum. Hinir hvítrússnesku griðníð- irgar og glæpamannasveitir borgaranna hlutu stuðning frá hverju einasta stórveldi heims- ins í innrásinni 1918—1921, fánar allm heims- ins stórvelda blöktu við hlið hvítliðafánanna ínnan rússneskra landamæra á allar hliðar. Aldrei sannaðist betur en á þeirri úrslitastund, að það eru ekki til nema tvær þjóðir í heim- inum, fátækir og ríkir, verkamenn og kapítal- istar, og að hinir ríku hafa marga fána, sinn með hverjum lit, en hinir fátæku, verkamenn- irnir, hafa aðeins einn fána, rauða fánann, sem táknar blóð mannkynsins. Eftir að heims- styrjöldinni lauk, var hafin önnur heimsstyrj- öld á rússneska verkamenn og þeir börðust í návígi hungraðir, klæðlausir, vopnlausir, alls- lausir, gegn óvígum her stórveldanna og hvítu glæpamannasveitunum á átján vígvöllum í senn, börðust við öll kapítalistisku heimsveldin innan landamæra síns eigin lands í full þrjú ár ... og sigruðu. Hver einasti eyrir var uppurinn. Ilver einasta atvinnugrein lögð í rústir. Hundruðum þúsunda var verkalýður- ínn brytjaður niður. Hundruðum þúsunda féll verkalýðurinn úr hungri. Og samt rak hann hina alveldisþyrstu bandítta af höndum sér, hina kapítalistisku heri, þjóðina með hina mörgu fána. Og að leikslokum blakti hinn rauði fáni einn yfir heimsins víðlendasta ríki, fáni verkamannanna, rauði fáninn, sem táknar blóð mannkynsins. Og verkamennirnir snéru hver til síns heima til þess að reisa land sitt úr rústum eftir samanlagða sjö ái’a styrjöld. Og á þessum fimmtán umliðnu árum hafa rússnesku verkamennirnir grundvallað meðal sín voldugasta ríki heimsins, ríki, sem ekki er fyrirsjáanlegt, að neinn máttur geti brotið á bak aftur, ríki, sem vex og blómgast með hraða, sem á sér engan líka í sögunni, þar sem hefir verið afkastað fleiri stórvirkjum á skemmri tíma en nokkur dæmi erp til, meðan stórveldi auðborgaranna riða, komin að fót- i'm fram, og reka stjórnmál sín með vitfirtum neyðarráðstöfunum, eins og þegar verið er að berjast við að halda síðustu líftórunni í dauðvona sjúklingi. Sovét-valdið, ráðstjóm verkamanna í Rúss- landi er sennilega hið sterkasta ríkisvald sem nokkurntíma heíir verið til. Ráðstjórnin er ekki aðeins bygð neðan frá og upp úr á verka- mannaráðunum, sem eru hinir raunverulegu stjórnendur landsins, heldur er rauði herinn einstakur að því leyti, að hann er í senn óað- skilinn og óaðskiljanlegur fólkinu, í stað þess að standa sem verndari „föðurlandsins“ (sem á hagnýtu máli táknar: hagsmunir bur- geisanna); — rauði herinn er samsettur af verkalýðnum, reiðubúinn til verndar áþreifan- legustu hagsmunum verkalýðsins í stríði eða innrás, hann er ekki eingöngu bezti vinur fólksins, heldur fólkið sjálft, gamlir og ungir, konur og karlar, — milli hans og þess er ekki meira bil en milli verkalýðsins og ráðstjórnar- innar. Sú sveitasæla borgaranna, sem er í því falin að sjá verkamenn barða með lögreglu- kylfum og kastað í tugthús fyrir að bera fram hinar frumstæðustu lífskröfur sér til handa, sú sveitasæla á sér stað daglega í Berlín og New York. Fyrir skemmstu gafst reykvíksk- um borgurum