Verklýðsblaðið - 15.11.1932, Blaðsíða 3
„Lýðræði"
Alþýðnsambandsstjórnarinnar
Hverjum trúir verkalýðurinn bezt fyrir
umboðum sínum?
(Verkamannabréf frá Seyðisfirði).
Dómsmálaráðherraskifti
Gjaldþrotasvikarinn Magnús Gnðmundsson dæmdur í 15 daga iangelsi
og farinn frá! Olafur Thors, síldarmálasvikarinn frá Hesteyri oröinn
dómsmálaráðherra
Verkamannafélagið „Fram“ á Seyðisfirði
hélt fund 28. okt. þ. á. Aðalmál fundarins var
fulltrúaráðskosning. Eitt af störfum fulltrúa-
ráðsins er að mæta á þingi Alþýðusambands
íslands. I fulltrúaráði félagsins eiga sæti 3
menn og jafnmargir til vara. Kosning fulltrú-
anna var óbundin og fór fram leynilega og
dreifðust því atkvæðin á nál. 20 menn. Kosn-
ingu hlutu sem aðalmenn: Sveinbjörn J.
Hjálmarsson með 17' atkv., Hákon Sigurðsson
með 14 atkv. og Ingólfur Hrólfsson með 11
atkv.; og sem varamenn, þeir sem næst at-
kvæðamagn höfðu, og fengu 2 þeirra 11 atkv.
og einn 10 atkv. Að kosningunni lokinni stóð
upp Haraldur Guðmundsson alþingismaður,
sem auðsjáanlega var þama mættur fyrir hönd
Alþýðusambandsstjórnarinar, til að gæta þess
að félagið sendi ekki kommúnista á sambands-
þingið. Hafði hann fyrir sér þvingunarlög Al-
þýðusambands íslands, — þau er samþykkt
voru á 10. þingi þess — og sótti málið eftir
14. gr. þeirra. Krafðizt Haraldur þess af hin-
um nýkjörnu fulltrúum, að þeir lýstu því yfir
hvaða stjórnmálaflokki þeir tilheyrðu. Kvaðst
hann hafa heyrt að á Seyðisfirði væri starf-
andi deild úr K. F. í. og 2 af þessurn mönnum
mundu vera meðlimir hennar, þeir Sveinbjöm
J. Hj álmarsson og Hákon Sigurðsson. Fóru nú
hinir kratisku fulltrúar að tjá sakleysi sitt af
öðrum stjórnmálaflokkum en Alþýðuflokknum
og kröfðust þess einnig af Sveinbirni og Ilá-
koni, að þeir „hreinsuðu sína persónu“(!!)
eða „gengjust við sínu pólitíska ættemi“.
Að síðustu lýstu þeir Sveinbjörn og Hákon
því yfir að Sveinbjörn væri skipulagður kom-
múnisti, en Ilákon væri óskipulagður kommún-
isti. — Að þessum upplýsingum fengnum bar
'Haraldur fram svohljóðandi tillögu:
„Félagið álítur, eftir teng-ritn- upplýsinaar, að
Sveinbjöm Hjálmarsson hafi ekki verið kjör-
gengur til fulltrúaráðs“.
Var þessi tillaga samþykkt með fjö'gra at-
kvæða mun. Þá lýsti Hákon Sigurðsson því enn
yfir, að hann væri kommúnisti og neitaði að
lúta lögum Alþýðusambandsins, eins og' þau
nú eru. Var þá einnig ónýtt kosning hans, og
hinir 3, sem 11 atkvæðin fengu, úrskurðaðir
sem aöalmenn í fulltrúaráðið, og næstu 3 sem
varamenn; sá er fékk 10 atkv., annar er fékk
G atkv. og þriðji er fékk 4 atkv.
Þannig er lýðræði það, sem stjórn Alþýðu-
sambandsins berzt fyrir; að meirihlutinn beygi
sig fyrir minnihlutanum, ef minnihlutinn hef-
ir nógu „fínum“ mönnum á að skipa, án til-
lits til þess hvaða mönnum verkalýðurinn
treystir bezt til að fara með umboð sín.
Verkamaður.
Mótmæli gegn kloíningsstarfsemi kratanna.
„Fjölmennur Drífandifundur samþykkti ein-
rpma eftirfarandi: Fundurinn mótmælir harð-
lega þeirri ákvörðun Alþýðusambandsstjórnar
að útiloka fulltrúa fagfélaganna á Sambands-
þinginu, aðra en þá, sem teljast Alþýðuílokks-
menn. Fundurinn krefst þess, að sambands-
þingið veiti fulltrúum verkamannafél. Drífandi
fullkomin fulltrúaréttindi á þinginu og svo og
öllum réttkjörnum fulltrúum.
Fréttaritar i nn.“.
Fé fyrir atvinnubótavinnuna.
