Verklýðsblaðið - 10.09.1934, Blaðsíða 3
l.ooo.ooo fyrír útgerðarmenn
SJómenR ganga slyppir og snauðir frá borði
Yerklýðsblaðið
kemur tvisvar í viku
Framh. af 1. síðu.
brennandi áhuga, sem aldrei hefir
brugðist, þegar velferðarmál
verkalýðsins eru í veði.
Áskrifendur og vinir Verklýðs-
blaðsins!
Gerið skarpa, volduga sókn fyr-
ir blaðið frá 15. sept. til 1. okt.
undir kjörorðinu:
Svar verkalýðsins til vald-
hafanna er tvöföldun Verk-
lýðsblaðsins strax.
Þegar Alþingi það, sem Komm-
únistaflokkurinn með fasistiskum
kúgunarlögum er útilokaður frá,
kemur saman, 1. okt., til að sam-
þykkja nýjar álögur, til að níð-
ast enn frekar á öllum fátækum
og kúguðum í þessu landi, þá
sýnið því að byltingarhugur
verkalýðsins í Reykjavík er að
vaxa — og að alþýðan alstaðar á
landinu er að rísa upp.
Fyrir þá 1000 áskrifendur,
sem Verklýðsblaðið á í Reykja-
vík, er hægðarleikur að uppfylla
eftirfarandi áætlun frarn að 1.
okt., ef allir leggjast á eitt, ef
einhver neisti af þeim eldi, sem
brennur í hjörtum rússneska
verkalýðsins við sköpun sósíai-
ismans tendrar einnig hugi vora
hér:
1. Koma innrukkuninni yfir
75%. Hún er enn bara 55%. Á-
skrifendur! Gerist sjálfboðaliðar í
að innheimta!
2. Afla nýrra áskrifenda og
ennfremur auglýsinga í tugatali!
3. Safna 800 kr. í peningum í
blaðsjóðinn til að tryggja útkomu
þess fjárhagslega.
Verklýðsblaðið hefir ekkert
annað að treysta á en fórnfýsi
þeirra, sem fórnað er fyrir auð-
valdið. Það hefir engan fjárhags-
legan grundvöll nema aurana, sem
hinir fátæku láta til að berjast
gegn sinni fátækt. En það veit
að á hverjum einasta vinnustað,
í hverju einasta alþýðuheimili
verður barizt fyrir því með þeim
eldmóði, sem þarf, svo verkalýð-
urinn öðlist frelsi. Það veit að
engar ofsóknir, engar blekkingar
Alþýðuflokksbroddanna, megna að
kæfa þann byltingarhug, sem
þegar er vaknaður. Og þessvegna
er það örugt um, að verkalýðurinn
mun svara þeirri ákvörðun flokks-
stjórnarinnar um að koma blað-
inu út tvisvar í viku með því að
fara fram úr því marki, sem sett
er í áfanganum 15. sept. til 1.
okt.
Verkalýður Reykjavíkur og al-
þýða íslands! Fyrsta svarið til
valdhafanna!
Verklýðsblaðið tvisvar í viku!
Og næsta svarið verður: Verk-
lýðsblaðið dagblað!
Smjörlíki lækkar.
Eins og- sjó má af auglýsingu í
blaðinu í dag, hefir Kaupfélag Ey-
firðinga riðið á vaðið með lækkun ó
smjörlíkinu „Flóra“ um 25%. Tví-
mælalaust fagnar alþýðan þessari
lækkun á smjörlíkinu, ekki sízt þcg-
ár okiið ó öllum lifsnauðsvnjum fer
vaxandi.
Matje-síldarhringurinn hef-
ir í hreinan gróða minnst
1 miljón af Matje-síldinni
einni.
Sjómenn flykkjast nú óðum að
norðan úr verinu, til heimila sinna,
flestir tómhentir og vonsviknir,
með hörmungar atvinnuleysisins
framundan. — Kröfum Verklýðs-
sambands Norðurlands um 640
króna lágmarkstrygginguna voru
þeir, með blekkingaloforðum Al-
þýðusambandsstjórnarinnar um 7
króna verð á tunnu (sem voru
svikin strax eftir kosningarn-
ar) hindi-aðir í að berjast fyrir,
við hlið norðlenzkra sjómanna.
Með myndun núverandi krata- og
Framsóltnarstjórnai' skildi þeirp
tryggð skipulagning afurðasölunn-
ar, í gegnum hlutafyrirkomulagið,
sanngjörn hlutdeild í framleiðsl-
unni og nýtt gullaldartímadli
skildi renna upp fyrir sjómenn.