einnig tækifæri til að njóta hennar. En það þarf heimskan mann til að Ijúga því um Ráðstjórnarríkin, að þar berji verkamenn sjálfa sik með lögreglukylfum, eða skjóti á sig, eða kasti sjálfum sér í dýflissur, enda hefir enginn þorað það í mörg ár, nema ein vitlaus kerling, sem keypt var af dagblöð- um Beaverbrooks lávarðar til að ljúga því. Moskva, 18. október 1932. Framsókn Sovéts-Rússlands í iðnadarframleiðslu heimsins 1932 1928 (ársbyrjun) % % Bandaríkin 34,0 Sóvét-Rússland... . ... 4,2 11,0 Bretland . .. 8,5 10,0 Þýzkaland 7,6 Frakkland ... 6,4 6,9 Japan ... 2,2 2,7 Upphygging sósíalismans Fyrir 15 árum dundi ennþá hin blóðugasta morðhríð, sem um heiminn hefir faiið. Auð- valdsstéttir stórveldanna sendu sveitir verka- manna og bænda fyrir opin fallbyssuginin í óslökkvandi græðgi sinni eftir yfirráðum auð- lindanna, eftir svitadropa nýlenduþrælanna, sem verða að gulli í pyngju hinna evrópsku auðkýfinga. Fyrir 15 árum var hinn langþjáði rússneski verkalýður og bændalýður kominn á það stig óbærilegra þjáninga, að hann greip til vopna gegn böðlum sínum: alræðisvaldi, landsdrottn- um og auðmannastétt, steypti þeim af stóli og tók sjálfur í hendur framleiðslugögnin. — Undir forystu fiokks síns, Kommúnistaflokks- ins, og undir ötulli leiðsögn foringja sínna, þeirra Lenins og Stalins, hefir rússneskum verkalýð tekist að brjóta af sér margra alda sárar þjáningar og kúgun og ráða niðurlög- um erlendra innrásarherja, sem sendir voru af auðvaldsstéttum annara landa til þess að bei'ja niður byltinguna, hefir tekist að reisa við og byggja upp aftur það, sem eyðilagst hafði á tímum stríðs og borgarastyi'jalda gg leggja grundvöll að hinu stórkostlegasta verki í sögu mannkynsins, að hinu sósíalistiska þjóðfélagi. A næstu 5 áruml stefnir hann í þá átt: „að uppræta algjörlega stéttamismuninn, rífa upp með rótum þær orsakir, sem leiða til stétta- mismunar og arðráns, að yfirvinna hinar kapi- talistisku leifar í búskapnum og í meðvitund mannanna ,að breyta öllum hinum vinnandi lýð landsins í vísvitandi og virka byggjendur hins stéttlausa sósíalistiska þjóðfélags“ (samþ. 17. flokksþingsins). f 15 ár hafa auðvaldsstéttir allra landa reynt að dylja fyrir hinum vinnandi lýð hvað verið hefir að gerast í Sovét-Rússlandi. Þær liafa brugðið hinum ógurlegustu myndum upp fyrir honum. Blöð sín og ritþræla hafa þær óspart notað til þess að unga út og- dreifa rógi og níði um verkalýðinn rússneska, sem þrátt fyrir margskonar skort og örðugleiká hefir tekið hvert stökkið • öðr'u lengra á leið sinni til nýrrar menningar og uppbyggingar hins nýja heims. Aðalstoð sína, sósíaldemó- krata, hafa þær ýmist notað til þess að gera lítið úr því sem gerðist í Rússlandi, spá um hrakspám eða til að þegja stórvirkin 1 hel, eins og Ól. Friðrikssyni og Co. hefir þótt ráð- legast. Hvers vegna hefir borgarastéttin ausið í slíka starfsemi óhemju fúlgum? Jú, henni hefir stafað ótti af því, sem verka- lýðurinn kynni að sjá. Hún hefir óttast að holsár það, sem höggvið var í hið kapitalist-

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.