Verklýðsblaðið - 10.09.1934, Qupperneq 2
Alþýðublaðið kinnhestar
Alþýðuflokkinn
Verkalýðurinn g-erir uppreisn gegn auðvaldsþjónustu
foringjanna í mjólkurmálinu.
Klofningur og ringulreið í foringjaliðinu.
Nýja ríkisstjómin hefir sett
nýtt útflutningsgjald á saltfisk,
sem gerir hað að verkum, að ó-
kjör hlutamanna og smáframleið-
enda versnar enn stórkostlega. Og
með þessari óhemju skattaálagn-
ingu er auðvaldinu hlíft við aukn-
um sköttum', sem sjálfsagðir
hefðu verið.
Þannig er „skipulagningin“, sem
Alþ.fl. og Framsókn hafa galað
hæzt um, skipulagning á arðráni
og dýrtíð fyrir verkalýðinn, en
skipulagning á miljónagróða til
handa auðvaldinu.
Skipulagning nýju stjórnarinn-
ar, sem komst á atkvæðum alþýð-
unnar upp í ráðherrasætin, er
samskonar „skipulagning“ og Hitl
er og Roósevelt hafa framkvæmt
í þ>águ hringanna og fjármálíiauð-
valdsins — fasistiskar hungurá-
rásir á alþýðuna.
Og stórauðvaldið er enn ekki á-
nægt, þrátt fyrir allar gjafir
stjómarinnar. Nú heimta atvinnu-
rekendur að fá nokkrar miljónir
í viðbót af fé verkalýðsins og al-
þýðunnar til að styrkja stórút-
gerðina (Mbl.).
1. okt. á þing að koma saman.
Til hvers?
Eftir undanfarna reynslu um
störf stjórnarinnar dettur senni-
lega engum í hug að Alþingi eigi
að samþykkja lög um lækkun á
tollum, atvinnuleysistryggingar
eða bæta á annan hátt kjör verka-
lýðsins.
Hlutverk Alþingis verður líka
allt annað, þ. e. að samþykkja
bráðabirgðalög stjómarinnar, og
skella nýjum álögum á alþýðu
manna og gefa auðvaldinu nýjar
gjafir.
En það er á valdi verkalýðsins
að breyta þessum hunguráform-
um auðvaldsins. Svar verkalýðs-
ins í Bandaríkjunum við sams-
konar hungurskipulagningu og
nýja stjórnin er að framkvæma,
var verkföll miljónanna og kröf-
ur um hækkun kaupsins og bætt
lífskjör.
í Alþýðublaðinu s. 1. fimmtu-
dag ljóstrar Sigurður Einarsson
því upp, að sambræðslustjóm Al-
þýðuflokksins og Framsóknar,
stjórnin, sem lofaði að vinna bug
á dýrtíðinni, þegar hún var að
ginna kjósendur til að lyfta sér
upp í valdasessinn, hefir ákveðið
að láta mjólkureinokun sína
halda uppi 40 aura okurverðinu á
mjólkinni hér í Reykjavík. Auk
þess er tvímælalaust afráðið að
hækka mjólkurverðið á ým'surn
stöðum.
Þetta til viðbótar við okur
k j öteiriokunarinnar, blóðskattana
á smáútvegsmenn og sjómenn,
hækkunina á sígarettum o. s. frv.
Og Sigurður Einarsson bætir
við, eftir að hann hefir lýst okr-
inu á mjólkinni:
„En stjóm, sem hyggst að
kaupa sér þannig frið við hina
ágengu stórhagsmuni á kostnað
alþýðu, má ekki láta sér bregða í
brún, þó 4iún finni það, „er til
þings kemur, að hún á formæl-
endur fá“.“
Lesendur Alþýðubl. stóðu undr-
andi. Hvað var að gerast? Blað
Þetta ráð — samfylkingarbar-
áttan — er líka eina leiðin sem
til er fyrir verkalýðinn til að bæta
kjör sín og hindra frekari árásir
af hendi burgeisanna.
Svar verkalýðsins til Alþingis
verður því að vera barátta fyrir
atvinnubótum, atvinnuleysistrygg-
ingum, gegn dýrtíðinni, fyrir
hærri launum. Að öðram kosti
bíður verkalýðsins nýr hungur-
vetur — verri en nokkru sinni áð-
ur.
ríkisstjórnarinnar, málgagn Har-
alds Guðmundssonar og Her-
manns Jónassonar, sem eru að
„skipuleggja" okrið, málgagn
þeirra herra Ingimars Jónssonar
og Co., sem hafa samið einokunar-
lögin, ræðst allt í einu á hús-
bændur sína, og fer að tala máli
neytenda!!
