Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 28.03.1933, Blaðsíða 1

Verklýðsblaðið - 28.03.1933, Blaðsíða 1
ÚTGEFANDI: KOMMÚNIST AFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) IV. árg. Reykjavílt 28. marz 1933 14. tbl. Bróönrhönd til allra yerkamanna, sem berjasí vilja á móti auöYaldssókninni miklu, fasisma og ófriði Til verkalýðs aJlra landa! Kreppan heldur óslitið áfram. Átvinnuleýsið eykst hröðum skrefum. Sultur og neyð nær stöðugt til stærri og stærri hópa ,verkamanna. — Auðvaldssóknin mikla skerpist með degi hverj- um. Borgarastéttin er að hefja _ baráttu fyrir afnámi allra þeirra þólitísku og efnalegu réttinda, sem verkalýðurinn hefir aflað sér með súrum sveita. Sótsvart fassisma-afturhald er að færast yíir hvert landið á fætur öðru. Stofnun grímulausrar fassista- harðstjórnar í Þýzkalandi hefir ýtt við miljónum verkamanna um allan heim, og gert þeim ljósa , ,þá knýjandi nauðsyn, sem á því er, að skipuleggja baráttusam- fylkingu gegn fassistiskri ógnarr ' spkn auðvaldsins. Baráttan verð- , ,pr, fyrst óg fremst að beinast gegn borgarastéttinni þýzku, sem nu er að ræna verkalýðinn ollum hans pólitízku og efnalegu réttiijdum, og reyna að ráða nið- , ^rlögum Vprkalýðshreyf ingarinn- ar m.eð fántalegri harðneskju og ofsóknum. Stærsti þroskuldurinn í vegin- , iun fyrir sarnfylkingu kommun- jstisþra og sósíal-demókratiskra ; verkamanna, er sú stefna sósíal- . demókratisku flokkanna, sem fel- ur í ser samvinnu og sambræðslu við borgaraflokkana. Það eru flokkar sósialdemókrata, er sök piga á því, hvað verkalýðurinn stendur nú berskjaldaður fyrir höggum stéttarandstæðingsins. „Stéttasamvinnan“, sem sósíal- deinókratar hafa barizt fyrir bæði í orði og verki, hefir rutt þrautina fyrir sigurför fassista- , harðstjórnarinnar í Þýzkalandi. Alþjóðasamband kommúnista og kommúnistaflokkar allra landa hafa hvað eftir annað rétt út höndina til sósíaldemókratiskra verkamanna og tjáð sig reiðu- búna til sameiginlegrar baráttu gegn ógnarsókn auðvaldsins, vax- , andi pólitískri harðstjórn og stríðshættunni. Og þrátt fyrir það mikla starf, sem leiðtogar sósíaldemókrata hafa lagt í skipulagðar klofningstilraunir ,á samfylkingu verkalýðsins, hafa kommúnistaflokkarnir komið upp sameiginlegri baráttufylkingu verkamanna, án tillits til hvort þeir eru kommúnistar, sósíal- demókratar eða flokksleysingjar. 20. júlí í fyrra rak von Papen ríkisstjórn sósíaldemókrata í ; Prússlandi frá völdum. Þýzki j ; kommúnistaflokkurinn stakk þá upp á því við flokk sósíaldemó- krata og landssamband þýzkra verkalýðsfélaga, að allir þessir aðiljar skipuleggðu sameiginlegt allsherjarverkfall gegn fassism- anum. En sósíaldemókrataflokk- urinn og landssamband verka- lýðsfélaganna stimpluðu þetta, með fullu samþykki. Alþjóðasam- bands sósíaldemókrata, — sem herbragð af hálfu kommúnista. Þegar Hitler tók við völdunum, endurtóku kommúnistar tilboð um sameiginlegt allsherjarverk- fall og hvöttu stjórn sósíaldemó- krataflokksins og landssambands- úns til að skipuleggja baráttu gegn fassismanum. En þetta var ekki þegið. Og ekki nóg með það. Þegar flutningaverkamenn í Ber- lín gerðu einhuga verkfall í nóv- ember sj., sprengdu sósíal-demó- kratar samfylkinguna. í verka- íýðshreyfingunni um heim allan úir og gruir af slíkum dæmum. ,. En 19. febr. sl. tilkynnir aðalr skrifstofa Alþjóðasambands sós- íalistiskra verkamanna (S. A. I.), að állir þeir sósíaldemókratisku flokkar,, sém, tilheyri þessu al- þjóðasanibandi, séu reiðubúnir til þess ,að mynda baráttufylkingu með kpmmúnistum gegn fassista- harðstjóm Þýzkalands. Þessi yf- irjýsing er í fyllstu mótsögn við alla framkomu S. A- I. og sósíal- demókrataflokkanna hingað til. Stefna og starf S. A. I. hefir enn sem komið er verið á þann veg, að það réttlætir fullkomlega vantrú Alþjóðasambands kom- múnista á einlægni þessarar yf- irlýsingar, sem er þá fyrst gef- in út, þegar verkalýðurinn sjálf- ur er í mörgum löndum, og þá fyrst og fremst í Þýzkalandi, vel á veg kominn með að skapa sam- fylkinguna. En þrátt fyrir þetta, og með tilliti til árásar fassismans á þýzka verkalýðinn, — árásar, sem leysir úr læðingi öll afturhalds- öfl heimsins, hvetur Alþjóðasam- band kommúnista allra kommún- istaflokka til þess að gera enn eina tilraun til að skapa baráttu- samfylkingu með sósíaldemókrat- iskum verkamönnum. Fram- kvæmdanefnd Alþjóðasambands