Verklýðsblaðið

Tölublað

Verklýðsblaðið - 14.05.1934, Blaðsíða 3

Verklýðsblaðið - 14.05.1934, Blaðsíða 3
FLOKK0KINN Erlendar fráttir StórkosiSeg stéttabarátta Pramh. af 1. síðu. Jafnframt því, sem verkamenn voru kúgaðir til að selja Alþýðu- samb. og ríkisstjórninni sjálfdæmi um alm. kaupið, hefir, óttinn við styrk V. S. N. knúið kaupfélagið til að ganga að nokkurri kauphækkun í skipavinnunni, sem er dálítil uppbót fyrir þá miklu kauplækkun, sem Alþýðusambandið hjálpaði kaupfélaginu til að framkvæma 1932.] Reykviskir verkamenni Fram til samúðarbaráttu með norðlensk- um stéttarbræðrum. Stöðvið þau skip, sem afgreidd hafa verið með verkfallsbrjótum. Afgreiðið ekki „Dettifossu. Baráttan Norðanlands er ykkar barátta. Um allt land verður að safna liði, meðal verkalýðsins, þar til sigur er unninn. Iffýlmstn fróttir Ráðist á verkalýðinn á Siglufirði með trékylfum og slökkvitækjum undir forustu kratabroddanna. norðanlands Viðtalstimi við fastar nefndir og leiðtoga er fyrst um sinn á skriístofu flokksins í Bröttugötu á eftirfarandi timum: Framkvæmdanefnd daglega frá ki. B—7 e. h. Útbreiðslu- og fræðslunefnd, mánu- daga frá ki. 6—7 e. h. Skipulagsnefnd, þriöjudaga kl. 6—7 e. h. Faglegur leiðtogi, miðvikudaga kl. 6—7 e. h. Fjármálanefnd, miðvikudaga og laugardaga kl. 6—7 e. h. Ritnefnd Verklýðsblaðsins, föstu- daga kl. 6—7 e. h. Kvennaleiötoginn,, mánudaga kl. 6—7 e. h. Pólitískir leiðtogar! Mætið daglega á viðtalstíma framkvæmdarnefndar! „Féiagið er ekfefi I Alþýðusambamdítii" í hvert skipti sem minnst er á deiluna á Borðeyri, þá hlakkar í Alþ.bl. yfir því að Lagarfoss var afgreiddur með verkafallsbrjótum, og í hvert skipti setur það eftir- farandi klausu: „Verkalýðsfélag þetta er ekki í Alþýðusamband- inu“ o. s. frv. Ég ætla því að útskýra það, hversvegna félagið á Borðeyri er ekki í Alþýðusambandinu. ífyrsta lagi er það vegna þess, að lög Al- þýðusambandsins útilokar okkur gjörsamlega, því að ekki einn ein- asti félagsmaður mundi undir- skrifa pólitískar skuldbindingar til Alþýðuflokksins. Við verkamennirnir á Borðeyri hugsum meira um það, að berj- ast fyrir hagsmunamálum okkar heldur en að styrkja vald Alþýðu- fl-okksbroddanna. Við höfum sem sé þann skilning á þessum mál- um, verklýðsfélagamir í Hrúta- firðinum, að okkur beri að vinna saman að hagsmunamálum okkar, án tillits til pólitískra skoðana, og þeim skilningi mun Alþýðu- blaðið áreiðanlega ekki breyta. í öðru lagi er það vegna þess, að við höfum fylgzt of vel með baráttu Alþýðusambandsins til þess að fá traust á því. Það hafa ekki farið svo fram- lijá okkur deilumar sem háðar hafa verið hér norðanlands nú í seinni tið, og afstaða Alþýðusam- | bandsins til þessarar deilu mun ! ekki verða til að auka álit þess meðal verkamanna á Borðeyri, heldur er þetta sönnun þess, að það eru ekki hagsmunir verka- manna, sem það berst fyrir, held- ur atvinnurekenda. 