Verklýðsblaðið - 15.11.1932, Blaðsíða 2
Blaðaþý burgeisastéttarinnar
og bæjarstjórnarfundurinn
Síðastliðið miðvikudagskvöld, þegar bæjar- 1
stjórnarfundurinn var á enda og fjöldi verka-
manna og lögregluþjóna höfðu hlotið blóðug
meiðsli í þeim barsmíðum og götubardaga,
sem stofnað var til með hinni svívirðilegu í
samþykkt íhaldsmeirihlutans í bæjarstjórn-
inni um stórkostlega launalækkun í atvinnu-
bótavinnunni, gerðust þau tíðindi, sem áður
eru óþekkt í stéttabaráttunni hér á landi. I
Lögreglustjórinn, sem klíkufélagar Magnúsar
Guðmundssonar í íhaldsflokknum nú kalla
„bandamann hinna æstu kommúnista", bann-
aði prentun á fregnmiða, sem atvinnuleys-
ingjanefndin og Kommúnistaflokkurinn ætluðu
að gefa út um það, sem gerst hafði um daginn.
Það er nú vika síðan. En þegar þessi grein
er skrifuð, er búið að setja „Verklýðsblaðið"
undir lögreglueftirlit eða ritskoðun, eins og
þekkst hefir á tímum svörtustu ofsókna og
afturhalds úti í heimi, hver einasta lína lesin
gegnum gleraugu ofsókna-brjálóðrar yfirstétt-
ar, til þess að leita að átyllu til að banna blað-
ið, og því með öllu óvíst, hvort það getur kom-
ið út að þessu sinni. Persónulegt frelsi þeirra,
sem með mestri einurð hafa barist fyrir mál-
stað verkalýðsins, hefir þegar oftar en einu
sinni veríð skert á þjösnalegasta hátt, þeim
verið varpað í fangelsi yfirstéttarinnar upp á
vatn og brauð eftir lagagreinum, sem ekki
eru lengur notaðar í nokkru siðuðu landi, fyr-
ir þátttöku þeirra í kröfugöngum og mótmæla-
íundum verkalýðsins móti kaupkúgun og
hungurstjórn íhaldsmeirihlutans í bæjarstjóm
Reykjavíkur. Héðan í frá vita allir, að einnig
prentfrelsið verður afnumið, hvenær, sem bur-
geisastéttinni þykir við þurfa til þess að
tryggja völd sín og gróðabrall á baki hinna
vinnandi stétta.
Meðan ritfrelsið er tekið af kommúnistum
og blað verkalýðsins, sem á hendur sínar að
verja fyrir hungurárás auðvaldsins, er sett
undir lögreglueftirlit, eru eítursprautui yfir-
stéttarinnar í Reykjavík, „Morgunblaðið" og
„Vísir“, og málgagn lögreglustjórans, „Tím-
inn“, óáreitt látin ausa lygum sínum og ó-
hróðri um verkalýðinn og flokk hans, Kom-
múnistaflokkinn, út yfir landið. „Sori þjóðfé-
lagsins", „æpandi skríll“ og annað þess hátt-
ar eru þau nöfn, sem í sorpblöðum burgeisa-
stéttarinnar eru valin verkalýðnum, sem síð-
astliðinn miðvikudag greip til sjálfsbjargar
móti hinni samvizkulausu og ábyrgðarlausu
hungursamþykkt íhaldsmeirihlutans í bæjar-
stjóminni og móti bareflum lögregluþjónanna,
sem mörgum hverjum og sennilega öllum
þvert um geð var sigað á verkalýðinn af stór-
mennskusturluðum lögreglustjóra. Og um
kommúnista er það fyrir „Morgunblaðið“ og
„Tíminn“, íhald og Framsókn, svo jafnútgert
mál, að „þeir hafi notað kauplækkunina í at-
vinnubótavinnunni aðeins sem yfirskinsástæðu
tií þess að koma af stað ofbeldisverkum", að
það er ekki einu sinni munur á orðalaginu í
þessum tveimur blöðum, sem hingað til hafa
talið almenningi trú um, að þau væru á önd-
verðum meið í íslenzkri pólitík.
Verkamenn, sem árum saman hafa orðið að
berjast við bandítta Ihaldsflokksins í Reykja-
vík og einnig* fyrir löngu hafa lært að
þekka afturhaldsúlfinn í Framsóknargærunni,
munu ekki kippa sér upp við þessar og aðrar
ems lygar, sem koma frá keyptum blaðamönn-
um burgeisastéttarinnar. En hitt mun verða
til þess að opna augun á mörgum, að ritstjóri
„Alþýðublaðsins“, Ólafur Friðriksson, sem
einu sinni var og* af sumum enn er álitinn
vera sósíalisti, skyldi í tilefni af bæjarstjórn-
arfundinum og baráttu verkalýðsins móti í-
haldsbullunum, sem ráðnar voru í því að halda.
fsst við launalækkunarsamþykkt sína, leggj-
ast svo lágt að skrifa um viðburðina eins og
kigður lögregluagent.
