Verklýðsblaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 4
Brennimerktir!
í varalögreglunni, stéttarher auðvaldsins
móti verkalýðnum, eru m. a. þessir menn:
Guðm. Sigurjónsson, Stærrabæ, Grímsnesi.
Kjartan Bergmann Guðjónsson, glímukappi
Flóðatanga, Stafholtstungum.
Björn Gottskálksson, útgerðarmaður, Vest-
mannaeyjum.
Steingrímur Gunnarsson ,bifreiðakennari, Vest-
urgötu.
Kjartan Pétursson, sonur slökkviliðsstjóra.
Garðar Gíslason, hlaupari og bílstjóri.
Þórarinn Söbech, verkstjóri á Siglufirði.
Þorsteinn Loftsson, Aðalstöðinni, RE 914.
Kristinn Kristjánsson, múrari og hvítliði.
Eiríkur Eiríksson, fyrverandi bústjóri í Bjam-
arhöfn hjá Thor Jensen.
Sveinn Jónsson, slátrari og fisksali.
Magnús Bjamason, fyrverandi stöðvarstjóri á
Aðalstöðinni.
Oddgeir Bárðarson, Njálsgötu 60.
Hallgrímur Oddsson, Aðalstöðinni, meðlimur
K. R.
Kristján Lýðsson (langi).
Ólafur Sigurðsson, sem var hjá Einarson og
Funk.
Ingjaldur ísaksson frá Fífuhvammi, bflstjóri,
Aðalstöðinni.
Hjalti Gunnlaugsson, sjómaður, (var á s/s
Súðin), Grettisgötu 45.
Jón Gíslason, frá Haugi í Flóa.
Sigurjón Einarsson frá Miðdal.
Bjarni Eggertsson frá Laugardælum í Flóa.
Sigurður Guðmundsson, Mýrargötu 7.
Guðmundur Bjamason, Steinnesi, skóþurka
Páls frá Hjarðarholti.
Jakob Jónsson, frá Narfeyri.
Ólafur Pálsson, múrari.
Loftur Hjartar, trésmiður.
Stefán Jakobsson, Seljaveg 9.
I næsta blaði verða birt nöfn á fleiri vara-
lögregluþjónum, svo fremi að þeir sjái ekki að
sér fyrir þann tíma og segi sig úr varalögregl-
unni.
Enn um Arnþórsmálið
Enn halda yfirvöldin hinum glæpsamlegu of-
sóknum sínum gegn Amþóri Jakobssyni og
fjölskyldu hans áfram. Fyrir nokkm síðan
gerði M. V. Jóhannesson tilraun til þess að
stöðva matgjafir handa honum á Franska spít-
alanum og samkv. bréfi, sem Arnþór fékk frá
konu sinni eftir að hún kom út, er henni neitað
um styrk og hefir hún orðið að láta böm sín
þrjú liggja í rúminu heila dagana vegna sultar!
öll íslenzk alþýða til sávar og sveita verður
nú að taka undir með kröfum A. S. V. og at-
vinnuleysingjanefndar um að ofsókninni verði
tafarlaust hætt, hinir seku látnir sæta strangri
refsingu fyrir glæpi sína og að fjölskyldunni
verði strax veittur fullkominn styrkur og
fyllstu bætur!
Eftir að þetta var ritað, birtist í sorpblaðinu
Vísi ritstjómargrein um Arnþórsmálið, sem
heitir „Fátækramál“ og er merkileg að mörgu
leyti. Ekki þó fyrir það, að hún hreki einn
staf af ákærum Verklýðsblaðsins — öðru nær,
því ritstjórinn, sem verkalýðnum til svívirðing-
ar birtist undir dulnefninu ,,Verkamaður“(!!!)
læzt ekki einu sinni hafa hugmynd um afhjúp-
anir Verklýðsblaðsi'ns, og enda þótt hann þyk-
ist byggja á „svargrein" M. V. J., þá em allar
þær hinar svívirðilegu og fáránlegu aðdrótt-
anir og lygar, sem hann ber á A. J. þeg-
ar fullkomlega hraktar í grein M. V. J. sjálfs,
og er því engin ástæða til að eltast við þær. En
greinin er jafnframt einhver sú níðingslegasta
árás á sveltahdi atvinnuleysingjana og aðra fá-
tæklinga, sem sést hefir á prenti og óskamm-
íeilni mannhunds þessa er svo takmarkalaus,
að hann vill láta afnema sveitastyrkina með
Hjartaás og Laufás-smjörlíki
stenzt allan samanburð
oú það með glans.
