Verklýðsblaðið

Útgáva

Verklýðsblaðið - 10.01.1933, Síða 1

Verklýðsblaðið - 10.01.1933, Síða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) IV. árg. Reykjavílt ÍO. jan. 1933 2. tbl. Verkfallið í j árniðnaðinum heldnr áfram Samtökin styrkjast. Afstaða Alþýðusambandsstjórnarinnar: Svik, hótanir, yerkfallsbrot. Verkfall jámiðnaðarmanna hef- ir nú staðið á aðra viku. Með hverjum deginum, sem líður, styrkjast samtök þeirra, og má óhætt fullyrða, að þeir eru ein- huga um að hvika ekki hið minnsta frá kröfunum. 3. janúar hélt félagið fund og segja jámsmiðir, að síðan félagið var stofnað hafi aldrei ríkt eins einhuga og óbilandi vilji á nokkr- um fundi þess. Fyrir fundinum lá bréf frá atvinnurekendum, þar sem þeir tilkynna að tilboð þeirra um sama kaup standi ekki leng- iu* en til kl. 6 að kveldi þess sama dags, ef ekki verði gengið að samningum. Var þetta greini- leg hótun, gerð í þeim tilgangi að hræða þá frá að halda fast við kröfumar. En þeim varð ekki kápan úr því klæðinu. Að við- höfðu nafnakalli var samþykkt með öllum atkvæðum gegn 1 að halda fast við fyrri samþykkt félagsins, og var þessi samþykkt gerð með meira atkvæðamagni en nokkm sinni fyr. Á verkstæðin hefir enginn komið nema nokkrir „yfirmenn", sem stundum hafa verið að dútla þar og nokkrir almennir verka- menn, sem vinna við jámsteypu. Eftir að Jámiðnaðarmannafé- lagið hafði gefið yfirlýsingu um, að það skoðaði alla þá sem verk- fallsbrjóta, sem ynnu á verkstæð- unum, hefir engin verkstjóri komið til vinnu á neinu verkstæð- inu, sem í deilunni stendur. Járniðnaðarmannafélagið er nú farið að gefa út blað, 8 síður, sem á að koma út mánaðarlega, og hefir fyrsta tbl. komið út. Fer það myndarlega af stað og ættu sem flestir að kaupa það. Hin almenna þýðing verkfallsins. J>að er nauðsynlegt, að verka- fólk geri sér grein fyrir hinni geysimiklu, pólitísku þýðingu þessa verkfalls, hinni almennu þýðingu þess fyrir verkalýðinn í heild sinni. Hin almenna þýðing verkfallsins er fyrst og fremst fólgin í eftirfarandi: 1. Hér er um að ræða samúðarverkfall til þess að hrinda þrældómsokinu af iðnnemum. Ef það tekst er ís- inn brotinn fyrir alla iðnnema í landinu. 2. Það er viðurkennt að árásin á j ámiðnaðarihenn er gerð að undirlagi útgerðarmanna, sem þýðingarmikill þáttur í tilraunum þeirra til að koma á almennri kauplækkun. 3. Hér er um að ræða baráttu fyrir kauphækkun og kjarabótum þrátt fyrir krepp- una. Ef verkfallið vinnst, hafa járniðnaðarmenn því gefið hið ágætasta fordæmi um það, að það er ekki einungis hægt að verjast launalækkunum í kreppunni, held- ur líka að hækka kaupið og bæta kjörin. Það hefir líka sýnt sig að yfir- stéttin skilur þýðingu þessa verk- falls, og stendur öll í einhuga fylkingu, freistandi allra ráða til að buga jámiðnaðarmennina. Það er óspart kallað á ríkisvaldið til hjálpar, og Morgunblaðið reýnir að koma því inn hjá almenningi að verkfallið sé ólöglegt og skír- skotar til Alþingis um að setja þvingunarlög til að bæla niður verkföll, sem koma yfirstéttinni svona illa. Og kratabroddunum er líka ljós þýðing verkfallsins. Þess vegna standa þeir fast með yfir- stéttinni móti jámiðnaðarmönn- unum. 1 því sambandi er nauð- synlegt að rifja upp afskifti þeirra af Félagi járniðnaðar- manna og baráttu þess. í fyrra þögðu þeir eins og steinar þar til launadeila jámiðn- aðarmanna var á enda kljáð. En að henni lokinni skrifar Ól. Frið- riksson heiptarlega árásargrein á jámiðnaðarmannafélagið, til þess að koma þar inn sundrungu. — Þá lýsti Héðinn Valdimarsson því yfir, að Dagsbrúnarmönnum væri heimilt að vinna, sem verkfalls- brjótar, vegna þess að Jámiðnað- armannaféla,gið væri ekki í Al- þýðusambandinu (!!). Nokkru síðar sótti félagið um upptöku í Alþýðusambandið, auðvitað með því skilyrði, að það nyti þar full- komins pólitísks lýðræðis og jafn- réttis, en var neitað. — Nokkru fyrir jól bað félagsstjómin Alþbl. fyrir grein um launamál jámiðn- aðarmanna. Sú grein fékk ekki upptöku. Á öðrum degi verkfalls- ins nú, þegar sýnilegt var hvað samtökin voru sterk, minntist Al- þýðubl. á verkfallið og þóttist standa með. En brátt komu heil- indin í ljós. Félagsstjórnin spurði Héðinn Valdimarsson hvort hann vildi fyrir hönd Dagsbrúnar sjá um að Dagsbrúnarmenn, sem unnu við skipaaðgerð, sem smiðj- umar hafa verið að myndast lít- ilsháttar við, án nokkurra mögu- leika til að framkvæma hana á löglegan hátt, legðu