Verklýðsblaðið

Eksemplar

Verklýðsblaðið - 11.07.1933, Side 1

Verklýðsblaðið - 11.07.1933, Side 1
VERKLYÐSBIAÐIÐ ÚTGEFANDI: KOMMÚNISTAFLOKKURISLANDS (DEILD ÚR A.K.) IV. árg. Reykjavík 11. jiilí 1933 30. tbl. Hverra erindi reka Alþýðuflolcks- foringjarnir? í Alþýðublaðinu birtist 18. júlí 1932 grein um stofnun Sölusam- | bands íslenzkra fiskframleiðenda I undir yfirskriftinni: „Einkasala á saltfiski komin á eftir beinni kröfu Ólafs Thors og annara íhaldsmanna“. í niðurlagi greinarinnar fórust Alþýðublaðinu orð á þessa leið: „í stjóm saltfiskeinkasölunnar eru: Richarð Thors, Ólafur Proppé, Kristján Einarsson, Magnús Sigurðsson, Helgi Guðmundsson. Hinir þrír fyrstnefndu eru eins- j konar fulltrúar stærstu fiskút- flutningsfélaganna, en hinir tveir síðastnefndu bankanna. Enginn vafi er á því, að þessir menn eru mjög vel til. starfans fallnir, og er stofnun saltfisk- einkasölunnar merkasti viðbmður ársins“. Fyrir verkamenn og sjómenn er vert að minnast þessara orða Aí- þýðublaðsins í tilefni af grein Verklýð§blaðsins í dag um „Svind- ilbrask fisksöluhringsins“. Hvaða verkamaður, hvaða sjómaður- vill verða til þess að greiða Alþýðuflokksforing j unum, erindrekum braskaranna í Kveld- úlfi og Alliance, Útvegsbankan- um og Landsbankanum, atkvæði sitt við kosningarnar 16. júlí? fietur Sigurjón Olafs- son komizt á þing? Við síðustu kosningar, 1931, þegar Sigurjón var eins og nú annar maður á lista Alþýðu- flokksins, vantaði hann 1092 at- kvæði til að komast að. Síðan hafa kratarnir stórtapað fylgi. Það er því gersamlega útilokað, að Sigurjón komist að. Það er fjarstæða, sem ekki er orðum að eyðandi. Samt nota kratamir þessa vit- leysu til að ginna menn til að kjósa A-listann. Það ætti ekki að vera vandi fyrir alþýðufólk að vísa þessum ósvífnu blekkingum á bug með skýrum rökum. Látum kratabroddunum verða hált á því .að skáka í því skjólinu, að Al- þýðukjósendur fylgist ekkert með hlutunum. Kjósum öll B-listann 16. júlí. Svindilbrask lisksöluhringsins. Alþýðuflokksbrodd- arnir og tollarnir. Jónas frá Hriflu talar af sér. Hvernig; 'útgerdaríélögin arðræna smá útvegsbændur. Fisksalan á Italxu Fiskverzlunin íslenzka færist meir og meir í hendur hinna tveggja voldugu útgerðarfélaga, Kveldúlfs og Allianee. Nú er svo komið, að þau hafa fengið í sín- ar hendur einkasölu á öllum verk- uðum fiski. Þegar auðfélögunum var veitt þetta einkaleyfi sagði Alþýðu- blaðið að það væri merkasti við- burður ársins og væri stjórnin vel skipuð mönnum eins og Rich- ard Thors og Kristjáni Einars- syni (fulltrúar Kveldúlfs og Alliance), sem væru vel færir til þessa starfs. 5 aura fyrir kílóið af þorski. Útgerðarfélögin tvö hafa að- gang að bönkunum og fá nægi- legt rekstrarfé. Kveldúlfur skuld- ar Landbankanum 4milj. En l'yrir smáútvegsbændur eru bankalánin stöðvuð meir og meír. Þeir neyðast því til þess að selja Alliance og Kveldúlfi fisk sinn upp úr sjó, enda er þessi söluað- ferð að aukast með hverju ári. Verðið skammta auðfélögin. 5 aura fengu útvegsbændur í Keflavík fyrir kílóið af þorski í vetur, 514 eyri borgaði Kveldúlf- ur í Vestmannaeyjum. Firmað Gismondi í Genúa býðst til að kaupa blautfisk. Þeir smáútvegsbændur sem nokkur efni höfðu á, verkuðu fisk sinn frekar en 'láta hann fyrir smánarverðið, sem í boði var. Um sama leyti, sem fyrstu boðin í blautfisk komu frá fisksölu- félögunum bauðst umboðsmað- ur fiskkaupfirmans Gismondi í Genúa til að kaupa fisk upp úr salti á 25 aura kílóið. Boð fisksöluhringsins er 21 eyrir. En snögglega dró firmað kauptilboð sín til baka. Fulltrúár útgerðarauðvaldsins kaupa Gismondi til að hætta við fiskkaup sín. I lok maímánaðar fóru þeir til Genúa á Ítalíu, Richard Thors og Ólafur Proppé. Fóru þeir á fund Gismondi og samdist þeim þanm ig, að Gismondi skuldbatt sig til að kaupa engan fisk hér á landi í ár, gegn því að honum voru greidd fjögur þúsund sterlings- pund eða upp undir 90 þúsund ís- lenzkar krónur.' 