— Með þessum og þvílíkum
blel<kingum tókst að hindra ein-
ingu sunnlenzkra og norðlenzkra
sjómanna um einu og sömu kröf-
una og hrinda þeim undir arð-
ránshóf fjármála. og hringaauð-
valdsins.
En hvað með loforðin um
skipulagninguna ?
Þau voru að vísu efnd — en
hvernig ?
Hin nýja stjórn samdi bráða-
birgðalög, þvi sannarlega þurfti
skjótra „aðgerða“ og byrjaði að
skipuleggja, undir ■ samhljóma
hallejúja- og hósianna-söng allra
stærstu blaðanna:. Alþýðublaðs-
ins, Nýja dagblaðsins, Timans og
Morgunblaðsins.
Og hvernig lítur þessi skipu-
lagning þá út í reyndinni?
Nokkrum stórlöxum, gömlum
síldarbröskurum, fasistum og
sósíalfasistum, er gefinn löghelg-
aður einkaréttur til að kaupa og
selja alla léttsaltaða síld í landinu
— m. ö. o. gefið algert sjálfdæmi
um kosti og kjör sjómannanna.
Samtímis er með nýju lagaboði
minnkuð framleiðsla léttsaltaðrar
síldar um 30% miðað við s. 1. ár,
sem þýðir kauprýrnun og at-
vinnurán íyrir hlutamennina að
sama skapi.
Og hver er svo árangurinn af
þessari „jafnaðarstefnu“ krata-
og Framsóknarforingjanna ?
Ilið lögfesta síldarverð „um-
bótamannanna“ er 5 krónur á
tunnu — þar af greiða hinir lög-
skipuðu síldarbraskarar skips-
höfninni ca. \/3 part, eða ca. 1.68
aurar á tunnuna. Sjálfir selja
þeir hverja tunnu á 30 kr. (fob.)
Þó nú ætlað sé ríflega fvrir
verkunarkostnað, toll, bryggju-
leigu, tunnu o. s. frv. — er hrein
þenusta síldarhringsins minnst
14—15 krónur á hverri tunnu.
Útgerðarklíkan, lögskipaða og
„skipulagða“, sem selt hefir, við
þessu verði og' hærra 70 þúsund
tunnur síldar, hefir því (mjög
varlega reiknað) hirt sína miljón
kr. í hreinan gróða, yfir þessa
tæpu tvo mánuði.
Á sama tíma ganga sjómenn-
irnir með sinn „hlut“ snauðir frá
borði, eða með frá 60—400 krón-
ur eftir vertíðina og fjöldamargir
með ekki neitt.
Hér getur ekki lengur leikið
nokkur vafi á hverskonar skipu-
lagningu átt var við í kosninga-
skrumi krata. og Framsóknarfor-
ingjanna.
í stað þess að skipuleggja sjó-
mennina á landsmælikvarða, sam-
kvæmt margítrekuðum á skorun-
um K.F.l. og tilraunum Verklýðs-
sambands Norðurlands — íil
baráttu fyrir lágmarkstrygging-
unni hefir „stjórn hinna vinnandi
stétta“ skipulagt höfuðfjanda
sjómanna, svo rækilega að hann
hampar nú miljón króna hi’einum
gróða, framan í sveltandi sjó-
mennina, — hina vinnandi stétt.
Hai-aldur Guðmundsson, Her-
mann Jónasson og Eysteinn
Jónsson, sem allir í krafti tak-
markalausra kosningaloforða og
lýðsmjaðurs, komust á bolum al-
þýðunnar upp í æðstu fram-
kvæmdastöður hringa og fjár-
málaauðvaldsins, geta sannarlega
tekið á móti kaupi sínu hjá auð-
valdinu með góðri samvizku fyrir
vel unnið starf og dygga þjón-
ustu.
Jón Bald., Iléðinn, Stefán Jó-
hann o. fl. bitlingadýr auðvalds-
ins, eru vel að hamingjuóskum
Ólafs Thors, Jóns Ólafssonar og
annara stéttarbræðra sinna komn-
ir fyrir velbyrjaða skipulagn-
ingu og góða vertíð og geta sof-
ið svefni hinna réttlétu vegna
þess að engin hætta er á því að
banká- og hringaauðvaldið hreki
þá út á gaddinn (í atvinnuleysið
til sjómannanná) á meðan fyrir-
tæki þeirra heppnast ekki ver en
þetta.