niður vinnu — og eins þeir járnsteypumenn, sem eru í Dagsbrún. Héðinn svaraði því neitandi, nema kann- ske ef Jámiðnaðarmannafélagið gengi í Alþýðusamb. skilyrðis- laust. Honum var bent á að til þess þyrfti lagabreytingu, sem aðeins kæmi til greina á aðal- fundi — en á því tók hann ekk- ert mark, heldur lýsti því yfir, að ef járniðnaðarmenn reyndu að láta þessa menn hætta vinnu, væm þeir komnir í opna baráttu við Dagsbrún (les: Dagsbrúnar- stjómina)!! Lét hann síðan ganga milli þeirra Dagsbrúnar- manna, sem hlut áttu að máli, til að reyna að fá þá til að halda áfram vinnu. Með öðrum orðum: Alþýðusambandsstjórnin kastar grímunni og reynir að skipu- leggja verkfallsbrot. Hvað þýddi krafa Héðins um að Járniðnaðarmannafél. gengi í Alþ.samb. skilyrðislaust? Eins og kunnugt er, hafa engir aðrir pólitísk réttindi í Alþýðusamb. en kratar, aðra má ekki kjósa í pólitískar trúnaðarstöður. Nú eru einmitt þeir menn sem fé- lagið ber mest traust til, með- limir í Kommúnistaflokknum. Svar Héðins er því á skýru máli þannig: Ef þið viljið svifta þá menn, sem áttu mestan og bezt- an þátt í því að gera félagið sterkt, pólitískum réttindum og skuldbinda ykkur til þess að kjósa þá ekki í trúnaðarstöður — með öðrum orðum — ef þið viljið eyðileggja félagið, sem baráttufélag, þá skulum við „hjálpa“ ykkur — auðvitað í þeim tilgangi að ná stjórn deil- unnar í okkar hendur, til þess að geta leitt hana til álíka mik- ils „sigurs“ eins og Keflavíkur- verkfallið o. s. frv. Annars eruð þið komnir í opna baráttu við Dagsbrúnarstjórnina!! Engir óska þess heitar en kratabroddamir, að jámiðnaðar- menn bíði ósigur í þessu verk- falli. Hversvegna? I fyrsta lagi veg-na þess, að ef þetta verkfall vinnst, þá gerir það þeim marg- falt erfiðara að skipuleggja únd- anhaldið í komandi kaupdeilum á þessu ári. 1 öðru lagi vegna þess að þetta verkfall er háð þrátt fyrir andstöðu Alþýðusam- bandsstjórnarinnar, og stjórnað af verkalýðnum sjálfum. Það er því hið ágætasta fordæmi um það hvað samtök verkalýðsins megna gegn sameinaðri fylkingu atvinnurekenda og kratabrodda. Og; í þriðja lagi vegna þess, að sigur í þessu verkfalli afsannar áþreifanlega kenningar kratanna um að ekki sé hægt að ná kjara- Pólítísk íkveíkjutílraun thaldsmenn gera tilraun til að brenna upp fundarhús kommún- ista á Siglufirði (gömlu kirkjuna) Aðfaranótt s. 1. laugardags var brotist inn í fundarhús kommún- ista á Siglufirði og voru tveir menn staðnir að því. Seinna um' nóttina var á ný brotist inn og voru innbrotsmennimir þá þrír og höfðu þeir með sér olíubrúsa og fleiri íkveikjutæki. Málið var kært samstundis til bæjarfóget- ans og stendur yfir rannsókn í því. Á sunnudag höfðu sex verið yfirheyrðir og tveir settir í gæzluvarðhald. Foringjar inn- brotsmannanna og breimuvarg- anna munu vera útgerðarmenn- irnir Egill og Óli Ragnars og Ind- riði Bjömsson. Eru a. m. k. bræðumir íhaldsmenn af „góðum ættum“. Með þessu tiltæki hefir íhaldið á Siglufirði hugsað sér að brenna upp fundarhús kommúnista í þeirri von að þeir gætu með því eyðilagt hina ötulu starfsemi fé- laganna þar í þágu verkalýðsins. bótum í kreppunni með baráttu. Sigur í þessu verkfalli er ekki aðeins sigur yfir atvinnurekend- um, heldur líka sigur yfir AI- þýðusambandsstjóminni. Verkamennirnir í Dagsbrún líta líka öðruvísi á þetta mál en broddarnir. Þeir skilja það flest- ir ágætlega hvaða þýðingu þetta verkfall hefir fyrir þá sjálfa og þeir munu yfirleitt ekki láta broddana hafa sig til þess að vinna nokkra þá vinnu, sem þýð- ingu hefir fyrir yfirstandandi deilu, og Jámiðnaðarmannafélag- ið hefir sett í bann. Með hverjum deginum kemur það betur og betur í ljós, að verkalýðurinn skilm’ vel hina al- mennu þýðingu þessa verkfalls. Hundruð verkamanna leggja í söfnun A. S. V. Á verkstæðun- um eru stöðugir verkfallsverðir og fjöldi verkamanna-sjálfboða- liða hafa boðið sig fram til að- stoðar. — En það er nauðsynlegt að skilningurinn meðal verkalýðs- ins verði ennþá almennari. Það er nauðsynlegt að fleiri atvinnuleys- ingjar sýni samúð sína með því að koma á skrifstofu A. S. V. í Mjólkurfélagshúsinu, sem Járn- iðnaðarmannafélagið hefir nú, og bjóði aðstoð sína. Og það er nauðsynlegt aft verkalýðurinn fjölmenni á verka- lýðsfundinn í Bröttugötu á mið- vikudagskvöld kl. Sl/2, þar sem járniðnaðardeilan verður til um- ræðu.

x

Verklýðsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.