Skýringin er: Verkalýðurinn í
Alþýðuflokknum gerir uppreisn
gegn auðvaldspólitík foringjanna.
Eftir okurráðstafanimar nieð j
kjötið o. fl. o. fl. er bikarinn orð-
inn fullur. — Knúnir fram af
þessari uppreisn alþýðunnar,
grípa þeir Sigurður Einarsson og
ritstjóri Alþýðublaðsins það ráð,
að ráðast á ríkisstjómina og Al-
þýðusambandsstjómina í hennar
eigin málgagni. Allt þetta gera
þeir á bak við stjórn flokksins,
sem bregður heldur en ekki í
brún, þegar hún sér sitt eigið
málgagn.
Héðinn Valdimarsson „óskaði
Sig. Ein. til hamingju með nýja
flokkinn" og stjórn Alþ.samb. og
þingflokkur stjórnarinnar voru í
ofboði kallaðir saman til að
brjóta „uppreisnina“ á bak aftur.
Síðan hefir verið dauðaþögn um
mjólkurmálið í Alþýðublaðinu.
Sigurður Einarsson hefir nú
lagt niður skottið. Hann hefir
sennilega verið minntur á það, að
árstekjur hans, þúsundirnar, sem
hann á undir náð húsbænda sinna
væru í hættu.
En verkalýðurinn í Alþýðu-
flokknum skal halda baráttunni
áfram, minnugur sigursins frá í
vetur — í bandalagi við Kommún-
istafl. og alla alþýðu í Rvík.
Alþýðan heimtar 35 a. mjólkurverð
Framh. af 1. síðu.
Á fundinum, sem Kommúnista-
flokkurinn boðaði til í Bamaskóla
portinu í gær, mættu engir af
þeim, sem boðnir voru, hvorki
fulltrúar stjómmálaflokkanna né
ríkisstjómarinnar, né Sig. Ein.
Enginn þessara herra töldu sig
vera í standi til að tala við al-
þýðuna um þessi mál.
En verkalýður og alþýða Reyk-
javíkur fjölmennti og sýndi vilja
sinn í því, að halda baráttunni á-
fram.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt í einu hljóði:
Um leið og fundurinn mótmælir
okri kjöteinokunarinnar, krefst hann
þess, að mjólkurverðið í Reykjavik
verði ekki ákveðið hærra en 35 anr-
ar á Iiter.
Fundurinn skorar á verkalýðsfó-
Iögin að boða tafarlaust til fundar
um mjólkurmálið og taka upp sam-
eiginlega baráttu með Kommúnista-
flokknum fyrir lækkun mjólkurverðs-
ins niður í 35 aura.
Minnugir sigursins í neytendaverk-
fallinu i vetur, treystum við reyk-
vískri alþýðu til að svara nú aftur
í sömu mynt, ef stjómin ætlar að
halda sama okurverðinu og áður.
Einhuga mótmæli alþýðunnar í
þessu máli hafa þegar skotið rík-
isstjóminni svo skelk í bryngu,
að hún mun nú vera horfin frá
upphaflegri fyrirætlun sinni um
42 aura mjólkurverð, en ætlar að
freista að halda uppi okurverðinu
40 aurar.
Þetta má henni ekki takast. —
Þó að við verðum að vísu að kaupa
nauðsynlegustu mjólk handa böm
umim, pretum við takmarkað
neyzluna svo, að ríkisstjómin og
mjólkurhringurinn verður að láta
undan. Það sýndum við i vetur.
Krefjumst funda í verkalýðsfé-
lögunum þegar í stað.
Við skulum láta liðhlaupana
sigla sinn sjó, en standa öll sam-
einuð í baráttunni þar til krafan
um 35 aura verð er uppfyllt.
Síórkosileg verðlxkkun!h
■ ■
■ ■
Hið ný^endurbætta áéæta II
Flóra-smjörliln jj
er komið og kostar aðeíns jj
kf. 1,30 kg. Kaupféiag Reykjavíkur jj
■ ■■
■ ■■