90 þúsund krón- ur til þess að fyrirbyggja, að smáútvegsmenn fengju 4 aurum meira fyrir hvert saltfiskkíló! Það j þurfti að tryggja að þessi mis- [ rnunur rynni í vasa Kveldúlfs og 1 ■ Alliance. I Hvað er Bjarnason & Marabotti. ‘ Því er svo til hagað með fisk- söluhringinn, að allir þátttakend- ur í honum fá vissa útborgun út á fiskinn og viðbót, ef reksturs- afgangur verður af fisksölunni. Auk þess sem stjórnendum hringsins er í lófa lagið að fé- fletta smáútvegsmenn um þeirra hagnaðarhlut með óhóflega dýr- I um rekstri á söluhringnum (há- um forstjóralaunum, ferðakostn- aði o. s. frv.), hefir útgerðarauð- valdið aðrar aðferðir, sem um leið eru skýring á Gismondimál- inu. Eitt stærsta firmað, sem kaup- ir fisk á Ítalíu er firmað Bjarna- son & Marabotti. Þetta firma er eign Kveldúlfs. Með öðrum orð- um: Auðfélögin í útgerðinni hindra frjálsa samkeppni í kaup- um á ísl. fiski. Þeir ganga svo langt, að þeir kaupa keppinauta sína burt af markaðinum með mútum. Síðan selja þeir sjálfum sér (B. & M.) fiskinn og ákveþa af eigin geðþótta kaupverð. Þann- ig skamta þeir smáútvegsbóndan- um fiskverðið. Hvar sem væri í heiminum mundi slíkt hneyksli eins 0 g þetta, sem gengur næst hreinum og beinum þjófnaði, hafa orðið til þess að mennirnir væru látn- ir sæta ábyrgð verka sinna. En hér? Hér heldur Ól. Thors, höfuð- paurinn, smjaðursræðu fyrir smá- útvegsmönnum í Keflavík og Sandgerði og telur þeim trú um, að hann sé bezti fulltrúi þeirra. Og Alþýðublaðið flatmagar fyrir einokunarforstjórum Kveldúlfs, og telur fiskverkun þeirra stórt spor í áttina til sósíalismans? Kosníngaskrifstofa B-Iístans er frá deginum í dag i litla salnum í fundarhúsinu vid Bröttugötu. Sími 2184, Alþýðuflokksforingjarnir vita það ofurvel, að það er tilgangs- laust að ætla að leyna verkalýð- inn þess, sem það annars gjarna vildi að væri í myrkrinu hulið. Verkalýðurinn á nú sinn Komm- únistaflokk og sitt Verklýðsblað, sem hefir skýrt nákvæmlega frá þeirri allsherjarlaunalækkun, sem framkvæmd var á síðasta þingi, með hinum gífurlegu tollahækk- unum, hæklcun skemmtanaskatts- ins, veitingaskattsins 0. s. frv. 1933 — en ekki 1928 — en þá neytti Alþýðublaðið afstöðu sinn- ar til að leyna alþýðuna þeirri gífurlegu tollahækkun, sem þá var samþykkt, nieð atkvæðum Framsóknar og Alþýðuflokks- manna. — Nú sér Alþýðublaðið ekki annað ráð vænna, en að end- urtaka þá skýrslu, sem Verklýðs- blaðið var búið að flytja um tolla- hækkanirnar. Það nefnir þá vei’ð- hækkun, sem þegar hefir orðið á mestu nauðsynjavörunum. Eins og kunnugt er, hefir hvert kíló af kaffi og kaffibæti hækkað um 40 aura, og hvert kíló af sykri um 5—10 aura. Ódýrari tegundir af skófatnaði, hafa hækkað um allt að 20% í smásölu. Skór, sem mest eru notaðir af alþýðu, sem kostuðu áður 16 kr. kosta nú 19 kr. En fínu skórnir, sem yfir- stéttin kaupir, hafa alls ekki hækkað í verði. Nú er Alþýðubl. að reyna að koma því mn hjá „háttvirtum kjósendum“, að það sé ákaflega hryggt út af þessum tollahælck- unum! Og það er ætlast til að fjöldinn, sem fyrir löngu veit að Alþýðuflokksforingjarnir greiddu atkvæði með tollahækk- unum, sem námu 5—6 miljónum króna árin 1929 og 1930, trúi þessu! -Kannske' kratamir séu eitthvað betri, ef þeir eru í mála- myndarst j órnarandstöðu ? Við skulum nú athuga málið. Framsókn bar fram í efri deild frumVarp um hækkun tekju- og eignaskatts um 40—100%. Jón Baldvinsson greiddi atkvæði á móti þessu og felldi frumv. Framsóknar með íhaldsmönnum, en hafði það sér til afsökunar, að Framsókn vildi ekki ganga inn á að láta 75% af tekjuauk- anum renna til atvinnubótá. Nú liafði Framsókn tilbúnar prent- aðar tillögur um hækkun kaffi- og sykurtollsins, og læzt nú gráta fögrum tárum frammi fyrir kjós- endum, að hafa þurft að fara þessa leið, fyrst búið var að fella tekju- og eignaskattsaukann. Það var fyrirframákveðið, af

x

Verklýðsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.