Á miðvikudagskvöldið þegar bæjarstjórnar-
fundurinn og götubardaginn voru á enda,
skuldbatt ríkissjórnin sig til þess að veita bæn-
^.um 75 þúsund krónur til atvinnubótavinnunn-
ar fram að nýjári, og útvega bænum að lam
aðrar 75 þúsund krónur. — Þegar íhaldsfull-
trúarnir í bæjarstjórninni voru orðnir nægi-
lega hræddir, kom það þannig í ljós, að einnig
nægilegt fé var fyrir hendi til atvinnubóta-
Eftir endalausan drátt féll dómurinn í
gjaldþrotasvikamáli Magnúsar Guðmundssonar
dómsmálaráðherra loksins miðvikudaginn 9. þ.
m. Dómsmálaráðherrann var af rannsóknar-
dómaranum, Hermanni Jónassyni lögreglu-
stjóra, dæmdur í 15 daga fangelsi. Forsendur
dómsins staðfesta í öllu, sem nokkru máli
skiptir, þær upplýsingar um hlutdeild Magnús-
ar í gjaldþrotasvikum Carsten Behrens kaup-
iranns, sem Verklýðsblaðið fyrir löngu er búið
að gefa almenningi í landinu. Þær hafa reynzt
svo réttar, að meira að segja „Vísir“ getur í
langri grein um málið á laugardaginn, er var,
ekki skýrt þær öðruvísi fyrir sér, en að höfund-
ur þeirra hafi haft beinan aðgang að máls-
skjölunum. Forsendur dómsins sýna ennfrem-
ur, að vörn Magnúsar í málinu, sem eins og
menn rekur minni til, var birt í langri Morgun-
blaðsgrein eftir hann, þegar rannsókninni var
iokið, hefir verið falin í blekkingum og hrein-
um og beinum ósannindum. Enda þótt Magnús
lýsi því yfir í Morgunblaðinu á fimmtudaginn,
er var, að hann „mundi alls ekki á síðastliðnu
vori hafa tekið sæti í landsstjórninni, hefði
hann verið sér þess meðvitandi, að liann væri
sekur um það, sem hann nú er dæmdur fyrir“,
þá er nú engum blöðum lengur um það áð
fletta, að hann hefir frá upphafi þessa gjald-
þrotamáls verið sér glæps síns meðvitandi.
Dómurinn hafði þær afleiðingar, að Magnús
baðst samdægurs lausnar frá dómsmálaráð-
herrastarfi. 1 Morgunblaðsgrein sinni um rann-
sókn málsins, hafði hann lýst því yfir, að hann
mundi skoða dóminn, ef hann félli móti honum,
sem „pólitískan dóm“ og „hafa hann að engu“.
En nú þegar dómurinn var fallinn og allir mála-
vextir dregnir frarn í dagsljósið, varð ekki
lengur breitt yfir það óheyrilega hneyksli, að
slík skepna, lögfræðingur, sem hefir haft at-
vinnu af því að brjóta lög landsins, skyldi sitja
í sæti æðsta lagavarðar í landinu. Hann og
bandittarnir í Ihaldsflokknum, sem' á bak við
hann hafa staðið, sáu því þann kost vænstan,
aö hann segði af sér. Hinsvegar hefir Magnús
áfrýjað dóminum til Hæstaréttar og hvorki
hann sjálfur né heldur klíkufélagar hans í
Ihaldsflokknum draga nokkra dul á það, að þeir
hafi fyrirfram sýknudóm þess dómstóls í vas-
anum. Er að slíkum yfirlýsingum Ihaldsmanna
lítill vegsauki fyrir Hæstarétt, enda þótt hann
hinsvegar hafi ekki lengur miklu áliti fyrir að
íara meðal almennings í landinu. En eftir því,
sem „Morgunblaðið“ sagði síðastliðinn fimmtu-
dag, byggja íhaldsmenn á Hæstarétti þá „full-
vissu“, sem þeir þykjast hafa um það, „að ekki
líði langur tími þangað til Magnús Guðmunds-
son á kost á að skipa aftur það trúnaðarsæti,
sem flokksmenn hafa falið honum“.
Ihaldsblöðin, „Morgunblaðið“ og „Vísir“ hafa
lekið upp Ramavein mikið út af dóminum yfir
Magnúsi. Þau hafa að vísu ekki getað hreinsað
Magnús af sök sinni, en í stað þess hafa þau
gripið þá tilviljun, að dómurinn féll sama dag-
ir.n og götubardaginn var hér milli verkamanna
7. nóvember.
Samkoman í Iðnó 7. nóvember var afar fjöl-
sött, og var innihald hennar hið ákjósanleg-
asta. Ræðu Ilalldórs Kiljan Laxness í útvarp-
ið í Moskva var endurvarpað af útvarpinu hér
og heyrðist mjög greinilega. Þessi ágæta ræða
Kalldórs hefir vakið afarmikla eftirtekt um
land allt.
