Verklýðsblaðið - 15.11.1932, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKHUR ISLANDS (DEILD ÚR A.K.)
III. árg. Reykjavík 15. nóv. 1932 48. tbl.
Ihaldið og Iðgreglustjóri stofna til blóðugs gðtubardaga
til þess að halda við launalækkuninni.
Svik kratabroddanna hindra íjölgun í atvinnubótavinnunni.
Ki-öfugangan 6. nóv.
sýndi að það var vilji verkalýðsins í Rvík að
berjast af alefli gegn launalækkunarherferð
auðvaldsins og fyrir vinnu handa hinum at-
vinnulausu þúsundum. Verkalýðurinn sam-
þykkti nú enn á ný kröfur sínar til valdhaf-
anna, m. a. kröfuna utn sama kaup og verið
hefir í atvinnubótavinnunni og fjölgun 150
manns í atvinnubótum. Brynjólfur Bjarnason,
sem talaði í portinu, lagði fram tillögu þess
efnis, að verkfall við höfnina og öðrum þýð-
ingarmiklum vinnustöðum, væri óhjákvæmi-
legt til þess að knýja kröfur verkalýðsins í
gegn. Héðinn Valdemarsson neitaði að bera
þessa till. undir atkvæði.
Bæjarstjórnarfundurinn,
sem taka átti ákvörðun um kröfur verkalýðs-
ins frá 6. nóv., hófst kl. 10 á miðvikudags-
norgun.
Ræður íhaldsmanna höfðu að innihalda fá-
heyrðustu lygar um það, að ómögulegt væri að
afla bænum fjár og ósvífni í garð hins at-
vinnulausa verkalýðs.
Alþýðuflokks-broddarnir héldu meinlausar
ræður og reyndu að „sannfæra“ íhaldið um
heimsku þess. Að öðru leyti voru ræður
bi'oddarma blekkingar. Þeir töluðu réttilega um
hin djöfullegu kjör verkalýðsins, en reyndu
samtímis að telja kjark úr verkalýðnum og
liindra það að hann sýndi bæjarstjórnarfull-
trúum íhaldsins alvöru.
Um hádegisbilið var verkalýðurinn orðinn
óþolinmóður að hlusta á vaðal bæjarfulltrú-
anna og þegar Pétur Halldórsson ákvað að
matarhlé skyldi gefið, krafðist verkalýðurinn
að mál sín yrðu afgreidd strax, áleit að ístru-
magarnir þyldu að bíða stutta stund eftir
roatnum. — Var þó af verkalýðsins hálfu
gengið inn á að fundinum yrði frestað, gegn
loforði lögreglustjóra um frjálsan aðgang að
fundarsalnum eftir matarhléið.
Jakob Möller talaði fyrstur eftir matinn.
Var ræða þessa hálaunaða sníkjudýrs frekju-
leg árás á baráttu verkalýsins fyrir lífsskilyrð-
um sínum of ofsókn á hendur atvinnuleysingj-
unum sérstaklega. Lygar um féleysi auðvalds-
ins frá munni hans var sem kjaftshögg fram-
an í verkalýðinn. — Þoldi verkalýðurinn auð-
vítað ekki svívirðingar Jakobs, tók svo kröft-
uglega fram í fyrir honum, að hann varð að
hætta ræðunni.
Eins og við mátti búast sveik lögreglustjóri
loforð sitt um frjálsan aðgang að fundarsaln-
um og þegar verkamenn kröfðust, að hann
héldi loforð sitt sigaði hann pólítíunum á
mannfjöldann. Var tekið hraustlega á móti og
fékk lögreglan kjaftshögg fyrir hvert kylfu-
högg, sem hún greiddi. Var nú fundinum slit-
ið, og ætlaði íhaldið að halda fast við kaup-
lækkunarsamþykktina.
Þegar bæjarstjómin sá hinn ósveigjanlega
vilja verkalýðsins í baráttunni fyrir kröfum
sínum, voru kratabroddarnir látnir bera á milli
„íniðlunartillögu" þess efnis, að bæjarstjórn-
in héti því að lækka ekki kaupið fyr en hún
sjálf ákvæði annað(!). „Alþýðublaðið“ játar að
Pétur Halldórsson hafi gengið að þessu gegn
því skilyrði, að bæjarfultrúar íhaldsins fengu
að ganga út ómeiddir. Þessu dæmalausa blekk-
ingartilboði kratanná fyrir hönd íhaldsins
hafnaði verkalýðurinn innan og utan hússins
einum rómi. — Kratarnir voru nú algjörlega
búnir að ,,gleyma“(!) öllum kröfum verka-
lýðsins frá því á sunnudaginn áður og minnt-
ust ekki á þær. Þeir voru líka búnir að
„gleyma“ orustunni, sem þeir töluðu um sama
dag, en létu hjá líða að segja frá, í hverju hún
ætti að vera fólgin.
Þessu næst samþykkti verkalýðurinn utan
húss og innan einróma sömu kröfurnar, sem
samþykktar voru í kröfugöngunni á sunnudag-
inn, er var:
1. að atvinnubótavinnan haldi áfram með
samá kaupi og nú er,
2. að f jölgað yrði um 150 manns í atvinnu-
bótavinnunni nú þegar
og var kosin nefnd til að flytja forseta bæjar-
stjórnar kröfurnar, en hann sagði að sumir
bæjarfulltrúarnir væru famir af fundi. Höfðu
þfeir falið sig í kjallara hússins. Ólafur Frið-
riksson varð fokvondur yfir þessum kröfum,
sömu kröfunum og verkalýðurinn í Reykja-
vík hefir samþykkt hvað eftir annað í öllum
verkalýðsfélögunum á fjölda funda, sagði hann
að þær væru vitleysa(!!) og óframkvæmanleg-
ar(!!), m. ö. o. þegar að verkalýðurinn hafði
aðstöðu og afl til að knýja kröfurnar í gegn,
þá gengu kratarnir yfir á röksemdir íhaldsins
og sögðu þær óframkvæmanlegar(!!) eða ját-
uðu m. ö. o. að allar þeirra eigin tillögur hafi
verið bornar fram eingöngu í blekkingarskyni.