1 stað þess, að taka málstað okkar í þessari deilu, þá skipuleggur það verk- fallsbrjóta á Akureyri og hvít- liðasveit sér til aðstoðar, til þess að berjast við verkamennina. Svo senda þessir leppar auðvaldsins menn út um allt land til þess að reyna að blekkja verkamenn til fylgis við sig. Og þegar til stofnuðum verkalýðsfélagið á Borðeyri í vetur, þá voru það nokkrir menn, sem réðu okkur fastlega til þess að ganga í Al- þýðusambandið. Þessir menn voru Lagarfoss fer óafgreiddur frá Húsavík. Þegar „Dettifoss" kom til Ak- ureyrar var enn gerð tilraun til að afgreiða hann með verkfalls- brjótum, en verkamenn vörðu að- albryggjuna, Torfunessbryggjxma, fyrir þeim í 12 tíma. Fóru þeir þá að innri bryggjunni og byrj- uðu að vinna þar, en þar sem verkamönnum þótti mest urn vert að halda aðalbryggjunni, skiptu þeir ekki liðinu. Við innri bryggj- una er uppskipun afar erfið og dýr, og voru verkfallsbrjótamir 12 tíma að aígreiða lítið af vör- um. Hélt nú „Dettifoss“ til Siglu- fjarðar, en þar höfðu hvítliðarnir safnað vopnaðri sveit. sem réðust eins og öðir vœru á verkalýðinn ineð trékylfum. og slökkviliðs- \ tækjum. | Óaldarlýður þessi var undir I stjórn þriggja aðal-kratabrodd- j anna, þeirra Jóhanns Guðmunds- J sonar, Kristjáns á Eyri og Gunn- i laugs Sigurðssonar. Stjórnaði Jó- i hann slökkvivélunum, en þeir | Kristján og Gunnlaugur voru meðal aðalstjórnenda árásarinnar. Þetta dugði, til þess að verk- fallsbrjótarnir gætu afgreitt „Dettifoss“, þar sem hann var með aðeins lítið af vörum. Fél. Aðalbjörn Pétursson og og fél. Anna Guðmundsdóttir (form. verkakvennafél. Ósk“), voru sett í handjárn, en ekki þorði óaldarlýðurinn anriað en sleppa þeim bráðlega aftur. „Lagarfoss“ var stöðvaður af verkalýðsfél. á Húsavík, og fór stjórnendur Verzlunarfélagsins, at vinnurekendumir og fulltrúi Al- þýðusambands íslands, Jón Sig- urðsson! Þeir vissu vel, atvinnu- rekendurnir á Borðeyri, hvar þeirra málum mundi bezt komið. í sambandi við þessa deilu reyn- ir Alþýðublaðið að telja verka- lýðnum trú um að V. S. N. sé ekki til nema „á pappírnum11. Þetta eru einungis ósvífnar blekk- ingar. Á nýafstöðnu þingi V. S. N. voru samþykktar inntökubeiðn- þaðan óafgreiddur austur um land. Á Akuieyri fer samúð almenn- ings með verkalýðnum og and- styggðin á fasistunum og krata- broddunum stöðugt vaxandi. A’erkamönnum í klofningsfélagi Erlings ofbýður framkoma krata- broddanna og vilji þeirra til að rétta stéttarbræðrum sínum bróð- urhöndina fer stöðugt vaxandi. Nú reynir fyrir alvöm á sam- úðarþrótt verkalýðsins á Austur- j landi, í Reykjavík og um allt land. V. S. N. sem hefir lagt itann á öll skip ,,Eimskip“, hefir sent „Dagsbrún“ og „Sjómannafél." ásliorum um að stöðva Eimskip hjer. Fjöldi verkamanna hefir skorað á Dagsbrúnarstjómina að halda fund. — Um fjandskap- kratabroddanna, sem tekið hafa að sér stjóm fasistisku óaldar- flokkanna, fer enginn grafgötum. En hinn hetjulegi verkalýður norðanlands treystir því, að reyk- vískir verkamenn geri stéttar- skyldu sína — og stöðvi þau skip, sem afgreidd hafa verið með verkfallsbrjótum. Félagar í Kommúnistaflokkn- um, samfylkingarsamtökunum og A. S. V. — nú ríður á að enginn b'g'gi á liði sínu. S. I. S. hefir fengið fullt um- boð til að semja fyrir Kaupfél. á