Enginn hörgull á fé fyrir lögregluna!
16 nýir lögregluþjónar hafa verið ráðnir og
60 varalögregluþjónar að auki. Kostnaður á
Öag ca. 1500 krónur!
og lögreglunnar til þess að setja það í samband
hvort við annað. „Morgunblaðið“ æmtaði og
skræmtaði yfir því á fimmtudaginn, að dómur-
inn „hlyti að verða ríkisvaldinu til stórhnekkts
og koma sem olía í eld æsingamannanna“. Hér
er ekki lengur um réttvísina að ræða heldur
hitt, hvað yfirstéttinni og hennar kúgunarverk-
færi, ríkisvaldinu, hentar bezt. Ihaldsblöðin
bæði gera rannsóknardómarann, Hermann
Jónasson lögreglustj óra, ábyrgan fyrir þann
álitshnekki, sem yfirráð burgeisastéttarinnar
hafa beðið við afhjúpun Magnúsar Guðmunds-
sonar og heimta að honum verði vikið úr lög-
reglustjórastöðunni. En þau þora ekki að kann-
ast við að þessi krafa sé gerð út af dóminum,
því að þau vita ofurvel, að almenningur var
löngu á undan Hermanni búinn að dæma Magn-
ús fyrir glæp hans. I stað þess gefa þau hon-
um það að sök, að hann hafi í bæjarstjórnar-
slagnum gerzt „bandamaður hinna æstu ko*nm-
unista“, látið bæinn varnarlítinn og sigað lög-
reglunni út í ófæru. Hvert einasta mannsbarn
sér í gegnúm þessa svívirðilegu hræsni. Því að
allir vita að lífi og limum jafnt verkalýðsins
sem lögreglunnar var í bæjarstjórnarslagnum
ekki stofnað í hættu fyrir neitt annað en þá
glæpsamlegu pólitík, sem Ihaldsmeirihlutinn í
bæjarstjórninni og burgeisabandíttarnir á bak
við hann hafa rekið gagnvart atvinnuleysingj-
unum í Reykjavík. Og böðulsfyrirskipanir lög-
reglustj órans við það tækifæri voru ekkert
annað en rökrétt áframhald á lögreglustjórn
lians hingað til, sem stöðugt hefir verið í fyllsta
samræmi við hungurstjórn Ihaldsflokksins í
bænum. Svívirðingar þær, sem farið hafa milli
„Morgunblaðsins“ og „Tímans“ út af lögreglu-
stjórn Hermanns eru því rétt eins og rifrildi
þeirra um dóminn yfir Magnúsi Guðmundssyni
ekkert annað en hjúakritur á heimili yfirstétt-
arinnar.
í staðinn fyrir Magnús Guðmundsson hefir
Ihaldsflokkurinn gert Ólaf Thors forstjóra
Kveldúlfs, að dómsmálaráðherra í samsteypu-
stjórninni og hefir hann þegar hlotið staðfest-
ingu konungs. Má með sanni segja um dóms-
málaráðherra íhaldsflokksins, að þar kemur
einn öðrum meiri. Magnús var undir sakamála-
rannsókn fyrir hlutdeild í sviksamlegum gjald-
þrotum þegar hann var gerður að æðsta verði
iaga og réttar í iandinu, en Ólafur er undir
sakamálarannsókn fyrir það að hafa auk þess
sem hann hefir arðrænt sjómennina á þann
hátt, sem samkvæmt borgaralegum lögum
telst „heiðarlegur“J, féflett þá með sviknum
síldarmálum á Hesteyri árið 1931. íhaldsflokk-
urinn er ekki lengur að draga neina f jöður yfir
það, að ríkisvaldið er „skálkaskjól auðvalds-
ins“. Réttvísin og vilji stórútgerðarmannsins,
Kvelöúlfsforstjórans Ólafs Thors, er, eins og
öllum lýðum nú ætti að vera ljóst, eitt og hið
sama. Og lantlhelgi íslenzka ríkisins og fiski-
mið Kveldúlfstogaranna verða líka eitt og hið
snma.
Sigurður Eggerz verðlaunaður.
Síðasta verk Magnúsar Guðmundssonar fyr-
ir Ihaldsflokkinn í dómsmálaráðuneytinu var
að verðlauna Sigurð Eggerz fyrir falsanir sín-
ar og fjárbruðl í íslandsbanka með því að gera
hann að bæjarfógeta á ísafirði.
VERKLÝÐSBIiAÐIÐ
Ábyrgöarm:. Brynjólfur Bjarnason. — Árg. 5 krón-
ur, í lausasölu 15 aura eintakiö. — Utanáskrift
blaðsins: Verklýðsblaðið, P. O. Box 57, Reykjavík.
vmnunnar.
Prentsuiiðjan Acta.