Verklýðsblaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 3
Kosningasigur kommúnista á Þfzkalandi
Papenstjórnin farin frá
Með útlendum blöðum hafa borizt hingað ná-
kvæmar fréttir af kosningunum til ríkisþings-
ins á Þýzkalandi, sem fram fóru þ. 6. nóvember.
Atkvæðatölur stærstu flokkanna voru sem hér
segir (Atkvæðatölurnar, sem eru í svigum, sýna
atkvæðamagn sömu flokka við síðustu ríkis-
þingskosningar á undan, sem fram fóru þ. 31.
júlí í sumar):
Nasjónalsósíalistar (Hitler)
Sósíaldemókratar..........
Kommúnistar...............
Kaþólski miðflokkurinn ..
Junkarafiokkurinn.........
Kaþólski flokkurinn i Bayem
þýzki „alþýðuflokkurinn"
(iðnaðarkóngarnir)
713 785
327 894
974 200
223 633
064 977
081 932
(13 741 812)
(7 951 441)
(5 362 719)
(4 4&7 602)
(2 175 348)
(1 179 721)
1081932 (435 826)
Þingmannatala þessara sömu flokka varð
þessi:
Nasjónalsósíalistar................... 200 (230)
Sósíaldemókratar...................... 121 (133)
Kommúnistar......................... 100 (89)
Kaþólski miðflokkurinn................. 70 (75)
Junkaraflokkurinn...................... 51 (40)
Kaþólski flokkurinn í'Bayern........... 19 (22)
þýzki „alþýðuflokkurinn"............... 11 (7)
Atkvæðatala flokkanna
Berlín, var eftirfarandi:
Nasjónalsósíalistar .
Sósíaldemókratar ..
í Hamborg fengu:
Junkaraflokkurinn .. ..
þýzki „alþýðuflokkurinn"
höfuðborginni,
860 579 (721 983)
719 745 (756 745)
646266 (722 064)
313 811 (219 356)
123 410 (130346)
30 602 (19 798)
218 128 ' (238 980)
206 862 (253 748)
166 665 (133 553)
71021 (39 236)
25182 (14 714)
í öllum stærstu iðnaðar- og' verkamannahér-
uðum landsins hafa kommúnistar unnið stór-
kostlega á að sama skapi og sósíaldemókratar
og nasjónalsósíalistar hafa tapað:
v Þannig fengu í Ruhrhéraðinu fyrir austan
Rín, sem er eitt mesta iðnaðarhérað í heimin-
™:
Kommúnistar.................... 570 518 (555 129)
Nasjónalsósíalistar............ 490180 (566473)
Sósíaldemókratar............... 324 986 (364 718)
Og í iðnaðarhéraðinu á Miðþýzkalandi:
Nasjónalsósíalistar............ 281283 (358 736)
Kommúnistar.................... 220 742 (204 469)
Sósíaldemókratar............... 157 121 (166 916)
Kosningasigur Kommúnistaflokksins er þeg-
ar á allar ástæður er htið einhver sá glæsileg-
asti, sem hann hefir unnið. Blöð hans voru
bönnuð,og þúsundir af beztu mönnum hans sátu
og sitja enn í fangelsum borgarastéttarinnar.
Papenstjórnin, „barónastjórnin“ svonefnda,
sem junkararnir og bankavaldið stóðu að, og
nú hefir neyðst til þess að segja af sér, var í
sumar sett á laggimar til þess að bæla niður
með aðstoð hins fasistiska nasjónalsósíalista-
flokks byltingarflokk verkalýðsins. Það hefir
farið öðruvísi en ætlað var. Verkalýðurinn hef-
ið risið til varnar móti arðræningjum yfirstétt-
anna. Yfir allt landið gengur óstöðvandi verk-
fallsalda, sem hingað til hefir náð hæst í verk-
falli flutningaverkafólksins í Berlín, sem ein-
n.itt stóð yfir þegar kosningarnar fóru fram og
vissulega hefir átt sinn þátt í því, að kommún-
istar unnu einn stærsta sigur sinn einmitt í
Berlín og urðu þar öllum öðrum flokkum yfir-
sterkari.