Smjör: Þótt 5% af smjöri sé hnoðað saman við Hjartaás-smjörlíkið, þá finnst það ekki
— svo gott er það. — Ásgarður gerði fyrir nokkrum árum tilraun í nokkra mánuði með að
hnoða 5% smjör í smjörlíkið (það var ekki auglýst), en enginn fann nokkum mun — og þó
var notað nýtt fyrsta flokks smjör, en ekki gamalt smjör.
Hjartaás-smjörlíkið er svo gott að smábita af smjöri í því gætir ekki — og fjöldi segir
að Laufás-smjörlíkið sé alveg eins og smjör.
Rjómi: í Hjartaás- og Laufás-smjörlíkið er notað mátulega mikið af rjóma, svo að
hundraðstalan af vatni verði ekki of há — og það af bezta rjómanum, sem hér er fáanleg-
ur — Hvanneyrarrjóma.
Eggjarauður: 1 Hjartaás- og Laufás-smjörlíkið eru ennfremur notaðar eggjarauður úr
nýjum íslenzkum eggjum (en ekki útlend efni sem eiga að gera líkt gagn).
Á gæðunum munuð þér þekkja að það er
Hjartaás eða Iiantás-smförlíki
KAFFIBÆTIR
er ekki keyptur af gömlum
vana, heldur af því að hann
þykir almennt betri en annar
kaffibætir.
G. S. KAFFIBÆTIR
er alíslenzkur. Hann lifir ekki á
erlendu Vörumerki, sem enginn
veit hve gamalt er.
G. S. er aðeins 2 ára, en þó
orðinn þjóðkunnur fyrir gæði.
Kolaverzlun
Sigurðar Ólafssonar hefir síma
nr. 1933.
öllu, og leggur blessun sína yfir sveitaflutning-
ana. — Grein þessi sýnir okkur að borgararnir
eru nú sjálfir orðnir sannfærðir um að ákærur
Verklýðsbl. eru réttar og að það sé siðferðis-
leg og lagaleg skylda þeirra að draga glæpa-
mennina fyrir lög og dóm og rétta hluta Arn-
þórs, en þeir ætla samt að gerast samábyrgir
um glæpina, því í undirbúningi er samvizkulaus
allsherjarárás á fátæklingana, lækkun sveita-
styrksins og ef hægt er algert afnám hans,
ægileg aukning fátækraflutninganna og þræla-
vinnudómar gegn miklum hluta fátæklinganna.
Af þessu verður verkalýðurinn að læra!
Ofsóknirnar gegn Arnþóri eru ofsóknirgegn
verkalýðnum!
Sigur í Amþórsmálinu er sigur verkalýðsins!
Ivosningingasigur kommúnista í Danmörku.
Þingmenn
1929 1932
Vinstrimenn (44) 38
íhaldsmenn (24) 27
Jafnaðarmenn (61) 62
„Róttækir“ (16) 14
„Réttarfl.“ (3) 4
Kommúnistar (0) 2
Árið 1929 fengu kommúnistar 3.656 atkvæði
en í kosningunum í nóv. 17.166 atkvæði og
hafa því unnið tiltölulega langmest á af öllum
flokkum.
VERKLÝÐSBIaAÐIÐ
Ábyrgöarmaöur: Brynjólfur Bjarnason. —
Viljið þér fá húsgögn yðar máluð
þ.i snúið yður tíl okkar
Ilvað snertir verð og prýði-
lega vinnu, þá er ekki
vist að aðrir bjóði betur,
MÁLARASTQ FAN
HERKASTALANUM
Sími heima 3592 Sækjum og sendum heim
, húsgögn ef óskað er.
HSunid
að sími Jóns Magnússonar
físksölumanns er nú
I Uúl
NANKINSFÖT
blá, allar stærðir á drengí
og fullorðna.
KAUPFÉLAG ALÞÝÐU.
Símar 1417. 507.
KOLAVERZLUN
ÓLAFS BENEDIKTSSONAR
hefir síma
Fiðurhreinsun Islands
gerir sængurfötin ný. Látið okkur sækja sæng-
urfötin yðar og hreinsa fiðrið.
Verð frá 4 kr. fyrir sængina.
AÐALSTRÆTI 9 B.
Sími 1520.
Ólafur alltaf jafn „klár“.
í grein eftir Ólaf Friðriksson í Alþýðublað-
inu 23. þ. m. standa eftirfarandi orð um götu-
bardagann 9. nóvember:
„Enginn vissi greinilega, um hvað barizt
var“.
Það skal ósagt látið, hvort Ólafur Friðriks-
son vissi um hvað barizt var. En um alla aðra
þorir Verklýðsblaðið að fullyrða, að þeir hafa
ekki átt neitt erfitt með að gera sér grein
fyrir því.
Prentsmiöjan Acta.