En það eru sjómennirnir, kjós-
endurnir, hin vinnandi stétt, sem
valdastóll ránsstjórnarirpiar og
mútuþeganna á allt sitt undir —
mennirnir sem í stað fyrir gull-
aldartímabil Mutaskiptanna og
„skipulagningarinnar", fengu að-
eíns þrældóm, vökur, vosbúð,
kaupleysi og atvinnuleysi, þegar
heim var komið. — Allur þessi
skari vonsvikinna sjómanna krefja
nú „stjórn hinna vinnandi stétta“
reikningsskapar og efnda á gefn-
um loforðum. Þeir krefjast nú,
án tafar, útborgunar á 2 króna
uppbótinni, á afnámi síldartolls-
ins.
Þeir krefjast hú strax vinnu
og brauðs samkvæmt gefnum lof-
orðum núverandi stjói-nar fyrir |
kosningarnar.
Þetta eru lífskröfur sjómanna :
og fjölskyldna þeirra. Þessvegna ■
munu sjómennirnir ekki aðeins ]
krefjast, heldur einnig ganga út
í baráttuna fyrir þessum kröfum |
í félagi við stéttarbræður sína í
landi og framkvæma sína eigin
skipulagningu, sem nú getur leitt
til sigurs.
Strengjum þess heit að knýja
fram lágmarkskauptryggingu
næsta ár.
Hvað segir Alþ.bl.
um mjóikureinok-
\
unina?
Laugard. 7. apríl þ. á birtist
grein í Alþýðublaðinu, með eftir-
farandi fyrirsögn og upphafi:
„RÉYKVÍKINGAR EIGA AÐ
BORGA TÖP MJÓLKURFÉ-
LAGSINS Á SVINDLI EY-
JÓLFS JÓHANNSSONAR.
Mjólkurhringurinn undir forustu
Eyjólfs Jóhannssonar og Kveldúlfs-
bræöra hefir hafið nýja herferð til
að ná undir sig einkasölu á allri
mjólk hér í bænum.
Eyjólfur Jóhannsson hefir nýlega
tilkynnt fyrir hönd hringsins, að
hann hafi ákveðið að koma á „nýju
fyrirkomulagi“ á allri mjólkursöl-
unni.
Hið „nýja fyrirkomulag" er full-
komin einokun mjólkurhringsins á
mjólkursölunni og á að tryggja
Mjólkurfélaginu nægan gróða upp í
töp þess á svindli Eyjólfs Jóhanns-
sonar.
Ríkisstjórnin, Magnús Guðmunds-
son og porsteinn Briem, hefir í þessn
máli verið í þjónustu einokunar-
hringsins og unnið gegn hagsmun-
um bænda austanfjalls og allra
Reykvíkinga".
Þessi orð Alþýðublaðsins eru
nákvæm lýsing á því, sem er að
gerast í dag. Þau eru sannleikur
í dag, hreinn sannleikur, og þurfa
engrar annarar endurskoðunar
við en þeirrar, að í stað orðanna
„Magnús Guðmundsson og Þor-
steinn Briem“ komi: Hermann
Jónasson og Haraldur Guðmunds-
son!
Sá sami Ilaraldur, sem ef til
vill hefir sjálfur skrifað þessa
grein, er nú kominn í sæti Þor-
steins Briem og framkvæmir póli-
tík hans.
Reykvísk alþýða hrinti í sam-
einingu af sér árásinni í vetur.
Og það skulum við gera aftur
nú, þó nöfn ráðherranna hafi
breytzt.
Alþinéi 1 jktóber
Heimtið atrfnnuleysistryggingar!
Alþingi hefir verið kvatt sam-
an 1. okt. Þingmálafundir hefjast
nú út um allt. Nú ríður á að
verkalýður og fátækir bændur láti
alstaðar á landinu til sín heyra,
beri fram kröfur sínar til Al-
þingis og knýi þær frarn á þing-
málafundunum.
Aðalkrafan, sem verkalýðurinn
mún fylkja sér um, er krafan um
atvinnuleysistryggingar nú strax
og burt með blóðskatta ríkis-
stjórnarinnar.
Dansskóli Helene Jónsson
og Eigild Carlsen
hefst 1. okt. Hafa þau verið utan-
lands 2 mánuði til að læra nýja
dansa, „Carioca" o. fl. og hafa 23.
sept. danssýningu i Iðnó. Aðgangur
ókeypis og aðgöngumiðár afhentir á
Skólavörðustig 122.