kommúnista gerir þessa tilraun með þeirri bjargföstu sannfær- ingu, að samfylking verkalýðs- ins á grundvelli stéttabaráttu sé fær um að hrinda af sér ógnar- sókn auðvaldsins, og flýta fyrir óhjákvæmilegum endalokum hverslíonar arðráns auðstéttanna. í þessari baráttu verður að taka tillit til þeirrar aðstöðu, sem um er að ræða í hverju landi fyrir sig. Aðkallandi vandamál verkalýðsins eru ekki allsstaðar þau sömu. Þess vegna er mest von um árgngur, ef kommún- ista- og sósíaldemókrataflokkar hvers lands gætu orðið á eitt Sáttir um ákveðnar baráttufram- kvæmdir gegn borgarastétt síns lands. Af þessum ástæðum ráð- leggur Alþjóðasamband kom- múnista deildum sínum í hverju landi fyrir sig, að bjóða miðstjóm þess eða þeirra flokka, sem til- heyra S. A. I., sameiginlega bar- áttu gegn fassismanum og árás- um auðvaldsins. Samningar milli flokkanna um slíka samvinnu yrðu að vera byggðir á þeim ein- földustu grundvallarreglum, sem hægt er að setja fyrir sameigin- lega baráttu. Én sé ekki einhver ákveðin baráttu-stefnuskrá til- tekin í slíkum samningum, hljóta þeir að skaða hagsmuni verka- lýðsins. Framkvæmdamefnd Al- þjóðasambands kommúnista legg- ur því til, að eftirfarandi atriði verði allsstaðar lögð til grund- vallar fyrir samningum: a) Konunúnistar og sósialdemó- kratar byrja nú þegar að skipu- leggja og tramkvæma vamir gegn fassismanum og árásum aíturhalds- aflanna á hverskonar samtök verka- manna, hvort sem það eru pólitísk félög, verkalýðsfélög, samvinnufélög eða önnur svipuð, — á verkalýðs- blöðin og á funda-, kröfugöngu- og verkfallsréttinn. peir skipuleggja i félagi varnir gegn árásum vopnaðra óaldarflokka fassistanna, með fjölda- mótmælum, kröfugöngum og póli- tískum verkföllum í stórum stíl. peir byrja ennfremur að skipuleggja framkvæmdanefndir og sjálfsvamar- hópa á vinnustöðvum og í verka- mannahverfum. b) Með fundum, kröfugöngum og verkföllum byrja kommúnistar og sósíaldemókratar nú þegar að skipu- leggja voldug verkamannamótmæli gegn launalækkun, versnandi vinnu- skilyrðum, gegn því að hróflað verði við tryggingarlöggjöfinni, gegn lækkun atvinnuleysisstyrks og úpp- sögn vinnu. c) Verði gcngizt undir þessi tvö skilyrði og þeim framfylgt, telur framkvæmdamefnd Alþjóðasambands kommúnista sér fært að ráðleggja kommúnistaflokkunum að láta árás- ir á samtök sósíaldemókrata niður falla, meðan stendur á sameiginlegri baráttu við auðvaldið og fassismann. En jafuframt verður að gæta þess, að heyja hlífðarlausa baráttu gegn öllum þeim, sem brjóta ákvæði samkomulagsins, og skoða þá, sem kljúfa samfylkinguna, sem fyrirlitlega verkfallsbrjóta. Þessi skilyrði, sem S. A. I. eru sett, gilda einnig fyrir þá flokka, — eins og t. d. óháða verkar- lýðsflokkinn enska, sem hafa boðið A. K. baráttusamfylkingu. Framkvæmdarnefnd Alþjóða- sambands kommúnista, sem legg- ur þessar tillögur fram fyrir verkalýð allra landa, hvetur alla kommúnistaflokka og þó fyrst og fremst þann þýzka, til að byrja nú tafarlaust á skipulagn- ingu sameiginlegra baráttu- stjórna fyrir verkamenn, hvort sem þeir eru kommúnistar, sós- íaldemókratar eða telja sig til- heyra öðrum fiokkum, — án þess að bíða eftir árangri samn- inganna við sósíaldemókratisku flokkana. Kommúnistar hafa sýnt það með margra ára baráttu sinni, að þeir standa alltaf í fremstu röð í baráttunni fyrir samfylk- ingu um framkvæmd stærstu vandamála verkalýðsstéttarinnar, bæði í orði og verki. Framkvæmdarnefnd Alþjóða- sambands kommúnista er sann- færð um það, að sósíaldemókrat- iskir verkamenn og flokksleys- ingjar úr verkalýðsstétt muni sigrast á öllum erfiðleikum, og ásamt kommúnistum skapa sam- fylkinguna, og það án tillits til þess, hvernig áfstöðu leiðtogar sósíaldemókrata taka til þessa máls. Einmitt núna, þegar þýzki fasisminn hefir skipulagt heila lygaherferð (íkveikja ríkisdags- hússins, fölsuð skjöl um upp- reisnaráform) til þess að mola verkalýðshreyfinguna, — einmitt núna verður hver einasti verka- maður að finna til stéttarskyldu sinnar í baráttunni gegn ógnar- sókn auðvaldsins og harðstjóm- arafturhaldi fassismans. Niður með fasistiska aftur- lialdið og giinimdaiæðið gegn verkalýðsstéttinni! Lifi baráttusamfylking öreiga- lýðsins! Öreigar allra landa, sameinist til baráttu gegn ógnarsókn auð- valdsins og fassismanum! Framkvæmdarnefnd Alþjóðasamb. kommúnista.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.