Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 4

Verklýðsblaðið - 11.04.1933, Blaðsíða 4
■ÞÍslenzk tnálverk og margskonar rammar á Freyjugötu 11 Samfylkingín Framh. af 1. síðu. hervæðingu). Tillögur Hermanns þykja heppilegri af tveimur á- stæðum: í fyrsta lagi er auðveldara að koma þeim í framkvæmd að verkalýðnum óvörum og í öðru lagi er gert ráð fyrir, að slíkt herlið yrði betur fallið til víga gegn verkalýðnum. Verkalýðurinn sveltur og þjá- ist af skorti á öllu því sem til lífsins þarf. • Samtímis hervæðist burgeisa- stéttin til þess að bæla niður frumstæðustu kröfur verkalýðs- ins til lífsins og brjóta niður samtök hans. Og Alþýðuflokksforingjamir reyna að hindra það„ með þögn, undandrætti og vífilengjum, að verkalýðurinn sameinist til ein- huga baráttu. Það má ekki takast. LandsiUEdur bæuda. Hingað til Rvíkur hafa safn- azt um 40 bændur víðsvegar að af landinu til þess að ræða um kreppuna og bera fram kröfur til Alþingis um ráðstafanir til við- reisnar landbúnaðinum. Þessir fulltrúar munu flestir vera full- trúar stórbændanna og þær kröf- ur, sem samþykktar verða, eru sniðnar mestmegnis með tilliti til stórbúskaparins. Þó hafa fram komið raddir frá einstaka mönn- um eins og sr. Eiríki á Hesti og nokkrum öðrum, sem benda í þá átt, að þeim hafi skilizt, að bændurnir hafi ekki allir sömu hagsmuna að gæta, og að þá uggi, að réttur smábóndans verði fyrir borð borinn á þessum fundi og í þeim ráðstöfunum, sem Alþingi, fulltrúar stórbændanna þar, koma til með að gera. 1 öllum stærstu verkalýðsfé- lögunum í bænum, nema í Sjó- mannafélaginu, þar sem stjórnin hefir ekki fengizt til að halda J fund, hefir tillagan um mótmæla- verkfall og kröfugöngu verið tekin til umræðu. Alstaðar hefir j verkalýðurinn verið einhuga | fylgjandi henni. í Járniðnaðar- \ mannafélaginu og Prentarafélag- : inu var hún samþykkt. 1 „Dags- ! brún“ og „Framsókn" hafði hún j jafn einhuga fylgi, en krata- j broddarnir létu hana ganga til fulltrúaráðsins. En fulltrúaráðið ! hefir þagað. Hversvegna? Það j mun reynast erfitt að neita því, að til fulltrúaráðsins var tillög- unni vísað í þeim tilgangi að j svæfa hana. ■ Svo búið má ekki lengur standa. j Kommúnistaflokkurinn hefir i skrifað stærstu verklýðsfélögun- : um og óskað eftir að samfylk- ; ingartilboðið verði strax tekið til i umræðu og strax tekin ákvörðun j um baráttuna gegn ríkislögregl- j unni og fyrir atvinnubótum. 1. maí nefnd flokksins hefir ! sent 1. maí nefnd Alþýðuflokksins j bréf, og óskað eftir sameiginlegri I kröfugöngu 1. maí, á grundvelli j samfylkingarávarpsins. Verkamenn, sem fylgið Alþýðu- j flokknum! Takið starx höndum j saman við hina kommúnistisku j stéttarbræður ykkar, til að undir- búa kröfugöngu og mótmælaverk- fall, fyrir atvinnubótum, gegn ríkislögreglu. Veljið sameiginleg- ar baráttunefndir á vinnustöðvun- um til þess að stjóma baráttunni. Takið málið upp í verkalýðsfélög- unum, og ef broddamir koma í veg fyrir það, að þið fáið að greiða atkvæði, þá látið það ekki hindra framkvæmdir, heldur tak- ið málin í ykkar hendur, þrátt fyrir broddana. Samfylkingin skal verða sköp- uð — nógu víðtæk og máttug til að sigra — þrátt fyrir allt. 1. maí skal verða sameiginleg- ur baráttudagur einhuga verka- Jýðs — hverju sem Alþýðuflokks- foringjajmir svara. Sannleikurinn er sá, að í sveitum landsins skiftast bænd- urnir í tvær stéttir: stórbændur og smábændur, sem hafa gjör- ólíkra hagsmuna að gæta. Smá- bóndinn, sem ekki hefir stærri kartöflugarða en svo, að kartöflu- uppskeran nægir aðeins til heimaþarfa, hefir engan hag af innflutningstolli á kartöflum. Hann hefir engan hag af því að kaupgjald til verkafólks í sveit- um verði lækkað, síður en svo, því að hann hefir sjálfur ekkert verkafólk og verður oft að leita sér atvinnu utan síns heimilis í vegavinnu eða við heyskap hjá stærri bændum, og kemur þá kauplækkunin beinlínis niður á honum. Hann hefir heldur ekki hag af gengislækkun vegna þess að útflutningsafurðir hans eru hverfandi litlar, en lækkun krón- unnar hefir í för með sér hækk- un á öllum innfluttum varningi og í skjóli þess verðhækkun á iðnaðarvörum, sem búnar eru til í landinu sjálfu eins og t. d. dúkum frá Álafossi o. fl. Á þessum kreppufundi