Með öllu meiri ósvífni og blekkingum er
Þing »Alþýðusambandsins«
Lokaþátturinn 1 sprengingastarfsemi kratabroddanna haíinn.
Fulltrúar meirihlutans af kjósendunum til
Alþýðusambandsþingsins útilokaðir!
Þann 12. þ. m. var 12. þing Alþýðusambands
Islands sett, og kom þá í ljós, að kratabrodd-
arnir, þrátt fyrir mótmæli meirihluta kjósenda
til „Alþýðusambandsþingsins“ gegn útilokun-
arákvæðinu, framfylgdu því út í yztu æsar.
Réttkjörnir fulltrúar verklýðsfélaganna fengu
ekki inngöngu, en í þeirra stað kaus þessi
broddasamkunda minnihlutafulltrúa fyrir sum
verklýðsfélögin og löggilti þá — m. ö. orðum:
félögin sjálf fengu ekki að ráða fulltrúum
sínum, heldur voni þeir beinlínis skipaðir af
kratabroddunum.
Fulltrúar stærstu verklýðs- og sjómanna-
félaganna úti á landi hafa harðlegá mótmæít
þessu gerræði kratabroddanna -— og segir í
yfirlýsingu þeirra til Alþýðusambandsþingsins,
að „eftir að sé búið að útiloka fulltrúa fyrir um
það bil helming þeirra, sem tekið hafi þátt í
kosningu til Alþýðusambandsþingsins, sé
þetta þing ekki lengur skipað fulltrúum verka-
lýðsins í Alþýðusambandinu, heldur pólitísk
ráðstefna sósíaldemókrata, sem enga heimild
hafi til þess að gera samþykktir í nafni verka-
lýðsins —“.
Róttækir verkamenn og kommúnistar hafa
á grundvelli samfylkingarinnar fyrir dag-
legum kröfum verkalýðsins bak við sína full-
trúa meir en helming allra kjósenda til Al-
þýðusambandsþingsins í hinum stærri verka-
lýðsfélögum eða um 646 atkvæði en krata-
broddamir um 604. — Þetta sýnir hvað bezt
ósvífni kratabroddanna og* hve mikið áhuga-
mál þeim er að kljúfa verklýðshreyfinguna
fyrir húsbændur sína í burgeisastéttinni.
Verkalýðurinn utan sem innan Alþýðusam-
bandsins, verður að gera meir en að mótmæla
þessum svívirðingum kratabroddanna; hann
verður sjálfur að taka í taumana og vinna að
samfylkingu verkalýðsins í dægurbaráttunni
án tillits til pólitískra skoðana. Fulltrúarnir,
sem útilokaðir hafa verið frá Alþýðusam-
bandsþinginu boða til fundar á miðvikudags-
kvöldið kl. 8 í Bröttugötu. Þá munu verða
rædd verklýðsmál og áframhaldandi barátta
gegn auðvaldinu og agentum þess í herbúðum
verkalýðsins. Verkamenn og verkakonur í
Reykjavík! Fjölmennið á þennan fund!
ekki hægt að æsa lögreglu- og ríkisvald yfir-
stéttarinnar til ofsókna móti kommúnistum og
verkamönnum, sem virkan þátt tóku í baráttu
þessa dags, en Ólafur Friðriksson gerir í
blaðsandstyggð þeirri, sem kallar sig „Alþýðu-
blaðið“. „Jafnótt og Alþýðuflokksmenn stilltu
tii friðar, stofnuðu menn úr liði spreng-
inga-kommúnista til hins gagnstæða“, segir
þessi „verkalýðsforingi“ í sorpgrein sinni um
bæjarstjórnarfundinn, „og missti verkalýður-
inn því af hinu einstaka tækifæri, sem þarna
var til þess að koma máli sínu fram“. Ilvaða
tækifæri var það og hvaða mál? Ólafur veit
það sjálfur ofurvel, að íhaldsmeirihlutinn í
bæjarstjórninni hélt með ósvífni og frekju
við launalækkunarsamþykkt sína þar til allt
var komið í bál og brand, bæjarstjórnarfund-
inum slitið, og Ihaldsfulltrúarnir orðnir
hræddir. Og hann veit ennfremur, að miðlun-
artillaga sú eða réttara sagt svikamylla, sem
Alþýðuflokksfulltrúarnir kornu sér saman um
þá við íhaldsfulltrúana þess efnis „að atvinnu-
bótavinnunni yrði haldið áfram með óbreyttu
kaupi þar til öðruvísi yrði ákveðið af bæjar-
stjórn“, var ekkert annað en blekking við ,
verkalýðinn, blekking, sem liggur svo í augum ]
uppi, að jafnvel hann sjálfur viðurkennir að j
samþykkt þessarar tillögu hefði því aðeins I
tryggt óbreytt kaup í atvinnubótavinnunni
fram yfir næsta bæjarstjórnarfund, að „ný j
lækkunartillaga yrði“ ekki „samþykkt“ á þeim
fundi. Verkalýðurinn í Reykjavík er því bet-
ur ekki einasta hættur að trúa íhaldsrefum
eins og Pétri Halldórssyni og Jakob Möller,
heldur einnig Alþýðuflolcksskýj aglópum og
lögregluagentum eins og Ólafi Friðrikssyni.
Þess vegna hafnaði hann samningum Alþýðu-
flokksfulltrúanna og íhaldsfulltrúanna á bæj-
arstjórnarfundinum, barðist sjálfur fyrir sín-
um málsstað og tryggði óbreytt kaup í at-
vinnubótavinnunni til nýárs. Og barátta hans
hefði einnig útvegað 150 atvinnuleysingj um í
viðbót vinnu og brauð, ef broddarnir í Alþýðu-
flokknum, Ólafur og* Héðinn, hefðu ekki þeg-
ar sama kvöld samið við verkalýðsböðla I-
haldsflokksins í bæjarstjórninni á bak við
tjöldin og klofið með því þá samfylkingu
verkalýðsins sem komin var á í baráttunni.
Sú lubbalega tilraun, sem liðhlaupinn úr
herbúðum verkalýðshreifingarinnar, Ólafur
Friðriksson, gerir til þess að velta sökinni á
bæjarstjómarslagnum yfir á verkamenn og
’kommúnista og eigna sér og sínum líkum þann
sigur, sem vannst, er því viðbjóðslegri, sem
ekki einu sinni leigutól íhaldsins við Morgun-
blaðið treystast til þess að breiða yfir þann
bandíttaskap, sem Ihaldsflokkurinn og yfir-
völd hans í bæjar- og ríkisstjórn sýndu með
launalækkuninni, og* alla sökina á á þeim sár-
um sem af hlutust, né heldur að neita hinu,
hvé mikinn þátt kommúnistar áttu í því að
launalækkunin mistókst.
„Þegar ofstopalýður kommúnista“, skrifar
Morgunblaðið, „hafði lokið hermdamerkum
sínum-------þá býður ríkisstjórnin fram nægi-
legt fé til atvinnubótavinnunnar, svo vinnan
geti haldið áfram óbreytt. Sjálfsagt er að
gleðjast yfir því“, segir blaðið ennfremur
með þeim heilindum í garð verkalýðsins, sem
þekkt eru hjá því, „að þeir menn, sem eru í
atvinnubótavinnu fái'að halda óbreyttu kaupi.
Hitt er leiðinlegt, að ríkisstjórnin skyldi ekki
hafa haft til féð fyrr en eftir að kommúnistar
höfðu sett Rqykjavíkurbæ í einskonar upp-
reisnarástand".
Ef dregin eru frá hatursyrðin í garð kom-
múnista og hræsnin við verkalýðinn má á þess-
um ummælum sjá með hvílíku ábyrgðarleysi
Ihaldsyfirvöldin hófu hungurárás sína á móti
verkalýðnum, og eins hitt hvað til þurfti og
hvem þátt kommúnistar áttu í því, að brjóta
hana á bak aftur.
Stefán Pjetursson.
Ivratarnir í Vestmannaeyjum
kljúfa samtök verkakvenna.
I verkamannafélaginu „Drífandi“ er starf-
andi fjölmenn verkakvennadeild. Hefir þessi
skipulagning á samtökum verkakvenna reynzt
vel, þar sem launadeilur verkamanna og
kvenna venjulegast hafa farið saman, nú síð-
ast í hinu sigursæla verkfalli við Kveldúlf í
sumar.
Nú í vikunni gerðu kratarnir í Eyjum eftir
fyrirskipun broddanna hér tilraun til að kljúfa
samtök þessi og stofnuðu verkakvennafélagið
„Snót“. I félag þetta hafa gengið 21 kona.
Verkakvennadeild „Drífanda" hélt fund gegn
klofningi þessum og bættust á fundinum víð
47 nýir meðlimir í deildina.
!