Nú óttuðust kratabroddarnir að samfylking
sósíaldemókratísku, kommúnistísku og utan-
flokks v erkamannanna, sem allir börðust
drengilega sem bræður, mundi knýja kröfurn-
ar í gegn. Og nú viljum við spyrja sósíaldemó-
I ratísku verkamennina: „Leyfist okkur að
kalla þessa „foringja“ verkalýðssvikara" ?
Héðinn Valdimarsson, sem flutt hafði verka-
lýðnum blekkingartillöguna, varð hræddur við
hinn einhuga verkalýð, skammaði Ólaf fyrir að
hafa opinberað fjandskap kratabroddanna við
verkalýðinn og svik þeirra við kröfur verka-
lýðsfélaganna. — Seinna um daginn rétti hann
verkamönnum sprek og spýtur út um glugga
til vamar, til þess að fá betri aðstöðu til að
svíkja þá, eins og kom í ljós að kvöldi sama
dags.
Nú átti að sækja Ihaldsmennina niður í
l.jallara og láta þá taka afstöðu til krafanna,
Framh. á 4. síðu.
Yfirstétt Reykjavíkur hefir lært tvennt af
bardaganum síðasta miðvikudag. Hún sér að
verkalýður Reykjavíkur lætur ekki þegjandi
svelta sig og svipta kaupi, hann reiðir hnef-
ann til höggs á móti og sá hnefi er þungur.
Hún sér einnig að lögregluliði Reykjavíkur er
ekki einhlítt sem stéttarher fyrir hana, hvorki
nógu traust né öflugt. Lögregluliðið lét að
þessu sinni þræla sér út í að berja á verka-
lýðnum, en það er ekki að vita hve lengi það
lætux sér það linda. Það er ekki með vilja
verkalýðsins í Reykjavík, að höggin, sem reidd
voi'u gegn Jakob Möller og öðrum bandíttum
og bitlingadýrum auðvaldsins, lenti á lögreglu-
þjónunum, fátækum og illa launuðimi starfs-
mönnum. Orsökin var sú, að þessir menn, sem
sjálfir eru að nokkru leyti af verklýðsstétt,
létu nota sig sem hlífiskjöld fyrir kúgarana,
og voru keyrðir fram af yfirmanni þeirra,
þessum hundapísk yfirstéttarinnar á verkalýð-
inn, Herm. Jónassyni. Og verkalýður Reykja-
víkur treystir því að sú stund komi að lög-
regluþj ónarnir neiti algerlega að láta beita sér
til að verja verstu glæpamenn þjóðfélagsins
cg firra þá réttlátri reiði og refsingu fjöldans.
En yfirstéttin undirbýr nú þegar að skapa
sér annað tæki til að kúga verkalýðinn. Það
er ríkislögreglan. Nú er fengið leyfi stjórnar-
ráðsins til að koma henni á, ríkislögregluliði,
sem hafi 16 kr. á dag. Þetta er stéttarher auð-
valdsins, launaður með fé, stolnu frá alþýðu
gegnum ríkis- og bæjarsjóði.
Yfirstéttin veit hvað hún gerir með að koma
slíku liði upp. Hún undirbýr blóðbað og borg-
arastyrjöld á íslandi. Verkalýður Reykjavíkur
lét óspart vita það 1926 hvað hann gerði, ef
ríkislögregla væri mynduð — og hugur hans
hefur sízt slappast síðan.
Frammi fyrir allri alþýðu vörum við komm-
únistar við þessu tiltæki og lýsum allri ábyrgð
á afleiðingum þess á hendur yfirstétt fslands
og erindrekum hennar. Skapi yfirstéttin sér
stéttarher, þá skal verkalýðurinn svara með
því sama. Alþýða íslands lætur ekki keypt
skriðdýr erlenda auðvaldsins og bandamenn
þess á íslandi leiða sig sem sauði til slátrunar.
Qg' forsmekkinn að hnefavaldi verkalýðsins
hafa þessir herrar fengið, svo þeir vita á
liverju þeir eiga von, ef þeir vega oftar í sama
knérunn.
Við vörum alla menn af alþýðustétt við að
láta tæla sig inn í þessa ríkislögreglu, þótt góð
laun séu í boði og þótt neyðin sverfi að. Nöfn
allra þeirra, sem í henni eru, verða birt og
brennimerkt, og verkalýður allsstaðar á Islandi
mun fyrirlíta þá og neita að vinna með þeim,
— eins og þegar sýndi sig í sumar og lögreglu-
stjórinn kvartar undan í „Tímanum“.
Lögregluþ j ónar! Hugsið ykkur um það
tvisvar áður en þið látið siga ykkur aftur út
í blóðugan bardaga gegn nauðstöddum fátæk-
um verkalýð í Reykjavík.
Alþýða á Islandi! Mótmælið einum rómi í
orði og verki hverri tilraun yfirstéttarinnar til
að skapa hér stéttarher til að kúga verkalýð-
inn með ofbeldi til að svelta möglunarlaust!