bænda hafa verið ræddar og bomar fram tillögur um stofnun stéttar- félaga bænda. í þessum tillögum er talað um nauðsynina fyrir bændur á því að standa saman um hagsmunamál sín og knýja þau fram með stéttarsamtökum. Ef þessi félagsskapur kemst á, þá mun reynslan leiða 1 ljós, að hann verður stéttarfélagsskapur stórbændanna og verður aðeins vopn í þeirra hendi til kaupkúg- unar í sveitum og til hagsbóta þeim á kostnað verkafólks og smábænda. Stéttarvakningin í sveitum er enn ekki orðin það mikil, að smábændunum hafi fyllilega skilizt, hvað þar er að gerast, en stéttamunurinn verð- ur æ ljósari með hverjum deg- inum sem líður, og smábænd- urnir munu brátt komast að raun um, að „Framsókn" ber ekki þeirra hagsmuni fyrir brjósti. Jón Þorbergsson, stórbóndinn frá Laxamýri, lét sér þau orð um munn fara í útvarpsræðu Varnarlið Verkalýðsins. Fuiidur veröur á fimtudag 13. þ. m. (skírdag) kl. 2 e. h. Stfórnin. Bréf fra. Ingu og fleirum. Haudan. II NÝ BÓK: Fæst hjá flestum bóksölum. Ennfr. Bréf frá Ingu, L, samt líður nú óðum að þau séu uppseld. Verð hvors bindis er aðeins kr. 3,75 innb. í shirting. Ath. allt andvirðið rennur til bókasafna sjúklinga á Vífilsstöð- um og Kristnesi. — Verða bækumar afgreiddar, burðargjaldsfrítt, frá Bókasafni sjúkl. á Vífilsstöðum eða Bókasafni sjúkl. KristnesL Pósthólf 608, Rvík. Pósthólf 27, Akureyri. Tilkynning til húsmæðra. Sökum þess, hve dýrt er að síma geta þær húsmæður sem, vilja, pantað nýjan fisk fyrir vikuna í einu. Tekið verður á móti pöntunum í síma 4456 — 2098 og 4402. Hafliði Baidvinsson. NB. Tekið á móti pöntunum í síma 4456, alla daga til kl. 9 sídegis. Kolasalan Sítni 45 i 4 einni á kreppufundinum, að af- koma einyrkjans væri nú á þess- um krepputímum jafnvel betri en stórbóndans. Og þetta er ekki einstæð skoðun meðal stórlax- anna í sveitunum. Út úr þess- um orðum má lesa yfirlýsingu um það, að stórbændur einir þurfi hjálpar við, enda þótt víst sé, að smábændur almennt skulda meira að tiltölu við afurðasölu og bústofn og mí'guleika á vaxta- greiðslu heldur en stórbændur. Gegn þessu verða smábændur um land allt að hefja harðvítug mótmæli. Þeir verða að kreijast þess, að skuldir þeirra verði af- dráttarlaust strikaðar út, jarðar- afgjald lækkað til stórra muna og tollar á öllum nauðsynjavör- urn afnumdir. Þetta eru í fám dráttum þær mest aðkallandi kröfur, sem fá- tækir bændur hljóta að gera, ef þeir eiga ekki að flosna upp og segja sig til sveitar. En þessum kröfum verður því aðeins kom- ið fram, að smábændur um land allt myndi ineð ser öflug sam- tök í náinni samvinnu við verka- lýðinn í bæjunum og sýni vald- höfunum með því fulla einurð og vilja í verki á því að knýja fram þessar réttmætu hagsbætur. l í I i Ábyrgðann.: BrynjóIIur BJamason. Prentsmiöjan Acta. EGG íslenzk 17 aura. EGG útlend (suðu) 17 aura. Ágætt íslenzkt b ö g g 1 a- s m j ö r og allt annað í páskabaksturinn. KAUPFÉLAG ALÞÝÐU, Njálsgötu 23, sími 4417, Verkamannabúst., sími 3507. TH1IHI— IIIIIIMI IIUIil IM ■Mlllllillllllll II ■■■■IIIM Takið effcir! íslenzkt smjör 1.50 pr. M> kg. Smjörlíki 80 aura 1/2 kg. Hvítkál á 20 aura Vz kg. Minnist þess ávalt, að kaffi, sykur og aðrar nauðsynjar eru ódýrastar hjá Jóhannesi Jóhaxmessyni Grundarstíg 2. Sími 4131. Síldarstúlkur! í síðasta blaði misprentaðist föður- nafn fyrverandi formanns verka- kvennafélagsins „Ósk“ á Siglufirði. Hún heitir Sigríður Sigurðardóttir, en ekki Sigurhjartardóttir. — Núverandi formaður „Óskar“ er Anna Guð- mundsdóttir, kona Sveins þorsteins- sonar. Eru sildarstúlkur beðnar að snúa sér til hennar auk þeirra, sern nefndar voru i síðasta blaði eða ann- ara stjórnarmeðlima.

x

Verklýðsblaðið

Undirtitill:
Útgefandi: Kommúnistaflokkur Íslands
Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2251-4201
Tungumál:
Árgangar:
7
Fjöldi tölublaða/hefta:
452
Gefið út:
1930-1936
Myndað til:
30.10.1936
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Kommúnistaflokkur Íslands.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað: 16. Tölublað (11.04.1933)
https://timarit.is/issue/292413

Tengja á þessa síðu: 4
https://timarit.is/page/4306148

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

16. Tölublað (11.04.1933)

Aðgerðir: