Verklýðsblaðið - 01.12.1932, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.)
III. árg. Reykjavík 1. des. 1932 50. tbl.
Flokksþingið
Framtíðaráætl anir yíirstéttarinnar:
Launalækkanir, fangelsanir og blóðsúthellingar
Fréttaskeyti Skúla Skúlasonar til danska burgeisablaðsins
,.Politikenu daginn eftir bæjarstjórnarslaginn
1 danska burgeisablaðinu „Politiken“ birtist
11. þ. m. á fyrstu síðu fréttaskeyti frá Reykja-
vík um götubardagann í sambandi við síðasta
bæjarstjórnarfund, undirskrifað af Skúla
Skúlasyni blaðamanni, sem bregður skýru ljósi
yfir það, hvernig yfirstéttin í Reykjavík hyggst
að halda við yfirráðum sínum og arðránsmögu-
leikum í framtíðinni.
Skeytið er dagsett 10. þ. m. og fara hér á
eftir þýðingarmestu kaflamir úr því með letur-
breytingum Verklýðsblaðsins:
„í gær lenti í blóðugum götubardaga í
Reykjavík. Kommúnistar og sósíaldemókratar
sprengdu bæjarstjórnarfund, þar sem launin
í atvinnubótavinnunni voru til umræðu, og réð-
ust á bæjarfulltrúana.
Lögreglan skarst í leikinn og það lenti í bar-
daga þar sem um 20 manns hlutu alvarlega
áverka“.
„í bráðina hefir bæjarstjómarmeirihlutinn
beygt sig----------að því er ætla má af ótta
við hótunina um allsherjarverkfall.
Enn hafa óróaseggimir frá því í gær ekki
verið teknir fastir, þar eð á augnablikinu er
verið að stofna 2—300 manna varalögreglu til
þess að hafa til taks, ef til götubardaga kæmi
eins og vænta má í sambandi við fangelsan-
irnar4'.
Þetta skeyti, sem sent var af einum blaða-
snáp yfirstéttarinnar til Kaupmannahafnar
daginn éftir bæjarstjórnarslaginn, er ekki ætl-
að fyrir almenning á íslandi og því töluvert
meira á því að græða heldur en á venjulegum
Eins og getið var um í síðasta tbl. „Vkl.bl.“
hafa krataforingjarnir ákveðið að stofna vam-
arlið innan verkalýðsfélaganna í Reykjavík til
þess að verja „samtökin" ,gegn árásum hvíta
hersins. Út af fyrir sig er ekki nema gott og
sjálfsagt að verkalýðurinn skipi sér í vamar-
samtök gegn auðvaldinu. Iíitt verður verkalýð-
urinn að gera sér ljóst að hálaunabroddar „Al-
þýðuflokksins“ hugsa sér tilgang þessara
varnarsamtaka allt annan en verkalýðurinn.
Þeir vilja í fyrsta lagi hindra samfylkingu
verkamanna í eitt varnarfélag verkalýðsins í
Rvik, og í öðru lagi ætla þeir með því að
taka að sér forustuna í þessum væntanlegu
varnarsamtökum að vera undirbúnir að geta
beitt þeim á móti samfylkingu verkalýðsins
— þegar mest á ríður.
íhalds- og Framsóknarblöðin hafa undanfar-
ið reynt að klóra yfir hinn sanna tilgang hvíta
hersins — að kæfa í blóði baráttu verkalýðs-
ins gegn atvinnuleysi og launalækkunum —
með því að segja, að hann eigi að halda uppi
„röð og reglu“, „verja líf og eignir borgar-
Morgunblaðs- og Vísis-greinum, sem fyrst og
fremst eru ætlaðar til að hræsna fyrir al-
menningi. Skeytið viðurkennir hreinskilnis-
lega, að íhaldsmeirihlutinn í bæjarstjóm
Reykjavíkur hafi tekið launalækkunarsam-
þykkt sína aftur af ótta við allsherjarverkfall.
En það segir jafnframt að bæjarstjómarmeiri-
hlutinn hafi ekki beygt sig nema í bráðina. Og
það þýðir- að yfirstéttin, sem á bak við bæjar-
stjómarmeirihlutann stendur, ætlar sér að
hefja launalækkunarárásina í atvinnubótavinn-
unni aftur undir eins og hún þykizt nógu sterk
til þess.
Það er einnig tekið fram í skeytinu, að fang-
elsunum „óróaseggjanna“, eins og yfirstéttin
kallar foringja verkalýðsins, sé aðeins frestað
þangað til búið sé að koma varalögreglu á fót.
Burgeisastéttin gerir ráð fyrir því, að verka-
lýðurinn muni rísa upp á móti slíkum ráðstöf-
unum, en dregur enga dul á það, að hún ætli
sér að nota varalögregluna til að bæla niður
irótspymu verkalýðsins, ef til þarf í blóðug-
mn götubardögum.
Skeyti Skúla Skúlasonar í „Politiken", sem
eins og allir vita, er runnið undan rifjum
burgeisabroddanna hér í Reykjavík, inniheld-
ur stefnuskrána fyrir framtíðarstjóm yfir-
stéttarinnar í Reykjavík. Launalækkanir,
fangelsanir og blóðsúthellingar eiga að tryggja
henni áframhaldandi yfirráð og sníkjudýrslíf
á baki hinna vinnandi stétta. En skeytið sýnir
líka, að verkalýðurinn ræður yfir voldugu
! vopni, sem engin böðulstjóm burgeisastéttar-
innar fær staðizt ef því er beitt með festu.