Sigurför sú, sem fassisminn (nasjónalsósíal-
istar Hitlers) hefir farið undanfarið á Þýzka-
landi, er á enda. Flokkurinn tapaði 2 miljónum
a.tkvæða, og allt bendir til þess, að hann muni
á mjög stuttum tíma liðast sundur milli þeirra
sundurleitu stéttahagsmuna, sem þar hafa
safnast hafa saman um tálvonir fassismans.
Einnig sósíaldemókratar hafa tapað í stórum
stíl, þótt ekki sé það eins áberandi og tap fass-
istanna. Þessar tvær síðustu stoðir hins borg-
aralega skipulags eru að bila. Þróun stéttamót-
setninganna í landinu er að komast á byltingar-
kennt stig og það má búast við fáheyrðum
fréttum þaðan í náinni framtíð.
Mótmæiafundur
gegn varalögreglunni — stéttarher atvinnu-
rekenda — verður haldinn á laugardag 3. des.
kl. 8Yz e. h. í Bröttugötu-salnum.
Fundurinn er jafnframt útbreiðslufundur
fyrir Varnarlið verkalýðsins.
Stjóm Vamarliðsins,
Atvinnuleysingjanefndin.
A. S. V.
heldur opinberan fund í fundarsalnum í
Bröttugötu föstud. 2. des. kl. 8V2 e. h.
Einar Olgeirsson,
Einar Magnússon, kennari o. fl. tala.
Verkamenn og verkakonur! Fjölmennið!
F, U. K.
1. desember
heldur Félag ungra kommúnista opinn fund í
Bröttugötu kl. 8V2 e. h.
FUNDAREFNI:
1. „ísland fullvalda ríki“.
2. Ríkislögreglan og vamarlið verkalýðsins.
3. Karlakór verkamanná.
4. H. Guðlaugsson segir frá dvöl sinni í
Rússlandi.
5. E. Olgeirsson: II. þing K. F. I. og krata-
broddaþingið.
Á eftir verður lokaður félagsfundur. Nauð-
synlegt að allir félagar mæti.
Stjórnin.
Irt> & ** *% ef "ýj® síma-
mk 15 mk <Sk mimerið okkar.
Ó. Halldórsson Ec Kaistað
Kjöt- & nýlenduv._______|
Sósíalistisk sankeppai um
útbreiðslu Verklýðsblaðsins!
Blöð burgeisastéttarinnar ausa daglega lyg-
um sínum út yfir landið um verkalýðshreif-
inguna og flokk hennar, Kommúnistaflokk-
inn. Jafnframt gerir lögreglustjórinn í Rvík
tilraunir til þess að hindra útkomu Verklýðs-
blaðsins. Svarið lygum og ofbeldi yfirstéttar-
innar með því að safna hundruðum nýrra á-
skrifenda handa Verklýðsblaðinu, svo að það
geti sem fyrst farið að koma út tvisvar í
viku.
Sella V I skorar á eftirfarandi sellur í sósí-
alistiska samkeppni um áskrifendasöfnun og
lausasölu fyrir Verklýðsblaðið til áramóta.
Sella V I lofar að safna 50 áskrifendum og
selja 50 blöð í lausasölu af hverju blaði, ef
eftirfarandi sellur taka að sér áskrifenda-
söfnun og lausasölu eins og hér segir:
Sella V II 20 áskrifendur 20 í lausasölu
— V III 35 35 -
_ V IV 10 10 -
_ y vi 10 10 -
— V VII 15 15 -
— B I 25 25 -
— B II 25 25 -
— B III 25 25 -
— B IV 25 25 -
— B V 40 40 -
— S I 10 10 -
Áskorunin verður ekki send sellunum öðru-
vísi en hér í blaðinu. Árangur samkeppninnar
verður birtur í Verklýðsblaðinu um áramót.