Borðeyri, en V. S. N. fyrir verka- lýðsfélagið. S. f. S. hefir þegar sent tvö samningstilboð. Það vantar aðeins herzlumun- inn, að fullur sigur náist! ir frá 6 félögum, og nú eru í V. S. N. 16 félög með yfir 2000 með- limum og vitanlegt er, að stærstu kaupdeilur, sem háðar hafa verið hér á landí, hafa verið háðar undir forustu V. S. N. á móti Al- þýðusambandinu og atvinnurek- endum sameinuðum, og þær hafa unnist, þrátt fyrir svik krata- liroddanna. p. t. Reykjavík, 12. maí 1934 Björn Kristmundsson (form. verklýðsfél. á Borðeyri). 30 austurrískir varnarliðsmenn í Sovétríkjunum. Verkalýðsfélög Sovétríkjanna höfðu boðið hinum landflótta varnarliðsmönnum, sem flúið höfðu til Tékkóslóvakíu, að koma til SSSR, að taka þar þátt í ný- byggingu sósíalismans, og njóta þar allra réttinda. Flóttamennim- ir ákváðu að þiggja þetta boð, en samþykktu hinsvegar, að ekki skyldu aðrir fara en þeir, sem tek- ið hefðu þátt. í götuorustum gegn Dollfussfasismanum. — 25. apríl komu þeir, til Moskva og var fagnað af hinum frjálsa verkalýð í landi sósíalismans. Á öllum hin- um rússnesku járnbrautarstöðv- um, þar sem aukalestin, er þeir komu með, staðnæmdist, komu þúsundir verkamanna saman til þess að fagna hinum hugprúðu andfasistum, og í hinum pólsku borgum, sem þeir fóru gegnum, mvndaði verkalýðurinn kröfu- göngur þeim til heiðurs, þó að stjómarvöldin reyndu að halda för þeirra leyndri. Vamarliðs- mennirnir eru ákaflega hrifnir af því, sem fyrir augun ber í Sovét- lýðveldunum. Þeir kveðast allir vera búnir að losa sig að fullu við hina sósíaldemókratísku brodda og svikablekkingar þeirra. j Þeir hafa sannfærzt um, að ósig- j ur þeirra í borgarastypöldinni var einungis svikum þeirra að kenna, sem þeir trúðn á sem foringja sína, og þeir segjast vera komnir til Sovétríkjanna, til þess að læra af rússneska verkalýðnum hina byltingasinnuðu baráttuaðferð Marx, Engels og Lenins, til þess að geta síðar leitt austurrísku verkalýðsbyltinguna fram til sig- nrs. Ekkja Koloman Wallisch dæmd í tugthús. Skyndidómstóllinn í Leoben dæmdi 21. apríl ekkju vamarliðs- mannsins Koloman Wallisch í eins árs tugthús og sömuleiðis verka- konuna Werkner, fyrir þær sakir, að þær höfðu, meðan á uppreisn- inni í Austurríki stóð, hjúkrað særðum og fært uppreisnarmönn- um matvæli. Koloman Wallisch tók, eins og kunnugt er, þátt í götubardögunum, en flýði síðan til Tékkóslóvakíu. Jámbrautarmaður einn þekkti harin á leiðinni og sveik hann í hendur fasistanna fyrir 5000 schilling, og var hann síðan hengdur. Tíu dögum seinna fannst svikarinn skotinn til bana úti í skógi. Leiðrétting. 1 19. tölubl. Verklýðsblaðsins í greininni „Nýir kaupsamningar á Isafirði“ er su villa, að í 9. línu að ofan stendur, „en um leið hækkað dagkaup“, á að vera: en um leið lækkað dagkaup. Tilkynnið bústaðaskipti síscs'7!r;':t-'!;e r-* ■ • til V erklýðsblaðsins í síma 2184. Munið að kvarta yfir vant- skilum.

x

Verklýðsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verklýðsblaðið
https://timarit.is/publication/345

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.