Það vopn er allsherjarverkfall.
anna“ o. s. frv., enda þótt hver maður viti, að
til þessa starfa nægði helmingur hins fasta
lögregluliðs í Reykjavík.
Verkalýðurinn um land allt verður þegar að
hefja öfluga mótmælabaráttu gegn hvíta yfir-
stéttarhernum. Hann verður að mótmæla því
glæpsamlega framferði auðvaldsins að stela of
f jár af almenningi til þess að stofna til blóðs-
úthellinga og ofsókna gegn verkalýðnum á
sama tíma sem ríkið og bæjavfélagið neitar
atvinnulausum verkalýð um hin allra frum-
stæðustu lífsskilyrði — vinnu og brauð. —
Á laugardaginn kemur kl. verður hald-
inn opinber mótmælafundur gegn hvíta hem-
um.
Verkamenn verða að fjölmenna á þennan
fund og ganga í „Varnarlið verkalýðsins“ og
sýna með því, að þeir hafi skilning á nauð-
syn vamarsamtakanna. „Varnarliðið“ er eitt
óhjákvæmilegt skilyrði fyrir árangri í baráttu
verkalýðsins fyrir atvinnu og brauði og gegn
launaárásum atvinnurekenda.
Á föstudaginn var lauk þingi Kommúnista-
flokks Islands og hafði þá staðið frá 15 þ. m.
Á þinginu voru mættir fulltrúar frá öllum
deildum flokksins, að undanskildum 3 smá-
deildum á Austurlandi — yfir 40 fulltrúar
samtals.
Þingið gerði sér fyllilega ljóst að hlutverk
þess var að marka tímamót í sögu flokksins.
Aldrei hefir verið jafnbrýn þörf fyrir íslensk-
an verkalýð að eiga sterkan kommúnistaflokk
og nú. Og aldrei hefir verkalýðurinn gert
aðrar eins kröfur og tengt aðrar eins vonir
við Kommúnistaflokkinn og nú.
Á dagskrá þingsins voru eftirfarandi aðal-
mál: 1. skýrsla miðstjómar og pólitísk og
fagleg verktefni flokksins. 2. Skipulagsmál. 3.
Starfið í fjöldafélögunum (A. S. V., Sóvét-
vinafélaginu, íþróttafélögunum o. s. frv.). 4.
Starfið meðal verklýðsæskunnar. 5. Fjármál
og útgáfustarfsemi. 6. Kosningar.
Fyrsta málið á dagskránni var höfuðvið-
fangsefni þingsins, og urðu um það afarmikl-
ar og víðtækar umræður áður en þingið
komst að sameiginlegri niðurstöðu, senti eðli-
legt er um okkar unga flokk, sem á þessu
þingi hefir kafað dýpra í viðfangsefnin og
tekið þau fastari tökum en nokkru sinni fyr.
Pólitíska ályktunin, sem áður hefir verið
rædd gaumgæfilega í deildunum, var umsköp-
uð og endurbætt allverulega. Gmndvöllur
hennar eru ályktanir 12. fundar framkvæmd-
arstjórnar Alþjóðarsambands kommúnista.
Við erum að komast inn í nýtt tímabil
styrjalda og þjóðfélagsbyltinga. Allt skraf um
að kreppunni sé að slota, eru blekkingar ein-
ar. Þetta á jafnt við um ísland og önnur lönd.
Iíér á landi stendur fyrir dyrum harðvítugri
stéttabarátta en nokkru sinni fyr á dögum
auðvaldsskipulagsins.
Ályktunin gerir skýrari grein fyrir þeim
verkefnum, sem fyrir liggja, en nokkurt
plagg, sem áður hefir verið samþykkt af
flokknum, jafnframt því, sem mistök og vill-
ur flokksins era vægðarlaust gagnrýndar og
leiðréttar. Sá þáttur í undirbúningi þjóðfé-
lagsbyltingarinnar á íslandi, sem Kommún-
istaflokkurinn verður nú að leysa af hendi á
svo skömmum tíma sem auðið er, er að vinna
meirihluta hins þýðingarmesta hluta verka-
lýðsins (hafnarverkamenn, sjóníenn, iðnaðar-
menn) til fylgis við hina byltingarsinnuðu
stéttabaráttu, með því að taka á sig forust-
una í hinni daglegu hagsmunabaráttu hans.
Þetta verður að vera þungamiðjan í starfsemi
flokksins. Allt veltur á því að .verkalýðnum
auðnist að stjóma sjálfur launa- og atvinnu-
leysisbaráttunni, undir forustu Kommún-
istaflokksins, jafnframt því sem treysta verð-
ur bandalagið milli verkalýðsins annarsvegar
og millistéttanna, smábænda og smáútvegs-
manna hinsvegar. En nauðsjmlegasta skilyrði
þess að það takist að leiða millistéttimar út
í baráttu fyrir hagsmunum sínum, er að þær
finni þann styrk, sem þær þarfnast í sterkri
verkalýðshreyfingu undir kommúnistiskri
forustu.
Pólitíska ályktunin vísar kröftuglega á
bug því vanmati, sem hefir stundum komið
allgreinilega í ljós í starfsemi flokksins — á
forustuhlutverki flokksins í hinni daglegu
hagsmunabaráttu verkalýðsins, jafnframt því
Mófmælabarátta gegn varaiögreglunni
Gangið í »Varnarlið verkalýðsins«!