Sella V I.
Ivnud Zimsen segir af sér.
Knud Zimsen er nú kominn heim aftur úr
utanför sinni; en ekki mun íhaldsflokknum
hafa þótt tiltækilegt, eftir að árangur saka-
málarannsóknarinnar móti honum frá því í
fyrra varð heyrinkunnur, að láta hann gegna
borgarstjórastöðunni lengur, því að Zimsen
sagði henni af sér á bæjarstjómarfundi á
föstudaginn, er var. Óvíst er enn um eftir-
mann hans. Árslaunin eiga að vera 18 þúsund
krónur, en Knud Zimsen hafði eins og kunn-
ugt er ekki óálitlegar upphæðir að auki upp úr
stöðunni.
Útvarpsráðið með timburmenn.
Útvarpsráðinu líður ekki vel síðan það
„blameraði“ sig fyrir burgeisabroddunum með
því að endurvarpa útvarpserindi Halldórs
Kiljans Laxness frá Moskva á 15 ára afmæli
verkalýðsbyltingarinnar á Rússlandi. í Morgun-
blaðinu baðst formaður útvarpsráðsins, Helgi
Hjörvar, 25. þ. m., formlega fyrirgefningar á
því glappaskoti. Þar stendur m. a.: „Ef er-
indi Halldórs Kiljans Laxness hefði----------
legið fyrir útvarpsráðinu eins og það var flutt,
mundi enginn í útvarpsráðinu hafa greitt at-
kvæði með að endurvarpa því“.
Oddgeir Bárðarson, hvítliði,
v'ar eins og „Alþ.bl.“ réttilega segir „kom-
múnisti í — fyrra“ en hann er fyrir löngu rek-
inn þaðan.
Vill „Alþ.bl.“ upplýsa hvort Guðmundur
Illugason, hvítliði og meðlimur Félags ungra
jafnaðarmanna í Hafnarfirði, hefir verið rek-
irm úr „Alþýðuflokknum ?“.
Mótmæli stúdenta gegn varalögreglunni.
„Fundur í Stúdentafélagi Háskólans haldinn
21. nóv. 1932, lýsir yfir megnri andúð sinni
gegn því varalögregluliði, sem nú hefir verið
stofnað og gegn öllum tilraunum til stofnunar
ríkislögreglu 1 framtíðinni, þar sem sýnt er. að
hlutverk hennar er einungis að gæta hagsmuna
atvinnurekenda í hagsmunabaráttu verka-
manna.
Stofnun slíks liðs hlýtur því að skoðast sem
árás frá hinu borgaralega ríkisvaldi á þann
hluta þjóðarinnar, sem verst er staddur í lífs-
baráttunni“.
Mótmæli þessi voru samþykkt með 12 at-
kvæðum gegn 6.
Herkostnaðurinn.
íhaldið hefir ár og síð tárfellt af hræsni og
básúnað þá lygi út, að ekkert fé sé fyrir hendi
til þess að bjarga frá sulti atvinnulausum
verkalýð, sem líður og hefir liðið stórkostleg-
an skort undanfarið. En þegar um er að ræða
að halda uppi hvítu herliði til að ofsækja
verkalýðinn, þagna féleysisraddir borgaranna.
Fyrir sama fé og hvíti herinn hingað til
liefir kostað, mætti bæta við ca. 800 verka-
mönnum í atvinnubótavinnuna í óslitna vinnu.
Árskostnaður við hvíta herinn verður með
sama áframhaldi a. m. k. 1 miljón króna á ári.
Verkalýðurinn verður að sameinast til harðr-
ar baráttu gegn hvíta hernum en fyrir stór-
felldum atvinnubótum af hálfu ríkis og bæjar.
Það eru nógir peningar til og því ríður nú
á að verkalýðurinn sæki þá í greipar auðvalds-
ins — en láti því ekki líðast að halda uppi
blóðsúthellingaliði gegn verkalýðnum.